Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988. Spumingin Finnst þér að Steingrímur eigi að hitta Arafat? Hilmar Sverrisson: Ef þeir hafa eitt- hvað að segja þá er það allt í lagi. Hanna Sigurðardóttir: Já, ef hann telur það þjóna einhverjum tilgangi þá ætti það að vera í lagi-. Guðmundur Friðvinsson: Af hverju ekki? Lísa Kjartansdóttir: Nei, hann á alla- vega ekki aö taka þá ákvörðun sjálf- ur. Nanna Lind: Já, ef hann langar til þess. Jóhann Valdimarsson: Steingrímur má gera það sem hann vill, þetta er hans líf. Lesendur____________ Kennaraskortur Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastj., Vestmannaeyjum skrifar: Það er með hálfum huga að ég sest niöur og reyni að lýsa þeim vandræð- um sem viðvarandi kennaraskortur veldur. Nú fer að líöa að þeim tíma sem kennarastöður verða auglýstar lausar til umsóknar. Viö sem búum úti á landi vitum að við fáum fáar umsóknir kennara, jafnvel engar. Þá setjast skólastjórnendur að skólanefndinni og sveitarstjórninni og segja: „Þið verðið að bjóða kenn- urum eitthvað, svo þeir vilji koma hingað." Hefst þá kapphlaup misjafnlega fjársterkra sveitarfélaga og boðið er: Staðaruppbót, yfirvinnu- greiðsla fyrir óunna eftirvinnu, húsnæði undir markaðsverði og svo framvegis og svo framvegis. - Auk þessa er uppskeran oft harla lítil. Þegar skólastjórnendur á suðvest- ur-horninu setjast niður og skipu- leggja skólastarf næsta vetrar, berjast kollegar þeirra á landsbyggð- inni við vandann: Verður kennt - eða ekki? Á að ráða leiðbeinendur? Ekki er hægt að ljúka stundaskrár- gerð fyrr en skóli er byrjaður og er þá oft búið að gera margar tilraunir til að koma saman stundatöflu. Ég tel grundvallaratriðið vera þetta: Ríkið ræður kennara. Ef kenn- arar fást ekki út á land, verður ríkisvaldið aö leysa það mál, t.d. með Skyldu þau fá kennara næsta haust? því að greiða hærri laun úti á landi, reisa fleiri kennarabústaði, hafa for- göngu um að skólahúsnæði og að aðbúnaður í skólunum svari kröfum tímans. Ég tel ennfremur að skólanefndir og sveitarstjómir eigi að mótmæla því háttalagi menntamálaráðuneyt- isins að ráða stöðugt réttindalaust fólk til kennslustarfa úti á landi, og fela þannig vandann svo að stjóm- völd þurfi ekki að horfast í augu við hann, en geri þess í staö einhverjar raunhæfar úrbætur. Eg tel að þetta mál þurfi að leysa sem einn anga af byggðastefnu landsins. Viljum við, að fólk búi úti um landið? Þarfnast þjóðin landsbyggð- arinnar? - Ef svarið' er jákvætt, þá verða stjórnvöld að gera fólki líf- vænlegt að búa í dreifbýlinu. Einn þátturinn í því er að öll börn njóti góðrar .kennslu. Þess vegna á lands- byggðin að krefjast menntaðra kennara og standa saman um þá kröfu. - Hvar em nú samtök sveitar- félaga? Bílamál Jóns Baldvins Áhugamaður skrifar: Mig rak í rogastans þegar ég las frétt DV um að „braggi“ Jóns Bald- vins ráðherra væri orðinn að íjór- földurn bragga í formi Mitsubishi jeppa. Gat verið að ráöherrann gæfi slíkan höggstað á sér? Ég fór að kanna málið og óskaði upplýsinga hjá ráðuneytinu. - Þá kom eftirfarandi í ljós: Fjármálaráðherra hefur ekki látið ráðuneytið kaupa fyrir sig bifreið. Þvert á móti hefur hann látið selja tvær fyrrverandi ráð- herrabifreiöar fyrir samtals þrettán hundruö þúsund krónur. Rekstrarkostnaður hins um- rædda bíls, sem ráðherrann hefur afnot af á stundum, nam á síðasta ári ca. kr. 150 þúsund meðan rekstrarkostnaður af bif- reiðum annarra ráðherra er yfirleitt ekki lægri en ein milljón fyrir utan kaupverö þeirra bif- reiða sem er á bilinu fimmtán hundruð þúsund til tvær milljón- ir króna. Af þessu má sjá aö frétt DV um bílamál Jóns Baldvins er bæði röng og villandi. Hvaða tilgangi þjónar svona fréttaflutningur? Er ekki DV frjálst og óháð? „Braggi“ verður að „fjórföldum bragga“ í formi Mitsubishi jeppa, í frétta- flutningi? Ómaklega vegið að John „Haugar“ skrifa: Augu okkar stóðu nánast á stilk- um er við börðum Sandkorn DV augum sl. fimmtudag. Þar er farið háðulegum orðum um einn ástsæl- asta og virtasta leikara seinni tíma, John Holmes. - Víst er satt, eins og sagt er í greininni, að hann hafi notið sérstöðu meöal kynbræðra sinna hvað líkamlega eiginleika varðar, en að hann hafi ekki búið yfir neinum leikhæfileikum er hreinasta firra. Flestum þeim sem urðu vitni að stórleik hans í myndinni „Pizza Girls“ ber saman um aö þar hafi hann sýnt óskarsverðlaunatilþrif. Þykir okkur sárt að sjá hvemig minning þessa manns, sem við höf- Holmes um litiö upp til meö virðingu f mörg ár, hefur verið dregin niöur í svaðið. - í umræddri grein bar á greinilegura fordómum í garö svo- kallaðra fullorðinsmynda og þykir okkur þarna ómaklega að þessari grein kvikmynda vegið. Bendura viö á að mörg þekktustu stórstimi nútímans, svo sem Syl- vester Stallone og Samantha Fox, stigu sín fyrstu skref á framabraut- inni meö leik í slíkum myndum. Við vonum að þessi skrif okkar muni vekja fólk til umhugsunar og að John Holmecs muni framvegis skipa veglegan sess í hugum fólks. Slikan sess teljum viö hann eiga fyllilega skilið. Veitíngar á Umferðarmiðstöð: Ófullnægjandi afgreiðsla Jenný Franklíns hringdi: Ég var stödd ásamt vinkonu minni í Umferðarmiðstöðinni og ætluðum við að fá okkur hressingu. Þarna biðu sjö manns við afgreiðsluborðið og var þetta fólk á undan okkur. Stúlkan, sem afgreiddi, yrti aldrei á okkur og endaði þetta með því að við gengum út án þess aö fá nokkra þjón- ustu. Mér finnst óviðunandi hvernig þarna er staðið að verki. Vel getur verið að þarna eigi að vera einhvers konar sjálfsafgreiðsla, en það er þá hvergi gefið til kynna með merkingu eða þess háttar. - Ekki var heldur að sjá neins konar verðmerkingar fyrir veitingar sem þarna eiga að vera á boðstólum og er það nú sér- stakur liður sem mætti lagfæra. Ég legg til að þeir sem þarna ráða húsum geri átak í því að skipúleggja veitingasölu í Umferöarmiðstöðinni og setji upp viðeigandi merkingar, þótt ekki sé annað. Grejðsla bifreiðatíygginga: Óheiðarleg auglýsing Gunnar M. Tryggvason skrifar: I Morgunblaöinu 6. mars sl. er heilsíðuauglýsing frá EURO- CARD og nokkrum tryggingafé- lögum um dreifingu greiðslna af bifreiðatryggingum á 4 til 5 mán- uöi með EURO, KREDIT. - Þetta er ósönn auglýsing, því þetta gild- ir ekki 1 öllum tilvikum fyrir fólk á landsbyggöinni... Ég tryggi hjá Sjóvá og þar er þetta ekki hægt. Fróölegt væri að vita hvemig þetta er hjá hinum félögunum, sem nafngreind eru í auglýsing- unni, en þau eru auk Sjóvá: Almennar Tryggingar, Trygging hf., Tryggingamiðstöðin og Brunabótafélag íslands. - Næst tryggj ég hjá því tryggingafélagi sem býður öllum landsmönnuim sömu kjör. Lesendasíða DV hafði samband viö þau tryggingafélög, sem hér eru nafngreind, og voru svör þeirra á þann veg, að umboðs- menn þeirra á landsbyggðinni gegndu sama hlutverki og aðal- umboðin í Reykjavík hvað varðar greiðsluíyrirkomulag og dreif- ingu iðgjalda á bifredðatrygging- um. Hjá Almennum Tryggingum kom þó fram aö þetta gæti að vísu farið efdr því, hve umboðsaðfiar úti á landi væru umsvifamiklir og gæti frágangur greiðslna tekið einhvem tíma, umfram það sem gerist í aðalumboði, en í flestum tUvikum ætti aö geta veriö um sömu þjónustu að ræða. Hinir „endurgiftu": Getum ekki lifað af ást- inni einni „Fríða“ skrifar: í tUefni af grein eftir H. G. á lesendasíðu DV hinn 2. mars. sl. undir fyrirsögninni „Einstæðar mæður og „skattfríðindin““, langar mig tU aö koma eftirfar- andi á framfæri. Ég er fráskilin og á tvö böm og hef verið að kaupa mér íbúö með tilheyrandi lánum. Fyrir stuttu kynntist ég manni sem er fráskU- inn og á þrjú börn. Og þá fyrst kynntist ég þessu sem veriö er aö ræða í áðurnefndu lesenda- bréfi. Þegar hann skUdi tók hann öU lán með sér. Við vinnum bæöi fulla vinnu en þaö dugir ekki til. Ég veit satt að segja ekki hvað við getum gert. Mér finnst ósköp skUjanlegt aö ég síöan fylUst gremju yfir háns „fyrrverandi", hún á bíl og íbúö. Mér finnst hún hafa það mjög gott og á sama tíma og við erum saman að reyna að halda lélegri íbúð í gangi, borga skuldir hans og eigum ekki einusinni fyrir mjólk! Þetta finnst mér ekki réttl- átt. - Við elskum hvort annað en ekki getum við Ufað á ástinni einni þótt svo við fegin vildum. Einstæðar mæður og „skattfríðindin“ Lesendabrélið, sem vitnað er i birtist í DV 2. mars sl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.