Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
35
Fólk í fréttum
Þráinn Guðmundsson
Þráinn Guömundsson, forseti
Skáksambandsins, hefur verið í
fréttum DV vegna skáksigurs Jó-
hanns Hjartarsonar í St. John í
Kanada. Þráinn Skagfjörð er fædd-
ur 24. apríl 1933 á Siglufirði og lahk
kennaraprófi 1954. Hann lauk
fyrrihlutaprófi í íslenskum fræð-
um frá HI 1956 og var kennari við
Miðbæjarskólann í Rvík 1954-1963.
Þráinn var formaður stéttarfélags
barnakennara í Rvík 1961-1962 og
var settur skólastjóri við Lauga-
, lækjarskólann 1963-1964. Hann var
í námi í skólastjórnun við háskól-
ann í Oregon og víðar í Bandaríkj-
unum 1965-1966 og var yfirkennari
við Laugalækjarskólann 1964-1975.
Þráinn hefur verið skólastjóri
Laugalækjarskóla frá 1975 og var
settur fræðslustjóri í Rvík
1985-1986. Hann var ritari Skák-
sambands íslands 1969-1973 og
1975-1986 og varaforseti 1974-1975.
Þráinn hefur verið forseti Skák-
sambands íslands frá 1986. Þráinn
kvæntist 23. október 1954 Margréti
Þórkötlu Guðmundsdóttur, f. 21.
janúar 1934. Foreldrar hennar eru
Guðmundur Helgason, bakari í
Rvík, og kona hans, Þuríður Þor-
steinsdóttir. Böm Þráins og
Margrétar eru Ingibjörg, f. 29. sept-
ember 1955, gift Malcolm White,
tölvufræðingi í Bournemouth í
Englandi, Guömundm- Ómar, f. 8.
september 1957, lögregluþjónn í
Rvík, kvæntur Bergþóra Haralds-
dóttur fóstra, Hulda Þyri, f. 25.
september 1961, gift Halldóri Halld-
órssyni, í námi í starfsmannastj órn
í Lundi í Svíþjóð, Margrét, f. 26.
nóvember 1964, lögreglukona í
Rvík, og Lúðvík, f. 31. október 1973,,
nemi.
Foreldrar Þráins voru Guðmund-
ur Þorleifsson, verkamaður á
Siglufirði, og kona hans, Ingibjörg
Jónsdóttir. Guðmundur var sonur
Þorleifs, b. á Róðhóli í Sléttuhlíö í
Skagafirði, Jónassonar, b. á Stóra-
brekku, Gunnlaugssonar. Móðir
Þorleifs var Guðrún Sigfúsdóttir,
b. á Stórabrekku, Sigfússonar.
Móðir Guðmundar var Björg Jóns-
dóttir, b. á Róðhóli, Helgasonar.
Móðir Bjargar var Helga Ólafs-
dóttir, systir Narfa, langafa Jóns,
afa Jóns Óskars rithöfundar og
Áslaugar, móður Ásmundar Stef-
ánssonar, forseta ASÍ.
Ingibjörg var dóttir Jíóns, b. aö
Sauðaneskoti í Svarfaðardal, bróö-
ur Sigtryggs, afa Aðalsteins Júlíus-
sonar vitamálastjóra. Jón var
sonur Jóns, b. á Klaufabrekkum,
Halldórssonar, bróður Siguröar,
afa Sigurðar Hauks Guðjónssonar
prests. Móöir Jóns á Klaufabrekk-
um var Guðrún Sigurðardóttir,
systir Kristínar, langömmu Snjó-
laugar, móður Sigurðar Þórarins-
sonar jarðfræðings. Móðir
Ingibjargar var Margrét Þorkels-
dóttir, b. í Göngustaðakoti í Svarf-
aðardal, Jónssonar, b. í Göngu-
staöakoti, Þorkelssonar, b. á
Tungufelli, Jónssonar, ættfóður
Tungufellsættarinnar. Móðir Ingi-
bjargar var Kristín Siguröardóttir,
b. í Hreiðarsstaðakoti, Jónssonar,
systir Sigurðar, langafa Sigurjóns
Sigtryggssonar, fræðimanns á Si-
glufirði.
Kristján
Kristján Dýrfjörð, Hólabraut 14,
Hafnarfirði, er fertugur í dag.
Kristján fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp, einn sjö systkina. Hann
lauk Gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Sigluíjarðar og fór þá á
Gufuskipið Hafliða á Siglufirði
1963-1965. Kristján var á báti frá
Rvík, 1966-1967 og var í Vélskólan-
um 1967-1969. Hann var vélstjóri á
bátum frá Rvík, 1969-1973 og frá
Homafirði 1973-1975. Kristján var
vélstjóri á bátum frá Þorlákshöfn
1976-1979 og Homafirði 1979-1982.
Hann var á námskeiði í Vélskólan-
um 1983 og hefur verið vélstjóri á
níutíu tonna trollbáti, Þresti KE 51
frá 1982. Sonur Kristjáns er Haukur
Örn Dýrfjörð, f. 31. júlí 1972, nemi
í Kópavogi. Foreldrar Kristjáns era
Hólm Dýrfjörð rafvirki, síöar bíl-
stjóri á Siglufirði, nú starfsmaður
á Kletti í Reykjavík, búsettur í
Hafnarfirði, og kona hans, Sigurrós
Sigmundsdóttir. Foreldrar Hólms
Dýrfjörð
vora Kristján Dýrfjörð, rafvirkja-
meistari í Hafnarfirði, og Anna
Óladóttir. Foreldrar Sigurrósar
vora Sigmundur Sigmundsson,
verkamaður á Hofsósi, og Sigurrós
Bjömsdóttir.
Til hamingju með daginn
75 ára_______________________
Þóra Einarsdóttir, Bröttuhlíð 7,
Hveragerði, er sjötíu og fimm ára
í dag.
70 ára
Gísli Eiríksson, Dagverðarvík,
Glæsibæjarhreppi, er sjötugur í
dag.
60 ára
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
Snorrabraut 85, Reykjavík, er sex-
tug í dag.
Áslaug Magnúsdóttir, Bakkaflöt 2,
Garðabæ, er sextug í dag.
Kristin Kristjánsdóttir, Ökrum I,
Breiðuvíkurhreppi, er sextug í dag.
Guðrún Aðalbjarnardóttir, Stóra-
gerði 12, Hvolsvelli, er sextug í dag.
50 ára______________________
Jórunn Guðrún Oddsdóttir, Engi-
hjalla 1, Kópavogi, er fimmtug í
dag.
Heba Ásgrímsdóttir, Reynivöllum
8, Akureyri, er fimmtug í dag.
40 ára
Guðmundur Svavarsson, Lauga-
vegi 160B, Reykjavík, er fertugur í
dag.
Sabine Marth, Bollagötu 6, Reykja-
vík, er fertug í dag.
Haukur Ragnar Hauksson, Þernu-
nesi 8, Garðabæ, er fertugur í dag.
Guðmundina Jóhannsdóttir,
Kveldúlfsgötu 16A, Borgamesi, er
fertug í dag.
Dagbjört S. Höskuldsdóttir, Eyrar-
vegi 21, Grundarfirði, er fertug í
dag.'
Guðjón A. Jóhannson, Túngötu 22,
Grýtubakkahreppi, er fertugur í
dag.
Tilmæli til afmælisbama
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsingar
um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta
lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
_________________________Afmæli
Sigurbergur Sigsteinsson
Sigurbergur Sigsteinsson, íþrótta
kennari og fyrrv. handknattleiks-
maður, til heimilis að Ásbúð 68,
Garðabæ, er fertugur í dag. Sigur-
bergur fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hann
stundaði nám í íþróttakennslu við
íþróttakennaraskólann á Lauga-
vatni en þaðan lauk hann prófi
1969. Sigurbergur hefur síöan
stundað íþróttakennslu, fyrst við
Lindargötuskólann og Gagnfræða-
skóla Austurbæjar í tvö ár en síðan
við Árbæjarskóla og V.í. Eins og
flesta rekur minni til var Sigur-
bergur einn fremsti handknatt-
leiksmaður hér á landi á fyrri hluta
áttunda áratugarins. Hann lék í
áraraðir með meistaraflokki Fram
og var orðinn einn leikjahæsti
maöur landsliðsins þegar hann dró
sig í hlé. Sigurbergur lék einnig
með 1. deildar hði Fram í knatt-
spyrnu og var um þær mundir
valinn í knattspymulandsliðið, en
auk þess var hann efnilegur leik-
maður í blaki. Hann þjálfaði um
skeið kvennalandsliðið og 1. deild-
ar lið Hauka, en auk þess hefur
hann þjálfað yngri aldursflokka í
knattspymu víða um land.
Kona Sigurbergs er Guðrún, f.
30.3.1952, dóttir Hauks Sigurðsson-
ar og Helgu Guðmundsdóttur, en
þau eru bæði látin.
Sigurbergur og Guðrún eiga þrjú
börn sem öll eru í foreldrahúsum.
Þau eru: Herdís, f. 1971, en hún leik-
Sigurbergur Sigsteinsson.
ur með 1. deildar liði Stjörnunnar
og þykir ein efnilegasta handknatt-
leikskona hér á landi; Heiða, f. 1976;
og Sigursteinn, f. 1977.
Sigurbergur á fjögur systkini sem
öll búa í Reykjavík. Þau era: Jó-
hanna, húsmóðir í Reykjavík, gift
Kristni Sigurðssyni og eiga þau
íjögur böm; Oddný, sjúkraþjálfari
í Reykjavík, en hún var í mörg ár
ein þekktasta handknattleikskona
landsins; Sjöfn, sálfræðingur í
Reykjavík, gift Finni Pálssyni, en
þau eiga tvö börn; Þröstur nemi,
er í sambýli með Ásgerði Péturs-
dóttur og eiga þau eitt bam.
Foreldrar Sigurbergs eru Sig-
steinn Sigurbergsson, húsgagna-
bólstrari í Reykjavík og síðar
baðvörður viö Árbæjarskólann, en
hann er látinn, og eftirlifandi kona
hans, Herdís Antoníusardóttir hús-
móðir. Föðurforeldrar Sigurbergs
voru Sigurbergur, b. í Þemunesi,
Oddsson og kona hans, Oddný Þor-
steinsdóttir. Móðurforeldrar Sigur-
bergs vora Antoníus, b. á
Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd,
Jónsson og kona hans, Jóhanna
Vilhjálmsdóttir. Foreldrar Sigur-
bergs í Þernunesi vora Oddur, b. í
Hvammi við Fáskrúðsfjörð, Odds-
son og kona hans, Þórunn, dóttir
Sigurbjargar Eiríksdóttur og
Bjöms, b. á Seljateigshjáleigu,
Jónssonar, vinnumanns á Vattar-
nesi, Jónssonar, b. í Miðgerði í
Laufássókn, Sveinssonar. Kona
Jóns í Miðgerði var Guörún, systir
Þórarins, b. og hreppstjóra í Kol-
múla, en foreldrar þeirra vora
Bjami, b. á Hjalla á Látraströnd,
og Sólveig Jónsdóttir frá Grímsnesi
á Látraströnd. Bróðir Sólveigar var
Eiríkur, faðir Guðrúnar er átti
Kvæða-Þorstein. Oddný, fóður-
amma Sigurbergs, var dóttir
Þorsteins L. Kemps, b. og hrepp-
stjóra á Eyri, og Stefaníu Jóns-
dóttur, en foreldrar Þorsteins voru
Ludvig Kemp, sem Kempætt er
kennd við, b. á Vík við Fáskrúðs-
fjörö, á Vöðlum í Vaðlavik og í
Gvöndarnesi, og kona hans, Oddný
frá Gvöndamesi Einarsdóttir.
Valdimar Friðriksson
Valdimar Friðriksson vélvirki,
Tunguvegi 4, Selfossi, er fertugur í
dag. Valdimar fæddist á Selfossi og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann
lærði vélvirkjun á Selfossi og tók
próf í iöninni í Reykjavík 1968.
Valdimar hefur að mestu unnið við
sína iðn síðan en hann hefur ætíð
verið búsettur á Selfossi.
Kona Valdimars er Jóhanna,
dóttir Valdórs, verkamanns á
Reyðarfirði, Elíassonar og Sigur-
veigar Eyjólfsdóttur.
Valdimar og Jóhanna eiga tvær
dætur, Margréti og Lenu, sem báö-
ar eru í foreldrahúsum.
Valdimar á þrjú systkini, en þau
eru: Sæmundur, múrari á Selfossi,
kvæntur Hafdísi Gunnardóttur
húsmóður; Erna, húsmóðir í Hafn-
arfirði, gift Bjarna Þorvaldssyni
trésmið, en þau eiga þrjú börn;
Hrefna, húsmóðir í Reýkjavík, gift
Friðrik Magnússyni pípulagninga-
meistara, en þau eiga eitt barn.
Foreldrar Valdimars eru Friðrik,
múrari á Selfossi, Sæmundsson, og
kona hans, Margrét húsmóðir
Valdimarsdóttir. Föðurforeldrar
Valdimars: Sæmundur, formaður
og b. á Stokkseyri og múrari og
kennari á Akranesi og Stokkseyri,
Friðriksson og fyrri kona hans,
Áslaug Halldórsdóttir. Sæmundur
var formaður og síöar heiðursfé-
lagi Verkalýðsfélags Akraness.
Foreldrar Sæmundar vora Friðrik
í Hól í Stokkseyrarhreppi, Guð-
mundsson og Margrét Eyjólfsdótt-
ir. Friðrik í Hól var bróðir Jóns, b.
á Ásláksstöðum á Vatnsleysu-
strönd, Bjama ættfræðings, Arons
. í Kakkarhjáleigu og Daníels á Þor-
kötlustööum, en foreldrar þeirra
vora Guðmundur í Starkaðar-
húsum á Stokkseyri, Jónsson, og
kona hans, Málfríður Loftsdóttir,
tréfóts í- Eystri-Rauðarhól, Am-
oddssonar. Faðir Guðmundar var
Jón söngur Jónsson í Vestra-íra-
gerði. Móöurforeldrar Valdimars:
Valdimar, b. f Norðurgerði á Skeið-
um, Jónsson og kona hans, Sigríð-
ur Guðmundsdóttir. Sonur
Valdimars í Norðurgerði er Finn-
bogi, fóðurafi Þrastar Ámasonar,
Evrópumeistara í skák, sextán ára
og yngri. Faðir Valdimars í Norð-
urgerði var Jón, b. á Syðri-Sýrlæk,
Jónsson, b. á sama stað, Gott-
sveinssonar. Sigríöur var dóttir
Guðmundar, b. á Álfsstöðum á
Skeiðum, Guðmundssonar.
Andlát
Guðlaug Helgadóttir, Hátúni 8,
Reykjavík, andaðist í Landspítal-
anum 8. febrúar sl.
Sigríður Björnsdóttir, Sunnufelli
5b, Fellabæ, andaðist að heimili
sínu aðfaranótt 8. febrúar.
Ársæll Jóhannsson bóndi, Ljótar-
stöðum, Austur-Landeyjum,
andaðist í Landspítalanum að
kvöldi 8. febrúar.
Barnabílstóll
- bílpúði - belti!
Notar barnið þitt
öryggisbúnað
í bílnum?
yUMFBVMR
RAD