Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Síða 17
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
33
DV
íþróttir
á næsta letktímabili.
Spilar Bjöm Jónsson í V-Þýskalandi næsta vetur?
Habenhausen vill
fá Bjöm Jónsson
- Bjöm ætlar út til viðræðna og til að líta á aðstæður
Forráðamenn v-þýska hand-
knattleiksfélagsins Habenhausen
hafa mikinn hug á aö fá Bjöm Jóns-
son úr Breiðabliki til liðsins.
Habenhausen leikur i þriðju deild-
inni - hafnaöi í 5. sæti í Þýskalands-
mótinu nú en stefnan er að koma
félaginu upp um deild á næstu
tveimur árum. Á Bjöm Jónsson
einmitt að verða einn burðarása í
fraintiðarliðinu.
„Ég vona svo sannarlega að Björn
Jónsson sþili með félaginu á najsta
keppnistímabih. Við bíöum spennt-
ir eftir aö fá hann hingað til
viðræðna. Þá munum við fá tæki-
færi til að kynnast honum og hann
okkur. Þaö er stefna Habenhausen
að vinna sæti í 2. deild á næstu
tveimur árum og einn liður í því
verkefni er aö fá Björn til félags-
ins. Ég þekki íslenskan handbolta
mjög vel en hann er í háum gæða-
flokki. Þeir íslendingar sem hér
hafa spiiað hafa sýnt það og sannað
í gegnum tíðina," sagði Reiner
Witte, þjálfari Habenhausen, í sam-
tali viö DV í gærkvöldi. Witte þessi
lék lengi við hlið Björgvins Björg-
vinssonar hjá Bremen-liöinu í
v-þýsku úrvalsdeildinni.
„Ég neita þvi ekki að ég er tals-
vert spenntur fyrir þessu og v-
þýska iiðiö hentar mér einstaklega
vel. Ég get neMlega stundað nám
samhliða handknattleiknura þarna
úti og það er einmitt aö slíku sem
ég stefni fyrst og fremst,“ sagði
Björa Jónsson í spjalli við DV í
gærkvöldL Bjöm mun halda utan
einhvem næstu daga til viðræðna
við forkólfa félagsins en verkfali
verslunarmanna hélt aftur af hon-
um í gær. Ef af samkomulagi
veröur milli Björns og Haben-
hausen munu þeir bræður, Björn
og Aðaisteinn Jónssynir, báðir
spila í V-Þýskalandi á næsta leik-
tímabili. Eins og fram hefúr komið
í fjölmiölum ákvað Aðalsteinn að
ganga til hðs við annarrar deildar
liðið Shútterwald nú ný’veriö.
Það þarf ekki aö fara mörgura
orðum um hvílíkt áfall það yrði
Blikum aö raissa bræðuma sam-
tímis. Þeir Aðalsteinn og Bjöm
hafa verið kjölfestan í liöi UBK síð-
ustu misserin og því átt einn
stærstan þátt í vexti félagsins á
þeim tíma. -JOG/JKS
Ólympíustúfar
frá Hollandi
Víðir Siguröason. DV, HoUandi:
Leikmenn ólympíulandshðsins beygja sig
undir strangan aga hjá Sigfried Held.
Háttatimi í ferðinni er klukkan 11 á kvöld-
in, og sú tímasetning er nákvæm. Það sást
vel eitt kvöldið þegar þeir Guðmundur
Torfason og Guðmundur Steinsson sátu
frammi í setustofu og hoifðu á sjónvarpið.
Þar var verið að sýna æsispennandi leik
úr hollensku bikarkeppninni, sem leikinn
hafði verið fyrr um kvöldið og enginn vissi
hvemig haföi endaö. Þegar klukkan sló 11
var æsingurinn í leiknum í hámarki - en
þá stóöu Guðmundarnir upp sem einn
maður og löbbuðu til herbergja sinna.
Höföu þeir þó verið manna æstastir í að
fylgjast með gangi mála.
Jong Oranje var lengi vel talinn eitt
helsta leynivopn Hohendinga í leiknum viö
ísland. Mönnum hér gekk misvel aö stauta
sig tram úr hollensku blöðunum og þar var
alltaf veriö að tala um Jong Oranje í sömu
andrá og landsliðið hollenska. Menn furð-
uðu sig síðan á því aö hann væri ekki
valinn í óiympíuhðið. Þá kom á daginn aö
Jong Oranje er nafn það sem Hollendingar
nota yfir yngri landslið sín, merkingin er
„hinir ungu og appelsínugulu“, og er aöal-
lega notuð um 21-árs landsliðið...
Hollendingar hafa lítið hampað úrslitun-
um í fyrri leiknum við ísland. í leikskránni
í fyrrakvöld var lítiö á hann minnst, aðeins
meö fáum setningum. Þar var sagt að
mannekla hefði háð Hollendingum og að-
eins 14 hefðu komist raeð í ferðina. Bjan-
sýnin hefði þó verið raikil en úrslitin, 2-2,
ollu vonbrigöum.
Sigfried Held rölti rólegur um á meðan
leikmenn íslands hituöu upp fyrir leikinn.
,JHér er allt i besta lagi,“ sagöi hann viö
DV. „Gott veður, fínn völlur og allir heilir.
En hvar eru áhorfendumir?!" Von aö hann
spyrði, þvi enginn var mættur hálftíma
fyrir leikinn og þeir fáu sem komu gátu
hreiðrað um sig að vild, vom um eitt þús-
und á velli sem rúmar 15 þúsund.
„Ef þetta var ekki víti, þá er Óli ekki í
Kögglaklúbbnum! ‘1 sagöi Guömundur
Steinsson fyrirhöi, þegar hann rölti út úr
búningsklefanum á Vjjverberg í gær-
kvöldi. Kögglaklúbburinn telur þrjá
meðlimi, Guðmund, Ólaf og Pétur Amþórs-
son, og inngönguskilyrði er ákveðið
vaxtarlag. Þegar Guðmundur var inntur
eftir því hvers vegna Heimir Guðmundsson
væri ekki gjaldgengur, svaraði hann að
bragöi: „Hann er of lítill.U
í Víking
Handknattleikur:
Heimir
yfir
Heimir Karlsson, sem þjálfaði
handknattleikslið Njarðvíkinga í
annarri deildinni í vetur, hefur
ákveðið að skipta yfir í sitt gamla
félag, Víking.
Stefnir Heimir á að æfa með liðinu
á næsta leikári, þá undir stjórn Bogd-
an Kowalczyk, en eins og fram kom
í DV fyrir skemmstu mun sá síðar-
taldi taka við Víkingum í haust.
í spjalli við DV í gær sagðist Heim-
ir ætla að æfa meö Víkingum til að
halda sér í formi yfir vetrarmánuð-
ina en ekki stefna aö því að leika
með liðinu í fyrstu deildinni.
Þess má geta að Heimir er nú leik-
maður og þjálfari Viðis, knatt-
spymuliðs Garðsmanna. Það félag
féh úr fyrstu deildinni síðastliðið
haust. JÖG
Suðurnesjamaðurinn Einar Ásbjörn Olason hefur ákveðíð að hætta í Fram.
Orðið talsvert þreytandi að aka srfellt milli staða:
Einar Ásbjörn er
hættur í Fram
„Sterkar líkur á að ég fari aftur í Keflavíkurtiðið"
Ægir Már Kárason, DV, Suðtimesjum:
Suðurnesjamaðurinn Einar Ás-
bjöm Ólason hefur ákveðið að hætta
með bikarmeisturum Fram eftir eitt
leikár með félaginu.
„Ég var alls ekki óánægður hjá
Fram en það var hins vegar orðið
talsvert þreytandi að aka sífellt á
mihi staða, Keflavíkur og Reykjavík-
ur. Ég hef enn ekki ákveðið í hvaða
félag ég fer en það eru sterkar líkur
á að ég gangi aftur yfir í Keflavíkur-
liðið,“ sagði Einar Ásbjörn í samtali
við DV í gærkvöldi.
„Ég get ekki neitað því að ég horfi
með vissum söknuði til Fram. Þar
fann ég einstaklega góðan félagsskap
og sjálfur reksturinn á félaginu er
lýsandi dæmi um hvernig haga á
málum hjá íslensku knattspyrnufé-
lagi,“ sagði Einar Ásbjörn ennfrem-
ur í samtali við blaðið.
• Breski knattspyrnumaður-
inn ,Peter Frain, sem hefur
gengið til liðs við 2. deildar hð
Þróttar, varð löglegur með hði
sínu á dögunum og lék sinn
fyrsta leik með Þrótti gegn Ár-
manni í fyrrak völd en liðin léku
þar um 6, sætið í Reykjavíkur-
mótinu í knattspymu. Þróttai'-
ar sigruðu og skoraði Peter
Frain fyrra mai-k Þróttar eftir
aðeins 3 mínútur. Hitt markið
skoraði Ásmundur Helgason.
• Nokkur liðsstyrkur hefur
Þrótturum borist í knattspym-
unni á undanfömum dögum.
Bretinn Darren Giles hefur
skipt yfir í Þrótt en samkvæmt
upplýsingum frá Þrótti hefur
hann meðal annars leikiö með
Aston Villa. Þá hefur Hermann
Arason gengiö í Þrótt en hann
var á síðasta keppnistímabih
fyrirhöi Hvatar frá Blönduósi
sem vann, sem kunnugt er, 4.
deildina á síðasta ári. Þá hefur
Ottó Hreinsson hætt við að
leika með Gróttu og mun leika
meö Þrótti í sumar.
• Á sunnudag hefst golfver-
tíðin hjá Golfklúbbi Reykjavík-
ur með einnar kylfu keppni aö
Korpúlfsstöðum. Iæikið verður
með fullri forgjöf og verður
ræst út frá klukkan 13.00.
Völlurinn í Grafarholti viröist
koma vel undan vetri og ráð-
gert er að halda fyrsta mótiö
þar laugardaginn 7. mai, jafn-
framt því sem haldinn verður
vorfagnaður um kvöldið i golf-
skálanum, en umfangsmiklar
breytingar hafa verið gerðar á
honum að undanfórnu.
• Talandi um golf má geta
þess að fyrirhuguðu opnu golf-
móti hjá Golfklúbbnum Keih,
sem fai-a átti fram um næstu
helgi, hefur verið frestað vegna
þess að völlurinn á Hvaleyri er
ekki í leikhæfú ástandi.