Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Side 20
20
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
Iþróttir
Gullkálfurinn Pirmin Zurbriggen mun líta ólympíeldinn tendraöan en hann
á gull að verja í alpagreinum.
Sigurður Gunnarsson verður f eldiínunni í Digranesi í kvðld.
HandboM í kvöld:
Stjaman og Víkingur mœtast í
lokaleik 12. uinferðar í 1. deild
karla í kvöld í Digranesi kl. 20.15.
Leikurinn er nyög þýðingarmik-
ill fyrir bæði liöin, Víkingar þurfa
sigur ætli þeir að ógna FH og Val
á toppnum. Stjaman viröist hins
vegar vera að sogast inn í fallbar-
áttuna þrátt fyrir að vera í
fimmta sæti sem stendur.
Það hefur veriö ansi dökkt
ástandið í herbúðum Víkinga nú
síöustu dagana en skyttur þeirra
Hæðargerðinga, Sigurður Gunn-
arsson og Siggeir Magnússon,
vom báðar frá vegna meiösla í
liðinni viku. Var liöiö þvi væng-
stýft og mátti á margan hátt
þakka fyrir furöu nauman sigur
á Gróttu í bikamum.
„Við munum tefla fram okkar
sterkasta liöi gegn St}ömunni,“
sagði Vfkingurinn Sigurður
Gunnarsson í spjalli við DV i
gærkvöldi
„Við vitum að leikurinn verður
mjög erfiður.. Stjömumenn sýndu
styrkleika sinn í fyrri umferð,
bæði gegn okkur og öðrum, þeir
em til alls vísir,“ sagöi Siguröur.
Heil umferð er leikin í 1. deild
kvenna. Stjaman og Þróttur leika
í Digranesi kl. 19, FH og Fram í
Hafnarfirði kl. 20.15, Víkingur og
KR í Laugardalshöllinni kl. 20 og
Valur mætir Haukum á Hlíöar-
enda kl. 18. Þá eigast við Ánnann
og HK i 2. deild karla í Höllinni
kL 21.15 og Grótta og Afturelding
í 2. deild kvenna á Seltjamamesi
kl. 20.
Loks lýkur 16-liða úrslitum í
bikarkeppni karla meö leik Sel-
hefstfel. 20.
-JÖG/VS
NBA-deildin í körfuknattfleik:
Kyndillinn er sem hönd guðs:
Jafnvel konur komnai
að barnsburði hafa
hlaupið með kyndilinr
- sem tendra mun ólympíueldinn í Calgaiy á laugardag
Sænskur handknattleikur:
íslendingaliðin
standavelaðvígi
- Gunnar í 3. sæti yfir markahæstu menn
26 stig. Þrjú efstu liðin keppa í úr-
slitakeppni þegar sjálfri deildar-
keppninni er lokið.
e Saab, sem Þorbergur Aðalsteins-
son þjálfar og leikur með, sigraði
Eskil 29-23 í 1. deildinni nyrðri og
skoraði Þorbergur tvö mörk í leikn-
um. Saab er í öðru sæti með 27 stig
eftir 17 leiki en Irsta er í efsta sæti
með 28 stig og Hellas í því þriðja með
25 stig.
GuiuJaugur A. Jónssan, DV, Sviþjóð:
IFK Malmö er í öðru sæti í 1. deild-
inni syðri í sænska handknattleikn-
um. Um síðustu helgi sigraði IFK
Malmö lið H43 32-22. Gunnar Gunn-
arsson skoraði 7 mörk í leiknum og
er þriðji markahæsti leikmaður
syðri deildarinnar.
Eins og áður sagði er IFK Malmö
nú í öðru sæti með 24 stig að loknum
16 leikjum. Vikingama eru efstir með
Denvervannstórt
- Pétur skoraði 3 og tók 4 fráköst
„Fyrsti fiórðungur leiksins og sá
þriðji vom hnífjafnir en í öðrum
fjórðungnum náði Denver ellefu
stiga forskoti á skömmum tíma. Það
hélst fram á síðasta korterið en þá
hrundi okkar leikur til grunna.
Hraðinn var geysilegur eins og alltaf
í leikjum þeirra og við stóm menn-
irnir vorum því mikið hvíldir,“ sagði
Pétur Guðmundsson hjá San An-
tonio Spurs í samtali við DV í
morgun.
San Antonio tapaði í nótt 136-108
fyrir Denver Nuggets á útivelli. Pétur
lék í nokkrar mínútur, skoraði 3 stig
og tók 4 fráköst. Það er skammt
stórra högga á milli hjá Pétri og félög-
um því næstu nótt mæta þeir sjálfum
Boston Celtics á heimavelli en Bost-
on tapaöi í nótt fyrir Houston
Rockets, 129-120. „Þeir verða óðir á
móti okkur, era ekki vanir að tapa
tveimur leikjum í röð svo þetta verð-
ur geysilega erfitt,“ sagði Pétur.
Los Angeles Lakers lágu óvænt á
heimavelli gegn Indiana Pacers,
108-110. Önnur úrslit: Washington-
New Jersey 126-117, Atlanta-Philad-
elphia 112-110, Chicago-Detroit
74-89, Milwaukee-Cleveland 112-104,
Dailas-Utah 124-93, Phoenix-LA
Clippers 106-100, Golden State-
Sacramento 117-99, Portland-Seattle
139-123. -VS
Gísli Guömundsson, DV, Kanada:
Kyndillinn, sem ber logann er mun
tendra sjálfan ólympíueldinn í Calg-
ary, mun á laugardag ljúka sínu
sögulega ferðalagi. Þegar hann kem-
ur á mótssvæðið og tendrar ólympí-
eldinn lýkur lengsta ferðalagi
ólympíukyndils í sögu allra ólympíu-
leika. Aldrei f>Tr hafa jafnmargir
borið kyndillinn.
Kyndilfórin hófs 17. nóvember og á
laugardag hefur loginn farið yfir 18
þúsund kílómetra leið á áttatíu og
átta dögum. Hófst forin á Nýfundna-
landi og var hlaupið og gengið sem
leið lá eftir öllum helstu þjóðvegum
Kanada, gegnum öll fylki og yfirráða-
svæði þessa lands, sem er annað
stærsta land heims.
Að auki hefur kyndillinn verið
fluttur með flugvélum, bátum, snjó-
bílum og hundasleðum þar sem
illfær svæði hafa hindrað hefðbund-
in samgöngutæki.
Öll þjóðin hefur fylgst með kyndil-
for' mi af áhuga og á sama hátt þeim
62M mönnum sem hafa fengið að
njóta þess heiðurs að halda loganum
á lofti. Það vora stoltir menn sem
hlupu með kyndilinn og var hann
meðhöndlaður sem heilagur gripur.
Einn hlauparinn lýsti honum sem
HÖND GUÐS. Hlaupararnir hafa ve-
rið á öllum aldri, unglingar jafnt sem
aldraðir, konur jafnt sem karlar.
Fatlað fólk, bundið við hjólastól, hef-
ur ekki látið sitt eftir liggja í því að
gera þennan viðburð sem mestan.
Þá hafa þungaðar konur jafnvel tekið
þátt í þessum kyndilburði og sumar
hverjar komnar fulla níu mánuði á
leið.
Öll þjóðin tók á sinn hátt þátt í
kyndilförinni, nema innfædd brot,
inúítar og indíánar, sem sniðganga
þessa athöfn til að leggja áherslu á
baráttu sína fyrir sjálfstæði innan
síns yfirráðasvæðis.
Á laugardag mun nærri öll þjóöin
seijast fyrir framan sjónvarpstæki
sín og fylgjast með lokakaflanum,
þegar „hönd guðs“ mun tendra sjálf-
an ólympíueldinn. Þar með mun
hlutverki almennings vegna ólymp-
íuleikanna ijúka en íþróttamennim-
ir, þeir sem allt snýst um, munu taka
við.
Skautadrottningin Katarína Witt vann gull i si
grein á leikunum i Sarajevo
Eðvarð Þór Eðvarðsson úr Njarðvik.