Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Síða 5
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988. Fréttir Anna Margrét Jónsdóttir, fegurðardrottning íslands 1987, er komin til Taiw- an þar sem hún verður fulltrúi íslands í fegurðarsamkeppninni Miss Universe. Með henni á myndinni eru keppinautar hennar: ungfrú Lúxem- borg, Garne Lydie, og ungfrú Svíþjóð, Annika Davidsson. Anna Margrét í Miss Universe krýnir ekki arftaka sinn á Islandi Fegurðardrottning Islands 1987, Anna Margrét Jónsdóttir, mun ekki krýna arftaka sinn sem valinn verð- ur á Hótel íslandi 23. maí næstkom- andi. Venja er að fráfarandi fegurðardrottning krýni arftaka sinn en Anna Margrét er komin til Taiw- an til að taka þátt í fegurðarsam- keppninni Miss Universe. Fer sú keppni fram sama kvöld og fegurðar- drottning íslands veröur krýnd. Magnea Magnúsdóttir, sem hlaut annað sætið í fegurðarsamkeppni íslands í fyrra, mun krýna hina nýju fegurðardrottningu. Auk þess stend- ur til aö reyna að fá erlenda fegurðar- drottningu til aö aðstoöa við krýninguna. Anna Margrét hélt utan síðastlið- inn sunnudag og dvelur í borginni Taipei í Taiwan þar sem keppnin fer fram í 37. sinn. Stúlkur frá öllum heimshornum taka þátt í keppninni. Þetta er í annaö sinn sem Anna Margrét tekur þátt í alþjóðlegri keppni sem fulltrúi íslands en flestir muna þegar hún hreppti þriðja sætið í Miss World keppninni í Bretlandi. -JBj Ráðhúsið: Byggingarleyfi samþykkt - graftarieyfi löglegt Byggingamefnd Reykjavíkur- borgar samþykkti byggingarleyfi fyrir ráðhús á fundi sínum í gær. Byggingarleyfið var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Hilmar Guðlaugsson, formaður byggingamefndar, sagði í samtah við DV að einnig hefði veriö sam- þykkt á fundinum umsögn borgar- verkfræðings um svokallað graftarleyfi þar sem litið er svo á að veiting graftarleyfis sé i sam- ræmi við byggingarlög. Félags- málaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir, fór fram á slíka umsögn frá byggingarnefnd Reykjavíkurborg- ar og skipulagsStjórn ríkisins eftir að henni barst kæra frá íbúum við Tjarnargötu sem töldu veitingu graftarleyfis ólöglega. Sagði Hilm- ar aö umsögn byggingarnefndar væri í svipuöum anda og álit skipu- lagsstjórnar sem samþykkt var í fyrradag meö þremur atkvæðum gegn tveimur. -JBj Verslunarmenn: Atkvæðagreiðsla um sattatillöguna höfst í morgun í morgun klukkan níu hófst alls- herjar atkvæðagreiðsla hjá Verslun- armannafélagi Reykjavíkur um miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fer atkvæöagreiðslan fram í Verslun- arskóla íslands. í dag verður kjörstaður opinn til klukkan 19.00 en á morgun laugar- dag frá klukkan 10.00 til 18.00. Þá á atkvæðagrðiöslu um tillöguna aö vera lokið í öllum verslunarmanna- félögum landsins sem eru nú í verkfalli. Um leið og kjörstaðir lojca á morgun hefst talning atkvæða hjá sáttasemjara. BHHHH Bí ■ I Stii KYNNINGAR- • • KV0LD UM HELGINA fyrir þá sem lengi hafa hugsað sér að líta inn og ekkilátið verða afþví. 99 A La Carte íí Úrval ljúffengra sérrétta Leyfið bragðlaukunum að njóta sín Aðeins það besta er nógu gott fyrir gesti okkar Komdu og njóttu þess besta sem íslenskt skemmtanalíf hefur upp á að bjóða Gudmundur Huukur Heldur uppi studinu Pantið borð tímanlega Brautarholti 20 - símar 29098 og 23335 ALLA HELGINA Landsins stærsta urval af bolstruðum húsgögnum: Hornsófar - sófasett - svefnsófar - hvíldarstólar. Margir litir - góð húsgögn - gott verð. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.