Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
7
Viðtalið
Fréttir
„Er af þeirvi
góðu kynslóð
sem verður
fertug í ár“
Nafn: Steini Þorvaldsson
Aldur: 39
Staða: Formaður Verslun-
armannafélags Arnessýslu
„Ég er af þeirri góöu kynslóð
sem verður fertug í ár, fæddur
annan nóvember 1948,“ segir
Steini Þorvaldsson, formaður
Verslmiarmannafélags Ámes-
sýslu og verslunarstjóri í vara-
lilutaverslun Kaupfélags
Árnesinga. Steini vakti atfiygli í
kjaradeilu verslunarmanna, sem
er nýafstaðin, en hann leiddi
samningana fyrir hönd verslun-
armanna eftir að Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur datt út.
„Eigum þrjá hesta“
„Hestamennskan er það áhuga-
mál sem ég sinni mest fyrir utan
félagsstörfln. Fjölskyldan er með
hesthús þar sem við eigum þrjá
hesta. Hesthúsið eigum við í sam-
einingu meö tengdamóöur minni
og mági. Alls erum við með níu
hesta í húsi. Þetta sport er fyrst
ogfremst mérogfjölskyldu minm
til ánægju en við keppum ekki.
Upp á síðkastið hefur maður ann-
ars farið allt of sjaldan á bak
vegna samningamálanna.
„Félagsmálin taka
drjúgan tíma“
Félagsmálin taka mjög dijúgan
tima. Eg var um tíma starfandi í
stjórn Þroskahjálpar á Suðurl-
andi en hætti þar fyrir þremur
árum. I verslunarmannafélaginu
hef ég veriö virkur síðan 1972 en
formaður þess í þrjú ár. Þessilota
var ströng og maður er feginn að
þetta skuli vera búið. Auk þess
er ég tiltölulega sáttur viö niður-
stöðuna. Það var gaman að vinna
með þvi fólki sem ég kynntist í
kringum samningana og sam-
staðan var góð á öllu landinu.
„Ætlum út með Lyon Air“
Steini er fæddur á Akranesi
árið 1948. Níu ára gamall flutti
hann með foreldrum sínum á
Narfastaði í Melasveit en tjórum
árum síðar flutti hann til Kópa-
vogs. „Ég stoppaði bara fipgur ár
í bænum. Þá var ég búinn að fá
nóg af stressinu og fór að vinna
á Selfossi. Það er svo miklu ró-
legra úti á landi. Ég kunni vel við
mig á Selfossi og settist þar að,"
segir Steini.
Kona hans, Sigríður Ólafsdótt-
ir, sem er verslunarmaður, er
fædd og uppalin á Selfossi. Hún
var reyndar formaður Verslun-
armannafélags Árnessýslu í þijú
ár á undan Steina. Þau eiga þtjú
börn: Ólaf sem er 21 árs nemi í
Háskóla íslands, Þorvald Inga
sem er 16 ára og yngst er 8 ára
dóttir, Kristín Laufey. En hvað
ætlar íjölskyldan að gera í sum-
arfríinu?
Við hjónin ætlum aö sjálfsögöu
að fljúga með Lyon Air til Lúxem-
borgar og keyra svo suöur til
Ítalíu meö yngsta bamið." -JBj
Offjárfesting í útgerð í fyira:
Gamall vandi effir harðæri fyni ára
Útgerðin jók fjárfestingar sínar
meira en aðrar atvinnugreinar í
fyrra. Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri sagði í ræðu sinni á aðalfundi
bankans að það hlyti aö vekja menn
til umhugsunar þegar fyrir liggur að
afkastageta fiskiflotans er svo mikil
að verulega þarf að takmarka nýt-
ingu hans með veiðikvótum. Halldór
Ásgrímsson tók í sama streng í um-
ræðum á Alþingi um vantraust á
ríkisstjórnina.
„Hjá einstaka fyrirtækjum er
eflaust um offjárfestingu að ræða en
það er ekki hægt að draga alla út-
gerðina undir sama hatt,“ sagöi
Sveinn Hjörtur Hjartarson hjá Land-
sambandi íslenskra útvegsmanna.
„Þessi aukning á fjárfestingu hefur
ýmsar skýringar. í fyrsta lagi hefur
dregið mjög úr fjárfestingu útgerðar-
innar á undanfórnum árum vegna
slæmrar afkomu. Það má því segja
að umbæturnar nú hafi verið vegna
uppsafnaös vanda. Á síðasta ári hafði
flotinn síöan eitthvað meira umleik-
is. Það er því kannski ekki óeðlilegt
að einhverjar sveiflur verði í fjárfest-
ingunni. í öðru lagi hafa verið að
koma 4il landsins að undanfornu
mjög fullkomin skip með fullvinnslu-
búnaði. Nokkur slík skip geta átt
stóran hluta í þeim rúmum 4 mill-
jörðum sem varið var til fjárfestingar
í útgerð á síðasta ári. í þriðja lagi
má benda á aö heildarfjárfestingin í
útgerðinni er um 40 milljarðar. Fjár-
festingin í fyrra þýðir því ekki nema
10 prósent endurnýjun, sem verður
að teljast eðlileg."
- Útgerðin er nú rekin með tapi,
samkvæmt útreikningum Þjóðhags-
stofnunar. Má ekki rekja eitthvað af
því tapi til fjármagnsbyrðar af fjár-
festingum frá því í góðærinu í fyrra?
Reistu menn sér ekki hurðarás um
öxl í góðærinu?
„Vissulega fylgja sumum af þeim
skipum sem komu hingað þung lán
en þau leggjast ekki flöt á alla útgerð-
ina. Þessi sömu skip eru hins vegar
fullkomin”og geta margfaldað afla-
verðmætið og eru því bæði hagkvæm
og arðbær,“ sagði Sveinn Hjörtur.
-gse
• •
TOFRAVELARNAR
TROPIC
eru sambyggðar þvottavélar og þurrkarar frá Zerowatt. Því nefnum við þær
töfravélar að frá upphafi hefur ekki ein einasta bilun komið fram í Tropic
vélunum sem seldar hafa verið hér á landi. Ótrúlegt en satt!
Nokkrir kostir:
Þvottavél + þurrkari í einni og sömu vél
(B-H-D) 60sm x 85sm x 60sm
Þvær allt að 7 kg í einu (tveir þvottar
jafngilda þremur í venjulegri þvottavél)
Þvær og þurrkar 4 kg á 60 mínútum
400-1000 snúninga
28 þvottakerfi
Engin gufumyndun
Sparneytin
mm |> n
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-68 1266