Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Page 32
t Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotiö (hverri viku greiðast 5.000 krón- þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstiórn - Augfýsingar - Áskrift - Oreifing: Símí 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988. Sigrún í for- setaframboð? Flokkurmannsinsstendurnúfyrir söfnun meömælenda meö framboði Sigrúnar Þorsteinsdóttur, 46 ára húsmóður úr Vestmannaeyjum. Sigrún var efst á lista tlokksins í Suðurlandskjördæmi í síðustu kosn- ingum. „Við ætluðum ekki að gefa út yfir- lýsingu strax,“ sagði Sigrún þegar DV bar þetta undir hana. „Við eigum eftir að sjá aðeins til áður en það verður endanlega ákveðið hvort ég fer fram.“ Ef tilskilinn fjöldi meðmælenda, 1.500 manns, safnast til stuðnings Sigrúnu og flokkurinn ákveður framboð má því búast við forseta- kosningum í sumar. _ -gse Lík skosks sjó- manns fannst í Vestmannaeyjum Skoskur sjómaður fannst látinn í hraunkambi ofan við Vestmanna- braut í Vestmanrtaeyjum í fyrra- kvöld. Kona, sem var á göngu, fann s*. líkið. Talið er að hinn látni hafi verið nýlátinn er hann fannst. Skotinn var á færeysku fiskiskipi. Rannsókn fer fram í Vestmannaeyj- um. Margir hafa verið yfirheyrðir. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að manninum hafi verið ráð- inn bani. Líkið var flutt til Reykjavíkur í gær þar sem það verður krufið. Færeyska skipið er enn í Vestmannaeyjum. Rannsókn verður framhaldið í dag. -sme Mikill hraði Alls voru saulján ökumenn kærðir vegna hraðaksturs í Reykjavík á síð- asta sólarhring. Einn ökumaður var sviptur ökuleyfi fyrir aö aka á Elliða- vogi á 133 kílómetra hraða. Tveir ökumenn voru teknir fyrir aö aka Laugaveg, vestan Snorrabrautar, á 89 og 93 kílómetra hraða. í nótt var ekið á gangandi vegfar- anda á mótum Klapparstígs og Laugavegar. Vegfarandinn var flutt- ur á slysadeild. Ökumaðurinn flúði af slysstað en náðist sex mínútum síðar. -sme Bílstjórarnir aðstoða ÉBQ&Ú senDiBíLnsTöDin LOKI Fá Bessastaðir þá ekki flokkslitinn, appelsínugulan?! „Ég vil taka það fram að það var aldrei ætlun okkar að skrifa undir samning eins og þennan enda teij- um við hann tímaskekkju. Við semjum beint við hvem og einn okkar starfsmann. Þess vegna'ber að líta á undirskrift þessa samnings sem mjög skýr skilaboð tii stjórn- valda um að taka vinnulöggjöfina til endurskoðunar því að hún er úrelt og ekki á næstunni heidur nú þegar. Ef verkfall eins og það sem nú stendur endurtekur sig gagn- vart feröamannaiðnaðinum er það gífurlega alvarlegt mál,“ sagði Kristinn Sigtryggsson, forstjóri Amarflugs hf„ í samtali við DV í morgun um undirritun nýs kjara- samnings sem flugfélagið og versl- unarmannafélögin gerðu með sér í nótt. y Kristinn sagði að vegna þess hve stöif hjá Amarflugi hf. era sérhæfð væru allir starfsmenn þess með hærri laun en þau 42 þúsund króna lágmarkslaun sem nú er farið fram á. Hann sagði að í samningnum, sem undirritaöur var í nótt, hefði verið urn 5,1% launahækkun að ræða eða sömu prósentu og var í samningsdrögunum sem felld voru 11. til 13. apríl síðastliöinn. „Það er eflaust rétt að þetta séu 5,1% hækkun fyrir Afnarflug hf. vegna þess að þeir hafa greitt það há laun. Aðalatriðiö er aö í samn- ingnum er gert ráð íýrir hærri lágmarkslaunum en við fórum fram á. Launaflokkar í samningn- um ffá í nótt eru þrír. í l. flokki veröa lægstu laun 42.750 krónur á mánuði og upp í 51.300 krónur eftir 10 ár. 12. fiokki eru launin ff á 48.100 krónum og upp í 55.048 krónur eft- ir 10 ár og í 3. flokki eru þau 53.924 krónur og upp í 65.234 krónur á mánuði eftir 10 ára starf,“ sagði Hólmffíður Ólafsdóttir, fram- kvæmdasfjóri Verslunarmannafé- lags Suðurnesja, í viðtali við DV í, morgun. Arnarflug ltf. tnun því hefia regiulegt áætlunarflug strax í dag og fer vél frá þeim til Amsterdam klukkan 13.00. I morgun var allt rólegt í flugstöðinni á Keflavíkur- flugvelli. Flugvél frá Flugleiðum hf. fór með diplómata og 6 farþega sem sluppu í gegn til Lúxemborg í morgun. Önnur fór til Kaup- mannahafnar og fengu hjón og hjartasjúklingur aö fara með þeirri vél. -S.dór Arnarflug hefur samið við verslunarmenn á Suðurnesjum og getur því flogið óáreitt. Flugleiðir sendu vélar sínar hins vegar nánast tómar utan í dag. Ingi Gunnarsson, stöðvarstjóri Arnarflugs, er við vinnu sína innan við borðið en Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, bíður átekta. Myndin var tekin í morgun er verkfallsverðir komu í veg fyrir að farþegar Flugleiða kæmust með félaginu. DV-mynd Ægir Már Kárason Veðrið á morgun: Norðaustan- átt og bjart víðast hvar Á morgun lítur út fyrir norð- austanátt á landinu. Smáslydduél verða við norðausturströndina en annars þurrt. Léttskýjað verð- ur á Suður- og Vesturlandi og í innsveitum á Norðurlandi vestra. Hiti verður á bilinu 2-5 stig norð- anlands en 6-10 stig syðra. Mikill fjöldi unglinga safnaðist sam- an í miðbæ Reykjavíkur i gærkvöldi og nótt. Að sögn lögreglu var fram- koma krakkanna til mikillar fyrir- myndar. Það var ekki fyrr enn á fjórða timanum sem unglingar fóru að tínast til sins heima. Lögregla og æskulýðsráð höfðu gert ýmsar ráðstafanir vegna þess að vitað var að krakkarnir myndu sækja í mið- bæinn og halda upp á lok sam- ræmdu prófanna. Lögreglumenn voru fjölmennari í miðbænum en endranær. Á þessar varúðarráðstaf- anir reyndi litt vegna góðrar fram- komu unglinganna. -sme/DV-mynd BG Alþingi: Vantraustið fellt Vantrauststillaga stjórnarandstöð- unnar var felld á Alþingi í gærkvöldi með 41 atkvæði gegn 22. Allir þing- menn stjómarinnar greiddu atkvæði gegn tillögunni. Forsætisráðherra sagði við um- ræðurnar að nú færu þjóðartekjur minnkandi og mætti fólk því búast við minnkandi kaupmætti. Undir það tók íjármálaráðherra og sagði að all- ir yrðu yrðu að færa fómir ef versnandi ytri skilyrði krefðust þess. Ekki bara launþegar. -SMJ Vinnuveitendur hafa Wð orð að fella miðlunar- tillöguna Vinnuveitendur eru óánægðir með að í miðlunartillögu sáttasemjara í verslunarmannadeilunni er ákvæöi um vísitöluviðmiðun 1. febrúar á næsta ári. Menn í sambandsstjórn Vinnuveitendasambandsins hafa lát- ið hafa eftir sér að fella ætti tillöguna vegna þessa. Þeir munu meira að segja hafa tilkynnt sáttasemjara um að alls óvíst sé að tillagan verði sani- þykkt hjá þeim. Aðilar innan Vinnuveitendasam- bandsins, sem DV ræddi við um þetta mál, sögðu það rétt vera að óvíst væri að tillagan verði samþykkt hjá vinnuveitendum. Bentu þeir á að ef svo færi að hún yrði samþykkt, yrði það ekki með neinni ánægju. Vinnuveitendur ætla ekki að greiða atkvæði um miðlunartillög- una fyrr en á morgun, laugardag. -S.dór Hallarekstur a ríkissjoði Hallarekstur var á ríkissjóði fyrstu þijá mánuði ársins. Jón Baldvin Hannibalsson fiármálaráðherra staðfesti það en sagðist ekki hafa nákvæmar tölur við höndina þegar DV ræddi við hann í morgun. Ráðu- néytið hefur verið að gera upp sjóðinn að undanfómu og er stefnt að því að kynna niðurstöðumar á blaðamannafundi seinna í dag. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.