Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. 25 Allt að fara til fjandans hjá Lakers? - Utah Jazz sigraði aftur um helgina Allt útlit er fyrir hörkukeppni á lokasprettinum í NBAsdeildinni í bandaríska körfuknattleiknum og nokkuö hefur veriö um óvænt úrslit. Um helgina tapaði til að mynda sig- urstranglegasta liöið, Los Angeles Lakers, öðrum leik sínum gegn Utah Jazz, 96-89, á heimavelli „Jazzleikar- anna“ og er staöan nú þannig að Utah Jazz hefur unnið tvo leiki en Lakers.einn. Flestir spá Lakers sigri í deildinni en ljóst er að leikmenn liðsins verða að taka sig saman í andhtinu ef þeir spádómar eiga að ganga eftir. • Vel gengur hjá Boston Celtics, sem flestir ætla að leiki til úrslita gegn Lakers. Liðið hefur nú leikið tvo leiki gegn Atlanta Hawks og unnið þá báða. Um helgina sigraði Boston, 108-97. • Á austurströndinni er spennan ekki meiri en að það hð kemst í íjög- urra hða úrshtin sem fyrr vinnur fjóra leiki. Þar eigast við Detroit Pist- ons og Chicagoi Buhs með Michael Jordan innanborös. Um helgina léku hðin þriðja leikinn og sigraði Pistons örugglega, 101-79. Staðan er nú 2-1 fyrir Detroit Pistons. • Hinn slagurinn á austurströnd- inni stendur á mihi Denver Nuggets og Dahas Mavericks. Um helginá sigraði Denver, 107-105, og hefur Denver þá unnið tvo leiki og Dallas einn. -SK Opna spænska mótið í golfi: Ballesteros var í slæmu skapi - Mark James sigraði á 262 höggum Severiano Ballesteros frá Spáni var aht annað en ánægður með gang mála á opna spænska meistaramót- inu í golfi sem -fram fór um helgina. Ballesteros gekk mjög Ula á mótinu og reifst og skammaðist út í móts- haldara. Taldi hann völhnn í Pe- drena alltof auðveldan en samt varð hann 12 höggum á eftir fyrsta manni. Sigurvegari á mótinu varð Bretinn Mark James. Hann lék frábært golf og kom inn á 262 höggum. Átti hann í harðri baráttu við landa sína, Nick Faldo og Richard Boxall. Faldo lék síðustu holuna á tveimur höggum yfir pari og kom inn á 265 höggum Johnson meiddist í Tokýo Heimsmethafinn í 100 metra hlaupi, Kanadamaðurinn Ben Joh- snon, varð fyrir miklu áfalh á al- þjóðlegu frjálsíþróttamóti í Tokýo í Japan um helgina. Hann meiddist í keppni í 100 m hlaupinu þegar hann hafði hlaupið 40 metra og varð að hætta. Johnson, sem hlaupið hefur á 9,83 sekúndum, hefur verið óheppinn hvað meiðsh varðar undanfarið. Hann missti af mjög mörgum mótum innanhúss snemma á þessu ári vegna meiðsla og keppnin í Japan var sú fyrsta utanhúss sem var á dag- skránni hjá honum. Undirbúningur- inn fyrir ólympíuleikana hefur því farið úr skorðum öðru sinni hjá Jo- hnson. „Það var hárrétt hjá Johsnon að hætta á þessu augnabliki. Hann hefði getað meitt sig enn meira ef hann hefði haldið áfram. Hann getur nú gengið en ahs ekki hlaupið 100 metra hiaup,“ sagöi Charhe Francis, þjálf- ari Johnsons eftir aö atvikið átti sér stað. -SK en Boxah á 266 höggum. Ástrahnn Wayne RUey jafnaði vallarmetið á velhnum á þriðja degi mótsins er hann lék 18 holumar á aðeins 61 höggi. „Eg hef oft leikið betur en á þessu móti. og sérstaklega púttaöi ég iha. En ég er ánægður með sigurinn sem var mjög kærkominn,“ sagði James eftir mótið. Þegar hann var spurður um hegðun Bahesterosar sagði hann: „Ballesteros segir sínar skoðanir en allir aðrir keppéndur á mótinu hugsa líklega aht annað. Hann er á annarri bylgjulengd. Ef th vih er hann ekki vanur að tapa.“ -SK • Ben Johnson gengur út af leik- vanginum i Tokýo með hlaupaskóna í hendinni eftir að hafa orðið fyrir meiðslum i 100 metra hlaupinu. Jo- hnson á heimsmetið í greininni, 9,83 sekúndur. Símamynd Reuter íþróttir L, framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hafði ríka ástæðu til að~brosa á föstudagskvöldið þrátt fyrir að brosið hyrfi með öiiu af andliti hans á laugardaginn er menn hans töpuðu fyrir Wimbiedon í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley. Dalglish var á föstudagskvöldið kosinn framkvæmdastjóri ársins i Englandi og sést hér með glæsilegan verðlaunagrip sem nafnbótinni fylgir. Þetta er i annað skipti sem Kenny Dalgiish er kosinn framkvæmdastjóri ársins i ensku knattspyrnunni en hann hefur náð frábærum árangri með meistaralið Liverpool. Símamynd Reuter Tafelmeier náði besta heimsárangri í spjóti - kastaði 85,96 metra. Sebastian Coe kominn af stað Vestur-Þjóðverjinn Klaus Tafel- meier kastaði spjóti 85,96 metra á móti í Japan um helgina og er það besti árangur sem spjótkastari hefur náð í heiminum í ár. Fyrir þetta mót átti Einar Vhhjálmsson besta árang- urinn í heiminum, 83,36 metra. • Á mótinu sigraði bandaríska stúlkan Evelyn Ashford í 100 m hlaupi á 11,13 sekúndum, í 10 þúsund metra hlaupi karla sigraði Kenýa- maðurinn Merande á tímanum 27:40,36 mínútum og Bandaríkjamað- urinn Renaldo Nehemiah vann sigur í 110 metra grindahlaupi á 13,57 sek- úndum en heimsmet hans er 12,93 sekúndur og var sett 1981. • Breski hlauparinn Sebastian Coe, tók um helgina þátt í móti í fyrsta skipti í eitt ár en hann hefur átt við langvarandi meiðsli að stríða. Coe, sem sigraði í 1500 metra hlaupi á OL í Moskvu og Los Angeles, hljóp þá 800 metrana á 1:48,8 mínútum. -SK • Klaus Tafelmeier frá Vestur-Þýskalandi kastaði spjótinu 85,96 metra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.