Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988. 35 Lífestm sig á einum jakka. Svo er þetta alls ekki timafrekt, námskeiðiö tekur fimm vikur, og tíminn er mjög drjúg- ur. Okkur er kennt að gera hlutina sjálfar og ég stend mun betur að vígi núna en áður en ég kom. Reyndar spurði maðurinn minn um daginn hvort ég gæti ekki saumað á hann jakka núna,“ sagði Kristín og kímdi. „Ef þetta heppnast vel ýtir það undir áhugann. Ég á alveg örugglega eftir að halda áfram að sauma og hingað kem ég aftur. Hver veit, kannski kem ég í haust og sauma mér kápu.“ Saumaklúbbur með nýju sniði Saumanámskeið félagsins Nýtt af nálinni er eilítið öðruvísi en mörg önnur námskeið. Það er til að mynda eingöngu opið félagsmönnum klúbbsins og notast er við snið og leiðbeiningar sem fást í blaði félags- ins sem gefið er út mánaöarlega. Námskeiðin standa í sex vikur og kennt er vikulega í fjóra tíma í senn. Verðið er 4.500 og miðað er við 8 nemenda hámarksfjölda á nám- skeiði. En þeir sem vilja taka þátt í þessu námskeiði verða að gerast fé- lagsmenn og það kostar 240 krónur fyrsta mánuðinn en 480 krónur hvem mánuð eftir það. í þessu gjaldi felst áskrift að blaði félagsins en kennarar styðjast eingöngu við það á námskeiðunum. DV leit innð á eitt námskeiðanna og ræddi við kennara, nemendur og aðstoðarritstjóra blaðsins. „Hingað koma konur á mismun- andi stigum hvað varðar getu og kunnáttu,“ sagði Edda Guömunds- dóttir kennari. „Sumir eru byrjendur en við fáum einnig konur sem hafa saumað lengi en hefur ef til vill vant- að tæknikunnáttuna sem þarf til.“ Fatasaumur er ekki eins einfaldur og margur heldur, aö sögn Ástu Jó- elsdóttur aðstoðarritstjóra blaðsins. „Margar konur vantar grunnkunn- áttuna í saumaskap, t.d. aö taka upp sniö og sníða samkvæmt því. Þess vegna kemur oft fát á konur sem byija á því að taka upp snið og kom- ast svo að þvi að það passar ekki. íslendingar eiga góða prjónahefð,“ sagöi Ásta einnig, „en saumahefðin er enn föst að hluta til í gömlum kreddum. Áhugi á saumum er mikill og við viljum vera sjálfum okkur nóg og sjálfstæð í fatnaði. íslenskar kon- ur vilja skapa sinn eigin stíl og vera öðruvísi. Það er hægt í gegnum saumaskapinn. Fatasaumur er bara þjálfun og skilningur. Það er mikið komið und- ir konunum sjálfum hvað þær læra á námskeiðum sem þessum, það skiptir máh meö hvaða hugarfari Sonja Hilmarsdóttir minnkaði við sig vinnuna, keypti sér vél og skellti sér á námskeið. þær koma,“ sagði Ásta. „Fólk kemur hingað með mjög mismunandi vænt- ingar,“ sagði Edda, „en markmiðið er að sjálfsögðu að verða sjálfbjarga viö að sauma og að læra að vinna. Flestar íslenskar konur kunna aö prjóna en eru hræddar við að sauma,“ sagði Edda. „Það er auðvelt að leiðrétta mistök í prjónaskap, þaö er alltaf hægt að rekja upp og byrja upp á nýtt. En sumum fallast hendur og gefast upp ef saumaskapurinn mistekst. Efni eru einnig dýr, en það er einnig tilbúinn fatnaður svo það er gott að kunna að sauma." Þær voru sammála um það að þeim konum, sem á annaö borð byrja að sauma, þykir það mjög gaman. Það er útrás fyrir sköpunargleðina sem blundar í okkur öllum. Byrja á einhverju litlu Olöf Bolladóttir var að sauma bamabuxur þegar DV truflað hana. „Maður verður að byrja á einhveiju litlu og auðveldu þegar maður kann ekki neitt. Ég get ekki sagt að ég Ólöf Bolladóttir ákvað að byrja á einhverju tiltölulega einföldu, barnabuxur eru mjög vinsælar sem frumraun. hafi haft mikla kunnáttu þegar ég byijaði," sagði hún. „Þetta er þolinmæöisverk en hlut- irnir verða auðveldari þegar maður lærir á þetta. Strax og maður kann þetta er saumaskapur ekkert mál. Annars læri ég mikið á því að sauma sjálf og reka mig á. Svo getur maður alltaf fengið hjálp þegar allt er komið i strand.“ . Aðspurð sagði Ólöf að þetta væri ekkert dýrt ef það leiddi til þess að hún færi að sauma. „Ég er búin að læra mikið og ætla aö reyna mig við buxur og jakka á sjálfa mig næst.“ Anna Guðrún Harðardóttir var að sauma prufur en ætlaði einnig að sauma bamafót. „Ég var húin að sauma svolítið áður en ég kom hing- að en það voru ósköp einfaldir hlutir." Þetta er allt miklu auðveldara eftir að maöur er búinn aö gera þetta einu sinni." Anna sagðist ekki hafa orðið vör við aö áhugi á saumaskap hefði minnkaö. „Þær sem á annað borð kunna að sauma gera mikið að því, hinar láta það eiga sig.“ Þær Anna og Olöf gátu ekki stilit sig um að hlæja þegar blaðamaður spurði þær hvort mcikarnir yrðu með næst. „Það hvarflaði ekki einu sinni að mér,“ sagði Ólöf. „Ætli þeir bíði ekki og sjái hvað við höfum lært áður en þeir biðja okkur að sauma á sig,“ sagði Anna. -StB Hvað kostar að læra að sauma? Mörgum leikur efiaust forvitni á að fá að vita hvaö það kostar aö læra aö sauma. DV aflaði sér upplýsinga um hvað væri í boöi á því sviði og hver kostnaður væri viö aö taka þátt í slíku nám- skeiði. Þaö era án efa fleiri námskeið, sem boðið er upp á, en þessi sem hér era talin upp en þessi ættu aö geta einhveija hug- mynd um framboðið. Námsflokkar Hafnarfjarðar: Námskeiðið kostar 5.600 krón- ur. Það er alls 36 klukkustundir, 4 tímar í einu vikulega. Innifalin í þessu verði eru afnot af sauma- vélum. Verð á klst. 155 kr. Námsflokkar Kópavogs: Námskeiðiö kostar 3.800 krón- ur. Þaö er alls 24 klukkustundir, 4 tímar i einu vikulega. Boðið er upp á afnot af saumavélum. Verð á klst. 158 kr. Námsflokkar Reykjavikur: Námskeiöiö kostar 5.000, 40 klukkustundir. Innifalin era af- not af saumavélum. Hámarks- fjöldi nemenda á hveiju námskeiði er 8. Verð á klst. 125 kr. Nýtt af nálinni: Námskeiöiö kostar 4.500 krón- ur. Það er alls 24 klukkustundir, 4 tímar í einu vikulega. Ekki er boðið upp á afnot af saumavélum en efiii í prufur er innifaliö. Hám- arksfjöldi nemenda á hveiju námskeiöi er 8. Þetta námskeið er eingöngu fyrir félagsmemi í klúbbnum. Mánaöargjald félags- manna er 480 krónur en fyrsti mánuðurinn kostar 240 krónur. Verð á klst. 187.50 kr. fyrir utan mánaöargjaldið. Tómstundaskólinn: Námskeiðið kostar 5.600 krón- ur. Það er alls 20 klukkustundir, 4 tímar í einu og kennt er viku- lega. Ekki er boðið upp á afnot af saumavélum. Hámarksfjöldi nemenda er 10 á námskeiöið. Verð á klst. 280. Vogue: Námskeiðið kostar 4.000 krón- ur. Það er alls 20 klukkustundir, 4 tímar í einu vikulega. Vogue býður upp á afnot af tveimur saumavélum, en hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði er 6. Verð á klst. 200 kr. -StB Þær ráöast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, stelpurnar á sauma- námskeiði Vogue. Guðrún Eggertsdóttir er að sauma sér frakka. PFAFF SAUMAVELAR VIÐ ALLRA HÆFI Talsverðar birgðir á gamla góða verðinu! Tryggið ykkur vél áður en þær hækka um 17,5%. Þá mun vél, sem í dag kostar 33.400, hækka í 39.250. VERSLUNIN Kringlunni V Borgartúni 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.