Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
Sandkom
JCfólögintvö
á«\kureyri,JC
SúlurogJC
<\kureyri,hafa
í samc-iningti
sótt um aö
halda landsþing JC á íslandi á næsta
ári. Eru JC-raenn á Akureyri bjart-
sýnir á að þeir fái aö halda þingið og
er 0 allað um málið í síöasta ffétta-
blaði „JC-Akureyri“. Þar er skýrt frá
þvíaöþettaséí fyrsta skipti sera tvö
félög bjóði í saraeiningu i landsþing
og síðan segir: „Einnig er allt útlit
fyrir að þetta verði fyrsta „hjórþingið"
og er þ ví vel \áð hæfi að halda það í
námunda við stærstu bruggverk-
smiðju á íslandi". - Það virðist því
ijóst að raenn ætla að eínbeita sér að
ölinu á þessu þingi og því sé gott að
hafa verksmiðju Sana á næstu grös-
um, enda JC-hreyfmgin skipuð ungu
hressufólki.
' tilbúið
Enþaðeru
fleirienJC-
mennsem
rennahýru
augatilbjórs-
ins. Ungtpará
Akureyri opnaði veitingastaö fyrir
helgina og fara ekki leynt með að þau
„stíla inn á bjórmarkaöinn". Birgir
Torfason, sem er annar eigandi stað-
arins, sagði í viðtali í Degi fyrir helg-
ina: „Hugmyndin kviknaði þegar allt
útlit var fyrir að bjórinn yrði sam-
þykktur í þinginu. Okkur list þvi
ekki of vel á það ef alþingismenn
ætla enn að fresta afgreiðslu málsins.
Við bíðumeftirbjórnum.“-Já, það
eru ýmsir að setja sig í stellingar
áður en bjórinn kemur. Sumir, eins
og JC-menn, bíða með óþreyju eftir
að geta haldið bjórþing, en aðrir ætla
sér svo sneið af „bjórkökunni" með
sölu á þessum langþráða miði.
Höll og
byggðaröskun
ReynirAnt-
onsson „stór-
krati" á Akur-
eyriskrifar
reglulega pistla
iDagáAkur-
eyri og í síðasta pisth sinum gerir
hann m.a. að umtalsefni umsókn HSÍ
um að halda heimsmeistarakeppnina
í handknattleik á íslandi árið 1994.
Reynir kemst að þeirri niðurstöðu að
í sjálfu sér mæli ekkert á móti því
að halda keppnina á íslandi, það gæti
verið liin besta landky nning og gefið
talsverðan gjaldeyri í aðrahönd. En
Rey nir vill alls ekki að byggö verði
„monthöir1 í Reykjavík, eða stórt
íþróttahús sem er forsenda þess að
keppnin verði haldin hér á kmdi.
! KemstReyniraðþeirrigáfulegunið-
i urstöðuaðbygginghallarinnar
; myndivaldabyggðaröskunogþví
I eigumviöaðstyðjaSvíasemeinnig
nafa sótt um aö halda keppnina. Það
er skoðun Reynis að við ættum siðan
að fara á hnén og biðja S víana um
að fá að halda „tvo til þrj á undan-
riöla og annan milliriðil keppninnar
og mætti dreifa þessum leikj um um
landið." Efþetta gengi eftir, fengjum
við rétt tæplega helming keppninnar,
en ekki þá leiki sem skiptu höfuð-
máli og því sáralitlar tekj ur. Ekki
veíf ég hvort Reynir iðkar íþróttir eöa
er íþróttaáhugamaður en raunar
bendir málflutningur hans til þess
að hann ætti best heima í röðum
kvennalistakvenna.
„Staupið'
Alltákafi ísnjó
Þaövarekki
nema von að
fólkútiálands-
byggðinni
hrykkiviðá
flmmtudags- ‘
morguninn. Útvarpsstöðvamari
Reykjavík kepptust við aö flytja
fregnir af mikilli snjókomu í borginni
og var helst að skilja að allt væri að
fenna í kaf. „Sáldrari“ Sandkoma í
dag hringdi til Reykj avíkur um ld. 8
á fimmtudagsmorgun og fékk þá þær
fregnir að þar væri blindby lur og
mikil ofankoma. Tveimur klukku-
stundum síðar hringdi ég aftur til
Reylqavíkur og spurðí þá hvernig
ástandið væri. Þávarmértjáðað
jörö væri oröin auð, snjóinn hefði
„allan" tekið upp. Það færi betur fyr-
ir okkur úti á landi að snjórinn væri
svona fljótur að hverfa, en því miöur
erþaöekkisvo.
Qylli Krisljánsson
Fréttir
DV
Deila um þungaskatt vörubifreiða:
Neitar að greiða skattinn
en leggur inn á biðreikning
- sýslumaður verður að úrskurða í málinu, segir Árni Sigursteinsson á Selfossi
„Þessi skattlagning fær ekki
staöist og þess vegna greiöi ég hann
ekki til sýslumanns en legg pening-
ana þess í staö inn á biðreikning í
banka til að baktryggja mig. Ég bíð
eftir úrskurði sýslumanns í málinu
en hann hefur ekki komið enn,"
sagði Árni Sigursteinsson, vöru-
flutningabifreiöaeigandi á Selfossi,
um þungaskatt samkvæmt mæli,
sem eigendur vörubifreiöa verða
að greiða. Þetta mál er orðið hið
mesta deilumál. Stefán Pálsson lög-
fræðingur, framkvæmdastjóri
Landvara, landssambands vörubif-
reiðaeigenda á flutningaleiðum,
sagði í samtali við DV, að í kerfinu
væri vörubifreiðaeigendum vísað
með þetta mál frá einni stofnuninni
til annarrar án þess að fá nokkra
leiðréttingu.
Málið snýst um það að þunga-
skatt samkvæmt mæli skal greiða
af bifreiðum sem eru 6 tonn eða
meira. Skalinn, sem greitt er eftir,
byrjar á 6 tonnum og upp í 6,9 tonn,
þá 7 tonnum upp í 7,9 tonn og þann-
ig koll af kolli upp úr. Svo er það
að Vegagerðin setur þungatak-
markanir fyrir vegi landsins allt
árið um kring og leyfir 16 tonna
þunga á tvo öxla aö aftan en 7 tonn
á framöxul, þannig aö bifreiðarnar
mega vera 23 tonn brúttó.
Sá bifreiðaeigandi sem er meö
23ja tonna þunga verður aftur á
móti að greiða af 23900 tonnum,
þannig að greiddur er þungaskatt-
ur af 900 kílóum, sem bifreiöarnar
mega ekki flytja. Fjármálráðuneyt-
ið vísar á Bifreiðaeftirlitiö og Bif-
reiðaeftirlitið á fjármálaráðuneytið
og þannig koll af kolli í kerfinu.
„Ég er ansi hræddur um aö ef
maður kæmi með 10 lítra brúsa og
bæði um 10 lítra af vökva, myndi
hann ekki samþykkja að greiða
verð fyrir 10,9 lítra vegna þess að
einhver tilbúinn skali segir til um
að svo skuli vera,“ sagöi Stefán
Pálsson. Hann sagði mikla reiði
ríkjandi hjá eigendum vörubifreiða
á flutningaleiðum vegna þessa
máls og ekki síst þeirrar tregðu
sem gætir við að leiðrétta óréttlæ-
tiö. -S.dór
Ný rækjuvinnsla á Eskifirði: aamræma pror.
Skýtur enn styrkari stoðum
undir atvinnulíf á staðnum sérstaklega
Rækjan hreinsuð i nýju rækjuvinnslunni. DV-mynd Emil
Emil Thorarensen, DV, Eskifirði:
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. hefur
nýlega hafið rækjuvinnslu að
Strandgötu 38 hér á Eskifiröi. Meö
þessari starfsemi hefur Hraðfrysti-
hús Eskifjarðar skotið enn styrkari
stoðum undir atvinnulífið á staðnum
og aukið um leið ijölbreytni atvinnu-
greina.
Verksmiðjan sjálf var keypt frá
Noregi sl. haust en síðustu mánuði
hefur verið unnið að uppsetningu
véla og tækja auk endurbóta á því
húsnæði sem notað er undir starf-
semina. Verksmiðjustjóri er Kristinn
Aðalsteinsson.
Fjórir á rækju
Frá Eskifiröi hafa verið geröir út
Aðalsteinn Jonsson, forstjóri Hrað-
frystihúss Eskifjarðar, og Þorsteinn
Kristjánsson meðstjórnandi.
DV-mynd Emil Thorarensen
fjórir bátar á rækju sl. ár. Þeir hafa
landað rækjunni í öörum landsíjórö-
ungum með tilheyrandi óþægindum
fyrir útgerðir og áhafnir bátanna.
Tveir þessara báta, sem stundaö hafa
rækjuveiöar, eru í eigu Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar, það eru loönuskip-
in Jón Kjartansson SU og Guðrún
Þorkelsdóttir SU. Auk þeirra hafa
Eskfirðingur SU og Sæljón SU stund-
aö þessar veiðar. Núna hefur Guörún
fariö tvær veiðiferðir á rækju og
landað hér heima. Aíkastageta verk-
smiðjunnar miðað við tíu tíma vinnu
er fimm til sex tonn á dag og þar
vinna 8-10 manns. Afkastagetan
kemur þó til með að aukast eitthvað
seinna meir.
Góður tækjakostur
Gunnar Þór Gunnarsson, verkstjóri
Rækjuvinnslunnar hf. á Skaga-
strönd, sem hefur haft umsjón meö
vinnslunni hér í fyrstu, telur tækja-
kostinn afar góðan og húsnæðið
koma til með að verða mjög gott.
Honum líst því vel á framtíðina hvað
þessa nýju vinnslugrein varðar.
Helsta vandamáliö til þessa hefur
verið vatnsskortur, sérstaklega
fyrstu dagana. Mikill og tilfmnanleg-
ur skortur á vatni hefur verið á Eski-
firði sl. þrjá mánuði þannig að stór
hluti bæjarins hefur verið vatnslaus.
Hefur þetta ástand skapað mikil
óþægindi bæöi fyrir heimilin í bæn-
um svo og fyrirtækin.
Fram til þessa hafa forráðamenn
bæjarfélagsins ekki fundið neina við-
hlítandi skýringu á þessu vatnsleysi
og heldur ekki' gert neitt raunhæft
til úrbóta fyrr en í lok aprílmánaöar
aö bæjaryílrvöld samþykktu aö
leggja 6" vatnslögn frá ónotaðri
vatnsuppsprettu og koma því vatni
inn í bæjarkerfið. Nú er unnið að
þeim framkvæmdum.
„Búið er að taka stikkprufu úr
samræmda dönskuprófinu þar sem
allt viröist vera með eðlilegum hætti.
Tekin voru út próf 350 nemenda en
þetta úrtak gefur ekki rétta mynd af
útkomunni þar sem ekki er rétt sam-
‘ setning skóla í úrtakinu. Við munum
athuga dönskuprófið betur á næst-
unniþegar úrlausnir frá öllu landinu
hafa boristsagöi Hrólfur Kjartans-
son hjá menntamálaráðuneytinu í
samtali viö DV þegar hann var innt-
ur eftir því hvort niöurstaða væri
fengin um hvort samræmt dönsku-
próf hefði reynst of þungt eins og
sumir nemendur og kennarar kvört-
uðu undan. Hrólfur sagði að alltaf
væru sveiflur milli ára í útkomu
prófanna. En nú er unnið af kappi
að því að fara yfir úrlausnir þeirra
4300 nemenda sem tóku samræmdu
prófin í ár.
Varðandi mistök sem uröu í ensku-
prófinu á Norðurlandi eystra, þegar
auðar spólur voru sendar í hlustun-
arþátt prófsins, sagði Hrólfur að enn
væri ekki komin niðurstaða um
hvort truflunin hefði haft áhrif á út-
komu prófsins. Hann sagði að frá
Blönduósi hefði borist ósk um að tek-
ið yrði tillit til þess ef í ljós kæmi að
um verulega truflun hefði verið að
ræða. „Heimamenn telja að truflunin
hafi lítil áhrif haft en farið verður
yfir þessi próf sérstaklega og engir
möguleikar útilokaðir. En það yrði
mjög stórt mál ef einkunnagjöfm yröi
öðruvísi í þessum prófum. Eina leiö-
in væri líklega að fella hlustunar-
þáttinn út þannig að hann yrði ekki
reiknaður inn í meðaltal. Hins vegar
er ég ekki viss um að það kæmi sér
betur fyrir nemendur," sagði Hrólf-
ur. -JBj
Fæðingarorlof:
Urskurðar tryggingaráðs
að vænta í lok vikunnar
- mun hafa áhrif á samninga ýmissa stéttarfélaga
Úrskurðar tryggingaráðs um það
hvort Tryggingastofnun greiði
bankamönnum • dagvinnutaxta,
sem er 40 þúsund krónur á mán-
uði, í fæðingarorlofi 4., 5. og 6.
mánuðinn ef bankarnir greiða mis-
muninn, séu laun viðkomandi
hærri. Að sögn Hinriks Greipsson-
ar, formanns Sambands banka-
manna, er úrskuröar ráðsins að
vænta fóstudaginn 13. maí næst-
komandi.
í desember síðastliönum féllst
ríkiö á aö greiða ríkisstarfsmönn-
um fæöingarorlof á fuUum launum
þessa umræddu mánuði sem nú
eru að bætast við og vilja banka-
menn að það sama gildi fyrir þá,
þeir þurfi ekki að lækka í launum
við að fara í fæðingarorlof.
Þetta mun snerta fleiri stéttarfé-
lög, meðal annars Blaðamannafé-
lag íslands, eins og skýrt hefur ver-
ið frá í DV. Þess vegna verður úr-
skurður tryggingaráðs mjög mikil-
vægur. Falli hann bankamönnum
í óhag er eins víst að þetta veröi
að meiri háttar máli, þar sem ríkis-
starfsmenn munu þá einir stétta í
landinu njóta þeirra hlunninda að
halda fullum útborguðum launum
í fæðingarorlofi. -S.dór