Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1988. Fréttir Undirbúningi Eurovision að Ijúka: Sungið fyrir fullu húsi í dag Elin Albensdóttir, DV, Dublin: Allir keppendur í Eurovision þurfa að klæöa sig upp og sminka er síð- ustu tvær æfmgamar verða í dag. ÖU þessi vika hefur farið í æfingar, bæði á söng og ekki síður á tæknileg- um atriðum. Sviðið í RDS hljóm- leikahöllinni er allt lagt neonljósum sem kvikna og slokkna og á víxl. Sjónvarpsáhorfendur, sem horfa á keppnina annað kvöld, sjá stórt og mikið svið en í raun er það minna. Sviðið er auk þess mjög nálægt áhorfendum í salnum og ættu kepp- endur að ná góðu sambandi við þá. Öryggisgæsla er gríðarlega mikil í RDS. Allir þeir sem þurft hafa að fara inn í höllina undanfama daga hafa þurft að bera áberandi passa um hálsinn. Inngangurinn minnir á tollskoðun á flugvöllum. Öryggis- vörður tekur á móti farangri og grandskoðar. Síðan þarf að ganga í gegnum hhð. AUt er þetta gert tU að koma í veg fyrir að sprengju verði komið fyrir í húsinu. Öryggisgæslan verður hert tíl muna í dag og á morg- un. írar tala ekki um hryðjuverk en greinUegt er að þeir telja betra að vera við öUu búnir. TU að þátttak- endur og blaðamenn komi ekki inn á svæðið í leigubUum eða einkabUum er boðiö upp á fríar rútuferðir frá hótelum á hálftíma fresti. Rútumar eru vel merktar Eurovision. Allir leigubUar sem koma að RBS eru stöðvaðir við hhðið og athugað hvaða erindi þeir eigi inn á svæðiö. Borgin ber ekki nein merki um að hér sé Eurovisionkeppni í gangi. Hins vegar em mikU og stór skUti um aUa borg- ina þar sem minnt er á að Dyflinni á eitt þúsund ára afmæU á þessu ári. Veðrið hefur leikið við gesti þessa viku, sólskin og bUða. Segja írar að góða veðrið hafi komið með Euro- visiongestunum fyrir viku. Veðbankar í Dubiin: Isiendingar færast neðar Eliti Albertsdóöir, DV. Dublin: Veðbankar í Dublin era mjög margir hér í Eurovision að sögn starfsfólks í blaöamannastúkunni í blaðaraannahöUinni. DV hringdi í einn virtasta veðbankann í DubUn í gærmorgun og var þá tjáð að ís- lenska lagið Sókrates væri í 16. sæti. Svissneska lagið var þá í 1. sæti. Er DV hringdi í veöbankann í gærkvöldi var íslenska lagiö enn- þá í 16. sæti en sænska lagið var komiö í það fyrsta. í 2. sæti var svissneska lagið, í 3. sæti var þýska lagiö og í 4. sæti lagið frá Hol- landi. Veðbankamir eru taldir Utið marktækir. Svíar hafa t.d. hampað frægum söngvara og auk þess hald- ið hér sænska viku tíl aö vekja meiri athygU. Svisslendingar telja sig einnig sigurstranglega og á blaðamannafúndi, sem þeir héldu, kom fram að þeir töldu sig sigur- vegara. -Er söngkona þeirra var spurð hvaö hún myndi gera ef hún ynni svaraði hún: „Mig hefur aUtaf langaö til að verða heimsfræg." Stigin annað kvöld munu ráða úrsUtum en eitt er víst að íslend- ingar hafa ekki náð að kynna sig jafn vel hér í DubUn og þeir hafa gert undanfarin tvö ár í Eurovisi- on. írska nkisstjómin með veislu: Vantaði Stefán og Stormsker Elín Alberlsdóttir, DV, Dublin: í gærkvöldi var haldin mikU veisla fyrir þátttakendur Eurovision, blaða- og fréttamenn og aðra sem tengjast hátíðinni. Það var ríkisstjóm írlands sem bauð til veislunnar í rúmlega aldargömlum kastala. MikiU fjöldi var í veislunni þar sem boðið var upp á drykk, ostapinna og brauö. Þátttak- endur Eurovision létu sig ekki vanta enda var forsætisráðherra írlands mættur tíl að heilsa upp á gesti. Gekk hann á meðal gesta og ræddi við þá. Sjónvarpsmenn frá írska sjónvarp- inu fylgdu honum og vakti nokkra athygU gesta hversu lengi forsætis- ráðherrann ræddi við þýsku mæðgumar. Þykja þær fremur eins og systur en mæðgur. íslendingunum þótti nokkuö súrt í broti að hvorki Stefán HUmarsson- né Sverrir Stormsker voru í veisl- unni. Stefán Uggur í rúminu með flensu en Stormsker kannaði írsku krárnar meö Hrafni Gunnlaugssyni. Er ljóst að íslendingar hafa misst af athyghnni. AUur gærdagurinn var frídagur hjá íslendingunum og vora margir hvíldinni fegnir. Læknir kom á hóteUð þar sem Stefán og einnig kynnir keppninnar, Hermann Gunn- arsson, hafa legið í flensu. Hann ráðlagði algjöra hvUd og gaf þeim félögum fúkkalyf. í dag er komið að alvöranni þar sem farið verður í gegnum aUa dagskrána. Þessa viku hafa þátttakendur skipt dögum á milU sín í æfmgum en í dag verður farið yfir dagskrána eins og mUljónir sjónvarpsáhorfenda sjá hana á morgun. SvoköUuð gener- alprufa verður síðdegis og munu þátttakendur þá mæta farðaðir og klæddir eins og á' lokakvöldinu. Áhorfendur verða í salnum. í leið- inni verða símtöl á mUU landa könnuð. Það er semsagt mikið um aö vera í dag fyrir keppendur í Euro- vision. íslendingamir, sem hér era stadd- ir, vona að Stefán nái sér af flensunni fyrir lokakvöldið. Aðrir keppendur virðast hafa sloppið við flensu nema Þjóðverjar sem hafa kvartað um slappleUca. Telja þeir að kuldinn á nóttunni hafi valdið þeim kvefpest og hita. Syngjandi mæðgumar virt- ust þó ekki kenna sér meins í boði ríkisstj ómarinnar. Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson slaka á ásamt tveimur félögum sínum úr sveit Finna í Eurovisionkeppninni. DV-símamynd ELA Islendingum veitt platínuplata aðrir keppendur hafa fengið afhenta þessa platínuplötu. Sverrir Storm- sker veitti plöttunni viðtöku en þetta var í fyrsta skipti í sögu Eurovision að geislaplata var einnig afhent. Stef- án gat ekki verið viöstaddur en í staðinn kom Jón PáU Sigmarsson og blés upp hitapoka við mikinn fógnuð. Hins vegar hefðu mátt vera fleiri blaðamenn og ljósmyndarar til að fylgjast með þessu afreki sterkasta manns heims undir laginu Sókrates. Elín Albertsdóttir, DV, Dublin: Boðið var tíl sérstakrar íslendinga- hátíðar í gærkvöldi hér í Dublin. Hátíðin var haldin í diskóteki og hófst eftir veislu ríkisstjómarinnar. Búist var við miklu fjölmenni en færri komu en menn áttu von á. ís- lenska dúettinum Beathoven var veitt platínuplata frá Noregi í tilefni af því að 150 þúsund eintök af plöt- unni með Eurovisionlögunum höfðu verið seld á Noröurlöndum. AUir Verslunaimannafélag Reykjavíkur: Á annað þúsund komu á kynningarfundinn - almenn óánægja hjá folki á fundinum með miðlunaitillögu sáttasemjara Það gerist ekki oft að á annað þúsund manns komi á félagsfund hjá Verslunarmannafélagi Reykja- víkur, jafnvel þótt kjaramálin séu til umræðu. Það gerðist þó í gær þegar miðlunartUlaga ríkissátta- semjara var kynnt. Fundurinn fór fram í Súlnasal Hótel Sögu og var húsið yíirfullt. Það fólk sem DV ræddi við á fundinum var aUt mjög óánægt með tiUöguna. Sumir köll- uöu hana kalda vatnsgusu í andUt- ið, aðrir hneyksli og nokkrir sögðust ekki hafa trúað sínum eig- in augum þegar þeir sáu tUlög- una. Svona kynningarfundi er sniðinn afar þröngur stakkur. Magnús L. Sveinsson, formaður félagsins, kynnti tillöguna. Hann mátti engan dóm á hana leggja, aðeins kynna hana. Fáir tóku til máls á eftir þar sem aðeins mátti ræða það sem í tUlögunni stóð en ekkert fara út fyrir hana. Þetta er samkvæmt lög- um um sáttatillögur frá ríkissátta- semjara. Þeir úr forystusveit Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, sem DV ræddi við, sögðust aðeins hafa heyrt neikvæðan tón í garð þessar- ar tUlögu. Þeir sögðust engan verslunarmann hafa hitt sem mælti henni bót. Aðspurðir um hveiju þeir vUdu spá um atkvæðagreiðsluna sögðust þeir engu þora að spá þar um. Þeir bentu á þann mikla fjölda félags- manna Verslunarmannafélagsins sem ekki hefði tekiö þátt í aUs- herjaratkvæðagreiðslunni 11. tíl 13. apríl og spurðu sem svo. Hver er hugur þess fólks? og Tekur það þátt í atkvæðagreiðslunni nú? Það verður svo annað kvöld sem í ljós kemur hvernig fer, hvort miðlunartUlagan verður samþykkt eða feUd. -S.dór Viðsemjendur verslunaimanna: Mótmæla fullyrðingum um að launin lækki Nokkrir aöilar úr hópi viðsemj enda verslunarmanna hafa sent frá sér útreikninga á miðlunartUlögu ríkissáttaseinjara og fuUyrða að þær fuUyrðingar talsmanna versl- unarmanna um að sumir félagar í verslunarmannafélögunum lækki í launum, séu rangar. Þeir benda á að öU laun hækki strax um í það minnsta 8,75% og því sé það út í hött að einhver laun lækki. Þá benda þeir á að yfir- vinnuálag afgreiðslufólks hækki sérstaklega um 3,85% og að eftir- vinna skrifstofufólks falh niður og öll yfirvinna verði greidd meö 1,0385% álagi. Þessir aöilar hafa reUcnaö út aö grundvallarlaun almenns af- greiöslufólks sem eru nú sam- • • ":t‘ -~ri--------------— kvæmt samningum 33.086 krónur á mánuði, heíðu farið í 36.344 krónur á mánuði ef samningsdrögin sem felld voru hefðu verið samþykkt. Þessi grundvaUarlaun fara sam- kvæmt miölunartillögunni í 36.500 krónur og með 750 króna lau- nauppbótinni fari taxtinn í 37.250 krónur og sé þetta 12,6% launa- hækkun. Ef tekinn er launataxti af- greiðslufólks eftir 10 ára starf þá er hann nú 39.703 krónur, hefði farið í 43.365 í drögunum sem féUu en fari samkvæmt miölunartUlög- unni í 44.300 krónur og með uppbótinni í 45.050 krónur sem er 13,5% hækkun. Varöandi skrifstofufólk era byij- unarlaun í flokki „Skrifstofumaöur 1 nú 33.086 krónur hefði fariö í 36.344 krónur en fari í samkvæmt miðlunartUlögunni 36.500 krónur sem sé 10,3% hækkun. Hækkunin á taxta skrifstofufólks samkvæmt tiUögunni sé á bUinu 9,1% upp í 12,3%. -S.dór LÍUi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.