Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Side 14
14
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofyr, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Steingrímur á egótríppi
í fyrstu héldu menn að þetta væri grín. Steingrímur
hefði misst einhverja vitleysu út úr sér í útvarpsspjalli
eins og komið hefur fyrir áður. Steingrímur lætur stund-
um plata sig. En utanríkisráðherrann hefur haldið
áfram að tala í sama dúr um Arafat og PLO og átti nú
síðast fund með fulltrúa þessara samtaka í Stokkhólmi.
Tvennujn sögum fer af þeim fundi, en ljóst er að Stein-
grími Hermannssyni, utanríkisráðherra í ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar, er full alvara í því sjálfskipaða
hlutverki að taka upp stjórnmálasamband við PLO og
Yasser Arafat.
Og ekki nóg með það. Steingrímur hefur sett upp
formúlur fyrir því hvernig hann vilji leysa deilurnar
milli ísraelsmanna og Palestínuaraba. Gott ef hann er
ekki farinn að líta á sjálfan sig sem einhvers konar sátta-
semjara í milliríkjadeilu sem hefur staðið látlaust í
meir en fjörutíu ár og á sér margra alda aðdraganda.
Er Steingrímur haldinn stórmennskubijálæði?
í fyrsta lagi tekur utanríkisráðherra við skilaboðum
frá PLO í gegnum Ehas Davíðsson kerfisfræðing sem
hefur skrifað tugi blaðagreina og beitt sér hvað eftir
annað opinberlega gegn ísrael og ísraelsmönnum af
hreinu ofstæki. Ef íslensk stjórnvöld ætla sér hlutverk
á alþjóðavettvangi þá eru shkir menn ekki rétta boðleið-
in.
í öðru lagi er Steingrímur að gera hosur sínar græn-
ar fyrir PLO sem er aðeins ein hreyfmg meðal Palestínu-
araba og umdeild í þeirra eigin hópi. PLO, sem stundum
er kölluð Frelsissamtök Palestínuaraba, hefur beitt sér
fyrir hryðjuverkum og ofbeldi í ýmsum myndum. PLO
hefur aldrei verið viðurkennd sem opinber talsmaður
Palestínumanna og þeim samtökum hefur veriö úthýst
úr langflestum arabalöndum. Yasser Arafat, leiðtogi
þeirra, er einangraður maður og vafasamur pappír.
í þriðja lagi hefur PLO hreyfingin og Arafat marglýst
yfir því að þau viðurkenni aldrei Ísraelsríki og hafa það
á stefnuskrá sinni að flæma gyðinga burt úr því landi
sem Sameinuðu þjóðirnar úthlutuðu þeim og viður-
kenndu fyrir rúmum fjörutíu árum. ísland greiddi þeirri
tilhögun atkvæði sitt og hefur aha tíð stutt tUverurétt
Ísraelsríkis.
í íjórða lagi er það ekki siður lýðræðislegra ríkis-
stjórna eða upplýstra ráðherra að taka upp stjórn-
málsamskipti við hreyfingar af þessu tagi, nema það sé
gert í nafni ríkisstjórnarinnar aUrar. Utanríkisráðherr-
ar leika ekki sóló í slíkum málum enda er Steingrímur
ekki PaUi einn í heiminum. Hann er talsmaður ís-
lenskra stjórnvalda, íslensku þjóðarinnar, og athafnir
hans í embætti, sér í lagi þegar íslendingar eru með þau
mannalæti að blanda sér 1 heitar alþjóðlegar deilur með
óbeðinn erindrekstur, eru ekki hans einkamál.
Málstaður ísraels hefur alla tíð notið samúðar hér á
landi. ísraelsmenn hafa undanfarnar vikur skemmt fyr-
ir þeim málstað með ofbeldi gagnvart vopnlausum
Palestínumönnum á herteknu svæðunum. Þá fólsku á
að fordæma, enda um það full eining innan ríkisstjóm-
arinnar. En sú afstaða þýðir ekki að íslendingar snúi
algjörlega við blaðinu og taki PLO upp á arma sína.
íslenskir kjósendur hafa fyrirgefið Steingrími Her-
mannssyni mörg asnaspörkin, enda er Steingrímur
allajafna einlægur og jákvæður stjórnmálamaður og
menn taka vilja hans fyrir verkin. En það eru takmörk
fyrir vitleysunni.
Ellert B. Schram
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988.
Útflytjendum er Ijóst að þeir greiða miklu hærri fjármagnskostnað hér á landi en samkeppnisaðilar þeirra
erlendis, segir m.a. i greininni.
Endurskoðun
Misgengi lánskjaravísitölu og
ýmissa annarra stæröa í efnahags-
lífmu hefur orðiö mönnum mikið
umhugsunarefni á undanfórnum
árum. í því sambandi hefi ég lagt
fram á Alþingi tillögu til þingsá-
lyktunar um endurskoðun láns-
kjaravísitölu.
Tillagan hljóðar svo: „Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni að
skipa fimm manna nefnd til þess
aö endurskoða grundvöll láns-
kj araví sitölunnar. ‘ ‘
Lánskjaravísitalan hefur verið í
notkun hér síðan um 1980 eða í 7-8
ár. Það er því fyllilega ástæða til
þess að staldra við og meta hvemig
hún hefur skilað hlutverki sínu.
Hlutverk lánskjaravísitölu
Hvert er hlutverk lánskjaravísi-
tölu? Hvað þýðir lánskjaravísitala?
Þessar spumingar sækja á hugann
þegar htið er á breytingar þessarar
vísitölu miðað við aðrar stærðir á
síðastliönum ámm.
Flestir skilja lánskjaravísitölu
sem viðmiðunargrunn fyrir raun-
vexti. Raunvextir mælast þá sem
vaxtastig yfir lánskjaravísitölu.
Lánskjaravísitalan mælir þá
„verðrýrnun" í verðbólgunni. En
verðrýmun hvers? Lánskjaravísi-
talan er kostnaðarmæling. Hún er
samsett að 2/3 af framfærsluvísi-
tölu en 1/3 af byggingarvísitölu.
Er kostnaðarmæling eingöngu
eðlileg í þessu samhengi?
Tekjur af fjármagni?
Er lánskjaravísitölunni ætlað að
vera mæligrunnur fyrir tekjur af
fjármagni? Grannur fyrir reikn-
inga á ávöxtun sparifjár óg íjár-
skuldbindinga? Ef svo er vakna
margar spurningar. Væri þá ekki
eðhlegt að tengja tekjur af íjár-
magni á einhvem hátt almennri
tekjuþróun í landinu?
Niðurstaða kjarasamninga hefur
að undanfömu verið sú að menn
hafa kosið að verðtryggja ekki
laun, nema þá með rauðum strik-
um. FuUkomin kostnaðartenging
atvinnutekna hefur ekki verið val-
in.
Þetta veldur misgengi launa og
lánskjaravísitölu, sem að vísu get-
ur verið á báða vegu. Á árunum
KjaJIarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn
’82-’83 varð þetta misgengi mjög
tilfinnanlegt.
Er eðlilegt að setja tekjur af fjár-
magni skör hærra en tekjur sem
aflað er með hörðum höndum og
„verðtryggja" þær einar allra
tekna í þjóðfélaginu? Ég segi nei.
Vilji menn láta markaðinn ráða
kallar það á allt aðrar umræöur.
Veröbreytingar eigna?
Er lánskjaravísitölunni ætlað að
mæla verðbreytingu fjármagns
þannig að þaö fylgi annarri eigna-
þróun i landinu? Ef svo væri þyrfti
að breyta grunninum þannig að
hann taki tilUt til verðbreytingar
annarra eigna. Kunn eru dæmi um
misgengi á verðmæti fasteigna og
lánskjaravísitölu.
Fasteignaverð gengur í sveiflum.
Menn hafa keypt íbúð, borgaö af
henni í nokkum tima og þrátt fyrir
það skuldað í henni meira en unnt
var að selja hana fyrir vegna mik-
iUar hækkunar lánskjaravísitölu
og þar með fjárskuldbindinga.
Ljóst er að með þeim grunni, sem
lánskjaravísitalan er byggð á, er
ekki samhengi milU verðmæta-
aukningar íjármagns og annarra
eigna.
Mæling lánskjara
Sé lánskjaravísitölunni aétlað að
mæla lánskjör, eins og nafnið
reyndar bendir til, vakna og marg-
ar spurningar. Miklar umræður
hafa orðið um háan fjármagns-
kostnað á íslandi samanboriö við
önnur lönd. Viðskiptaráðherra og
bankastjórar hafa ítrekað haldið
því fram að raunvextir hér séu
ekki mikið úr línu við það sem ger-
ist í löndunum í kringum okkur.
Það stafar af því að þeir méta raun-
vexti sem vaxtastig yfir lánskjara-
vísitölu.
Hins vegar er útflytjendum ljóst
að þeir greiða miklu hærri fjár-
magnskostnað hér á landi en
samkeppnisaðilar þeirra erlendis.
Það stafar af gengisstefnunni
fyrst og fremst.
Eigi lánskjaravísitalan að vera
mæUkvaröi á lánskjör, og þannig
að unnt sé að bera saman við láns-
kjör annarra þjóða, hlýtur gengis-
viðmiðun að veröa að koma inn í
grunninn. Ella verður allur láns-
kjarasamanburður óraunhæfur.
Mælikvarði á verðbreytingar
Líklega er eðlilegast aö líta á láns-
kjaravísitöluna sem inælikvarða á
verðbreytingar. Enda er hún sam-
sett af tveim kostnaöarvísitölum
sem ætlað er að mæla veröbreyt-
ingar.
ðrökrétt virðist mér að mæla
verðtryggingu íjármagns á þann
hátt, óháð næstum verðþróun ann-
arrar verðmætaþróunar í þjóðfé-
laginu.
Endurskoðun
Napðsynlegt er í ljósi fenginnar
reynslu að endurskoða grundvöll
lánskjaravísitölunnar.
' Mér viröist hugsanlegt aö banna
að skammtíma fjárskuldbindingar
verði verðtryggöar samkvæmt
lánskjaravísitölu. í okkar sveiflu-
kennda þjóðfélagi hreyfast efna-
hagsstærðir mjög óreglubundið.
Verðmæti eigna og vinnu, gengis-
skráning o.fl. sveiflast á misvíxl.
Misgengi getur valdið tilfinnan-
legu tjóni á skammtímaskuldbind-
ingum, en líklegt er að á löngum
tíma jafnist sveiflur út og áhrifa
þeirra gæti minna.
Það er mikill vandi að finna „rétt-
an“ grunn, ef þaö er yfir höfuð
hægt, fyrir lánskjaravísitölu.
Ég legg til að vinnuhópur hæfra
manna veröi settur í að skoða
reynsluna, hvemig lánskjaravísi-
talan hefur þjónað tilgangi sínum
og í ljósi þess veröi grundvöllurinn
endurskoðaöur.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Mér virðist hugsanlegt að banna að
skammtíma fjárskuldbindingar verði
verðtryggðar samkvæmt lánskjara-
vísitölu.“