Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 10
-32 MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. IÐNREKENDUR ATHUGIÐ! Hafið þið kynnt ykkur kosti DUPLI COLOR fljótþornandi lakksins á 150 og 400 ml. úðabrúsanum? Allt sem þarf að lakka, stórt eða smátt, með hvaða lit og áferð sem er. Úti, inni, á tré, málma, gler, plast og margt fleira. Ekkert sull með pensla, dósir eða sprautu- könnur. Hægt að nota sama brúsann aftur og aftur á löngum tíma til siðasta dropa. Athugið að lakkið eyðir ekki ósonlaginu og mengar ekki. Sölumenn okkar veita fúslega allar frekari upplýsing- G.S. JÚLÍUSSON H.F Sundaborg 3, Reykjavík, s. 68 57 55 191 TILKYNNING UM LÓÐAHREINSUN Húseigendur og umráðamenn lóða í Reykjavík eru minntir á að áður auglýstur frestur til lóðahreinsunar rann út 14. þ.m. Skoðun á lóðum stendur nú yfir í hverfum borgarinn- ar. Á hreinsunardögum verður rusl af lóðum og opn- um svæðum, sem sett er á aðgengilega staði á lóða- mörkum, tekið án endurgjalds. Vinsamlegast fyllið ekki sorpílátin af þungu rusli. Reykjavík, 16. maí 1988. Hreinsunardeildin. Tæknimaður óskast Iðnaðarráðuneytið óskar eftir að ráða mann með staðgóða tæknimenntun (tæknifræði/verkfræði). - Um er að ræða fjölbreytileg störf varðandi vernd eign- arréttinda á sviði iðnaðar (einkaleyfi, iðnhönnun o.þ.h.). - Gert er ráð fyrir að viðkomandi hljóti starfs- þjálfun við erlendar stofnanir eftir umsaminn reynslu- tíma. - Samskipti við einstaklinga og fyrirtæki, sem vinna að nýjungum í atvinnulífi, og þjónustuaðila þeirra yrði ríkur þáttur í starfinu. Tengsl vió einka- leyfastofnanir erlendis koma einnig við sögu. - Við- komandi þarf að hafa gott vald á íslensku máli, Norð- urlandamálunum og ensku. Undirstöðukunnátta í tölvuvinnslu er nauðsynleg. - Gert er ráð fyrir að starfið hefjist 1. september nk. - Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. - Upplýsingar eru veittar í iðnaðar- ráðuneytinu (ekki í síma) Arnarhvoli (3. hæð) milli kl. 8 og 16 næstu daga. Iðnaðarráðuneytið. UMBOÐSMENN UM LANDALLT isœnsK gæáalramlelásla áptomtf,. (ýum, om smOimmmo. Réttarháls 2 s. 84008 & 84009 Skipholt 35 s. 31055 íþróttir Frétta- stúfar PSV bikarmeistari • PSV Eindhoven varö á finuntudagskvöldiö holienskur bikarmeistari í knattspyrnu en mátti hafe mikið fyrir því aö sigra Roda 3-2 í framlengdum úrshta- leik. Eric Gerets jafnaði tvisvar fyrir PSV í leiknum, í seinna skiptið fimm mínútum fyrir leikslok. Huub Smeets og Raym- ond Smeets höfðu komiö Roda tvisvar yfir. Á 65. mínútu var Hanssen hjá Roda rekinn af lei- kvelh og vítaspyrna dæmd á liðið en Ronald Koeman skaut í stöng! Á fimmtu minútu framlengingar- innar skoraði síðan Daninn Sör- en Lerby sigurmark PSV sem þar með sigraði tvöfalt í Hollandi og leikur til úrshta um Evrópu- meistaratitilinn við Benfica þann 25. maí. Hættir Johnston? Craig Johnston, sóknarmaöurinn snjahi hjá Liverpool, sagði í við- tah við breska blaðið Sun í sið- ustu viku að hann væri ákveöinn í aö hætta að leika knattspymu eftir þetta keppnistímabil. Jo- hnston segir að hann sé búinn að fá nóg og vilji fiytja til heimalands síns, Ástralíu. Hann var á fundi með Kenny Dalghsh, fram- kvæmdastjóra Liverpool, núfyrir helgina en hvorugur vildi segja nokkuð aö honura loknum. Hafnamenn styrkjast Ægir Már Karason, DV, Suöumesjum; Fjórðu deildar hð Hafna hefur fengið talsverðan hðsstyrk að undanfömu og er til alis líklegt í sumar. Meðal þeirra sem komiö hafe em Ari Haukur Arason, markaskorarinn úr Reyni, Sand- gerði, HQörtur Davíðsson, sem einnig kemur frá Reyni en hefur leikið með Viði í 1. deild, og Sig- uröur Friðjónsson, gamalreynd- ur markakóngur frá Neskaup- stað, sem ra.a. hefur orðið marka- kóngur færeysku 1. deildarinnar. Þjálfari Hafna og markvörður er Jón Örvar Arason, sem varði mark Víðismanna í bikarúrshta- leiknum gegn Fram sl. suraar. Selfyssingar unnu Selfyssingar urðu í efsta sæti stóm bikarkeppniimar sem lauk um síðustu heigi en þeir höfðu þá fyrir nokkm tryggt sér sigur- inn. Úrsht í síðustu leikium keppninnar uröu þessi: Afturelding- Selfoss......0-0 Njarðvík-IK...............1-2 Afturelding-Grindavík.......2-1 ÍK-Grótta.................9-1 Grindavík-ÍK..............3-2 Lokastaöan í mótinu varð þessi: Aftureld 5 2 2 1 6-7 6 ÍK 5 2 1 2 14-9 5 Grindavík 5 2 1 2 10-7 5 Grótta 5 1 2 2 7-12 4 Njarövík......5 0 1 4 3-11 1 Á 230 km hraða! Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Ung kona, sem var að verða of sein á leik Anderlecht og Kortrijk í belgísku knattspymunni um fýrri helgi, gerði vegalögreglu landsins heldur betur gramt í geöi. Lögreglan stöðvaði Benz 300, sem var á 220-230 km hraöa, eftir tíu kílómetra eftirför og svipti ungu konuna ökuleyfinu á staðn- um og skildi hana síðan eftir. Ekki höföu lögreglumennimir ekið langt þegar Benzinn fór á svipaðri ferð framúr þeim á ný! Aftur var konan stöðvuö en í þetta skipti keyröi lögreglan hana til vallarins og hún náði að sjá seinni hálfleikinn! Þarna mun hafe veriö á ferð eiginkona eins leikmanna Anderlecht. DV Oddur stefnir á ólympíulágmarkið: Hljóp á 47,12 • Oddur Sigurðsson. Texas Oddur Sigurðsson, handhafi Norð- urlandametsins í 400 metra hlaupi, náði sínum besta árangri i nokkurn tíma á sterku móti í Texas fyrir skömmu. Hann hljóp á 47,12 sekúnd- um og varð þriðji, en Bandaríkja- maðurinn Raymond Tear vann hlaupið á 44,79 sek. sem er með því besta sem gerist í heiminum. Oddur hefur sett stefnuna á ólymp- íulágmarkið sem er 46,30 sekúndur og virðist eiga ágæta möguleika á að ná því. Norðurlandametið, sem hann setti fyrir tæpum fjórum árum, er 45,36 sekúndur og það hefur enn ekki verið slegið. Oddur var með mjög góðan tíma í hlaupinu eftir 200 metra, 21,9 sekúndur. -VS Amold Muhren semur við Ajax: Hættir eftir eitt ár Arnold Muhren, hohenski larids- liðsmaðurinn hjá Ajax, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við félagið. Muhren er 37 ára gamall og segist örugglega hætta eftir næsta keppnistímabil. Muhren á enn sæti í hohenska landshöinu og miklar líkur eru á að hann leiki með því í úrshtum Evr- ópukeppni landsliða í Vestur-Þýska- landi í sumar. Hann lék með Ajax á blómaskeiði félagsins í byrjun átt- unda áratugarins, en fór síðan til Englands og sphaði lengi með Ips- wich og síðan Manchester United. -VS Handknattleikur: Hrafn kyrr í Breiðhottinu - landsliðsmarkvorðurinn leikur í 2. deildinni Hrafn Margeirssón, landshðs- markvörður IR-inga, mun leika áfram með félaginu á næsta tíma- bih. Þær sögusagnir voru á kreiki að Hrafn hygðist skipta um félag en það gekk ekki eftir. í samtali við DV sagðist Hrafn bjartsýnn á framhaldið hjá ÍR- ingum og kvað hann mikinn hug í mönnum aö koma liðinu á nýjan leik upp í fyrstu deildina. Þess má geta að Eyjólfur Braga- son hefur verið ráðinn þjálfari hjá Breiðhyltingum en hann kom einmitt Eyjamönnum upp í fyrstu deUdina nú í vor. JÖG Knattspymudómarar: Ólafur dæmir áfram í 1. deild í sumar Ólafur Lárusson, knattspyrnu- dómari, hefur ákveöið að halda áfram aö dæma og heldur því áfram í 1. deildinni í sumar. Hann haföi áður tilkynnt að hann væri hættur. „Já, það er rétt aö ég hef tekið þá ákvörðun. Ég var búinn að tilkynna að ég væri hættur dómarastörfum af persónulegum ástæðum. En mér hefur snúist hugur eftir viöræður við dómaranefnd KSÍ og formann KSÍ, og það er fyrir hans orð sem ég læt til leiðast. Eg hef farið yfir mína dag- skrá í sumar og með lítils háttar breytingum á henni og starfi mínu í sumar ætti mér að vera kleift að sinna mínum dómgæslustörfum. Ég hef gaman af því að dæma og það var ekki með glöðu geði sem ég dró mig í hlé. Nú hefur hindrunum verið rutt úr vegi og ég er tilbúinn í slaginn,“ sagði Ólafur í samtali við DV. Hann hefur á mjög stuttum tíma skipað sér í hóp bestu knattspymu- • Ólafur Lárusson. dómara landsins og þaö hefði orðið eftirsjá að honum. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.