Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. 29 Iþróttir nótið í knattspymu - SL-deild: itt jafntefli fandi hita $erðu jafntefli, 2-2, á gervigrasinu í gær sendingu inn í vítateig KR-inga. Þar var Trausti Ómarsson á auðum sjó, lék lag- lega á Stefán Arnaldsson, markvörð KR, og skoraði í autt markið, 1-0. Fjótlega eftir markið áttu Víkingar alla mögu- leika á að auka forskotið þegar Atli Helgason átti skot rétt yfir markið af stuttu færi. • Smám saman komust KR-ingar meira inn í leikinn og markið lá nánast í loftinu. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum jöfnúðu KR-ingar. Björn Rafnsson fékk sendingu við víta- teigslínuna, afgreiddi boltann skemmti- lega niður og skaut þrumuskoti í bláhor- nið, alls óverjandi fyrir Guðmund Hreiðarsson, markvörð Víkings. • Síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru mjög fjörugar og áttu bæði liðin hættuleg tækifæri. Andri Marteinsson komst einn inn fyrir vörn KR og fram- hjá Stefáni markverði en var þá kominn mjög utarlega 1 teignum. I staðinn fyrir að skjóta á markið gaf Andri knettinum fyrir en þá var Stefán kominn á sinn stað og greip knöttinn. Tveimur mínút- um fyrir leikhlé náði KR forystunni. Willum Þórsson gaf sendingu fyrir markið og þar tók Sæbjörn Guðmunds- son við knettinum og skallaði laglega í markið - sérlega glæsilegt mark, 2-1. • Síöari hálfleikur var afspyrnuléleg- ur svo að ekki sé meira sagt. Leikurinn varð þófkenndur og lítið sem ekkert markvert gerðist að undanskildu jöfn- unarmarki Víkinga sem kom tíu mínút- um fyrir leikslok. Trausti Ómarsson náði knettinum inn í vítateig KR eftir mistök í vörninni og skaut að markinu. Stefán markvörður virtist hafa hendur á knettinum en inn fyrir og í netið fór boltinn, 2-2. Þegar á heildina er litið var jafntefli sanngjörn úrslit. -JKS Hifinn hafði milcil áhrif á leikmenn“ - sagði Trausti Omarsson „Ég er mjög ánægður með að taka eitt stig á útivelli. Þegar yfir heildina er litið erum við sáttir með jafiiteflið. Eftir að við náðum forystu í upphafi leiksins fór leik- ur okkar svolítiö úr böndunum. Við urðum ef til vill kærulaus- ir,“ sagöi Trausti Ómarsson sem skoraöi bæöi mörk Víkings í leiknum á móti KR í gær. „Ég er alveg viss um að hitinn haföi mikil áhrif á leikmenn beggja liða og þá sérstaklega þeg- ar hða tók á seinni hálfleikinn. Þetta er nokkuð sem leikmenn eru ekki vanir. Okkar spil felst í stuttum sendingum en þvf miður náöum við ekki þvi spili í þessum leik. Mér líst vel á framhaldið þvf að við eigum að geta gert mun betur en í þessum ieik. Við spilum okkar heimaleiki á nýja grasvell- inum sem raun áreiðaniega reyn- ast okkur sterkur í deildinni f sumar,“ sagöiTraustiÓmarsson. -JKS • Trausti skónum i ieiknum gegn KR og skoraði bæði mörk Vikings. Láttu fara vel um þig / O /• A " í frunu. Þú átt það skilið. Edduhótel er ávallt skammt undan. Farðu Edduleiðina í sumar og þér mun líða vel. -----------EDDUKJÖR 1988-------------------------- Frá 15.-30. júní og 8.-30 ágúst býður Hótel Edda þér að gista nóttina fyrir aðeins 863.- krónur á mann í tveggja manna herbergi m/handlaug. Tilboð þetta gildir fyrir minnst fjórar nætur, sem hægt er að gista allar á einu hóteli eða eina nótt á hverjum stað. Gistingu má einungis panta með tveggja daga fyrirvara eða skemmri. Leitaðu nánari upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í síma: 25855 eða á Edduhóteiunum. Forsala hefst 16. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.