Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. Meiming DV Gítar og klavíkord Þaö var skrýtin og stórskemmti- leg hljóðfærasamsetning á Há- skólatónleikum í gær. Símon ívarsson lék á gítar, sem er auðvit- að ekki svo óvenjulegt (gítartón- leikar eru líklega algengustu einleikstónleikar í seinni tíð), en með honum lék dr. Orthulf Prunn- er, organleikari og söngstjóri í Háteigskirkju, á klavíkord. Klavíkordið var uppáhalds heim- ilishljóðfæri J.S. Bachs. Það er svo lágvært að varla heyrist í því tvær mannslengdir en svo ótrúlega „ex- pressívt" að flest önnur hljóm- borðshljóðfæri blikna við hliðina á því. Dr. Prunner notaði að vísu örlitla „rafmögnun“ en þó af slíkri varfærni að lítil sem engin truflun var að. Saman hljómuðu þessi hljóðfæri mjög sérkennilega. Þeir félagar léku fyrst undarlega sónötu eftir Tónlist Leifur Þórarinsson Bach (BWV 1016) sem trúlega er upphaflega samin fyrir lútu enda hljómaði gítarinn býsna „hrár“ viö hliðina á klavíkordinu. Samleikur- inn var ekki alltaf alveg á hreinu og stundum var mótun tónhend- inga dálítiö tilviljanakennd. En samt sem áður má vissulega segja að þessi flutningur hafl verið tals- verð upplifun. Síðan léku þeir ívar og Prunner Andante með tilbrigðum eftir Beet- hoven, eitt af þessum smáverkum sem meistarinn virðist hafa skrifað í stuttu léttúðarkasti milli stór- virkjanna. Tilbrigðin eru samin fyrir mandólín og sembal sem er jafnvel enn kostulegra en gítar og klavíkord, að ekki sé talað um ef glas af Grinzinger' fylgdi með. Grinzinger eða ekki Grinzinger, ég hefði ekki fyrir nokkra muni viljað missa af þessum tónleikum, þó stuttir væru og þurrir. LÞ Kvíkmyndir Stjömubíó/Eiginkona forstjórans Vergjöm forstjórafrú The Boss Wife Framleidd af Tri Sfar Pictures Leikstjóri: Ziggy Steinberg Aðalhlutverk: Daniel Stern, Arielle Dombasie, Fisher Stevens, Christopher Plummer. Þegar ungir menn eru á uppleið er margt á sig lagt og starfið látið ganga fyrir öllu. Joel Keefer vill komast upp í fyrirtækinu en hann vill einnig fjölga í fjölskyldunni og til þess þarf hann aðstoð sæðis- banka sem hann hefur aldrei tíma til að komast í. Joel tekst að vekja athygli for- stjórans á sér með því að mótmæla sérfræðingi og færa skýr rök fyrir máli sínu um kaup á hlutabréfum í tilteknu fyrirtæki. Forstjórinn vill þá láta þessa tvo keppa um lausa framkvæmdastjórastöðu. Til að sannfærast um manngerð hvors um sig er þeim boðið í sumarferð með toppum fyrirtækisins til Palm Springs ásamt fjölskyldum. Kona Joels er of upptekin í eigin starfi til að fara en snýst svo hugur og rýkur út á lestarstöð ásamt sam- starfsmanni, Carlos að nafni. Carlos er ljósmyndari, sérhæföur í að ná myndum af reiðu fólki. Málin atvikast þannig að Carlos lendir í lest með Joel og viðstaddir taka því sem þeir séu „sérstakir“ vinir. Ofan á þessar hremmingar Joels bætist síðan það að eiginkona for- stjórans er bráömyndarleg og sífellt að fara á fjörurnar við hann. Hún er vergjörn í meira lagi og kemur honum í mikil vandræði. Allt virðist því ganga Joel í óhag á framabrautinni. Myndin er ágæt gamanmynd og vel má hafa gaman af vitleysis- ganginum. Hún á það þó til á köflum að vera einum of yfirdrifin og er það hennar versti ágalli, það truflar þó ekkert þegar á heildina er litið. Myndin er ekki í neinum forgangshópi en er alveg í lagi að sjá. JFJ Hin vergjarna forstjórafrú er búin að króa Joel úti í horni og nú er allt i voða. Jarðarfarir _ Unnur Ragnheiður Leifsdóttir lést 21. febrúar. Hún fæddist 25. október 1958, dóttir hjónanna Jónínu Stein- grímsdóttur, sem er látin og Leifs Steinarssonar. Jóhanna lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1981. Hún starfaði lengst af hjá sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Þórður Höskuldsson. Þau eignuðust einn son. Útfór Unnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Gunnar Ólafsson lést 23. febrúar sl. Hann fæddist í Njarðvík hinn 18. fe- brúar 1891 og voru foreldrar hans hjónin Ólafur Ásbjarnarson og Vig-. dis Ketilsdóttir. Gunnar starfaði lengst af við að keyra næturlækna. Hann giftist Ragnheiði Bogadóttur og eignuðust þau fimm börn. Fyrir hjónaband hafði Gunnar eignast eina dóttur. Útfór hans verður gerð frá Fossvogskirkju i dag kl. 15. Hjálmtýr Ólafur Ágústsson, er lést af slysfórum 25. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkur- kirkju laugardaginn 5. mars kl. 14. Guðlaugur G. Guðmundsson, Stóra- Laugardal, Tálknafirði, verður jarðsunginn frá Stóru-Laugardals- kirkju laugardaginn 5. mars kl. 14. Valgerður Einarsdóttir, fyrrverandi yfirhjúkrunarkona frá Kalmans- tungu, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fóstudaginn 4. mars kl. 15. Jóhanna Ólafsdóttir, Hólmgarði 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fóstudaginn 4. mars kl. 13.30. Maren Eyvindsdóttir, Hæðarenda, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Stóru-Borgarkirkju laugardaginn 5. ntars kl. 14. Ingileif Helga Gunnlaugsdóttir lést 25. febrúar sl. Hún var fædd að Ytri- Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dala- sýslu 27. nóvember 1897. Foreldrar : hennar voru Anna Hannesdóttir og Gunnlaugur Magnússon. Ingileif fluttist ung til Reykjavíkur og vann við framleiðslustörf alla tíð á ýmsum veitingahúsum. Útfór hennar verður gerð frá Akraneskirkju í dag kl. 14.15. Andlát Ragnar Konráðsson frá Hellissandi andaðist á dvalarheimilinu Hrafn- istu í Reykjavík 29. febrúar. Fundir Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund nk. fimmtudagskvöld, 3. mars, á Hallveigarstöðum kl. 20.30. Gest- ur fundarins verður sr. Bernharöur Guðmundsson. Nk. sunnudagskvöld, 6. mars, efnir félagið til góugleði í Odd- fellowhúsinu kl. 19.30 fyrir safnaðarfólk og gesti. Kvenfélag Breiðholts heldur fund í Breiðholtsskóla mánudag- inn 7. mars kl. 20.30. Spilað verður bingó. Kaffiveitingar. Félagsvist Félagsvist Húnvetninga- félagsins verður spiluð laugardaginn 5. mars nk. Spilaö er í félagsheimilinu Skeifunni 17. Fyrsti dagur í þriggja daga keppni. Snæfellingar og Hnappdælir í Reykjavík Munið félagsvistina og kaffiö í Sóknar- salnum ki. 2 á sunnudaginn, 6. þ.m. Tapað fundið Leðurjakki tapaðist í Ten tíu Þann 16. febrúar sl. tapaöist brúnn loð- fóðraður leðurjakki í Ten tíu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 99-2064. Veski fannst brúnt veski merkt Jóni Árna Sigurðssyni fannst nýlega. Eigandi veskisins getur vitjað þess á óskilamunadeild lögregl- unnar. Veski tapaðist á fóstudagskvöldið sl. í bíl á leið frá miö- bæ upp í Hollywood. Finnandi veskisins vinsamlegast komi því í afgreiðslu Kaffi- vagnsins á Granda. Tónleikar Rokktónleikar í Lækjartungli Rokktónleikar verða haldnir í Lækjar- tungli, Lækjargötu 2, fimmtudagskvöldið 3. mars. Þar kemur fram Svarthvítur draumur auk Daisy Hill Puppy Farrn og Mússólíní. Hljómsveitin S.H. Draumur er: Gunnar Hjálmarsson, bassi, rödd, Steingrímur Birgisson, gitar, Birgir Bald- ursson, trommur. Daisy Hill Puppy Farm var stofnuö í fyrra og leikur óheflaða rokktónlist í anda Stooges. Mússólíni er með yngstu og efnilegustu hijómsveitum í rokkbransanum í dag. Tónleikarnir standa frá kl. 22-01. Ferðalög Utivistarferðir Strandganga í landnámi Ingólfs, 7. ferð. Ti nglskinsganga frá Hvaleyri að Kap- ellunni hjá Straumsvík. Fjörubál á gjögrunum. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu. Verð 400 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Missið ekki af þessari áhugaveröu nýj- ung í ferðaáætlun Útivistar 1988, en með „strandgöngunni" er ætlunin að ganga með ströndinni frá Reykjavík að Ölfusár- ósum í 22 ferðum. Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku. Helgarferðir 4.-6. mars. 1. Góuferð í Þórsmörk. Gönguferð- ir við allra hæfi. Góð gisting í Útivistar- skálunum Básum. 2. Tindfjöll i tunglskini. Gist í Tindfjallaseli. Tilvalið að hafa með gönguskíði. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Tilkyrmingar Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður að þessu sinni fóstudaginn 4. mars og verður samkoma í Frikirkjunni í Reykjavík kl. 8.30 þennan dag. Á sl. ári voru 100 ár liðin síðan bænadagur kvenna var fyrst haldinn og var það bandarísk kona sem gekkst fyrir því að safna konum saman til bæna fyrir ákveðnu verkefni. Þessi dagur var hald- inn árlega og bættust sífellt fleiri þjóðir í hópinn. Árið 1919 var starfið sameinað og eru nú yfir 170 þjóðir sem taka þátfí alþjóðlegum bænadegi kvenna og var fyrsti fóstudagur í mars valinn sem sam- komudagur um allan heim. Allir, jafnt karlar sem konur, eru velkomnir á sam- komur bænadags kvenna um allt land föstudaginn 4. mars. Hraðskákmót Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík 1988 verður haldið í Víkurröst á Dalvík laug- ardaginn 12. mars nk. og hefst kl. 14. Tefldar verða 13 umferðir eftir Monrad- kerfi. Umhugsunartími er 5 mínútur. Heildarupphæð verðlauna er kr. 40.000 og skiptist í 5 verölaun. Mótið er opið öllum sem hafa 1700 skákstig og þar yfir. Þátttökugjald er kr. 300 og eru veitingar innifaldar í því. Þátttökutilkynningar óskast sendar til .Ingimars ■ Jónssonar, skrifstofu Dalvíkurbæjar (sími 61370). Neskirkja Föstuguðsþjónusta í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í umsjá sr. Ólafs Jóhannssonar. Orator - félag laganema er með ókeypis lög- fræðiaðstoð í kvöíd, fimmtudag, kl. 19.30-22 í síma 11012. MeðlimiríGallerí Grjóti með sýningu í heilsugæslunni Álftamýri stendur nú yfir listkynning. Sýnd eru málverk, teikningar, höggmyndir, grafík, leir og járnskúlptúr, allt verk meðlima i Gallerí Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Árshátíðir Arshátíð Atthagasamtaka Héraðsmanna verður haldin í Domus Medica laugar- daginn 5. mars. Húsið opnað kl. 19. Miðar seldir í andyrri hússins kl. 17-19 í dag og á morgun og einnig við innganginn. Heiö- ursgestir verða hjónin Sigrún Jónsdóttir og Brynjólfur Bergsteinsson frá Hafra- felli í Fellum. Veislustjóri veröur Þór Halldórsson læknir. Góður matur, söng- ur, grín og gaman. Hljómsveit Þorvaldar sér um að allir skemmti sótf Gtjóti sem nú eru orðnir 9 talsins en þeir eru: Páll Guðmundsson frá Húsa- felli, Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), Ragnheiður Jónsdóttir, Jónína Guðna- dóttir, Gestur Þorgrímsson, Ófeigur Björnsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Örn Þorsteinsson og Magnús Tómasson. Alúðarþökk fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINN ÞÓRIS HANNESSONAR bónda, Ásgarði, Reykholtsdal Geirlaug Jónsdóttir Ólafur Gunnbjörnsson Kolbrún Sveinsdóttir Unnar Þ. Bjarmarsson Bjarmar Hannesson Þóra G. Bjarmarsdóttir Gestrún Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.