Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988. 49 Sviðsljós Madonna reynir leiksviðið Söngkonan Madonna er ekki búin að gefast upp á að verða fræg leik- kona þó brösuglega haíi gengið hingað til. Hún hefur leikið í nokkr- um kvikmyndum sem flestar teljast misheppnaðar og leikur hennar er Úr einu atrið leikritsins, sem Madonna leikur í á Broadway, það er Joe Mantegna sem leikur þarna á móti henni. Símamyndir Reuter Þrír af keppendum i Míss Universe fegurðarsam- keppninni, sem framferiTaipei, höfuðborg Taiwan, stilltu séruppfyrir Ijósmyndara. Frá vinstri eru Anna Margrét Jónsdótt- ir, 22 ára.frá íslandi, Bente Bruniand, 21 árs, frá Noregi og Isa- bel Bedushi, 18 ára, frá Brasilíu. Sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi Aima Ingólfsdóttir, DV, Egilsstöðum: Reyklaus skemmtun var haldin í Samkvæmispáfanum á Egilsstöðum fyrir skömmu og var hún sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Skemmt- unin var nefnilega haldin í vínveit- ingahúsi og lék hljómsveit fyrir dansi. Hófst gleðin á því að borin var fram þríréttuð máltíð fyrir þá gesti sem kusu að njóta þess að borða góðan mat í hreinu andrúmslofti og voru það nokkuð margir sem reyndu það. Að borðhaldi loknu þyrptust gestir, sem ekki reyktu, inn í húsið og stig- inn var dans í fersku lofti. Fólki fannst þetta skemmtileg nýbreytni og hafði orð á því hvað sæist vel á milli manna og barinn var alltaf sýnilegur. Best var að enginn vogaði sér að kveikja í vindlingi innandyra og sýn- ir það árangur þeirrar fræðslu, sem átt hefur sér stað á undanfórnum árum, að reykingamaðurinn tekur tilht til þeirra sem ekki reykja, að minnsta kosti í ríkara mæli en áður fyrr. Við skulum aðeins vona að framhald verði á og að reyklausar skemmtanir verði það sem koma skal. ekki talinn upp á marga fiska. Fyrsta mynd hennar þótti þokka- leg, Desperately seeking Susan, enda var hlutverk Madonnu ekki allt of stórt og krafðist ekki mikils af hen'ni. Síðan hafa komið myndir eins og Shanghai Surprise sem þótti vonlaus og Who’s that girl sem þótti ekki of góð heldur. En Madonna lætur sér ekki segjast og er nú farin að leika á sviði á Broadway. Það þykir ekki á færi nema allra bestu leikara að leika á sviði, allra síst á Broadway, svo Madonna ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. En hver veit nema leýndir leikhæfileikar leynist í henni eftir allt og það verður að gefa henni tæki- færi til þess að sanna sig (eða af- sanna). Verkið sem hún leikur í á Broadway er eftir David Mamet og ber heitið „Speed-The-Plow“. Aöal- leikarar á móti henni eru Joe Mantegna og Ron Silver. Þess má geta í framhjáhlaupi að Madonna er búin að taka upp sinn upprunalega háralit aftur og hefur því sem næst kolsvart hár. Skúli Fjalldal ræðir við islensku listakonuna Margréti Nielsen. íslensk málverkasýning í „Selinu" í Óöinsvéum Júlía Imsland, DV, Óðinsvéum: I tilefni af 25 ára afmæli Islendingafélagsins í Odense hélt myndhstakonan Margrét Nielsen málverkasýningu í Selinu. Margrét er íslensk og maður hennar, Arne Nielsen forstjóri, var fyrsti íslenski konsúllinn í Odense. Mál- verkin eru öh frá íslandi. Lástakonan, sem varð 80 ára 25. apríl sl., hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir myndir sínar og málverk en hún hefur sýnt víða um Evrópu. Margrét og Arne Nielsen eru fyrstu heiðursfélagar íslendingafélagsins í Odense. Konukvöld (Ladies night) fóstudagskvöldið D. maí Húsið opnað kl. 20 Dregið úr seldum miðum Sú heppna hlýtur ferðavinning með Arnarflugi til Hamborgar Krúttmagarnir frá Akureyri sjá um að halda iippi jjörinu. A ðgöngumidaverð með fordrykk og mat aðeins kr. 2000,- Karlmenn fá ekki inngöngu N fyrr en eftir miðnætti Það var ekki reykjarmökkur yfir þessu borði né öðrum borðum í Samkvæm- ispáfanum á Egilsstöðum þegar reyklaus skemmtun var haldin þar fyrir skömmu. DV-mynd Anna I. Brautarholti 20 Pantid bord tímanlega símar 29098 og 23335

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.