Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Qupperneq 32
F R E T A S K O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá i sfma 62-25-25, Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. - Askrift - Dreífing: Sími 27022 FOSTUDAGUR 25. MARS 1988. Verslunaimenn felldu en ■Iðja samþykkti kjara- samningana Til tíðinda dró á vinnumarkaðnum í gærkvöldi þegar Verslunarmanna- félag Reykjavíkur felldi nýgerða kjarasamninga með 214 atkvæðum gegn 96. Um leið og úrslitin voru ljós bar Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélagsins, fram til- lögu um að trúnaðarmannaráð félagsins boðaði verkfall. Var sú til- laga samþykkt með öllum greiddum ^ atkvæðum nema einu. Trúnaðar- mannaráð tekur ákvörðun um tímasetningu verkfallsins. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, var með fund á sama tíma um sömu kjarasamninga. Þar var annað uppi á teningnum því samn- ingamir voru samþykktir með 105 atkvæðum gegn 49. -S.dór Jóhanna hótar " stjórnarslítum Á opnum fundi ráðherra Alþýðu- flokksins í gærkvöldi sagði Jóhanna Sigurðardóttir að flokkurinn stæði og félli með þvi að kaupleigufrum- varpið yrði afgreitt fyrir þingslit í vor. Þetta mál væri prófsteinn á hvort Alþýðuflokkurinn ætti erindi í þessa ríkisstjóm eða ekki. -gse Á ofsahraða á Kleppsvegi w Nítján ára gamall ökumaður var sviptur ökuleyfi í gær. Lögreglan hafði skömmu áður tekið ökumann- inn fyrir að aka á 156 kílómetra hraða á Kleppsvegi. Ökumanninum tókst að snúa lög- regluna af sér en fyrir aðstoð vegfar- enda fann lögreglan manninn. Hann bar því við að hann hefði viljað sýna ökumanni á Suzuki bifreiö hvemig alvörabílar væru. Sá kappsami var á BMW. -sme Bílstjórarnir aðstoða SSJlDIBíUlSTOÐin LOKI Lendir PLO-Denni ekki í harkalegri vopnaleit þegar hann kemur heim? a „Það getur brugðið til beggja vona með þetta* sagði Þórarinn V. Þórarinsson, I, í moigun Gylfi Kriugánascn, DV, Akureyii „Við höfum náð þeim árangri að rætt hefur verið um launaJiðina. Hins vegar hefúr ekki dregið til tíð- inda og það getur brugðið til beggja vona með framhaldið. Ég á von á langri lotu,“ sagði Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, er DV ræddi við hann í morgun. Samningafundur aðila vinnu- markaðarins hafði þá staðið í tæpan sólarhring í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Eini áþreifanlegi árang- ur þess fundar er að samkomulag náöist um breytilegan vinnutíma um miðjan dag í gær. Helsta atriði þess samkomulags er að vinnutíma verður ekki breytt frá því sem nú er nema með samþykki viökom- andi vinnuhópa. „Að okkar dómi ér þetta það hagstæðasta sem hægt var að ná varðandi þetta atriði,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Árvak- urs á Eskifirði, við DV í gær. Þetta samkomulag náðist um miðjan dag í gær. Þá var tekið til við að ræða launaliðina, kauptaxta, starfsaldurshækkanir og desemb- erappbót. Sáttasemjari lét loka húsinu og síöan hafa menn setiö við en án árangurs. „Það má alveg segja það að ekk- ert hafl þokast hér í nótt,“ sagði Sævar Frímannsson, formaður Einingar í Eyjafirði, er DV ræddi viö hann í morgun. Sævar sagði aö fundaö væri í nefndum víða um húsið og hann ætti von á löngum fundi áður en eitthvað færi að ger- ast. „Það hefur ekki verið tekin á- kvörðxm um hvemig veröur spilað úr þessu,“ sagöi Guölaugur Þor- valdsson sáttasemjarier DV spuröi hann 1 morgun um líklegasta fram- haldið á fundinum. Sem kunnugt er þarf stærstur hluti samninga- manna að rýma hótelherbergi sin um hádegið í dag og er þá á göt- unni. Samkvæmt heimildum DV era taldar líkur á að fundarhlé verði gert meðan samningamenn pakka niður og rýma hótelherberg- in og síðan verði tekiö til við fundinn aö nýju. Það styður þetta aö allt flug frá Akureyri um helgina mun vera fullbókað. Það stefnir því allt í aö áfram verði reynt á Akur- eyri og má reikna með að fundur- inn, sem nú stendur, geti oröiö rrúög langur. Þyria sótti veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SEF, sótti veikan sjómann um borð í togarann- Jón Vídalín ÁR í gær. Togarinn var að veiðum um 50 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Frá því aðstoðar var óskaö og þar til þyrlan lenti við Borgarspítalann liðu tvær klukkustundir. Veður var gott og gekk ferðin vel. -sme/DV-mynd S Vedríð á morgun: Él norðan- lands, bjart syðra Á morgun verðm- norðaustan- átt um allt land, víðast 4 til 6 vindstig. É1 verða um norðanvert landið en þurrt og víðast léttskýj- að fyrir sunnan. Frost verður á bilinu 0 til 6 stig norðanlands en hiti 0 til 4 stig fyrir sunnan. Tilbúinn í við- ræður við PLO Á fundi Steingríms Hermannsson- ar utanríkisráðherra og fulltrúa PLO samtakanna í Svíþjóð, dr. Makalof, kom það fram hjá Steingrími að hann hefði ekkert á móti því að llitta full- trúa og framkvæmdastjóm PLO að máli og væri tilbúinn í viðræður við þá. Þetta kemur fram í skriflegri frá- sögn Þórðar Einarssonar sendiherra af fundinum. Hvenær fundur þeirra gæti orðið sagði Steingrímur að yrði að ákvarð- ast nánar. Eflaust væri betra að slíkur fundur ætti sér stað í Túnis fremur en í Reykjavík, að minnsta kosti í fýrsta sinn, en aðalstöðvar PLO samtakanna era nú í Túnis. -ój Mjólkurfræðingar ætla ekki að vinna yfiivinnu „Félagið hefur enn ekki boðað yfir- vinnubann og það v.erður því mál hvers og eins mjólkurfræðings hvort hann vinnur yfirvinnu eða ekki. Okkar samningamál era hjá sátta- semjara en nú er biðstaða vegna samninganna fyrir norðan. Ég veit að meðal mjólkurfræðinga er óá- nægjan með seinaganginn komin á suðupunkt," sagði Geir Jónsson, formaður Mjólkurfræðingafélagsins, í samtali við DV í morgun. Samkvæmt heimildum DV hafa mjólkurfræðingar ákveðiö að hætta aö vinna yfirvinnu og mun það hafa allmikil áhrif á mjólkur- og mjólkur- afurðaframleiðslu fyrir páskana. -S.dór Bókageiðarnienn boða yfiwinnubann Félag bókagerðarmanna hefur boð- að yfirvinnubann frá og með morgundeginum. Félagið hefur um nokkum tíma staöið í samningavið- ræðum viö viðsemíendur sína en ekkert hefur mjakast í átt til sam- komulags, að sögn Þóris Guðjóns- sonar sem tekur við formennsku í félaginu á aðalfundi þess í næsta mánuði. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.