Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Ráðalaus og rænulaus Fyrsta afleiðing vaxtalækkunar ríkisstjórnarinnar er, að spariskírteini og aðrir ríkispappírar rokseljast. Fólk flýtir sér að kaupa þessar skuldbindingar, meðan vextir þeirra eru enn háir. Vextir haldast nefnilega háir á bréfum, sem fólk er búið að afla sér fyrir lækkun. Þetta þýðir, að staða ríkissjóðs batnar um stundarsak- ir og fjármálaráðherra verður afar kátur. Markmið ráðstafana stjórnarinnar er nefnilega ekki að leysa neinn vanda, heldur lina þjáningar líðandi stundar og vernda ímyndunina um, að eiturlyf lækni sjúkdóminn. Timburmennirnir koma svo síðar, þegar stjórnin fremur hina tilefnislausu vaxtalækkun. Þá mun sala ríkispappíra stöðvast og fjármagnið flýja á önnur mið. Stjórnin mun reyna að elta það uppi með nýjum ráðstöf- unum, því að sjúklingurinn þarf sífellt nýjar sprautur. Flest bendir til, að ríkisstjórnin geti ekki hætt eltinga- leiknum, fyrr en hún er búin að þvinga fólk til að kaupa frystikistur og annað shkt fyrir peningana, í stað þess að leggja þá fyrir og magna þar með þjóðarauð. Vaxta- lækkunin er því gott dæmi um afar skaðlega ráðstöfun. Gengisskráning stjórnarinnar stuðlar að harmleikn- um. Eftir 6% lækkun er gengi krónunnar allt of hátt skráð, svo að frystikistur og aðrar innfluttar eyðsluvör- ur verða áfram miklu ódýrari en þær væru við heilbrigð- ar aðstæður. Þetta eflir eyðslu og minnkar sparnað. Eftir ráðstafanir ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir yfir tíu milljarða halla á viðskiptum íslands við um- heiminn. Engin hagtala sýnir betur en sú, hvílík reginvitleysa felst í að reyna að halda með handafli óeðlilega lágum vöxtum og óeðlilega háu krónugengi. Niðurskurður ríkisút'gjalda um 300 milljónir króna er kák eitt, svo sem sést af samanburðinum við 260 mifljónirnar, sem ríkisstjórnin vill, að sveitarfélögin í landinu skeri niður. Það er sama gamla sagan, að ríkið gerir miklu meiri kröfur til allra annarra en sjálfs sín. Oft hafa íslenzkar ríkisstjórnir lent í erfiðleikum við að vernda ímyndanir, en sjaldan hefur blekkingin verið jafn eindregin og einmitt núna. Margar ríkisstjórnir hafa verið ráðafáar og rænulitlar, en þessi virðist kom- ast þeirra næst því að vera bæða ráðalaus og rænulaus. Meðan ríkisbú og þjóðarbú eru á samfelldum fíkni- sprautum ríkisstjórnarinnar, eru ráðherrar í einleik, alveg eins og hver stund sé hin síðasta þeirra í starfi. Landbúnaðarráðherra skellir 190% jöfnunargjaldi á franskar kartöflur til að hefna sín á íjármálaráðherra. Ekki er minni einleikur húsnæðisráðherra, sem legg- ur fram hvert lagafrumvarpið á fætur öðru, meira eða minna án samráðs við aðra. Frumvörp þessi vernda ímyndunina um, að eitthvað sé verið að gera til að fjár- magna íbúðir landsmanna, nú síðast með kaupleigu. Á sama tíma og reynt er að fá fólk til að ímynda sér, að pappírar á borð við kaupleigufrumvörp útvegi láns- fé, sem ekki er til, er ríkisstjórnin beinlínis að skera niður peningana, sem renna til íbúðalánakerfisins. Þriðjungur alls niðurskurðarins er á því sviði einu. Gott væri, ef sjónhverfingarnar væru boðberi afsagn- ar ríkisstjórnarinnar. Sjaldan hefur verið meiri þörf á, að ríkisstjóm taki afleiðingum eigin getuleysis. Sjald- gæft er ríkisstjórn þurfi að láta ráðstafanir koma linnulaust á hæla ráðstafana til að vernda ímyndanir. Því miður bendir ekkert til, að stjórnin fari frá. Hún er svo ráðalaus og rænulaus, að hún trúir enn á krafta- verk í eiturlyfjasprautum, svokölluðum ráðstöfunum. Jónas Kristjánsson „íslendingar virðast njóta trausts hjá stórveldunum báðum,“ segir greinarhöfundur m.a. Utanríkisstefna íslands hlýtur viðurkenningu Umræður um utanríkismál hafa verið ofarlega á baugi undanfarið. Hvatinn að þessum umræðum má heita þríþættur: Afboðun heim- sóknar forseta íslands til Sovétríkj- anna, skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis og ræða formanns Al- þýðuflokksins á fundi norrænna samheija í Svíþjóð. Nýtur trausts stórveldanna Margt gott er um skýrslu utan- ríkisráðherra að segja, hún er skýr og greinargóð. Þar segir m.a.: „í fyrsta sinn í sögunni hafa risaveld- in samiö um fækkun kjarnorku- vopna... með þessum samningi er brotið blað og sá vonarneisti kveiktur, að framundan kunni að vera bætt sambúð stórveldanna og fækkun eða jafnvel útrýming ger- eyðingarvopna, sem ógnað hafa mannkyninu um aUlangt skeið.“ Síðan segir: „íslendingar geta glaðst yfir því að eiga sérstæðan þátt í þessu samkomulagi og því, sem er í undirbúningi. Leiðtoga- fundurinn í Reykjavík í október 1986 var að mati talsmanna beggja risaveldanna tvímælalaust sá mik- ilvægasti sem haldinn hefur verið.“ íslendingar viröast njóta trausts hjá stórveldunum báðum. ísland kann því að geta átt verðugt hlut- verk í þessari mikilvægu þróun. Og hér kemur svo það sem er und- irstöðuatriði. „Til þess verðum við að sýna viljann í verki, hvar sem við komum fram á opinberum vett- vangi.“ Utanaðkomandi öfl? Með hliðsjón af öllu framansögðu kemur það einkennilega fyrir sjón- ir að sá möguleiki til þess að fylgja þessu eftir - að sýna viljann í verki - að hætt skyldi við heimsókn for- setans og utanríkisráðherra til Sovétríkjanna. Engar haldbærar skýringar hafa komið fram varð- andi þá ráðabreytni - að nota ekki þetta einstæða tækifæri og gefa utanríkisráðherra möguleika á að koma á framfæri skoðununum sín- um til styrktar betri sambúð austurs og vesturs. Hér hljóta að liggja að baki ein- hveijar allt aörar skýringar en þær að um tímaskort hafi. verið að ræða - eða er hér enn eitt dæmið í stjórn- KjaUarinn Karvel Pálmason alþingismaður málabaráttunni að ekkert sam- ræmi sé milli orða og athafna? Eða eru það utanaðkomandi öfl - ekki innan ríkisstjómar - sem þarna ráða ferðinni? Við lásum það í Morgunblaðinu, Reykjavíkurbréfinu, um síðustu helgi að nú væri komið að því að leggja höfuðáherslu á bætta sam- búð Norður- og Mið-Evrópu. Þessi þróun hafði hafist meðan Geir Hallgrímsson var ráöherra á árun- um 1983 til 1986. Hér hafi verið lagður grunnur að langtum víð- tækara samstarfi íslands við Evrópuþjóðirnar, á sviði varnar- mála og viðskipta. Það er með öðrum orðum verið að segja það að þungamiðja heimsmálanna sé nú allt í einu komin á milli Norð- ur- og Mið-Evrópu. Einungis vegna þess að Geir Hallgrímsson hafi hrundið þessari þróun af stað. Samkvæmt þessu er óbeint látið að því liggja að sá árangur, sem náðst hefur fyrir tilstilli síðustu ríkisstjómar og núverandi, hafi nánast enginn verið hvað utanrík- ismálin áhrærir. Ekkert sé gerandi með það frumkvæði sem leiðtoga- fundurinn hafði í för með sér eða þau sambönd og þá virðingu sem þjóðin hlaut af því tilefni. Ekki sama hver í hlut á? Það er í sjálfu sér virðingarverö viðleitni að efla tengsl íslands viö Evrópulöndin, það er sístætt verk- efni sem ber að hlúa að. En þá áherslu, sem Morgunblaöið leggur allt í einu á mikilvægi þessa verk- efnis, veröur því miður að skoða í því ljósi að blaðinu er ekki sama hveijir það eru sem ná árangri á ‘sviði utanríkismála. Vegna þess aö þeirra maður var hvergi nálægur í mótun núverandi stefnu í utanríkismálum og breyttra vinnubragða hvaö utan- ríkisviðskipti áhrærir þá er um að gera að kasta því fyrir róða sem vel er gert og taka upp ný áherslu- atriði þar sem þeir telja að um forustu frá Morgunblaðinu sé að ræða. Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Heillavænlegast er að viðurkenna það sem vel er gert - reyna ekki sífellt að bregða þar fæti fyrir. Og þá vegna persónulegs metings. Viö eigum aö halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Við njótum trausts meðal stórveldanna í austri og vestri og getum látið gott af okkur leiða varðandi slökun spennu í heiminum. Við getum líka unnið að eflingu samstarfs milli Norður- og Mið-Evrópu án þess að það sé á kostnað þess trausts sem áður er getið. Karvel Pálmason „En þá áherslu, sem Morgunblaðið leggur allt í einu á mikilvægi þessa verkefnis, verður því miður að skoða 1 því ljósi að blaðinu er ekki sama hverj- ir það eru sem ná árangri á sviði utanríkismála.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.