Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Kvennalisti og fjórflokkur
Velgengni Kvennalistans og hugsanleg þátttaka hans
í næstu ríkisstjóm em á margra vömm þessa dagana,
þegar hann hefur reynzt fylgisríkasti stjórnmálaílokk-
urinn í hverri skoöanakönnuninni á fætur annarri.
Spurt er, hvað Kvennalistinn hafi umfram aöra flokka.
Þegar gömlu flokkarnir og Borgaraflokkurinn eru
bornir saman við Kvennahstann, er ljóst, aö grundvah-
arhugsunin er ólík. Alhr flokkar aörir en Kvennalistinn
túlka stjórnmál í stórum dráttum á hefðbundinn hátt
og saka Kvennahstann um að vera ekki „í póhtík“.
í þessum samanburði geta skipt miklu máli lítil at-
riði á borð við, að Kvennahstinn neitar að taka þátt í
hinni árlegu veizlu alþingismanna og ýmsum öðmm
fríðindum, sem hefðbundnir stjórnmálamenn telja sig
eiga skhið. Kvennahstinn er ekki herfangsflokkur.
Þjóðin hefur á allra síðustu árum verið að átta sig á,
að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hafa engan
áhuga á að framkvæma stefnuyfirlýsingar sínar, en hins
vegar gífurlegan áhuga á að taka þátt í að þjónusta
hvers konar sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna.
Orka gömlu flokkanna og Borgaraflokksins fer í pen-
ingavaldastreitu á borð við skipan manna í bankaráð
og aðrar skömmtunarstofur fjármagns og fyrirgreiðslu,
kvótakerfi í atvinnuvegunum. Hver flokkur hefur sín
gæludýr, sem þurfa margvíslegan forgang til að lifa.
Gæludýraþjónustan getur farið upp í sex milljarða
króna á ári fyrir aðeins einn aðila, svo sem dæmi hins
hefðbundna landbúnaðar sýnir. í heild hefur fyrir-
greiðslustefnan, sem gömlu flokkarnir og Borgaraflokk-
urinn reka, gert okkur að skuldugustu þjóð veraldar.
Kvennahstinn hefur sín gæludýr, en þau eru önnur,
svo sem mæður, börn, námsmenn og fiskverkunarkon-
ur. Ekki er vitað, hvort þessir mjúku hagsmunahópar
verði þjóðfélaginu ódýrari eða dýrari en hinir hörðu,
sem nú orna sér við elda hinna hefðbundnu flokka.
Ekki er heldur vitað, hvort Kvennahstinn mun, þegar
á reynir, treysta sér til að taka snuðið af gömlu gæludýr-
unum. Til dæmis verður fróðlegt að vita, hvort land-
búnaðurinn verður jafnfrekur á fóðrum fjármálaráð-
herra Kvennalistans og hann er hjá Alþýðuflokknum.
Eina leiðin til að rýma til við jötuna fyrir gæludýr
Kvennahstans er að hrekja frá eitthvað af gömlu gælu-
dýrunum. Og raunar þarf að reka í burtu fleiri en kalla
má til, ef stefna hinnar hagsýnu húsmóður á að endur-
speglast í hallalausum rekstri ríkisbús og þjóðarbús.
Rangt er að segja Kvennahstann ekki vera „í póh-
tík“, þótt hann sé í annarri póhtík en hefðbundnir
valdastreitu- og goggunarflokkar stjómmálamanna,
sem láta eins og hanar á haug eða apar í dýragarði.
Hins vegar má vefengja, að póhtík hans sé raunhæfari.
Skoðanakannanir sýna, að sífeht flölgar þeim kjós-
endum, sem vantreysta málfundadrengjum sérhags-
muna og eru, nokkurn veginn að óséðu, thbúnir að veita
Kvennahstanum traust. Það verður svo síðari tíma
mál, ef kjósendur telja listann hafa brugðizt sér.
Sennilega áttar Kvennahstinn sig á, að höfuðáhuga-
mál samstarfsflokka hans í ríkisstjórn mundi verða að
sýna kjósendum, að misráðið hafi verið að styðja hst-
ann. Þess vegna hljóta kröfur hstans í stjórnarmyndun-
arviðræðum að verða afar harðar og harðsóttar.
Líklega leiðir gengi Kvennahstans ekki til þátttöku
hans í stjóm á næstu árum, heldur til nánara sam-
starfs milli hefðbundnu flokkanna, - flórflokksins
svonefnda. Jónas Kristjánsson
í 'rj rKiiÆ ; ;
\ - i m }\ 1
„Forysta atvinnurekenda er stefnuföst," segir í greininni. - Myndin er frá aðalfundi Vinnuveitendasambands-
ins á sl. vori.
Líknarstörf í stað
stéttabaráttu
Nýgerðir og yfirstandandi kjara-
samningar gefa glögga mynd af
ástandinu í íslenskri stéttabaráttu.
Annars vegar sjáum við harðnsnú-
ið, agað og mjög miðstýrt atvinnu-
rekendavald - með fastákveðna
stefnu sem fylgt er út í gegn af
hörku. Hins vegar er lin og fálm-
andi verkalýðsforysta, ýmist með
stóryrði eða úrtölur, sem nýtur
minna trausts umbjóðenda sinna
en nokkru sinni, sbr. viðtökur þær
sem samningar hennar fá í félögun-
um.
Ekki lengur vísitala!
Ég sagði að forysta atvinnurek-
enda væri stefnufost. Meginatriðin
í stefnu hennar eru fólgin í nokkr-
um kennisetningum sem hún
heldur mjög á loft ásamt ríkisstjór-
inni:
a) Verkföll eru úrelt.
b) Vísitölukerfi er ógurlegur
verðbólguvaldur og hættulegt
hagkerfmu.
c) Kökukenning. Reikna má
„eðlilegt" launastig í landinu
út frá stöðu atvinnuveganna.
Sé farið út yfir það er þanþoli
efnahagslífsins ofgert sem
veldur verðbólgu. Ríkisvaldið
(Þjóðhagsstofnun) ákvarðar
stærð launakökunnar og verk-
efni kjarasamninga er bara
innbyrðis skipting starfsstétt-
anna sín á milli.
Ekki þarf aö fjölyrða um fjand-
skap atvinnurekenda við verkfalls-
baráttu. Kennisetning nr. tvö
beinist gegn því sem verið hefur
eina andsvar verkalýðsins gegn
verðbólgu og er því stríðsstefna
gegn honum. Það einkennilega í
málinu er að verkalýðsforystan
hefur á þessum áratug kjaraárása
virt báðar þessar kennisetningar í
verki. Verkfallsbarátta á vegum
ASÍ eða sérsambanda þess virðist
tilheyra sögunni - og á vísitölu-
kerfi hafa þeir ekki minnst upphátt
lengi. Enda hefur kjaraþróunin á
þessum tíma verið niður á við eins
og tölumar í fyrri grein minni
sýndu.
Kjaramál í ríkisforsjá
Hugum þá að þriðja atriðinu:
kökukenningunni. Við hverja
samningagerð núorðiö eru kallaðir
fram hagfræðingar, einkum frá
Þjóöhagsstofnun, og látnir skýra
fyrir launafólki hvað séu hóflegar
kauphækkanir, hvað séu „verð-
bólgusamningar" og mörkin þar á
miUi. Þetta kvað vera bara „tækni-
legt spursmáT og „faglegir, hlut-
KjaUariim
Þórarinn Hjartarson
stálsmiður
lausir aðilar". En þegar „eðlileg"
stærð „launakökunnar" er þannig
skilgreind af fulltrúum ríkisvalds-
ins er um leið sagt að sá hluti
heildaríjármagns atvinnulífsins
sem rennur til fjármunamyndunar
og gróða 1 framleiðslu- og dreifi-
kerfi, bankakerfi plús verslun og
þjónustu, séu fastar, óumbreytan-
legar, „eðlilegar" stærðir.
Gróöasókn þessara aðila valdi því
ekki veröbólgu heldur aðeins
„óhóflegar kauphækkanir“! Þegar
reiknaðar eru út „hóflegar kaup-
hækkanir" í þjóðfélaginu er hinn
blankari hluti útgerðarmanna not-
aður sem allsherjar viðmiðun, svo
svigrúm til kauphækkana virðist
lítið.
Líknið hinum lægst launuðu!
Hvert hefur andsvar verkalýðs-
hreyfingarinnar veriö við þessum
málflutningi og viö kjaraskerðing-
unum? Jú, svarið hefur yfirleitt
verið ein setning: „Það verður að
rétta hlut hinna lægst launuðu".
Nú er það svo að það launaskrið,
sem að nokkru kom í stað vísitölu-
bindingar, er hún var afnumin, var
mikið hjá sumum hópum og ekkert
hjá öðrum. Því var vissulega
ástæða til lagfæringar þar á. En í
fyrsta lagi var ekki sett afl að baki
kröfunni og í raun látið sitja við
orðin tóm. Og í öðru lagi er spum-
ingin ekki bara um „hina lægst
launuðu".
Launarýmunin var að vísu mis-
mikil eftir starfsstéttum, en vísi-
töluránið og það sem því fylgdi kom
harkalega niður á ASÍ-fólki í heild
og allflestu almennu launafólki í
landinu.
í því aö gera máhð að spurningu
um „hina lægst launuðu" felst við-
urkenning á launakökunni sem
ríkisvaldið skammtar launafólki og
kjaradeilan er þá bara deila milli
hópa launafólks innbyrðis. Sam-
kvæmt þessari stefnu er raunar
engin launabarátta réttmæt, ann-
arra en „hinna lægst launuðu". í
þeirri einu lilraun, sem gerð var til
að hnekkja kjaraárásunum miklu
- í BSRB-verkfallinu 1984 - var
stuðningur ASÍ minni en enginn, í
samningaþófi VMSÍ um daginn hét
Guðmundur J. formaður á ríkis-
valdið að hindra að launahækkan-
irnar „gengju upp launastigann“.
Varla finnum við iðnaðarmenn náð
fyrir augum hans.
Áfram niður á við
Karl Marx segði: „Lausn verka-
lýðsstéttarinnar verður að vera
hennar eigið verk“ - með stéttvísi
og mætti samtakanna. íslenskir
verkalýðsforingjar líta öðruvísi á
málið. í stað þess að styðja við og
örva þann samtakamátt sem hinir
ýmsu hópar launafólks búa yfir, í
stað stéttarstolts og stéttabaráttu,
er kominn einhver líknar- og góð-
gerðarhugsunarháttur, „hjálpum
smælingjunum".
Hér má tilfæra orð Ásmundar
Stefánssonar: „Ég hef aUtaf haft
samúð með þeim sem minna mega
sín í þjóöfélaginu og litið svo á aö
þeir sem betur standa beri ábyrgð
á að bæta stöðu þeirra," (Vikan
nóv. 1986). Slík líknarhugsun er
borgaraleg hugsun, hugsun þeirra
sem sætta sig við óbreytta þjóð-
félagsstöðu verkalýðsstéttarinnar.
Sú hugsun fer bara fram á að mild-
uð sé sárasta fátæktin sem stingur
svo í augun. Undir slíkri foystu
hlýtur leið íslenskra launamanna
að liggja áfram niður á við.
Þórarinn Hjartarsson
„Verkfallsbarátta á vegum ASÍ eöa sér-
sambanda þess virðist tilheyra sögunni
- og á vísitölukerfi hafa þeir ekki
minnst upphátt lengi.“