Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Síða 8
8
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988.
GOTT FYRIRTÆKI
Utlönd
Af sérstökum ástæðum er til sölu gott fyrirtæki,
umboðs- og heildverslun í fullum rekstri. Mjög góð
umboð og viðskiptasambönd erlendis og umboðs-
menn um land allt. Fyrirtækið er búið góðum tækjum
s.s. telex, telefax, símsvara o.fl. Velta ræðst mjög af
þeim sem rekur fyrirtækið og hvað viðkomandi kær-
ir sig um að leggja í hverju sinni. Eins og nú er yrði
velta ca 20 millj. á ári. Góður lager. Með fyrirspurnir
verður farið með sem trúnaðarmál.
Tilboð sendist DV, merkt „Tækifæri" fyrir 7. apríl nk.
NÝJAR TRÉSMÍÐAVÉLAR
FRÁ GRIGGIO
TIL AFGREIÐSLU FRÁ LAGER.
PSA 630 ÞYKKTARHEFILL
PSA 520 ÞYKKTARHEFILL
PF 530 AFRÉTTARI
PF 430 AFRÉTTARI
T 45 FRÆSARI
TC 2000 FRÆSARI
SCI 3200 SÖG
SC 1600 SÖG
SNA 440 BANDSÖG
G 281 KEÐJUBOR
ISELCO SF.
Skeifunni 11D - sími 686466
Mannfall í eld-
flaugaárásum
Samkvæmt upplýsingum íranskra
yfirvalda biðu tíu manns bana í eld-
flaugaárás íraka og hundrað særð-
ust. Skemmdir urðu á skólum og
sjúkrahúsum í höfuöborginni. írakar
tilkynntu um fall níu manns og
fimmtíu og níu særðust er ein eld-
flaugin lenti í íbúðarhverfi. Auk þess
lenti önnur á barnasjúkrahúsi. Mörg
barnanna særðust en ekki er vitað
hversu mörg létu lífið. í gærkvöldi
var enn verið að leita að fórnarlömb-
um eldflaugaárásarinnar.
írakar hafa hótað að halda eld-
flaugaárásunum áfram þar til íranar
samþykkja tilmæli Sameinuðu þjóð-
anna um vopnahlé. írakar segjast
hafa sent hundruð sprengjuflugvéla
að norðurhluta víghnunnar.
íranar tilkynntu í gær að þeir hefðu
náð meira landsvæði á sitt vald í
norðausturhluta íraks en írakar vísa
á bug fullyrðingum írana um árásir
þeirra. íranar segjast munu halda
áfram stríðinu þar til því verður lýst
yfir að írakar hafi hafið stríðið.
Miklar skemmdir urðu í Bagdad i gær eftir eldflaugaárás írana og eru níu
sagðir hafa beöið bana í árásinni. Símamynd Reuter
Jarðýtur höfðu nóg að starfa í
Bagdad í gærkvöldi eftir síðustu eld-
flaugaárás írana. í íbúöarhverfi því
er ein eldflaugin kom niður var um-
horfs eins og eftir jarðskjálfta, að
sögn fréttamanna er heimsóttu stað-
inn.
Yfirvöld í íran tilkynntu að þau
hefðu skotið fjórum eldflaugum á
höfuðborgina í írak í gær en fyrr um
daginn höfðu írakar skotið sex eld-
flaugum á Teheran á sex mínútum.
$
pOTTUR
Spáðu í liðin og spilaðu með, nú er til mikils að vinna.
í síðustu viku kom enginn seðill fram með tólf réttum. Því
margborgar sig að fylgjast með stöðu og styrkleika liðanna
einmittnúna.
ÍSLENSKAR GETRAUNIR
- eini lukkupotturinn þar sem þekking
margfaidar vinningslíkur
Sími 84590
Mundu að hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrir með kreditkorti.
Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00
og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322.