Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
33
LífsstOl
Rannsokniii
Á vegum Norrænu embættismanna-
nefndarinnar um neytendamálefni
komu nýlega út þrjár skýrslur. Hér
veröur drepiö á efni þessara skýrslna
til umhugsunar fyrir neytendur, aðal-
lega í þeim tilgangi að varpa nokkru
ljósi á þau vandamál sem fylgja rann-
sóknum í þágu neytenda. Fatnaöur
kemur við sögu í þessum skýrslum
með ýmsu móti og greinilega kemur
fram að nýjar vörur, nýir neyslusiðir
og nýjar reglur skapa neytendum ný
vandamál.
Þvottavélar - prófunaraðferðir
Fyrsta skýrslan, sem gerð verður að
umtalsefni hér, ber heitið Þvottavélar
- prófunaraðferðir. Við kaup á þvotta-
vélum hafa neytendur oft mikinn
áhuga á að vita hvort sú þvottavél, sem
þeir hyggjast kaupa, þvoi vel, hvort
vélin slíti þvottinum, hvort hún bili
mikiö og þar fram eftir götunum. Til
þess að geta svarað á ábyrgan hátt slík-
um spumingum, sem virðast einfald-
ar, þarf oft að framkvæma flóknar og
seinlegar rannsóknir. Það þarf m.a. að
finna haldgóðar prófunaraðferðir
þannig að öruggar niðurstöður fáist.
Þekkingu manna fleygir fram og þá
kemur að því að þær prófunaraðferðir,
sem samþykktar voru á sínum tíma,
svara ekki að öllu leyti kröfum tímans.
Á alþjóðlegum vettvangi vinna ýmsir
starfshópar að því að bæta prófunarað-
ferðir en síðan þarf að ná samkomulagi
um þær og allt slíkt tekur langan tíma.
Til þess að flýta þessum störfum var
ákveðið að Norðurlöndin tækju að sér
hluta af verkefnunum. Mikilvægast
þótti að athuga hvernig það þvotta-
efni, sem notað er í slíkum rannsókn-
um, ætti að vera samsett, að hve miklu
leyti kalkmagn í vatninu hefur áhrif á
þvottaárangur og skolun. Ennfremur
var kannað hvers konar efnisbútar
væru best fallnir til þess að nota í próf-
uninni svo unnt væri aö meta árangur
af þvottastörfunum.
Allar slíkar rannsóknir miða að því
að geta leyst úr spumingum neytenda
og jafnframt að benda framleiðendum
á leiðir til að bæta framleiðsluna.
Skýrslan er ætluð starfsfólki á rann-
sóknarstofum sem gera prófanir á
þvottavélum. Hér á landi eru ekki
gerðar slíkar prófanir svo að vitað sé,
en margar spurningar, sem berast til
Leiðbeiningastöðvar húsmæðra,
benda til þess að mikill áhugi sé á að
fá vitneskju um niðurstöður prófana.
Önnur skýrslan fjallar um rangar
meðferðarmerkingar á textilvörum.
Eins og kunnugt er fleygir efnaiönað-
inum fram og hggur við að söluvarn-
ingurinn taki stakkaskiptum á fárra
ára fresti. Með vaxandi fölbreytini er
æ erfiðara fyrir neytendur að átta sig
á hvernig best sé að halda við fatnaði.
Margir neytendur og ýmis samtök hafa
því á undanförnum áratugum beitt sér
fyrir því að álnavöru og fatnaði fylgi
miði þar sem sagt er frá hvemig eigi
að þvo og hreinsa hann.
Þróunin hefur orðið sú að flestir fata-
framleiðendur hafa mætt þessum
kröfum. Innan í fatnað er festur miði
eða borði þar sem með einfoldum skýr-
ingarmyndum eða táknum er sagt frá
hvemig eigi aö þvo eöa hreinsa flíkina.
í sumum löndum hafa jafnvel verið
settar reglur um hvaða upplýsingar
eigi að fylgja álnavöru og fatnaði til
þess aö neytendur kaupi síður köttinn
í sekknum.
Neytendur
Bæði í fjölmiðlum og skólum hér á
landi hefur mikið starf verið lagt í að
kenna neytendum að notfærasér þess-
ar handhægu upplýsingar. Á seinni
ámm hefur hins vegar nokkur grunur
leikið á að ekki væri ætíð unnt að
treysta þessum upplýsingum til fuhs.
Það er að sjálfsögðu bagalegt því þar
með minnkar traust neytenda th þess-
ara upplýsinga.
í skýrslunni kemur fram að stundum
eru þær upplýsingar um meðferð, sem
fylgja fatnaðinum, þannig úr garði
gerðar að óvíst er að flíkin verði hrein
sé eftir þeim farið. Ef neytendur í shk-
um thvikum ákveða að þvo flíkina t.d.
við hærra hitastig og fhkin eyðheggst
getur seljandinn vísaö frá kvörtun á
þeim forsendum að ekki hafl verið far-
ið eftir leiðbeiningum.
Það hlýtur að vera krafa allra neyt-
enda að meðferðarmerkingar á texth-
vörum gefi til kynna þá meöferð sem
nauðsynleg er til þess að þær verði
hreinar. Að öðrum kosti eru gæði
þeirra óviöunandi. Flík úr mismun-
andi efnum, sem verður að þvo við
ólíkt hitastig (hvít bómull og efni sem
láta ht), ætti hvergi að vera á boöstól-
um.
Stundum vantar ýmsar mikilvægar
upplýsingar um meðferð í þvotti, eins
og t.d. að ekki megi leggja flíkina í
bleyti, aö þvo verði flíkina sér og stærð
hennar breytist ahverulega í þvottin-
um.
í þágu neytenda
Kröfur neytenda eru hins vegar þær
að fatnaður og álnavara breytist ekki
við þvott eða hreinsun sem nauðsynleg
þykir. Ef stærðin breytist, hturinn
breytist eða ef flíkin lætur ht verður
seljandinn að láta shkar upplýsingar í
té.
Ennfremur kemur fyrir að upplýs-
ingar vantar um að tölur, spennur,
kragar o.þ.h. þoli ekki þá meðferð sem
mælt er með. Þaö er einnig of algengt
að þvottatáknin á borðunum verði
ólæsileg þegar flíkin eldist, en slíkt
vandamál ætti aö vera auðleyst á
tækniöld.
í stutttu máh má segja að skýrsian
drepi á ýmis vandamál sem gefa þarf
meiri gaum í framtíðinni. Framleið-
endur veröa aö reyna aö bæta ástand-
'iö.
Fatnaður og bruni
Þriðja skýrslan sem hér verður gerð
að umtalsefni fjallar um fatnað og
bruna.
Gerö fatnaðar getur haft mjög víð-
tækar afleiðingar ef það slys vill th að
eldur kviknar í honum. Brunasár
valda oft miklum sársauka og sárin
eru lengi að gróa. Það þótti því ekki
úr vegi að kanna hvernig ýmiss konar
fatnaður hagar sér við bruna og er
sagt frá nokkrum shkum thvikum í
skýrslunni.
Myndirnar hér á síðunni, sem birtar
eru í skýrslunni, sýna hve fljótt eldur
getur náð útbreiðslu í mismunandi
fatnaði. Bæði snið og efni hafa áhrif á
hve fljótt flíkin fuðrar upp. Ef flík er
mjög eldfim geta afleiðingarnar orðið
afdrifaríkar ef glóð frá vindhngi eöa
kertaljós kemst í snertingu við hana.
í skýrslunni er einnig sagt frá reglum
sem settar hafa verið í nokkrum lönd-
um th þess að koma í veg fyrir að mjög
eldfimur fatnaður sé á boðstólum. Slík-
ar reglur hafa verið settar þegar slys
hefur borið að höndum en í skýrslunni
kemur fram að erfitt er að móta þess
konar reglur og ákveða nákvæmlega í
hvaða tilvikum verði aö telja að flík
sé svo hættuleg að ástæða sé til að
banna aö selja hana. Þar sem unnið
er með eld ætti vinnufatnaður ekki aö
vera eldfimur. Bamaföt úr þunnum
efnum og með víðu sniöi geta verið
hættuleg. í Noregi hafa bamafót, sem
fuðra upp á skemmri tíma en 7 sekúnd-
um, verið bönnuö.
Margt fleira er drepið á í skýrslunni
en tekið er fram að kanna þurfi öh slík
mál ítarlegar en unnt var að þessu
sinni. Ákveðið var að halda áfram að
kanna þessi mál.
* Sigríður Haraldsdóttir
35-51 sekúnda.
11-18 sekúndur.
Sjónvarpið
Anna Bjamasan, DV, Denver:
Sjónvarpiö hér í Bandaríkjunum
virðist setja óhugnanlega mikinn
svip á allt daglegt líf manna. Marg-
ir hafa opið fyrir sjónvarpiö, að því
er virðist, allan sólarhringinn, sofa
meira að segja með kveikt á sjón-
varpinu.
Þegar maður kemur frá thtölu-
lega „penu“ sjónvarpslandi eins og
viö frá íslandi fallast manni eigin-
lega alveg hendur við allt þetta flóð,
það er langt frá því að við séum
búin að læra á kerfið.
Hægt er að fá aðgang að 50-60
stöðvum eða jafnvel fleiri meö
áskriftum sem kosta frá sjö til tíu
dollara á mánuöi. Myndlykilhnn
fylgir með í leigunni, þannig leig-
irðu í raun og veru myndlykilinn
og þarft ekki að kaupa hann.
Auglýsingar setja hræðhegan
svip á aha dagskrána, nema á þeim
stöðvum sem hafa engar auglýsing-
ar, en þá er dagskráin þar oft ekki
svo skemmtileg, einum of mikið af
fræðsluefni, en oft boöið upp á mjög
skemmthegar bíómyndir og þætti.
Á dögunum sáum viö þriggja þátta
miniseríu með Glendu Jackson í
aöalhlutverki, Strange Interwiew,
stórgóð mynd sem þið skuluð endi-
lega horfa á ef hún kemur á ykkar
skjái.
Þrátt fyrir aht þetta framboð af
sjónvarpsefni virðast margir hér
hafa video. Hægt er að leigja sér
spólur í öhum matvörumörkuðum.
Einnig eru leigðar út spólur í Cll
búðunum sem eru „sjoppurnar“
hér. Ekki höfum við séð sérstakar
videoleigur. Nýjar myndir kosta
víða um $1,50, eða um 60 krónur
íslenskar, en myndir sem eru árs-
gamlar eða meira kosta víða um
99 cent, eða tæpar 40 krónur.
Auglýsingamar í sjónvarpinu
eru alveg með eindæmum leiðin-
legar, ekki kannski auglýsingarnar
sjálfar sem slíkar, en þær koma inn
í dagskrána á fimm til tíu mínútna
fresti. Það er algerlega óþolandi og
þegar þú ert búinn að horfa á sömu
auglýsinguna 250 sinnum á tveim
sólarhringum eða svo ertu alveg
búinn að fá nóg, hversu skemmti-
leg sem auglýsingin kann að hafa
verið í upphafi.
En þeir eru fljótir að taka við sér
hérna. Um leið og fréttin um gagn-
semi aspiríns við hjartasjúkdóm-
um birtist á Headline News juku
framleiðendur þessa ágæta lyfs
auglýsingar sínar og nú eru þeir
alhr búnir aö taka fréttina inn í
sínar auglýsingar.
Headline News er skemmtilegt
fyrirbæri. Það er stöð CNN sem
flytur fréttaágrip ahan sólarhring-
inn. Þar eru einnig sýndar fréttir
frá Evrópu og annars staðar úr
heiminum, ekki bara Ameríku.
Ekki höfum við þó séð fréttir frá
íslandi og ekki er minnst á skák í
fréttatímunum hér. Hins vegar
virðist breskt kóngafólk eiga
hehmikið upp á pallboröið hjá þeim
CNN-mörinum, því ýmsar fréttir
hafa borist af breskum prinsum og
prinsessum. Sömu fréttirnar eru á
skjánum á hálftíma fresti í allt að
einn sólarhring eöa jafnvel lengur
þótt stundum sé bætt við þær ef
ástæöa er til. Við erum e.t.v. meira
fréttaþyrst en almennt gengur og
gerist um fólk, en þessi fréttastöð
hefur verið aðalstöð okkar á daginn
þegar við erum heimavið. Við vilj-
um alls ekki falla i þá hræðilegu
gryfju að horfa á „Daytime" sjón-
varp hér. Það eru ekki beinlínis
heimsbókmenntimar sem þar birt-
ast á skjánum, hins vegar er
auðvelt að festast í stólnum og
nenna ekki aö standa upp.
I Bandarikjunum þarf ekki aö kaupa myndlykilinn, hann er leigöur.
Um hádegisbihð er boðið upp á
ýmsa skemmthega orðaleiki og
keppnisþætti. Það getur verið gam-
an að slíkum þáttum, auk þess sem
þeir æfa mann í enskri tungu. Svo
höfum við séð þætti sem stældir
hafa verið heima, eins og Happ í
hendi hennar Bryndísar og Spha-
galdur Sveins Sæmundssonar. Það
er auövitað ekki hægt að bera um-
gjörðina saman enda hafa þessir
þættir verið hér á dagskránni síðan
í árdaga sjónvarps. Kannski endar
þaö með því að við fáum okkur
VCR, eins og video heitir hér, eins
og hinir th þess að verða ekki bijál-
uð af auglýsingaskruminu.