Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. 33 • Pétur Arnþórsson, Fram, og Hilmar Sighvatsson, Val, í baráttu á gervi- grasinu á (immtudaginn. Þeir og félög þeirra mætast á sama stað kl. 20 í kvöld i fyrstu umferð SL-deildarinnar. DV-mynd Brynjar Gauti ísfirðingar hættir í 3. deild: Knattspymuráðið gert upp 25. maí - leikmennirnir allir til 4. deildar liðs BÍ íþróttabandalag ísafjarðar, sem átti lið í 1. deildinni árin 1982-83, verður ekki með á íslandsmótinu í knattspymu í ár. Knattspyrnuráð bandalagsins, KRÍ, er gjaldþrota og verður gert upp þann 25. maí nk. í síðustu viku gengu allir leikmenn ÍBÍ frá félagaskiptum yfir í Badmint- onfélag ísafjarðar, BÍ, sem hefur leik- ið í 4. deild síðustu tvö árin. Lið ÍBÍ hefur því verið dregið út úr SV-riðli 3. deildarinnar og í honum verða því níu lið í sumar í stað tíu. Aðeins eitt fellur, í stað tveggja áður, vegna brotthvarfs ísfirðinga. ÍBÍ féll úr 2. deildinni í fyrra og skuldir knattspymuráðsins eftir þátttökuna í 1. og 2. deild undanfarin ár eru gífurlegar, skipta milljónum. Jóhann Torfason, sem hafði verið ráðinn þjálfari ÍBÍ fyrir sumarið, sagði upp störfum fyrir nokkm þar sem hann fékk ekki greidd laun, en nú stjórnar hann sama mannskap undir merkjum BÍ. Kvennalið ísfirðinga, sem vann sér rétt til að leika í 1. deild í sumar, fær að halda sæti sínu þar en leikur und- ir nafni BÍ. Sömuleiöis munu yngri ílokkarnir keppa fyrir hönd Bad- mintonfélagsins. Búast má við því að lið BÍ verði í fremstu röö í 4. deildinni í sumar en það fær væntanlega mikla keppni frá Bolvíkingum um efsta sætið í Vest- fjarðariðli. Badmintonfélagið verður þó aö leika sinn fyrsta leik, gegn Höfrungi frá Þingeyri þann 4. júní, án þeirra sem koma frá ÍBÍ, þar sem þeir verða ekki orðrúr löglegir. -VS Knattspyma: Samkomulag í sjónmáli - Sigurður áfram hjá Wednesday Samingaviöræður Sigurðar Jóns- sonar við forráðamenn Sheffleld Wednesday eru nú langt á veg komn- ar. Má segja að aðeins sé eftir að undirrita nýtt samkomulag sem lík- lega verður til eins árs, en Sigurður sagðist ekki stefna að lengri samn- ingi við félagið í spjalli við DV á dög- unum. Eins og fram hefur komið í DV hefur Sheffield mikinn hug á að halda Sigurði áfram hjá félaginu og það til langs tíma. íslendingurinn er enda, að sögn G.H. Mackrell ritara Sheffield, veigamikill þáttur í fram- tíðaráformum félagsins. Sigurður Jónson, sem alinn er upp í Uði Skagamanna, hóf að leika með Sheffield snemma árs 1985. Meiðsli hafa lengi aftrað honum frá því að sýna sitt rétta andlit í ensku knatt- spyrnunni. í vor hefur Sigurður hins vegar gengið heill til skógar og því tryggt stöðu sína í liðinu. Hefur hann átt hvern stjörnuleikinn í kjölfar annars, jafnan verið einn stigahæsti maður liðsins í síðustu leikjum deild- arkeppninnar. JÖG _____________________________________________íþróttir íslandsmeistaramir gegn bikarmeisturunum í kvöld: „Ekki vanir að tapa tveimur leikjum í röð!“ - „sigurinn á fimmtudag stappaði í okkur stálinu/' segir Þorgrímur „Við erum ekki vanir því að tapa tveimur leikjum í röð, eins og gerðist nú í lok Reykjavíkurmótsins, og mætum.því tvíefldir til leiks gegn Valsmönnum," sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, í samtali við DV. Framarar mæta Valsmönnum í stór- leik 1. umferðar SL-deildarinnar á gervigrasinu í Laugardal kl. 20 í kvöld. „Þaö eru alltaf hörkuleikir þegar Fram og Valur mætast og þess vegna má búast við enn einum slíkum. Við eigum harma að hefna frá þvi í meist- arakeppninni og fórum til leiksins með það í huga. Viö höfum verið í nokkurri lægð, leikið illa gegn KR og Val, og þurfum að taka okkur saman í andhtinu. Það yrði mjög góð byrjun á íslandsmótinu fyrir okkur að sigra sjálfa meistarana," sagöi Pétur. Framarar tefla væntanlega fram sínu sterkasta liði í kvöld. Kristinn R. Jónsson ætti að geta leikiö, en hann handarbrotnaði fyrir skömmu, lék hluta af leiknum viö KR á dögun- um en hvíldi gegn Val í meistara- keppninni. Allt að smella saman „Eftir brösuglegt gengi í vor og talsverð meiðsh virðist allt vera að smella saman hjá okkur á elleftu stundu," sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrirhði Vals. „Sigurinn á Fram í meistarakeppninni stappaði í okkur stálinu, en það er ljóst að leikurinn verður geysilega erfiður, Framarar koma th með að selja sig dýrt. Þetta verður án efa skemmtilegur leikur, ekki síst vegna þess aö gervigrasið býður upp á óvænt atvik, en ég vona þó að harkan verði ekki jafnmikil og á fimmtudaginn," sagði Þorgrímur. Valsmenn leika að sjálfsögðu án Guðna Bergssonar sem var skorinn upp vegna kviðslits fyrir skömmu. Þeir Vaiur Valsson, Jón Grétar Jóns- son og Ámundi Sigmundsson hafa allir átt við meiðsh að stríða, en ættu allir að geta leikið í kvöld. Hilmar í banni gegn ÍA Hilmar Sighvatsson úr Val, sem var rekinn af leikvelli í leiknum á fimmtudaginn, verður með Hlíðar- endahðinu í kvöld. Hann fer í eins leiks bann, en það tekur ekki giidi fyrr en á fostudaginn. Þar með er ljóst að hann tekur bannið ekki út fyrr en 2. júní, gegn ÍA á Akranesi. Valur mætir Leiftri á fimmtudags- kvöldið, en þar getur Hilmar leikið. -VS Innlend verksmíð hefur sannað sig bæði í gæðum og endingu. Hafðu okkur með í ráðum. SKrifstofan er opin frá kl. 09:00 til kl. 17:00 virka daga. AU meistarafélag húsasmioa SKIPHOLTI 70 - REYKJAVÍK SÍMAR: 31277 OG 36977 FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.