Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Síða 11
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988. 11 Utlönd Republikanar ottast Nunn sem varaforsetaefhi Ólafur Amarson, DV, New York: Það virðist nú ljóst að Michael Dukakis verður forsetaframbjóð- andi demókrataflokksins í forseta- kosriingunum í Bandaríkjunum sem fara fram í haust. Jesse Jack- son barðist lengi vel hetjulega en þurfti að lokum að láta í minni pokann. Hann hefur nú beðið ósig- ur fyrir Dukakis þrisvar í röð og kraftaverk þarf til að Jackson blandi sér í baráttuna af alvöru úr þessu. Hann kemur til með að hafa áhrif en hann verður ekki forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins. Nunn varaforseti? Spumingin núna er því sú hver verður varaforsetaefni Dukakis. Hjá demókrötum og öðrum kemur upp eitt nafn aftur og aftur. Þetta nafn er Sam Nunn. Sam Nunn er öldungadeildar- þingmaður frá Georgíuríki. Hann er formaður vamcumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann er helsti sérfræðingur demó- krata í utanríkis- og vamarmálum. Hann er einnig virtasti þingmaöur Bandaríkjanna á þessu sviði. Michael Dukakis er nú orðinn sem næst öruggur um tilnefningu sem forsetaefni demókrata. Hann er nú að leita sér að varaforsetaefni. efninu. Sam Nunn var beðinn um að vera varaforsetaefni Walters Mondale fyrir fjómm árum. Hann sagði hins vegar nei vegna þess að hann taldi að hann ætti enga hug- myndafræðilega samleiö með Mondale. Sam Nunn hefur sagt að ef hann eigi að verða varaforsetaefni demó- krataflokksins nú þá verði það að vera tryggt að hann hafi einhveiju alvöruhlutverki að gegna, ekki ein- ungis því hefðbundna hlutverki varaforseta aö sækja jarðarfarir víðs vegar um heim. I góðri stöðu Nunn er í góðri stöðu í þinginu. Hann er bæði virtur og vinsæll og hann vill ekki verða sams konar varaforseti og George Bush. Þess vegna hafa þær raddir vaknað sem segja að Sam Nunn eigi, auk þess að gegna embætti varaforseta, að gegna einu af þremur eftirfarandi embættum. Utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra eða yfirmað- ur þjóðaröryggisráðs Bandaríkj- anna. Það eru fordæmi fyrir því aö varaforseti Bandaríkjanna gegni einnig ábyrgðarmiklu embætti í ríkissfjóminni en það hefur hins vegar ekki gerst á síðari tímum. Það er hins vegar ljóst að Sam Nunn mun ekki taka það að sér að vera varaforsetaefni demókrata nema að hann fái einnig alvöru- hlutverk í ríkisstjórninni. Réttlætanlegt Margir demókratar telja hins vegar að það sé fullkomlega rétt- lætanlegt að láta Sam Nunn stjórna utanríkis- eða varnarmálum Bandaríkjanna til að fá hann í framboð sem varaforsetaefni. Bæði er að hann er hæfasti maöurinn til að gegna þessum embættum og einnig er það að margir telja að Michael Dukakis geti ekki borið sigur af George Bush einn og sér. Með Nunn í framboði til varafor- seta geti demókratar hreppt Hvíta húsið í annað skipti á tuttugu árum. Það er kaldhæðnislegt að helsta andstæðan við Nunn virðist vera innan demókrataflokksins. Nunn er íhaldssamur demókrati og hk- legt er að Jesse Jackson, sem er mjög vinstri sinnaður og verður mjög sterkur á flokksþingi demó- krata í júlí, muni beita sér mjög á móti Nunn. Það eru hins vegar margir demókratar sem telja að jafnfrjálslyndur frambjóðandi og Dukakis er þurfi íhaldsmann sér við hhð til að vinna sigur í kosning- unum í haust. Repúblikanar óttast að Sam Nunn kunni að gera vonir George Bush um forsetastólinn að engu. Demókratar beina nú æ meir sjónum sinum að öldungadeildarþing- manninum Sam Nunn sem hugsanlegu varaforsetaefni. Franskbrauð og vínarpylsur Það er einmitt á utanríkis- og vamarmálasviði sem Michael Dukakis er veikastur fyrir. Hann þykir ákaflega óreyndur á þessum sviðum og kosningastjóri George Bush hefur haldið þvi fram að Duk- akis sé maður sem haldi að erlend- ur markaður sé staður þar sem maður getur keypt franskbrauð og vínarpylsur. Staðreyndin er sú að repúblikan- ar vita að þeir geta haft í fullu tré við Dukakis. Þeir óttast hins vegar að ef Sam Nunn verður varafor- setaefni demókrata þá muni hann geta veitt þeim marga skráveifuna. Vammlaus sérfræðingur Það er ekki að ástæðulausu. Sam Nunn er einn af þeim þingmönnum semþykja vammlausir og þeir eru ekki á hverju strái. Repúblikanar hyggjast leggja áherslu á það hve Bush hafi mikla reynslu í utanrík- ismálum, sem hann vissulega hefur. Sam Nunn er hins vegar of- jarl Bush á því sviði. Nunn hefur skapað sér virðingu bæði repúblik- ana og demókrata fyrir þaö að taka málefnalega afstöðu til hlutanna. Hann hefur verið einn helsti bandamaður Ronalds Reagan á sviði utanríkis- og varnarmála. Sam Nunn hefur líka alveg hreina samvisku. Hann hefur aldrei selt írönum vopn. George Bush liggur hins vegar undir grun um að hafa átt þátt í vopnasölu til írans. Vill alvöruhlutverk Sam Nunn er á engan hátt venju- legur stjómmálamaður. Hann hleypur ekki eftir bithngum í allar áttir. Þegar hann var spurður hvort hann myndi taka að sér að vera varaforsetaefni Michaels Dukakis sagði hann að hann þyrfti fyrst að vera viss um að hann ætti málefnalega samleið með forseta- AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKIRTEINA RIKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983- 2. fl. 1984- 3. fl. 01.05.88-01.11.88 12.05.88-12.11.88 kr. 295,59 kr. 282,13 Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.