Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. Við Tjömina á björt- um vetrardegi Það var hörkufrost en bjart og fallegt veður einn sunnudag í jan- úar. Ég átti að keppa í blaki og leið mín til íþróttahússins lá fram hjá Tjörninni. Þarna var iðandi líf, fólk á öllum aldri naut þess að vera úti, vera á gönguskíðum, skautum eða einfaldlega gangandi. í augna- blikinu hefði ég helst viljað henda íþróttatöskunni frá mér sem lengst og ná í skauta í staðinn. Ekkialltá hreinu Þama í miðri Reykjavík er tæki- færi að stunda íþróttir og það meira að segja ókeypis: íþróttir fyrir alla, heilbrigðar, eðlilegar hreyfingar í fersku lofti, miklu betra og hættu- lausara en þetta einhæfa púl í þungu lofti dýrra líkamsræktar- stöðva. Stórkostlegt! Já, en það er kannski ekki allt alveg á hreinu með „hreina" loftið í Reykjavík. Reyndar er þessi þjóð langt á eftir í mengunarvörnum. Hér hefur ekki tíðkast að slökkva á mótornum þegar maður bíður í bílnum sínum (maður gæti haft eina íslenska lopapeysu með sér). Hér þekkist ekki blýlaust bensín og varla legg- ur fólkið'mikiö kapp á að láta stilla vélina rétt. Strætisvagnakerfið er ekki heldur til þess að hrópa húrra fyrir. Þegar ég flutti til landsins samsvaraði eitt far með SVR DM 0,80. í dag kostar einn far kr. 40 (DM 1,90). Farið með strætisvögnum í KjaUarinn Ursula Junemann kennari V-Þýskalandi hefur á sama tíma hækkað óverulega. Auk þess fæst þar mánaðarkort sem kemur sér- lega vel út fyrir þá sem nota vagnana daglega. Hugfangin stansaði ég við gamla Iðnó. í pínulitlum polli svömluðu 2 endur, daprar á svip. Heldur þótti mér heitavatnsbunan fátækleg til að bræða klakann á þessum stað. Og þessi ríka borg ætti að hafa ein- hverja smáaura afgangs til að setja upp fleiri ruslaílát og láta tæma þaú reglulega. Ekki éta endurnar plast- né bréfpoka og ekki heldur eru það meðmæh með „hreinustu höfuðborg heimsins" að ösla gang- stéttir og götur í glerbrotum og rusli. Uppi í loftinu svifu stórir hópar af gæsum og álftum. Þær fylltu loft- ið með sérkennilegum hljóðum sínum. Dýrar náttúruperlur Ferðafólk og náttúruunnendur frá öðrum löndum koma oft til ís- lands til aö skoða þessar fuglateg- undir. Ég held að þeir verði ekki eins spenntir að reka augun í eitt- hvert ráðhús sem er einna líkast ,,Ég held að þeir verði ekki eins spennt- ir að reka augun 1 eitthvert ráðhús sem er einna líkast járnbrautarstöð í útl- öndum.“ „Reyndar er þessi þjóð langt á eftir í mengunarvörnum“ segir m.a. i greininni. járnbrautarstöö í útlöndum. Svo sem kunnugt er ætlar borgarstjór- inn í Reykjavík að láta byggja þennan óskapnað fyrir offjár, ein- mitt á þessum einstæða stað, á móti vilja meirihluta borgarbúa. Alveg ótrúleg skammsýni. Ég vildi láta alfriða Tjarnarsvæðið og eins Öskjuhlíðarskóginn og Nauthóls- víkina (þar á t.d. eftir að kippa skólpvatnshneykslinu í lag!). Þetta eru allt of dýrmætar náttúruperlur innan um götur, steypukassa og óteljandi blikkbikkjur. Það má ekki þrengja meira að þeim með „mont- höllum", snúandi veitingahúsum og aukinni umferð. Aðrar menn- ingarþjóðir hafa nú þegar upp- götvað þann mikla kost að leyfa gömlum bæjarkjörnum að vera í friði og draga þar sem mest úr umferð. Áætlun borgaryfirvalda að rífa eða flytja gömul hús, höggva gömul tré og reisa nútímabygging- ar í gömlum bæjarhlutum eru hvorki nútímalegar né raunhæfar lausnir, heldur skammsýnar og gamaldags. Að hugsunum þessum loknum var ég komin í íþróttahúsið mitt og var nógu reið til þess að blaka boltanum með fullum krafti. Ursula Júnemann Hverjir eiga Jón? ik Eftirminnilegasti sirkus, sem hingað til hefur farið hringinn í kringum landið til þess að skemmta landsmönnum, var þegar Jón Baldvin, núverandi skatta- málaráðherra, fór hringinn veif- andi launaseðli Jóns verkamanns úr Eyjum. Hlýnaði þá mörgum lág- launamanninum um hjartaræt- urnar vegna umhyggju hins vígreifa byltingarmanns sem gerði uppreisn gegn kerfmu og hét að reka Jóhannes Nordal og lýsti því fjálglega hvernig tvær þjóðir byggju i þessu landi, hinir riku og hinir fátæku. Yfirskrift allra fund- anna var hin dramatíska spuming: „Hverjir eiga ísland?" Biðillinn Jón Fyrir síðustu kosningar biðlaði Jón Baldvin til þjóðarinnar meö rauðum rósum og bað um umboð hennar til aö jafna lífskjörin. Töfra- brögð Jóns höfðu undraverð áhrif og ótrúlegur fjöldi dáleiddra kjós- enda fór inn í kjörklefann og tók bónorðinu. En eins og alltaf, þegar fólk fellur í þunga vímu, láta timb- urmennirnir ekki á sér standa. Nú er dásvefninn búinn og eftir situr þjóðin með höfuðverk, velgju og tóma budduna. Svik Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn hefur svikið allt sem hann hefur lofað, klúðrað húsnæðismálunum, sett matar- Kjallariim Helga Gísladóttir kennari, í landsráði Flokks mannsins með sér nafna sinn Sigurösson, fyrrverandi bankastjóra hins ill- ræmda Alþjóðagjaldeyrissjóðs sem getið hefur sér óorð fyrir að arð- ræna þriðja heiminn og rak síðan erindi þess sjóðs með tillögugerð sinni um afnám samningsréttar launþega áriö 1983. Stjörnuliðið Greinilegt er að dáleiðslan er að dofna og.þjóðin farin að ramska. En hvað er nú til ráða fyrir Jón bónda? Eitthvað verður hann að gera núna til þess að þjóðin upp- götvi ekki stóru svikin. Svikin eru að Jón er auðvitað bara strengja- brúða í höndum fjármálakerfisins sem á ísland eins og hann í raun lét að liggja í sinni frægu leikferð um landið. En óþarft er að gefast upp fyrir annan eins hæfileika- „Því auðvitað er þetta land fyrir okkur öll, en ekki bara fyrir fáa.“ skatt á þjóðina og er nú á góðri leið með að múlbinda láglaunafólkið með dyggri aðstoð útsendara sinna í verkalýðshreyfingunni. Og í stað þess að reka Jóhannes Nordal hef- ur Jón Baldvin styrkt hann í sessi með því að taka inn í ríkisstjórnina mann og hann er. Og svo er hann aldeilis ekki einn á ferð. Flokkur hans hefur á að skipa mörgum hæfum leikurum. Ég held að það eina sem geti nú bjargað hringleikaflokki Jóns sé myndarleg hringferð um landið með öllum sínum frægu kröftum. Þar gæti komið fram stjörnuliðið: Hinn vaski Guðmundur Einarsson, fyrrverandi kerfisbani og núver- andi varðmaður þess. Hin ókrýnda drottning húsnæðisvandans, Jó- hanna Sigurðardóttir, og hinn baráttuglaði andstæðingur Al- þýðuflokksins, Karvel Pálmason. Að ógleymdri hinni ráðdeildar- sömu matselju sirkussins, Bryndísi Schram, sem gæti sýnt töfrabrögð, svo sem hvernig hægt er að mat- reiða sultardropa á ýmsa vegu. Ekki má heldur gleyma aö bjóða Jóni verkamanni með í ferðina, því einhver verður að borga brúsann. Tækniundur tuttugustu aldarinnar En nú dugir ekki að leika sama leikritið og um árið, þótt það hafi verið sýnt fyrir fullu húsi. Nýja leikritið gæti til dæmis heitiö „Tækniundur tuttugustu aldarinn- ar - matarskatturinn" og hver veit nema þjóðin dáleiðist á ný. Því eng- inn vill láta sannast á sig að hann sé á móti tækniframförum nútím- ans. Enda hefur Jón sjálfur líkt andstæðingum þessa tækniundurs við bænduma sem mótmæltu tal- símanum á sínum tíma. Eigendur Jóns En okkar á milli sagt: Nú vita allir að eigendur íslands eru í reynd fjármálafurstarnir á bak viö Sjálfstæðiflokkinn og Framsóknar- flokkinn. Hvernig líður þér að vera nú í þeirri stöðu að þurfa að vinna öll óþrifaverkin fyrir þessa landseig- endur? Og hvernig finnst þér að hafa verið hafður að fífli af þessum sömu mönnum sem hafa fengið þig með aðgerðum þínum til þess að eyðileggja Alþýöuflokkinn á með- an þeir sjálfir veltast um af hlátri yfir því hversu auðvelt er að gabba þig? Því þú tekur allan skellinn þótt þú sért síður en svo. einn ábyrgur fyrir allri þessari vitleysu. Jón, gefðu sjálfum þér tækifæri Ég held að það sé nú betra fyrir sálartetrið áð hætta að plata fólk, annaðhvort með því aö lýsa hrein- skilnislega yfir stuðningi þínum við hina fyrri andstæðinga, Jó- hannes Nordal og aðra fjármála- fursta landsins, eða með því aö afnema þær hrikalegu aðfarir sem þú hefur beitt þér fyrir gagnvart þeim sem minnst mega sín og standa við loforð þín um að jafna muninn milli þjóðanna tveggja sem byggja landið. Því auðvitað er þetta land fyrir okkur öll en ekki bara fyrir fáa. Helga Gísladóttir _y Kvoóinrd ‘Undir LœíqartungCL Lœkjargötu 2 NÝR OPNUNARTÍMI Borðpantanir í shnum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður. Opið alla virka daga í hádeginu og á kvöldin. Um helgar: Föstudaga til kl. 02 Laugardaga frá kl. 18-02 Sunnudaga frá kl. 18-23.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.