Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Blaðsíða 8
30 MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. Iþróttir DV vek*u vamssouB í W } W i ý \ shpnstsáín ' . Leiftur náði í stig ' „jómfmleiknum“ - Leiftur og Akranes gerðu markalaust jafntefli að viðstöddum 1150 áhorfendum Kormákur Bragason, DV, Ólafefirði: Veðurguðimir skörtuðu sínu feg- ursta á Olafsfirði í gær þegar Skaga- menn komu í heimsókn að leika við Leifursmenn fyrsta 1. deildar leikinn í sögunni á Ólafsfirði. Sólin náði að halda þokubakkanum í hafnarkjaft- inum og áhorfendum í ljómandi skapi allan leikinn enda hefur áhugi fyrir þessum leik verið með eindæm- um um allan Tröllaskaga. Fólk streymdi hvaðanæva að úr ná- grannabyggðunum og er talið að áhorfendur hafi verið um 1100-1200 eða jafnmargir og bæjarbúar. Skagamenn hófu leikinn af krafti og pressuðu stíft fyrstu mínúturnar en þó voru það Leifursmenn sem áttu fyrsta færið snemma í leiknum. Smám saman komust Leifursmenn meira inn í leikinn sem einkenndist af mikilli baráttu. Hvorugt liðið gaf þumlung eftir en þó var allan tímann leikin drengileg knattspyrna og ann- ars ágætur dómari, Eysteinn Guð- mundsson, þurfti lítið að hafa fyrir hlutunum. Fyrsta verulega hættulega mark- tækifærið átti Leiftur um miðjan fyrri hálfleik þegar Steinar Ingi- mundarson skaut yfir í góðu færi eftir sendingu frá Herði Benónýs- syni. Hörður komst skömmu síðar í gott færi eftir einvígi viö Sigurð Jóns- son en skot hans hafnaöi í hliðarnet- inu. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik nema liðin fengu hvort sína homspyrnuna. Síðustu mínút- urnar sóttu Leiftursmenn á með gol- una í bakið. Þeir komust hins vegar ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Skagamanna og öruggum mark- verði, Ólafi Gottskálkssyni. í seinni hálfleik byrjuðu Skaga- menn undan skarpri norðangolu og voru mun meira með boltann eins og í byijun fyrri hálfleiks. Reyndar áttu Leifursmenn gott færi strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Stein- ar slapp í gegn og góða sendingu fyr- ir markið frá hægri en Hafsteinn Jakobsson hitti ekki boltann á mark- teig. A 55. mínútu skiptu Skagamenn þjálfara sínum, Siguröi Lárussyni, út af og inn kom Sigurður Harðar- son, hpur og útsjónarsamur leikmað- ur, sem setti mun meiri brodd í.sókn- arlotur Skagamnna en þeir höfðu hingaö til ekki átt eitt einasta mark- tækifæri. Það fengu þeir hins vegar skömmu síðar þegar Aðalsteinn Víg- lundsson átti gott skot úr vítateign- um eftir sendingu frá hægri en Þor- valdur Jónsson bjargaði glæsilega. Hann hélt þó ekki knettinum sem barst út í teiginn en Leiftursmenn náðu að bjarga í horn rétt áður en Haraldur Ingólfsson náði til knattar- ins. Þetta má segja að hafi verið í eina skiptið í leiknum sem Leifurs- menn sofnuðu á verðinum. Akurnesingar voru mun meira með boltann sem eftir lifði leiks en Leifursmenn beittu hættulegum skyndisóknum. Akumesingar áttu síðan síðasta færið í leiknum þegar Karl Þórðarson fékk dauðafæri eftir sendingu frá Sigurði Harðarsyni en bakvörður Leifursmanna, Guð- mundur Garðarsson, komst naum- lega fyrir skotið. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og sviðsskrekk beggja hða. Hvorugt hðið tók neina áhættu enda voru marktækifæri fá á báða bóga og segja má að úrshtin teljist sanngjörn. Enginn leikmaður skaraði framúr í þessum leik en varnir beggja hða komu sterkar út sem og markverðimir. Sigurður Haröarson var einna frískastur Skagamanna og gaman að sjá að Karl Þórðarson hefur engu gleymt í knattmeðferð. Hafsteinn Jakobsson og Halldór Guömundsson börðust vel á miðjunni hjá Leifri og á knatt- meðferð Hafsteins eftir að ylja mörg- um áhorfendum í sumar. «• Áhorfendur fjölmenntu á völlinn á Ólafsfiröi í gær og á meöal þeirra var Guöjón Þórðarson, þjálfari KA á Ákureyri, sem sést ef vel er gáð fyrir miðri mynd. Eins og sjá má í hægra horninu niðri á myndinni hefur snjó ekki tekið upp á áhorfendastæðunum. DV-mynd Gylfi Kristjánsson „Leíftur sýnd veiði en ekki gefin“ -sagði þjáifari KA Koimákur Bragason. DV, Ólafefirði: „Það er ijóst að Leifursmenn em sýnd veiði en ekki gefin. Ef þeir spila svona í sumar eins og í dag getur ekkert lið verið ömggt um stigin á móti þeim. Ég er ósáttur við leik Skaga- manna, þeim gekk iha að koma boltanum út á kantana og sam- spil sem þeir em annars þekkt- ir fyrir var sjaldnast meira en tvær til þrjár snertingar,“ sagði Guðjón Þóröarson, þjáliari KA og fyrrverandi þjálfari og leik- maður Akumesinga, í samtah við DV í gær. „Vömin hjá Leiftri er mjög sterk og Þorvaldur Jónsson er frábær markvöröur á bak viö hana en hann var einnig besti leikmaður þeirra í leiknum í dag,“ sagði Guðjón Þórðarson að lokum. „Það ætti að banna . malar- leikí“ - segir Sigurður Lár- usson, þjálfari ÍA Kotmákur Bragason. DV, Ótafefirði: „Ég er náttúrlega ekki ánægð- ur með úrshtin. Eg vil auðvitað ahtaf fa þrjú stig en úrshtin verða að teýast sanngjöm. Við bjuggumst við erfiðum leik og ég er feginn að vera búinn með Leiftur hér fyrir norðan," sagöi Sigurður Lárusson í samtah við DV eftir leikinn á Ólafsfirði í gær. „Möhn setti auðvitaö svip sinn á leikinn. Ég tel að mótiö eigi að hefjast í byrjun júní og banna ætti malarvelh í 1. deild," sagði Sigurður Lárusson. „Getum staðið í öllum liðum“ Koimákur Bragason, DV. Ólafstbrði: „Ég er í sjálfu sér sáttur viö úrshtin þó ég hefði frekar vhjað þrjú stig. Við áttum færin og bar- áttan var góð þjá mínum strákum. Þessi leikur sýnir að við getum vel staðið í hvaða hði sem er í 1. deild,“ sagði Óskar Ingimundarson, þjálf- ari Leifturs. I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.