Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988.
Utlönd
Heilbrigðismál eitt af
kosningamálunum
Forstöðumaður Geislaheimilisins i Stokkhólmi, Jerzy Einhorn, hefur oröið
aö setja aldurstakmörk við geislameðferð krabbameinssjúklinga vegna
skorts á hjúkrunarfólki og tækjabúnaði.
Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundú
Nú, þegar sex mánuðir eru til þing-
kosninga í Svíþjóð, bendir ýmislegt
til að heilbrigðismálin verði eitt af
aöalkosningamálunum. Umræöur
um heilbrigðismál hafa blossað upp
undanfarna daga.
W**1flTiMNG
KAUPSIADUR
ÍMJÓDD
DAGANA
25. MARS KL15-19
26. MARS KL.11-15
SPECTRUM HF
SÍMI29166
|
Fréttir um að forstöðumaður
Geislaheimihsins í Stokkhólmi hafi
orðið að grípa th þess ráðs að setja
aldurstakmörk við geislameðferð
krabbameinssjúklinga hafa vakið
mikla athygh og mótmæh. Karlmenn
yfir 75 ára og konur yfir 70 ára munu
ekki hljóta geislameðferð. Ástæðan
er skortur á hjúkrunarfólki og tækja-
búnaði.
Mörg sænsku dagblaðanna hafa
fjallað um máhð í leiðurum og eru á
einu máh um að það sér algjörlega
óviðunandi að setja slík aldurstak-
mörk. „Við megum ekki svíkja fólk
sem borgað hefur skatt aht sitt líf.
Þetta fólk á rétt á fulikominni hehsu-
gæslu á ævikvöldi sínu,“ sagði í
einum leiðaranum.
Rifrildi
Ingvar Carlsson forsætisráðherra
og Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóðar-
flokksins, hafa þegar lent í rifrhdi
út af málinu. Carlsson kennir Þjóðar-
flokknum um hvemig komið er.
Hann beri ábyrgð á hehsugæslunni
í Stokkhólmsléni. „Hveijum ætlar
forsætisráðherrann þá að kenna um
þegar bæjarfélög undir stjórn jafnaö-
armanna neyðast th að grípa th
svipaðra aðgerða,“ spyr Westerberg.
Doktor Jerzy Einhorn, forstöðu-
maður Geislaheimihsins í Stokk-
hólmi, hefur bent á að Svíar hafi
dregið úr framlögum sínum til
hehsugæslunnar á sama tíma og aðr-
ar þjóðir hafi aukið þau. Aðrir benda
hins vegar á að framlög th hehsu-
gæslu séu hvergi meiri en einmitt í
Sviþjóð. Vandinn fehst í þvi hversu
stór hluti þessara framlaga fari til
stjómsýslu og skriffinnsku innan
heilbrigðiskerfisins.
Dýrasta heilsugæslan
Carl Bhdt, leiðtogi íhaldsflokksins,
hefur bent á nýja þjóðfélagsfræöhega
könnun, unna við háskólann í Lundi.
Þar kemur fram að sænska hehsu-
gæslan sé sú dýrasta sem um getur
en ekki sú fullkomnasta. Það sé því
nauðsynlegt að stokka upp spihn og
gera róttækar breytingar í hehsu-
gæslukerfinu. Varla verði gengið
lengra í skattaálögum í þjóðfélagi þar
sem þegnamir greiða aö meðaltah
56 prósent af tekjum sínum í beina
og óbeina skatta.
Að sjálfsögðu eru talsmenn borg-
araflokkanna þeirrar skoðunar að
nauðsynleg uppstokkun hehbrigðis-
kerfisins verði einungis framkvæmd
af borgaraflokkunum og því sé nauð-
synlegt að stjómarskipti verði í
Svíþjóð í haust. Allavega virðist ljóst
að hehbrigðismálin verði eitt af aðal-
kosningamálunum í Svíþjóð.
Viö bjóöum alla velkomna í afmæiiskaffið
okkar í Hollywood á morgun, laugardag, kl. 15.30.
• Nýtt afl í íslenskum stjórnmálum.
• Mannleg og ábyrg stefna.
• Þingmenn flokksins starfa ötullega á Alþingi
í þágu allra landsmanna. Þeir hafa boðað:
Nýjar leiðir í húsnæðismálum.
Nýjar leiðir í launamálum.
Nýjar leiðir í skattamálum.
Nýjar leiðir I atvinnumálum.
Valddreifíngu til landsbyggðarinnar.
Tuttugu málefnahópar eru opnir öllum fé-
lagsmönnum og öðrum sem eiga samleið
með okkur. Þar getur þú haft áhrif á fram-
tíðarstefnuna.
Vertu með í mótun stjórnmálaflokks sem ekki er bundinn fjötrum fortíðarinnar.
Við bjóðum alla velkomna í afmæliskaffið
okkar í Hollywood á morgun, laugardag, kl. 15.30.
BORGARAFLOKKURINN, FLOKKUR MEÐ FRAMTÍÐ