Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 15
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
15
Fastgengis-
stefnan
„E< peningastjórnun er engin þýðir þetta aukna innstreymi gjaldeyris
(erlends lánsfjármagns), aukið peningamagn i umferð“, segir m.a. i
greininni.
Er hugsanlegt að fastgengisstefn-
an hafi ekki aðeins valdið erlendri
skuldasöfnun, viðskiptahalla og
rekstrarerfiðleikum í útflutnings-
og samkeppnisgreinum heldur
einnig verðbólgu og launamisrétti
gagnstætt tilgangi hennar?
Hver hefur raunin orðið?
Við fast gengi og innlenda verð-
bólgu umfram erlenda rýmar
gjaldeyrir stöðugt að verögildi,
mælt í innlendu verðlagi. í árslok
1985 var vísitala meðalgengis 169,05
en aftur 174,95 í árslok 1987. Meðal-
gengi hefur því hækkað um 3,5
prósent á þessu tímabili. Á sama
tíma hækkaði framfærsluvístalan
um 41,2 prósent og byggingarvísi-
talan um 38,3 prósent. Meðalgengi
gjaldeyris hefur því rýrnað að
verðgildi um 25,2 prósent, miðað
við byggingarkostnað.
Það segir sig sjálft aö mikill hagn-
aður getur skapast af því að taka
erlent lán og fjárfesta innanlands.
Því má búast viö mikilli ásókn í
erlent lánsfjármagn. Hver hefur
raunin orðið?
Á árunum 1986 og 1987 vom tekin
erlend lán, að fjárhæð 14,1 milljarð-
ar króna, nettó, þar af skammtíma-
lán að fjárhæð 2 milljarðar. Á árinu
1987 nam skammtíma lántakan 3,6
milljörðum. Þetta á sér staö á sama
tíma og gjaldeyrisöflun er með
mesta móti vegna hagstæðra ytri
skiiyrða.
KjaHariim
Jóhann Rúnar
Björgvinsson
hagfræðingur
Ef peningastjórnun er engin, þýð-
ir þetta aukna innstreymi gjaldeyr-
is (erlends lánsfjámagns), aukið
peningamagn í umferð. Eftirspum-
in vex þar af leiðandi og ef innlend-
ir framleiðsluþættir, s.s. vinnuafl,
eru fyllnýttir hefur sú aukning ein-
ungis í fór með sér hækkun á verði
þeirra; launaskrið á sér stað meðal
annars.
En þetta fjármagn hefur einnig
annan farveg, þ.e. út úr landinu
aftur í formi aukins innflutnings.
Afleiðingarnar eru því aukin verð-
bólga og aukinn innflutingur
(viðskiptahalli). Aukin verðbólga
rýrir verðgildi gjaideyris enn frek-
ar og ýtir undir frekari ásókn í
erlent iánsfjármagn; sem sagt vita-
hringur.
Vandamálið: framkvæmd
fastgengisstefnu
Hin aukna eftirspurn og þensla í
landinu veldur sömuleiðis auknu
launamisrétti þar sem innlendar
atvinnugreinar era misvel í stakk
búnar til að mæta launahækkun-
um af völdum hennar.
Atvinnugreinar í útflutnings- og
samkeppnisgreinum eru mun verr
settar en aðrar greinar, þar sem
þær em í samkeppni við erlendar
vörur á innlendum og erlendum
mörkuðum. Launaskrið verður því
frekar í þeim greinum sem betur
eru settar og hjá þeim launþegum
sem hafa aðstöðu til að ákvarða
laun sín sjálfir.
Að sjálfsögðu yfirfærist hluti af
launahækkunum yfir í útflutnings-
og samkeppnisgreinarnar, þar sem
samtök launþega eru yfirleitt mjög
stór og hafa innanborðs launþega
í bæði samkeppnisgreinum og öðr-
um greinum. Sömuleiöis eiga sér
stað viðmiðanir milli samtaka. Af-
leiðingarnar eru aukið launamis-
rétti og rekstrarerfiðleikar hjá
útflutnings- og samkeppnisgrein-
um.
Þá má nefna að hærri innlendur
fjármagnskostnaður vegna þenslu-
og verðtryggingaráhrifa er af sömu
ástæðum og hér að ofan þung-
bærari fyrir útflutnings- og
samkeppnisgreinar en aðrar grein-
ar. En vandamálið er ekki innlend-
ir raunvextir heldur framkvæmd
fastgengisstefnunnar.
Fastgengisstefna getur ekki stað-
ist nema með virkri peningastjórn-
un, þ.e.a.s. Seöalbanki verður að
koma í veg fyrir að aukiö framboð
gjaldeyris vegna t.d. erlendrar lán-
töku, valdi auknu periingamagni í
umferð, því aukið peningamagn við
fulla nýtingu framleiðsluþátta
veldur aðeins þenslu og verðbólgu,
sem aftur grefur undan föstu gengi.
Það er í rauninni grátbroslegt ef
einhverjir halda að fastgengis-
stefnan felist einungis í skráningu
gengisins.
Jóhann Rúnar Björgvinsson
„Það er í rauninni grátbroslegt ef ein-
hverjir halda að fastgengisstefnan felist
einungis 1 skráningu gengisins.“
Vér Chrístian hinn Tíundi...
Gjörum kunnugt:
Alþingi hefir fallist á lög þessi um
eftirlit með matvælum og öðrum
neyslu- og nauðsynjavörum og vér
staðfest þau með samþykki vom.
Þessi lög, nr. 24, 1. febrúar 1936,
eru að mestu leyti enn í gildi nema
að því leyti sem þau em í ósam-
ræmi við nýrri lög.
Ég hef lesið lögin oftar en einu
sinni og fundist þau vera best og
skiljanlegust fyrir neytendur. Að-
alatriðin, mjög stytt, em hér:
1. gr. Er tilgangur laganna að
vernda menn gegn tjóni ef slíkar
vörur skortir eðlilega hollustu, em
skaðlegar heilbrigöi manna eða ef
menn em gabbaðir til að afla sér
þeirra í þeirri trú að þær séu ann-
ars efnis en þær em í raun og veru.
2. gr. Matvæli og neysluvörur eru
til neyslu sem matur og drykkur,
þ.m.t. neysluvatn, m.a. hvers konar
krydd og önnur efni í matvælum
og drykkjum.
3. gr. Nauðsynjavörur em m.a.
búsáhöld sem ílát, hreinlætis- og
snyrtivörur, stofuplöntur, lækn-
ingaáhöld, ennfremur áhöld og efni
til getnaðarvarna og leikfóng.
4. gr. Óheimilt er: að búa til eða
flytja inn vörur sem ætla má aö
skorti eðlilega hollustu ef þeirra er
neytt á tilætlaðan hátt.
6. gr. Ráöherra er heimilt, í sam-
ræmi við tilgang þessara laga, að
skipa fyrir að á umbúðir, matvæli
og aðrar neyslu- og nauðsynjavör-
ur séu skráðar réttar upplýsingar
og af hveijum og hvenær þær séu
tilbúnar og ef um samsettar vörar
er að ræða, hve mikið sé af hveiju
efni fyrir sig, svo og hvernig skuli
ganga frá þessum áletmnum.
7. gr. Ráðherra má fela sérstök-
um eiðsvörnum kunnáttumönnum
eða opinberum stofnunum, sem
hafa kunnáttumönnum á að skipa,
einstakar greinar eftirlitsins og
jafnvel stjóm þess í heild.
8. gr. Áður en reglugerðir em
Kjallarinn
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
vinnunefnd fyrir nokkrum mánuð-
um til að gera uppkast að reglu-
gerð. Ég er ekki í nefndinni og em
hér að neðan aðeins nokkrar óskir
og tillögur vegna margra ára
reynslu minnar í merkingarmálum
(skýringar mínar eru í svigum).
(A) Listar hættulegra efna og
vöru.
(a) Endanlegur listi (er í gildi en
endurnýjaöur meö lögum) leiðrétt-
ur árlega 1. janúar.
(b) Bráðabirgöalisti (athugun
hefir sýnt aö vikulega koma nýjar
vörur í sölu. Innílytjendur, heild-
salar og innlendir framleiðendur
veröa að leggja fullkomnar upplýs-
ingar um samsetningu ætlaðrar
söluvöru fyrir Hollustuverndina.
Séu ný efni í þeim sem hættuleg
eru verði þessi efni strax (vikulega)
,,Eg hef lesiö lögin oftar en einu sinni
og fundist þau vera best og skiljan-
legust fyrir neytendur.“
settar skal gefa hlutaðeigandi
framleiðendum eða kaupmönnum
kost á að láta sérfræðinga, er þeir
nefna til, athuga málið.
10. gr. Lögreglustjóra er heimilt,
með ráði héraðslæknis eða sérstak-
lega skipaðs eftirlitsmanns, að taka
í sína vörslu eða umsjá matvæli eða
aðrar neyslu- og nauðsynjavörur
sem ástæða er til að ætla að séu
skaðlegar heilbrigði manna.
Athugasemdir við reglugerð
um flokkun, merkingar og
meðferð á eiturefnum,
hættulegum efnum og vör-
um sem innihalda slík efni
Heilbrigðisráðherra útnefndi
i jjj u íJö. Jiii i ..rcl fjjn
sett á bráðabirgðalista og birt í
Stjórnartíðindum eða Lögbirtinga-
blaði. Nauðsynlegt er að hafa alltaf
í huga að bam eitt varð að öryrkja
í ágúst 1985 þar sem hættuleg ný
vara var ekki merkt. Reynsla mín
hefir sýnt að innflytjendur vita
yflrleitt ekkert um vömna og geta
ekki notað orðabók).
(B) Merkingar em ákveðnar og
staðlaðar af Hollustuvemdinni
(Eins og er em sams konar efni
merkt á „íslensku" reyndar á ýms-
um erlendum málum. Notað er t.d.
nafn efnis, „sodium“ eða natrium,
og er þetta erfitt fyrir kaupendur.)
(C) Við nafn hvers efnis er númer
sem bendir á lista varanna sem
„Þessi lög, nr. 24, 1. febrúar 1936, eru að mesfu leytl enn í gildi nema
að þvi leyti sem þau eru i ósamræmi við nýrri lög,“ segir greinarhöf.
fylgir reglugerðinni og á við sölu-
vöru sem inniheldur þetta eiturefni
eða hættulega efni (enda margar
vörur meö söjnu efni).
(D) Listi varanna (sjá c) e'r leiö-
réttur árlega.
(E) Röðun eiturefna og öðmvísi
hættulegra efna og merking þeirra
með teikningum? og skýringarorð-
um er birt árlega í reglugerð og
vikulega í Stjórnartíðindum eða
Lögbirtingablaði. (Sé efni merkt á
ensku, „Corrossive", á dönsku,
„Ætsende“, er það merkt á ís-
lensku „Tærandi" (ætandi aðeins í
svigum: Athugun hefir sýnt að
kaupendur greina ekki mun milh
orðanna „ertandi“ og „ætandi").
(F) Staðsetning varúðarmerkis er
stöðluð og ætti alltaf að vera á
framhlið vörunnar, í stöðluðum lit
og með stöðluöu prentletri.
(G) Séu fleiri hættuleg efni í einni
vöru skal merkja með einni mynd
af hættulegasta efninu en nöfn af
öllum efnum gefin á merkimiöa
(t.d. vegna hættu á ofnæmi eða
beinnar hættu fyrir einstaka
menn).
(H) Magn hættulegs efnis verði
aUtaf prentaö á umbúðir.
(I) Vara, sem ekki er merkt skv.
reglum Hollustuvemdar, verði tek-
in úr sölu (líka úr smásöluverslun-
um) þegar lögbrot er tilkynnt.
(J) Nafn og heimilisfang fram-
leiðanda innanlands og erlendis og
dreifiaðila á íslandi verður aUtaf
að vera á merkimiðunum.
(K) X (Plöntur til sölu veröi
merktar skv. reglum undir (AHJ)
hér að ofan.
(L) Vara, sem er sérstaklega hoU
fyrir vissa sjúkUnga, verði merkt
eftir atvikum (t.d. án matarsalts
sem er hollt fyrir hjartasjúkUnga).
(M) Leikfóng veröi athuguð og
merkt sem hættuleg séu í þeim
smáhlutir sem böm geta kafnað af.
Eiríka A. Friðriksdóttir