Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Blaðsíða 38
50
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
Tarðarfarir
Svava J. Guðvarðardóttir lést 3. maí
sl. Hún var fædd 11. mars 1923. Hún
giftist ung Guömundi Birgi Valdi-
marssyni en hann lést fyrir sex
árum. Þau eignuðust fjögur börn.
Útfór Svövu verður gerð frá Bústaða-
kirkju í dag kl. 13.30.
Steinn Egilsson, Hátúni 8, sem and-
aðist fóstudaginn 29. apríl sl„ verður
jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju
þriðjudaginn 10. maí kl. 14.
Ásta Marteinsdóttir, Háageröi 41,
Reykjavík, sem andaöist 1. maí, verð-
ur jarðsungin frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 10. maí kl. 15.
Kannveig Þór verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. maí
1988 kl. 13.30.
Sigríður Gísladóttir, Esjubergi, Kjal-
arnesi, verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 10. maí kl. 15.
Jarðsett verður í Mosfellskirkju-
garði.
Sveinsína Baldvinsdóttir, Skálagerði
17, Reykjavík, veröur jarðsungin frá
Fríkirkjunni miðvikudaginn 11. maí
kl. 10.30.
Axel Smith pípulagningamaður,
Reynimel 72, verður jarðsunginn frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 10.
maí kl. 13.30.
Karl Gunnarsson, fyrrverandi bóndi,
Hofteigi, Jökuldal, Eyjabakka 30,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. maí
kl. 10.30.
Útfór Stefaníu Jakobsdóttur þernu
veröur gerð frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 10. mai kl. 15.
María Sólveig Majasdóttir, Gyðufelli
8, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju í dag, 9. maí, kl. 15.
Útfór Ingibjargar Sveinsdóttur frá
Felli, Biskupstungum, verður gerð
frá Fossvogskapellu i dag, 9. maí, kl.
13.30.
Aðaifundir
Aðalfundur Alliance Franca-
ise
Árlegur aöalfundur AUiance Francaise
verður haldinn miövikudaginn 11. maí
1988 kl. 20.30 á Franska bókasafninu,
Vesturgötu 2, (bakdyramegin). Félagar
’88 eru eindregið hvattir til aö mæta.
Venjuleg aöaifundarstörf og kosin ný
stjórn.
Andlát
Valborg E. Þórarinsdóttir húsfreyja,
Melum, Kjalarnesi, lést í Landspítal-
anum þann 6. maí sl.
Anna Katrína Þorgrímsson, fædd
Olsen, Melgerði 19, lést að morgni
laugardags í hjúkrunardeild Land-
spítalans að Hátúni 10.
Una Eyjólfsdóttir, írabakka 34, lést á
Vífilsstaðaspítala 6. maí.
Rannveig Hulda Mogensen frá Árna-
nesi andaðist á Vifilsstaðaspítala 7.
mai,
Árný Árnadóttir, Bolungarvík, and-
aðist í Landspítalanum fóstudaginn
6. maí.
Tónleikar
Tónlistarskólinn í Reykjavík
i kvöld 9. maí kl. 20.30 eru 8. stigs söng-
tónleikar í sal skólans að Skipholti 33.
Margrét J. Ponzi sópran og Sigrún Þor-
geirsdóttir sópran flytja sönglög eftir ís-
lenska og erlenda höfunda. Þriðjudaginn
10. maí eru einleiksprófstónleikar í Nor-
ræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30.
Ármann Helgason klarínettuleikari flyt-
ur verk eftir C.M. von Weber, Debussy,
Alan Hovhaness, Arthur Benjamin, Al-
ban Berg og Brahms. Vilhelmína Ólafs-
dóttir leikur meö á píanó. Tónleikarnir
eru síðari hluti einleikaraprófs Ármans
frá skólanum. Aðgangur aö tónleikunum
er ókeypis og öllum heimill.
Námskeið
Helgarnámskeið í jóga.
Helgina 14.-15. maí verður haldiö helgar-
námskeið í jóga fyrir byrjendur. Kynnt
verður hugleiðsla með aöstoð möntru,
líkamlegt jóga (asanas) og jógaheim-
speki. Markmið námskeiðsins er að þátt-
takendur öðlist innsýn í iðkun jóga auk
þess að fá hagnýta kennslu í iökun hug-
leiöslu. Leiðbeinandi í námskeiðinu, sem
skipulagt er af Samtökum Prátista, verð-
ur jóginn Ac. Vigjaneshvarananda. Nám-
skeiðið, sem stendur frá kl. 10-16 bæði
laugardag og sunnudag, verður haldiö
að Bragagötu 26a, Reykjavík. Innritun
og upplýsingar í síma 23022 og 46821.
Tilkyimingar
Vormót IR
Vormót frjálsíþróttadeildar ÍR verður
haldið þann 17. maí nk. á Laugardals-
velli og hefst það kl. 18.30. Keppt verður
í 100 m hlaupi meyja og pilta.
BORLAND
HUGBÚNAÐUR
Framleiðandi Turbo Pascal, mest selda ~ Pascal þýðanda í heimi.
Sér útgáfa fyrir Evrópu markað (tekur alla * S .. íslenska stafi) á / s / / ' , ★ Turbo Pascal ★ Turbo Prolog / j ★ Turbo Basic ★ Sidekick Plus / ★ Turbo C á ★ Superkey g / f . / // 7 . .. / m / . S TOLVU '
j IfHDIID hugbunaður j j W skrifstofutæki w “ SKEIFAN 17 . 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175
Fréttir
Skólaskákmótið:
Hannes Hlrfar náði
fullu húsi stiga
Hannes Hlífar Stefánsson sigraði
af öryggi í eldri ílokki á Skólaskák-
mótinu sem fram fór á Selfossi um
helgina. Hannes var með fullt hús,
átta vinninga af átta mögulegum. í
öðru sæti varð Þröstur Árnason
með 7 vinninga, en hann tapaöi
fyrir Hannesi. Yfirburðir þessara
tveggja pilta voru algerir því í 3.
sæti kom Rúnar Sigurpálsson frá
Akureyri með 5,0 vinninga.
í yngri flokki sigraði Helgi Áss
Grétarsson með 6,5 vinninga en
jafnir í 2. til 3. sæti voru Magnús
Örn Úlafsson frá Reykjavík og Þor-
leifur Karlsson frá Akuryeri meö
6,0 vinninga.
Þetta er í 10. sinn sem skólaskák-
mótið er haldið. Áður en að aðal-
keppninni kemur fer fyrst fram
keppni innan hvers skóla, síðan
eru haldin sýslumót, þá kjördæma-
mót og sigurvegarar úr allri þess-
ari keppni komast síðan í sjálfa
úrslitakeppnina sem er andsmótiö.
Þess má til gamans geta að Jó-
hann Hjartarson varð sigurvegari
á fyrsta skólaskákmótinu sem
fram fór 1979.
-S.dór
Friðarviðræður Israela og Palestínumanna
ísland hugsanlegur
fundarstaður?
„Hugsanlega gætu friðarviðræður
milli ísraela og Palestinumanna farið
fram á íslandi," sagði dr. Makhlouf
í samtali viö DV í gær.
Dr. Maklouf er hér á vegum félags-
ins Ísland-Palestína. Hann hélt opinn
fyrirlestur í gær um málefni Palest-
ínu en dr Makhlouf er upplýsinga-
fulltrúi PLO í Stokkhólmi.
„Það er mér mikill heiður og á-
nægja að hitta ráðamenn alls staðar
og sérstaklega á íslandi," sagði dr.
Makhlouf. í morgun hitti dr. Mak-
hlouf utanríkismálanefnd Alþingis. í
dag eða á morgun mun hann hitta
að máli Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra sem gegnir störfum
utanríkisráðherra þar sem Stein-
grímur Hermannsson er erlendis.
Aðspurður sagðist dr. Makhlouf
hafa orðið undrandi á hve íslending-
ar væru vel upplýstir um ástand
mála í Mið-Austurlöndum. „íslend-
ingar eru mjög hlutlaus þjóð í afstöðu
sinni til mála í Mið-Austurlöndum
þannig að þeir ættu að geta haft góð
áhrif á friðarviðræður þar, saman-
ber hve þeim tókst vel upp við að
halda leiðtogafundinn,“ sagði dr.
Makhlouf.
Dr. Makhlouf heldur brott af ís-
landi síðar í vikunni. -JJ
Dr. Makhlouf, upplýsingafulltrúi PLO
í Stokkhólmi. DV-mynd GVA
Nýir eigendur að Veitinga-
manninum
Nýlega urðu eigendaskipti á Veitinga-
manninum, Bíldshöfða 16, Reykjavík.
Hinir nýju eigendur eru hjónin Stefán
Jóhannsson og Ásta Tómasdóttir sem
áöur ráku kjúklingastaðinn Candis í
Breiöholti. Á myndinni eru eigendur
Veitingamannsins ásamt hluta af starfs-
fólki. F.v. Konráð Stefánsson, Ásta Tóm-
asdóttir eigandi, Guðni B. Einarsson,
Lárus Loftsson yfirmatreiðslumaður,
Stefán Jóhannsson eigandi og Jón Sölvi
Ólafsson.
Reykjavík:
Of hraður akstur
ogstútarviðstýri
Lögreglan í Reykjvík tók 50 öku-
menn fyrir of hraðan akstur á laug-
ardag og sunnudag. Alls voru fimm
teknir fyrir ölvunarakstur og níu
fyrir önnur umferðarlagabrot. Til
lögreglunnar voru tilkynntir fimmt-
án árekstrar síðasta sólarhring.
Róleg helgi var hjá lögreglu um
allt land. í Hafnarfirði þurfti lögregl-
an aö hafa afskipti af fólki vegna ölv-
unar.
-JJ
BÍLALYFTUR
2500 KG.
Höfum til
afgreiðslu strax
danskar 2 pósta bíialyftur
Hafið samband
við sölumenn
naust
BORGARTÚNI 26. SIMI 62 22 62