Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1988, Síða 40
P K
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir
besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
RStstiórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sírni 27022
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1988.
Hafísinn
landfastur
við Hom
Hafísinn er nú orðinn landfastur
við Horn og er hann einnig kominn
inn á Húnaflóa. Þá voru Grímseying-
ar þegar farnir að sjá staka jaka á
reki fram hjá eynni í gær en í dag
er búist við að ísinn komi alveg upp
að eynni. Vestan við eyna er ísinn í
12—15 sjómílna fjarlægð og nálgast
nokkuð hratt að sögn Hafliða Guð-
mundssonar, veðurathugunar-
manns í Grímsey. Að austan nær
ísinn að Melrakkasléttu. Alhr bátar
í Grímsey hafa tekið upp net sín
vegna íssins og liggja því við bryggju.
Landhelgisgæslan gaf þær upplýs-
-•-Mngar í morgun að ekki væri útlit
fyrir að hægt væri að fara í ískönn-
unarflug í dag vegna mjög slæms
skyggnis. -JBj
Fmmvarpsdrög:
Nýir bændur
þurfa próf
Nú eru til meðferðar í þingflokkum
^stjórnarflokkanna drög að frum-
varpi sem felur það í sér að þeir sem
hyggjast heíja búrekstur þurfi að
hafa til þess réttindi, hafi próf úr
bændaskóla eða próf sem talist getur
sambærilegt og viðkomandi hafi þá
jafnframt lokið námskeiði í bænda-
skóla.
SamkVæmt upplýsingum sem DV
fékk hjá Jóni Helgasyni landbúnað-
arráðherra hefur þetta mál verið í
undirbúningi hjá bændasamtökun-
um um margra ára skeið og um það
gerðar margar samþykktir á þeim
vettvangi. í frumvarpsdrögunum
felst að menn þurfa að hafa aflað sér
tiltekinna réttinda til þess að fá leyfi
til að hefja búrekstur og á það við
um hefðbundnar búgreinar og einnig
» um loödýrarækt og garðyrkju, svo
að dæmi séu nefnd.
Jón Helgason sagði að enda þótt
þessi ákvæöi frumvarpsins yrðu að
lögum myndi það ekld breyta rétt-
indum þeirra til búrekstrar sem
þegar hefðu hafið búskap. -ój
V0ÍLASTO
ÞRDSTUR
68-50-60
VANIR MENN
LOKI
Það er auðvitað hagræðing í
því að frysta fiskinn í sjónum!
Kröftir Verkamannasambandsins:
A-------1__ ■ /|| MnftM
uætu pytt nær
30% kjavabætair
- flórar hækkanir á árínu, staifsaldurshækkanir, græn
Kröfugerð sú sem Verkamanna-
sarabandið hefur saraið og lögð
verður fyrir formannafund í dag
er mjög flókin og margþætt. Þess
vegna er erfitt að meta hvað hún
þýöir í prósentum en samkvæmt
heimildum DV má meta hana á
25-30% að loknu því ári sem gert
er ráð fyrir að samningarnir gildi.
Stefiit er að samningi til 15. febrúar
eða 1. mars á næsta ári.
í kröfugerðinni er lögö mikil
áhersla á starfsaldurshækkanir til
þeirra félaga í Verkamannasam-
bandinu sem ekki hafa þær fyrir.
Mestar kröfur eru gerðar til hækk-
ana fyrir þá sem hafa lengstan
starfsaldur. Þá er lögð mikil
áhersla á að fá inn i samninga þau
atriöi sem ýmis félög hafa fengjð
en Verkamannasambandið ekki.
Parið er fram á að eftirvinna
veröi felld niður og þess í stað verði
tveir launataxtar, dagvinna og yfir-
vinna. Fariö er fram á bæði rauð
og græn strik. Þannig verði launa-
iiðir samninganna lausir ef verölag
fer yfir ákveðin mörk. Ef aftur á
móti aörir aöilar á vinnumarkaðn-
um fá meiri hækkanir en samið
veröiu um við Verkamannasam-
bandiö þá verði samningarnir í
heild lausir.
Gert er ráð fyrir upphafshækkun
og síðan fjórum áfangahækkunum
á þvi ári sem samningamir gilda.
Sérstök desemberhækkun komi til
og að orlof verði lengt
Þetta eru helstu liðimir í kröfu-
gerð Verkamannasambands ís-
lands sem lögð verður fyrir
formannafundinn í dag. -S.dór
Halldór Ásgrímsson og Don Bonker eftir fund sinn i gær. DV-símamynd Ólafur Arnarson
Veðrið á morgun:
Norðanátt
og kuidi
áfram
Á morgun verða norðlægar átt-
ir ríkjandi á landinu og talsvert
frost. Stinningskaldi og éljagang-
ur við norðurströndina en
hægari og úrkomulaust annars
staðar. Um sunnanvert landið
veröur víöa léttskýjað. Frost
verður á bilinu 4 til 8 stig.
Fíkniefni:
Sex hand-
tekin í
heimahúsum
Fíkniefnadeild lögreglunnar hand-
tók í gærkvöldi sex manns í tveimur
íbúðum í Reykjavík. í báðum íbúðun-
um fannst nokkuð af amfetamíni.
Fólkið var haft í fangageymslu lög-
reglunnar í nótt. Rannsókn málsins
er á framstigi.
íbúðirnar, sem leitin var gerð í, eru
í miðbæ og austurbæ Reykjavíkur. í
morgun lá ekki ljóst fyrir hversu
mikiö magn af amfetamíni fannst í
íbúðunum þar sem ekki var búið að
vigta efnið.
-sme
Eldur í raðhúsi
Töluverðar skemmdir urðu í íbúð
sem eldur varö laus í í gærkvöldi.
Eldurinn mun hafa kviknað út frá
kaffikönnu í eldhúsi. Skemmdir urðu
á eldhúsinu, veggir og loft sviðnuðu,
rúða sprakk og fleira.
íbúðin er í raðhúsi við Bakkasel.
Þegar slökkvilið kom á vettvang
hafði nágranni komið að með duft-
slökkvitæki og ráðið niðurlögum
eldsins. Slökkviliðið aðstoðaði við að
loftræsta íbúðina. Töluverður reyk-
ur og sót hafði náð að fara um
íbúðina.
-sme
Don Bonker:
Gott að
heyra
hvað
Halldór
hafði að
segja
Ólafur Amaison, DV, Washingtarv;
Haildór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra átti síðdegis í gær rúmlega
hálfrar klukkustundar langan fund
með Don Bonker, fulltrúadeildar-
þingmanni frá Washington, sem í
síðustu viku lagði fram þingsálykt-
imartillögu sem fyrst og fremst er
beint gegn íslandi og Japan.
Fimdurinn var vinsamlegur. Don
Bonker sagði við DV að fundi loknum
að Halldór Ásgrímsson hefði lagt
fram geysilega merkilegar yfirlýs-
ingar á fundinum og að hann hefði
nú mun betri skilning á sjónarmið-
um íslendinga en áður.
„Ég er ekki viss um að þetta breyti
skoðun minni algerlega en vissulega
var gött aö heyra hvað Halldór Ás-
grímsson hafði að segja,“ sagði
Bonker.
Halldór Ásgrímsson sagði eftir
fundinn aö Bonker hefði sagt að
hann vildi sýna okkar málum skiln-
ing og sagðist Halldór vona að
Bonker stæði viö þau orð sín. Hann
sagðist ennfremur telja að fundurinn
hefði verið gagnlegur.
- sjá einnig bls. 36