Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. Lífsstm Anna Guðrún Harðardóttir fær hér leiösögn hjá Eddu Guðmundsdóttur á saumanámskeiði klúbbsins Nýtt af nálinni. handtökin arfarið. Tilgangurinn með þessu námskeiði er að kynnast sem flestu hvað varðar saumaskap því það er ótrúlega mikið sem felst í því að læra að sauma. Á 20 klst. læra konur að- eins svo og svo mikið. Ég er vön að segja þeim að það borgi sig að halda áfram, því að námskeiðið er bara byijunin. Kennslan er mjög persónubundin," sagði Hrefna emifremur, „vegna þess að þær sem koma hingað eru mjög misjafnar að getu og kunnáttu. Sum- ar eru byijendur en hingað koma einnig konur með töluverða reynslu í saumum. Þær vantar kannski að læra eitthvert smáatriði, t.d. að sauma kraga eða eitthvað álíka.“ Aðspurð sagði Hrefna að flestar konurnar kæmu með snið sem þær langaði til að sauma, og hún aðstoð- aði þær við að hiálpa sér sjálfar. Að sögn Hrefnu er það algengt að konur komi oftar en einu sinni á námskeið. Þær vilja halda áfram og reyna að sauma eitthvað nýtt. „Á ég bara að láta vaða?“ Kristín Geirsdóttir var í óðaönn að sníða köflóttan sumaijakka þegar okkur bar að. Eitthvað voru hún og Hrefna að tala um að línur ættu að standast á, að sníða köflóttan jakka er greinilega ekki svo auövelt. „Ég kunni ósköp lítið fyrir mér í saumaskap þegar ég kom hingað,“ sagði Kristín, „aðeins það sem mamma kenndi mér, beina sauma o.þ.h. Ég kom hingað fyrst og fremst til aö læra að setja vasa rétt á, sníða kraga og þess háttar." Kristín sagðist hafa byrjað á að sauma tvær pólóskyrtur á börn, þau væru minni í sniðum og auðveldara væri aö byrja á einhverju litlu. „Þetta er sáraeinfalt þegar búið er að sýna manni hvernig á að fara aö þessu. En ég veit ekki hvernig ég fer að því að sauma jakka þegar ég hætti hér. Hrefna er á staðnum og getur alltaf reddað hlutunum ef eitthvað kemur upp á.“ Kristín sagðist hafa orðið vör við mikinn áhuga hjá fólki sem frétti af því hvaö hún væri að læra. „Margar konur spyija mig hvar hægt sé að læra að sauma. Ég leitaði upplýsinga á tveimur öðrum stöðum áður en ég kom hingað." Aðspurö sagði Kristín að sér fynd- ist þetta alls ekki dýrt. „Þetta borgar „Hrefna getur alltaf reddað þvi sem fer aflaga,“ sagði Kristin Geirsdóttir (til vinstri á myndinni) á saumanámskeiði Vogue. DV-myndir Brynjar Gauti Á saumanámskeiði Vogue var nóg að gera þegar blaðamaður og ljós- myndari DV litu þar inn. Nemend- umir höfðu rétt tíma til að líta upp og ræða örlítið um saumaskap og saumakennslu. Að sögn Hrefnu Kristbergsdóttur kennara er þetta fjórða árið sem Vogue heldur slíkt saumanámskeið, eöa leiðsögn í saumum, eins og Hrefna vildi nefna þetta. „Námskeiðið kostar 4.000 kr. og stendur í 4 klukkustundir í senn. Þetta er fimm vikna námskeið og er kennt einu sinni í viku. Hámark nemenda er 6 í tíma, þannig gefst mér tækifæri til að sinna hveijum fyrir sig,“ sagði Hrefna þegar okkur tókst að króa hana af. „Við höfum ekki orðið varar viö að áhuginn hafi dvínað neitt að ráði, það virðist vera mjög jöfn aðsókn í þetta." Flestir sem koma á námskeið sem þessi koma með sínar eigin sauma- vélar. „Við bjóðum upp á afnot af tveimur vélum, en það er óþægilegt fyrir þær sem eru að byija aö æfa sig á tvær vélar í einu, sína eigin og þessa sem við höfum hér. Einnig þekkja flestar konur sínar eigin saumavélar og finnst skiljanlega þægilegast að nota þær. Það er misjafnt hvað fólk leggur upp úr námskeiðum sem þessum," sagöi Hrefna. „Sumir koma hingað með það markmið að afkasta sem mestu en aðrir vilja læra að bjarga sér áfram, sem ég tel vera rétta hug- Dvínandi áhuéi 4 eaiinia. Cl 9CIIÍIIICI” námskeiðum Fyrir nokkrum árum var I tísku að ganga í heimasaumuðum fatn- aði og saumanámskcið voru alls staöar fullbókuð. Núna virðist þessi bóla vera hjöðnuð að miklu leyti því aðsókn að þessum nám- skeiöum fer minnkandi. Hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar voru sníða- og saumanámskeið haldin sex daga vikunnar fyrir þremur árum og fullbókað á þau öll. Núna hefur aðsókn hrapað nið- ur í næstum ekki neitt. Sama er uppi á teningnum hjá Námsflokk- um Reykjavíkúr. I vetur er kennt tvisvar í viku en fyrir örfaum árum var varla hægt aö anna eftirspum. Ástæðuraar virðast vera marg- þættar en þó bar viðmælendum okkar saman um að timaskortur væri stór þáttur í minnkandi 'vin- sældum námskeiðanna. Þaö virðist einnig spila inn í að verðmunur á efnum og tilbúnum fatnaði hefur fariö minnkandi. Fyrir nokkrum árum voru efni mun ódýrari' en fatnaður svo aö hagkvæmara var að sauma á fjölskylduna. Aukin fjárráð virðast einnig hafa dregiö úr nauðsyn á að sauma heima. Einkaframboð á námskeiðum af þessu tagi er einnig orðið mikið. Vefiiaðarvöruverslanir bjóða upp á saumanámskeið, saumakonur kenna í heimahúsum og klúbba- starfsemi hefur verið hleypt af stokkunum. DV kannaði einnig sölu á sauma- og sniðablöðum í nokkrum bóka- verslunum á Reykjavikursvæðinu. Flestum viðmælendum okkar kom saman ura að salan hefði eitthvað minnkað en ekki mikiö. Sumir sögðu að salan væri alltaf ósköp svipuð gegnum árin, hún færi frek- ar eftir árstíðum. í janúar væri td. minni sala en á öðrum tímum vegna útsalna og einnig vegna þess að svo stutt væri síðan jólaösin stóð yfir. Aörir sögðu að salan væri sveiflukennd, hún færi mikið eför verðlagi í þjóðfélaginu. Verðmunur á tilbúnum fatnaði og efnum hefði minnkað töluvert og fólk keypti frekar tilbúið út úr búð en að reyna að sauma. Sala á þessum blöðum virðist einnig vera meiri á vorin og í kringum jól og páska en á öðr- um tímum. Svipaða sögu er að segja af sölu á saumavélum. Mesta saian á sér stað í desember, saumavél virðist greinilega vera mjög vinsæl jóla- gjöf. En sala á saumavélum virðist hafa verið ipjög jöfn í gegnum árin, að sögn viðmælenda okkar. Með breytingu á tollalögunum um ára- mót áttu saumavélar að hækka um 17,5% en fæstar verslanir, sem við höfðum samband við, höföu hækk- að sína vöru, flestar voru enn að seija gamlar birgðir. Verð á saumavélum er víðast hvar mjög svipað. Venjuleg sauma- vél með zik-zak kostar í kringum 14.000-15.000 krónur. Ódýrasta vél- in með overlock er Necchivél á 13.900 en saumavélar geta kostaö á milli 55.000 og 60.000 krónur. Það eru yfirleitt tölvustýrðar vélar með hinum ýmsu gerðum af saumum og aukahlutum. Það getur verið dýrt að fjárfesta í saumavél en verðið á í flestum tiifellum eftir að hækka meira. Fyrir þær konur og karlmenn, sem kunna saumahandtökin, borgar sig efiaust aö reyna sig við fatafram- leiðslu heima. Það er ekki bara skemmtilegt heldur getur það í mörgum tilfellum verið mjög hag- kvæmt. -StB HUSQVARNA Saumið f'ötin sjálf... Það þarf ekki að sauma margar buxur og blússur til að borga upp Husqvarna saumavél - hægri hönd heimilisins, ' Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, simi 69-16-00 Að læra réttu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.