Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
7
Fjárfestingar einstaklinga og hins opinbera:
Hið opinbera
byggir meira
Þegar íjárfestingar hins opinbera
eru skoöaöar á árunum 1979 til 1988
kemur í ljós að sjá má greinileg
merki einstakra ríkisstjóma og efna-
hagsaögerða. Fjárfestingin óx hratt
frá 1979 allt þar að lítillega dró úr
henni 1982. Næsta ár, 1983, var hins
vegar stórlega dregið úr henni. Sá
samdráttur hélt að mestu áfram þar
til að fjárfestingin tók aftur kipp í
fyrra. Sú þróun heldur síðan áfram
í ár, samkvæmt spám, þrátt fyrir
yfirlýstar aðhaldsaðgerðir hins opin-
bera.
■ einstaklingar minna
Þegar htið er á hvaða framkvæmd-
ir hins opinbera fá það fjármagn sem
notað er til fjárfestinga kemur í ljós
að þáttur rafveitna og hitaveitna hef-
ur minnkað frá því sem áður var.
Samgöngumannvirki taka nú til sín
meira íjármagn en langmesti vöxtur-
inn hefur verið í opinberum bygging-
um. Það fjármagn sem varið er til
þeirra hefur vaxið jafnt og þétt en
þó sjaldan meira en á þessu ári.
Þegar litið er til íbúðabygginga,
fjárfestinga einstakhnga, kemur í
ljós að á þessum tíu árum skera þrjú
þau síðustu sig úr. Bygging íbúðar-
húsa rokkaði nokkuð upp og niður
frá 1979 til 1985. Árið 1986 varð hins
vegar 15 prósent samdráttur ofan á
18 prósent samdrátt árið á undan.
íbúðarbyggingar höfðu þá dregist
saman um fjórðung frá 1979. Fjárfest-
ing í íbúðabyggingum óx síðan ekki
um nema 10 prósent árið 1987. Gert
er síðan ráð fyrir að hún vaxi minna
í ár eða um 5 prósent. Fjárfesting í
íbúðarhúsum verður þá minni en
hún var öh árin 1979 til 1985.
-gse
Fjárfestingar atvinnuveganna:
Vaxa úr takti við framleiðsluna
í fyrra fjárfesti útgerðin um 160
prósentum meira í skipum og veiða-
færum en árið 1985 þegar kvótakerfið
tók gUdi. Það virðist því ekki hafa
haft áhrif á fjárfestingar greinarinn-
ar að mögulegur afli hvers skips varð
nær óbreytanlegur. Á sama tíma og
mögulegt aflamagn var óbreytt hátt
í þrefaldaðist þaö íjármagn sem varið
var til breytinga og kaupa á nýjum
tækjum til aö veiða fiskinn.
í ræðu sinni á aðalfundi Seðla-
bankans sagði Jóhannes Nordal, að
þessi aukning hlyti að „vekja menn
til umhugsunar, þegar fyrir Uggur,
að afkastageta fiskiskipaflotans er
svo mikil, að verulega þarf að tak-
marka nýtingu hans með veiðikvót-
um.“
Svipaða sögu er að segja af þróun
framleiðslu og fjárfestinga í land-
búnaði. Þrátt fyrir að stööugt hafi
verið dregið úr framleiðslunni var í
fyrra fjárfest um 135 prósent meira
en árið 1979. Þar sem fiskeldi er
flokkað sem landbúnaður setur það
visst strik í reikninginn að þeirri at-
vinnugrein var að mestu komið á fót
á þessum árum. En því fer fjarri að
það skýri alla söguna.
Þegar fjárfestingar einstakra at-
vinnugreina undanfarin tíu ár eru
skoðaðar kemur og í ljós að þrátt
fyrir mikla umræðu um mikla fjár-
festingu í verslun og gistihúsum
hefur hún ekki nema rétt tvöfaldast
á þessum árum. Það er aUt að því
lítiö þegar litið er til hefðbundinna
greina, landbúnaðar og útgerðar.
Fiskvinnslan hefur hins vegar fjár-
fest nokkuð jafnt og þétt á undan-
förnum tíu árum. Nú er ekki varið
nema um 10 prósentum meira í fjár-
festingar í greininni en 1979.
Fjárfesting í iðnaði hefur vaxið
jafnt og þétt. Á þessum tíu árum óx
hún um ein 76 prósent. Mest aukning
hefur orðið í því sem kaUað er í
reikningum Þjóöhágsstofnunar
„ýmsar vélar og tæki“. Á þessum tíu
árum rúmlega fjórfaldaðist fjárfest-
ingin þar. Það er hins vegar erfitt aö
ætla einni atvinnugrein þennan
flokk umfram aðra. -gse
Alviðra í Garðabæ:
Afhending íbúða
dregist í tvö ár
Þeir íbúðakaupendur sem festu kaup
á íbúðum í byggingu Alviðru í
Garðabæ hafa þurft að sætta sig við
mikinn drátt á afhendingu íbúðanna.
Fyrirtækinu hefur hvergi tekist aö
standa við skuldbindingar sínar
gagnvart kaupendunum.
Eigendaskipti uröu á Alviðru um
áramótin er Björgvin Víglundsson
verkfræðingur ' keypti meirihluta
fyrirtækisins. Hann sagði, í samtali
við DV, að verið væri að vinna að
samkomulagi við kaupendur um nýj-
an afhendingatíma. Til stendur að
afhenda íbúðimar seint á þessu ári.
Alls veröa um 30 íbúðir í hinni
hringlaga byggingu. Þegar hafa 10
íbúðir selst. Þegar ráðist var í bygg-
ingu hússins fyrir rúmum tveimur
árum ríkti mikil bjartsýni meðal
þeirra sem þá stóðu að fyrirtækinu.
Loforð fékkst frá bæjarsfjóm Garða-
bæjar um lóðir fyrir þijú hús til
viðbótar. Alviðra hefur þær lóðir
ekki lengur. Þó er ekki útilokað, ef
vel tekst til með byggingu hússins,
að fyrirtækið fái fleiri lóðir.
Einn þeirra sem stóð að stofnun
fyrirtækisins segir helstu mistökin,
sem gerð vom, hafi verið að fara af
stað á þeim tíma sem gert var. Þá
hafi fasteignamarkaöurinn verið
afar erfiður. Það hafi orðið til þess
aö fáar íbúðir seldust og því hafi
Bygging Alviðru í Garðabæ. Erfiðlega hefur gengið með byggingu hússins.
Eigandaskipti hafa orðið hjá fyrirtækinu. Framkvæmdir eru hafnar á ný og
útlit er fyrir að steypuvinnu Ijúki um mitt sumar. DV-mynd BG
framkvæmdir gengið hægar en áætl-
anir stóðu til. Við það hafi hugsanleg-
ir kaupendur oröið kaupunum
afhuga.
Björgvin Víglundsson hefur stund-
að nýbyggingar um nokkum tíma og
sagði heimildarmaður DV að hann
kæmi með umtalsvert fjármagn með
sér 1 Alviðru og þess vegna hefði
aldrei verið eins bjart yfir fram-
kvæmdum sem nú.
Heimildamaður DV segir að ein
helsta ástæðan fyrir því hversu illa
hafi gengiö meö bygginguna sé lélegt
skipulag framkvæmda. Fram aö
þeim tíma er Björgvin Víglundsson
keypti Alviðru var sú stefna ráðandi
að byijað var á öllum íbúðunum aö
hluta í stað þess að gera fáar íbúðir
fokheldar. Viö það hefðu þær orðið
veðhæfar og um leið auðveldara fyr-
ir byggjendur að afla fjármagns.
Fréttir
Fjárfestingar atvinnuveganna
Milljónir Fjármunamyndun
Á þessu línuriti má sjá þróun fjármunamyndunar i atvinnuvegunum frá
1979-1988 á föstu verðlagi (1980). Tölur fyrir árið 1986 eru til bráðabirgða.
Tölur fyrir árin 1987 og 1988 eru byggðar á spám Þjóðhagsstofnunar.
Fjárfestingar einstaklinga og hins opinbera
Milljónir Fjármunamyndun
30001 Q íbúðir
□ hiðopinbera
1980 1982 1984 1986 1988
Á þessu línuriti má sjá þróun fjármunamyndunar hjá hinu opinbera og einstakl-
ingum frá 1979-1988 á föstu verölagi (1980). Tölur fyrir árið 1986 eru til
bráðabirgða. Tölur fyrir árin 1987 og 1988 eru byggðar á spám Þjóðhagsstofn-
unar.
ALLSHERJAR-
ATKVÆÐ AG REIÐSL A
UM
MIÐLUNARTILLÖGU
RÍKISSÁTTASEMJARA
fer fram dagana 29. og 30. apríl nk. Atkvæðagreiðsl-
an fer fram í Verzlunarskóla íslands, Ofanleiti 1,
jarðhæð. Kjörfundir verða eins og hér greinir:
föstudag 29. april 1988 frá kl. 9.00 til 19.00
laugardag 30. apríl 1988 frá kl. 10.00 til kl. 18.00
Kjördeildir verða í stafrófsröð þannig: .
Kjördeild 1: Kjördeild II
A-G F-K
Kjördeild Kjördeild
III: IV:
L-R S-R og deild sam- vinnu- starfs- manna.
Kjörskrá liggurframmi á skrifstofu V.R., Húsi verzlun-
arinnar, sími 68 71 00.
Kjörstjórn