Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
33
T lífcsHll
Hárgreiðsla
sem listsköpun
Nýlega var staddur hér á landi
bandarískur hárgreiöslumeistari,
Gary Bray að nafni. Hann kom
hingað á vegum Hárgreiðslumeist-
arafélags' íslands og hélt sýningu
fyrir fullu húsi.
Á sýningu sinni sýndi Gary
klippingu og blástur, daggreiðslur
og kvöldgreiðslur. Viðhafnar-
greiðslur hans vöktu mikla athygli
áhorfenda en hann notar mikið
hártoppa og ýmislegt hárskraut til
að leggja áherslu á greiðslurnar.
En Gary Bray gerði meira en
halda hér sýningu. Hann var einnig
fenginn til að leggja landsliðinu lín-
urnar og þjálfa það fyrir heims-
meistarakeppnina í hárgreiðslu
sem fram fer þann 3. október nk. í
Dusseldorf í Þýskalandi.
DV ræddi við Gary Bray um
heimsmeistarakeppnina og hár-
greiðslu almennt en Gary Bray og
kona hans, Ann, hafa þjálfað tvö
bandarísk lið í heimsmeistara-
keppni og hlaut annað þeirra
gullverðlaun.
íslenskar konur safna
allarhári
„Hárgreiðsla er list,“ sagði Gary
Bray. „Hárgreiöslumeistarar nota
hárið sem tjáningarform á svipað-
an hátt og aðrir listamenn nota
önnur efni. í heimsmeistarakeppn-
um, sem og öðrum keppnum, er
greiðslan tekin skrefi framar en
gert er á hárgreiðslustofum. Þetta
eru ekki greiðslur sem við sjáum á
skemmtistöðum heldur eru þetta
listform. Því er nauðsynlegt að gera
sér grein fyrir hugsuninni á bak
við greiösluna. Það er síðan kepp-
ándans að þróa þá hugsun og leggja
sinn persónulega stíl í hana.
íslensku stúlkurnar verða að
ákveða línuna, sem þær ætla að
nota í keppninni, og æfa sig síðan
á henni þar til fullkomnun er náð,“
sagði Gary einnig. „Þetta er mikil
endurtekning og mikil vinna. Ég
reyni að aðstoða þær eftir bestu
getu, sérstaklega á andlega sviðinu,
gefa þeim meira sjálfstraust. Þær
þurfa að öðlast trúna á sjálfar sig,
trúa því að þær geti þetta.
í heimsmeistarakeppninni er
keppt í þremur greinum: dag-
greiðslu, viðhafnargreiðslu og
klippingu og blæstri. Þar sem þetta
er í annað sinn sem íslendingar
taka þátt í þessari keppni er reynsl-
an mjög takmörkuö. Sjálfur hef ég
Hér er svo landsliðið i hárgreiðslu, frá vinstri: Sólveig Leifsdóttir, Dóró-
thea Magnúsdóttir og Guðfinna Jóhannsdóttir.
DV-mynd Brynjar Gauti
m
m
Myndin lengst til vinstri sýnir módelið áður en Gary byrjaði, myndin í miðjunni sýnir hann að verki en til hægri sjáum við svo hvernig stutta
hártiskan verður i sumar.
DV-mynd GVA
m
þá trú að þær muni standa sig vel
því þær búa yfir miklum hæfileik-
um.“
Aðspurður sagði Gary að greiðsl-
ur á sýningum sem þessum væru
undir áhrifum frá tísku í fatnaði.
„Formið er mjúkt og línur kvenleg-
ar eins og tískan segir til um. Mikið
er um bylgjur og sveigðar línur. í
viðhafnargreiðslum eru hártoppar
mikið notaðir og reyndar er skylda
að nota topp í heimsmeistara-
keppninni."
Þrotlausar æfingar og
mikil vinna
„Við verðum bara að giftast hár-
greiðslunni fram á næsta haust,“
sagði Dóróthea Magnúsdóttir, að-
spurð hvort þjálfun fyrir keppni
sem slíka væri ekki tímafrek.
„Annars erum við mjög spenntar
fyrir þessari keppni. Það er nýbúið
að velja í landsiiöið. Við erum þrjár
sem vorum valdar, ég, Sólveig
Leifsdóttir og Guðfinna Jóhanns-
dóttir. Framundan er því mikil
vinna við undirbúning.
Okkar undirbúningur felst í því
að við æfum okkur á þeim línum
sem Gary Bray lagði fyrir okkur.
Við ætlum að hittast a.m.k. þrisvar
í mánuöi og æfa okkur saman. Við
komum ekki til með að nota lifandi
módel fyrr en eftir mánuð eða svo,
þegar við höfum náð leikni í þeim
greiðslum sem við ætlum að nota.
Þangað til notum við kollur.
Við höfum vitað af Gary Bray í
langan tíma. Hann var dómari í
Norðurlandakeppninni sem var
haldin hérlendis í nóvember sl. og
l"'opm var farið að huga
hann til að halda sýn-
námskeið á íslandi.
Hárgreiðslumeistarafélag Islands
hafði svo samband við hann og
hann sló til. Hann hefur þjálfað
heimsmeistara í hárgreiöslu og
hefur mikla reynslu í slíkum mál-
um.
Islenska liðinu gekk vel í síðustu
heimsmeistarakeppni. Við lentum
fyrir miðju en þaö var ítalska liðið
sem vann. Keppni sem þessi er
ekki einstaklingskeppni heldur
keppum við sem samhent hð.
Tískan
Þessa greiðslu sýndi
Gary Bray á sýningu
sinni á Hótel Borg
nýlega. Hárið hefur
verið litað gult og
sett skemmtilega
upp að framan.
DV-mynd GVA
Hér sýnir Gary Bray Dórótheu Magnúsdóttur réttu handtökin, en Dóró-
thea er ein þriggja sem valdar hafa verið til að keppa fyrir islands hönd
á heimsmeistarakeppninni i hárgreiðslu.
DV-mynd Brynjar Gauti
Punktar okkar allra eru lagðir
saman í heildareinkunn. Við verð-
um því að hugsa og vinna sem ein
manneskja.“
íslenskar konur hugsa vel um
hár sitt og fylgjast grannt með
tískufyrirbrigðum í hártískunni,
að sögn Dórótheu. „En íslendingar
eru líka mjög sjálfstæðir hvað
varðar hárgreiðslur. Núna eru all-
ar íslenskar konur að safna hári
þótt það sé ekki í tísku. Það er mjög
erfitt að lýsa tískunni fyrir vorið
og sumarið. Hárið verður þó um-
fram allt kvenlegt. Liðað hár er að
komast aftur í tisku og línur verða
allar mjög rnjúkar."
-StB
Við Viljum helst halda í hann sem
lengst og til tals hefur komiö að við
förum utan á einkanámskeið til
hans. Hann hefur einnig boðist til
að koma aftur til íslands. Hvað
verður er ekki búið að ákveða.
Helst vildum við að sjálfsögðu að
hann yrðí okkur til halds og trausts
í Dusseldorf.