Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Side 25
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
41
Fólk í fréttum
Ragnheiður Erla Bjamadóttir
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir
guðfræðingur hefur verið í fhéttum
DV vegna sigurs Reykjavíkur í
spumingakeppni sjónvarpsins.
Ragnheiður Erla er fædd 7. júní
1953 í Rvík og varð stúdent frá MR
1973. Hún var í söngnámi hjá
Nönnu Egilsdóttur Bjömsson í
Söngskólanum í Rvík 1973-1979 og
tók áttunda stig í söng 1978. Ragn-
heiður söng í Háskólakórnum
1973- 1978, kór Söngskólans
1974- 1979 og í söngsveitinni Fíl-
harmóniu 1975-1977. Hún lauk BSc
prófi í líffræði frá HÍ 1976, var í
söngnámi hjá Svanhvíti Egilsdótt-
ur< í Vínarborg 1979-1981 og hefur"
verið í söngnámi í Vínarborg jafn-
hliöa öðm námi 1981-1986. Ragn-
heiöur sigraði í spurningakeppn-
inni Meistarinn á Stöð tvö 1987 og
lauk guðfræðiprófi frá HÍ 1987.
Systkini Ragnheiðar em Helga
Hrefna, f. 14. janúar 1955, hjúk-
mnarfræðingur í Rvík, gift
Tryggva Baldurssyni flugmanni,
og Stefán Örn, f. 23. maí 1957,
rekstrahagfræðingur hjá Tóró hf.
Foreldrar Ragnheiðar era Bjami
Bjarnason viðskiptafræðingur,
endurskoðandi og framkvæmda-
stgóri Stefáns Thorarensens hf. í
Rvík, og kona hans, Alma Thorar-
ensen. Föðurbróðir Ragnheiðar er
Jónas, læknir í Rvík. Bjami er son-
ur Bjarna, læknis og alþingis-
manns í Hafnarfirði, Snæhjöms-
sonar, múrara í Rvík, bróður
Guðrúnar, ömmu Sigríðar Dúnu
Kristmundsdóttur, fyrrv. alþingis-
manns. Snæbjörn var sonur
Jakobs, útvegsbónda í Litla-Seli í
Rvík, Steingrímssonar. Móðir Jak-
obs var Anna Jakobsdóttir, systir
Ingibjargar, langömmu Haralds
Böðvarssonar útgerðarmanns.
Móðir Bjama var Málfríður, systir
Guðrúnar, ömmu Þorsteins Gísla-
sonar, forstjóra Coldwater, og
langamma Ásgeirs Hannesar Ei-
ríkssonar varaþingmanns. Mál-
fríður var dóttir Bjama, útvegs-
bónda í Bakkakoti á Seltjamamesi,
Kolbeinssonar og konu hans,
Margrétar Illugadóttur.
Móðir Bjarna Bjamasonar er
Helga, systir Guðnýar, móður Jón-
asar prófessors, Halldórs prófess-
ors, Þorvarðar, skólastjóra
Verslunarskólans, og Elisar verk-
fræðings Elíassona. Helga er dóttir
Jónasar, b. á Bakka í Hnífsdal,
bróður Valdimars, föður Valdim-
ars, höfundar Amardalsættarinn-
ar. Jónas var sonur Þorvarðar, b.
í Hrauni, Sigurðssonar, b. í Eyrard-
al, Þorvarðssonar, ættfoður Eyrar-
dalsættarinnar. Móðir Jónasar var
Elísabet Kjartansdóttir, b. í Hrauni,
Jónssonar og konu hans, Margrét-
ar Pálsdóttur. Móðir Margrétar var
Margrét Guðmundsdóttir, b. í Am-
ardal, Bárðarsonar, b. í Amardal,'
Illugasonar, ættfóöur Arnardals-
ættarinnar.
Móðir Helgu var Guðný Jóns-
dóttir, b. á Læk í Dýrafirði, Bjarna-
sonar, b. á Rana, Sigmundssonar,
bróður Sveins, langafa Jensínu,
móður Gunnars Ásgeirssonar stór-
kaupmanns.
Móðurbróðir Ragnheiðar er Odd-
ur Thorarensen lyfsah. Alma er
dóttir Stefáns Thorarensen, lyfsala
í Rvík, bróður Odds, lyfsala á Akur-
eýri, fóður Odds lyfsala þar. Stefán
var sonur Odds Thorarensen, lyf-
sala á Akureyri, Stefánssonar
Thorarensen, sýslumanns á Akur-
eyri, Oddssonar Thorarensens,
lyfsala á Akureyri, Stefánssonar,
amtmanns á Möðruvöllum, Þórar-
inssonar, sýslumanns á Gmnd,
Jónssonar, ættfóður Thorarens-
ensættarinnar. Móöir Stefáns
sýslumanns var Sólveig Bogadótt-
ir, fræðimanns á Staöarfelli,
Benediktssonar, langafa Áslaugar,
móður Geirs Hallgrímssonar. Bogi
var einnig langafi Hlífar, ömmu
Vals Arnþórssonar.
Móðir Ölmu var Ragnheiður,
dóttir Hannesar Hafstein, ráðherra
og skálds, Péturssonar Havsteen,
amtmanns á Möðmvöllum. Móðir
Hannesar var Kristjana Gunnars-
dóttir, prests í Laufási, Gunnars-
sonar og konu hans, Jóhönnu
Gunnlaugsdóttur Briem, sýslu-
manns á Grund í Eyjafirði, ætt-
fóður Briemsættarinnar.
Móðir Ragnheiðar var Ragnheið-
ur Stefánsdóttir Thordersens,
prests á Ofanleiti, Helgasonar,
biskups Thordersens. Móöir Ragn-
heiðar Stefánsdóttur var Sigríöur
Ólafsdóttir Stephensen, dómsmála-
ritara í Viöey, Magnússonar
Stephensens, dómstjóra í Viðey,
ÓMssonar, stiftamtmanns í Viðey,
Stefánssonar, ættfóður Stephens-
ensættarinnar. Móðir Ólafs
dómsmálaritara var Guðrún, systir
Ragnheiöar, móður Odds Thorar-
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir.
ensen eldra. Guðrún var dóttir
Vigfúsar Scheving, sýslumanns á
Víðivöllum, og konu hans, Önnu
Stefánsdóttur, systur Ólafs stift-
amtmanns og Sigríðar, móður
Stefáns Þórarinssonar, amtmanns.
Móðir Sigríöar var Sigríður, syst-
ir Ragnheiðar, móður Stefáns
Thordersens, en þær vora dætur
Stefáns Stephensen, amtmanns á
Hvítárvöllum, bróöur Magnúsar
dómstjóra.
Afmæli
Jón Ólafsson
Jón Ólafsson, kennari og arki-
tekt, Börmum, Reykhólahreppi,
Austur-Barðastrandarsýslu, er
fimmtugur í dag.
Jón fæddist í Reykjavík. Hann
lauk gagnfræðaprófi 1954, sveins-
prófi í húsgagnasmíði í Reykjavík
1958 og síöan meistaraprófi, prófi
frá Kunsthándværkerskolen í
Kaupmannahöfn 1964 og kennara-
prófi frá Kennaraháskóla íslands
1986.
Jón vann viö húsgagnasmíði í
Reykjavík 1954-60. Hann starfaði á
ýmsum teiknistofum í Kaup-
mannahöfn 1962-64, en hóf sjáif-
stæðan teiknistofurekstur í
Reykjavík 1966. Jón var annar
stofnenda teiknistofunnar Ark-
hönn sf. 1972 og vann að ýmsum
hönnunarverkefnum, m.a. sumar-
húsabyggð við Svignaskarð í
Borgarfirði, sjúkrahúsi og ráðhúsi
í Vestmannaeyjum og Fjölbrauta-
skólanum og Seljaskóla í Breið-
holti. Jón hefur einkum unnið að
hönnun húsgagna og lampa, en
hann hefur hlotið viðurkenningar
á þessu sviöi, bæöi hér á landi og
erlendis.
Áriö 1975 gekkst Jón fyrir stofn-
un fyrirtækisins Verkpallar hf„
sem var fyrsta fyrirtækiö hér á
landi sem leigði út vinnupalla.
Jón hefur unnið að félagsmálum
Félags húsgagna- og innanhúss-
arkitekta frá 1966, en hann hefur
m.a. verið formaður þess félags um
margra ára skeið. Þá hefur hann
unnið að félagsmálum tengdum
iðnaði og hönnun, bæði á vegum
hins opinbera og einkaaðila.
Á árunum 1971-74 stóð Jón fyrir
uppbyggingu í Reykhólasveit
ásamt konu sinni. Jón annaðist
stundakennslu við Iðnskólann í
Reykjavík og Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands, en hann hefur sl.
tvö ár starfað við kennslu- og hönn-
unarstörf á Reykhólum.
Asa Bjömsdóttir
Asa Björnsdóttir húsmóðir,
Hólmgarði 56, Reykjavík, er sjötiu
og fimm ára í dag.
Ása fæddist á Þorbergsstöðum í
Laxárdal í Dalasýslu.
Eiginmaður Ásu var Páll H.
Rögnvaldsson, en hann lést fyrir
tólf árum. Þau bjuggu á Þorbergs-
stöðum í fimmtán ár en fluttu til
Reykjavíkur 1950.
Asa og Páll eignuðust fimm börn
sem öll eru uppkomin og gift. Þau
eru: Guðrún, Björn, Stella, Alda og
Hólmar. Barnabörn Ásu eru nú
sextán en langömmubörnin em níu
talsins.
Foreldrar Ásu: Björn Magnús-
son, b. að Þorbergsstöðum, f. 18.12.
1884, og kona hans, Hólmfríður
Benediktsdóttir, f. 3.8. 1891. Björn
var sonur Magnúsar Jóhannesson-
ar á Sveinsstöðum á Snæfellsnesi
og Elínborgar Guðmundsdóttur á
sama stað. Foreldrar Hólmfríðar
voru Benedikt Kristjánsson, b. á
Þorbergsstöðum, og kona hans,
Margrét Steinunn Guðmundsdóttir
frá Snóksdal, Guðmundssonar.
Foreldrar Benedikts voru Kristján
Tómasson á Þorbergsstöðum og
fyrri kona hans, Ása Egilsdóttir.
Asa var dóttir Egils frá Hornstöð-
um, Jónssonar, en Kristján var
sonur Tómasar Eiríkssonar á Ket-
ilsstöðum í Hörðudal og vinnukonu
hans, Hólmfríðar Hallgrímsdóttur
Aðalheiður ÓiafsdótHr
Jón Ólafsson.
Kona Jóns: Ingibjörg hjúkrunar-
fræðingur, f. 26,9.1935, dóttir Árna
húsasmiðs í Kópavogi, Hanssonar
og konu hans, Helgu Tómasdóttur.
Böm: Guðný Sif tækniteiknari;
Tómas Árni rafmagnsverkfræð-
ingur; og Helga Aðalheiður
menntaskólanemi.
Foreldrar Jóns: Ólafur Daðason,
húsgagnabólstrari í Reykjavík, og
kona hans, Guðný V. Guðjónsdótt-
ir.
Ása Björnsdóttir.
frá Álfatrööum, Magnússonar.
Ása verður að heiman á afmælis-
daginn.
Aðalheiður Ólafsdóttir, sem nú
dvelur á elliheimilinu Sólvangi í_
Hafnarfirði, er áttatíu og fimm ára
í dag.
Aöalheiöur fæddist að Björgum i
Nesjum í Vindhælishreppi hinum
forna í Austur-Húnavatnssýslu.
Hún ólst upp á Björgum hjá afa
sínum og ömmu til sex ára ald-
urs, en fór þá að Eyjarkoti til
Sigríðar Gísladóttur og Páls
hónada þar
Finnssonar. Aðalheiður var í Ey-
jarkoti þar til hún varð sextán ára
en þá fór hún í vfnnumennsku og
var á ýmsum bæjum næstu árin.
Aðalheiður stofnaði sitt eigið
heimili 1923, bjó fyrst í Keflavík og
síðar í Kálfshamarsvík. Fyrri mað-
ur hennar var Sumarliði Helgi, f.
að Fornubúð á Folafæti í Hestfirði
við ísafjarðardjúp 19.10.1896, sonur
Sigurðar Stefánssonar frá Hvíta-
nesi í Ögursveit og konu hans,
Ólafar Oddsdóttur frá Laugabóli í
Ögursveit.
Aðalheiður og Sumarliði fluttu
frá Kálfshamarsvík og vestur í
Breiðafjarðareyjar 1933 en síðar til
Stykkishólms þar sem leiöir þeirra
skildu. Aðalheiður flutti til Hafnar-
fjarðar 1950 og hefur búið þar
síðan.
Aðalheiður hefur búið með síöari
manni sínum frá 1952 en hann er
Sæmundur Gíslason, f. að Ölfus-
vatni í Grafningi 28.3. 1891, sonur
Guðlaugar Þorsteinsdóttur og
Gísla Þórðarsonar. Sæmundur er
bróðir Guðmundar Gíslasonar,
skólastjóra Reykjaskóla í Hrúta-
firði, tengdafoður Steingríms
Hermannssonar utanríkisráð-
herra.
Aðalheiður átti engin alsystkini
en átta hálfsystkini, þar af tvö sam-
feðra sem bæði em látin. Þau voru
Björg, húsmóðir á Arbakka, en
hennar maður, sem einnig er lát-
inn, var Guðmundur Guðlaugsson
frá Vakurstööum í Hallárdal og
eignuðust þau tvo syni, dó annar í
frumbernsku en hinn heitir Björn
og er giftur og búsettur í Reykja-
vík; Björn, bróðir Aðalheiðar, bjó
einnig að Árbakka en hann er
löngu látinn og átti ekki afkomend-
ur.
Hálfsystkini Aðalheiðar, sam-
mæðra, eru: Aðalsteinn Hansson,
giftur og búsettur í Reykjavík; Jó-
sefina Guðmundsdóttir, sem nú er
ekkja á Hrafnistu í Hafnarfirði;
Hildur Pálsdóttir, sem er látin, en
hennar maður var Valdimar Thor-
arensen, bjuggu þau á Gjögri á
Ströndum og eignuðust tvö börn,
Jóhönnu Sigrúnu og Adólf, en áður
átti Hildur tvo syni, Pál og Daníel;
Stefán Ragnar Pálsson, skipstjóri í
Keflavík, er látinn, en hann var
kvæntur Sigurborgu Valdimars-
dóttur og áttu þau þrjár dætur og
einn son, sem er Páll skipstjóri,
kvæntur og búsettur í Ólafsvík;
Margrét Pálsdóttir er látin, en hún
átti tvær dætur, Sigurlaugu Frið-
geirsdóttur sem býr að Lauga-
bakka í Miðfirði og er ekkja eftir
Sigvalda Jónsson en þau eignuðust
tvær dætur, og Guðrúnu Kristins-
dóttur sem býr í Mosfellsbæ, gift
Óskari Ágústssyni frá Svalbarði á
Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og eiga
þau níu böm; Guðmann Pálsson
býr í Reykjavík.
Foreldrar Aðalheiðar voru Krist-
ín Bjarnadóttir og Ólafur Björns-
son, b. og oddviti á Árbakka á
Skagaströnd. Kristín var dóttir
Bjarna, b. að Björgum, Guðlaugs-
sonar, b. á Tjörn í Nesjum, Guð-
laugssonar, b. í Króki.
líl hamingju með daginn
75 ára
Sigurður Helgason, Langárfossi,
Álftaneshreppi, er sjötíu og fimm
ára í dag. Hann verður að heiman
á afmælisdaginn.
Sveinbjörn Kristjánsson, Blesugróf
C5, Reykjavík, er sjötíu og fimm
ára í dag.
70 ára
Sigrún Gísladóttir, Víðilundi 8D,
Akureyri, er sjötug í dag.
Guðmundur Tryggvason, Sölva-
tungu, Bólstaðarhlíöarhreppi, er
sjötugur í dag.
Sigrún Dagbjartsdóttir, Miðstræti
24, Neskaupstað, er sjötug í dag.
60 ára___________________
Ólafur Guðmundsson, Garðavegi
16, Hvammstanga, er sextugur í
dag.
Haraldur Sigfússon, Barðaströnd
33, Seltjarnarnesi, er sextugur í
dag.
50 ára
Hólmfriður H. Maríasdóttir, Tóm-
asarhaga 9, Reykjavík, er fimmtug
í dag.
Sigurður Kristjánsson, Hrannar-
byggð 19, Ólafsfirði, er fimmtugur
í dag.
40 ára_______________________
Rannveig Salóme Ólafsdóttir, Ark-
arholti 11, Mosfellsbæ, er fertug í
dag.
Kristinn Sigurðsson, Krummahól-
um 8, Reykjavík, er fertugur í dag.
Guðríður Gísladóttir, Bakkaseli 6,
Reykjavik, er fertug í dag.
Guðlaugur Jóhannsson, Hrauntúni
69, Vestmannaeyjum, er fertugur í
dag.
Borgþór Guðjónsson, Hæðargerði
4, Reyðarfirði, er fertugur í dag.
iSverrir Hauksson, Bankastræti 3,
Keykjavík, er fertugur í dag.
!Ómar Þór Jóhannesson, Skaga-
jbraut 42, Akranesi, er fertugur í
'dag.