Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988. inum gömlu félögum í Keflavik og hafði betur n er Keflvíkingurinn Grétar Einarsson. DV-mynd Ægir Már íþróttir íslandsmótið -1. deild: KR-ingar nyttu tækiferin sín fullkomlega - er þeir sigruðu ÍBK1-3 í Keflavík í gærkvöldi Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; KR-ingar gerðu góða ferð suður með sjó í gærkvöldi er þeir sigruðu Keflvíkinga 1-3 í 1. deild íslands- mótsins í knattspymu í Keflavík. Kt-ingar höfðu 1-2 forystu í hálfleik. Úr tveimur umferðum hafa KR-ingar fengið fjögur stig og lofar byijunin góðu fyrir framhaldið í sumar. Kefl- víkingar hafa hins vegar hlotiö þijú stig og geta gert miklu betur en þeir sýndu í þessum leik. KR fékk sannkallaða óskabyijun með marki á upphafsmínútunum. Þorsteinn Guðjónsson gaf laglega sendingu inn í vítateiginn á Bjöm Rafnsson sem þakkaöi fyrir með marki af stuttu færi. Þetta var annað mark Bjöms á mótinu en hann skor- aði einnig gegn Víkingi í fyrstu um- ferðinni. Markið virkaði sem vítamín- sprauta á Keflvíkinga og tóku þeir leikinn smám saman í sínar hendur, léku skemmtilega á milli sín en KR- ingar vörðust af krafti. Ekki liðu nema fimm mínútur frá marki KR er heimamenn jöfnðu metin, 1-1. Gestur Gylfason sendi knöttinn til Ragnars Margeirssonar inn fyrir vöm KR, Ragnar lék knettinum að- eins áfram og vippaði honum yfir Stefán Amaldsson, markvörð KR, sem kom hlaupandi út á móti - vel aö verki staðið hjá Ragnari. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti og héldu áfram að sækja. Um miðjan hálfleikinn átti Óh Þór Magn- ússon hörkuskot í stöng og fór um áhorfendur sem vom famir að fagna marki. Tólf mínútum fyrir leikhlé náðu KR-ingar óvænt forystu úr vel skipu- lagðri skyndisókn. Gunnar Oddsson, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, gaf knöttinn á Pétur Pétursson sem var ekkert að tvinóna við hlutina og skaut hörkuskoti af tuttugu metra færi og hafnaöi knötturinn í bláhom- inu - stórglæsilegt hjá Pétri. KR-ingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu oft góðu spili. Að sama skapi datt leikur Kefl- víkinga niður á tímabili. KR gekk á lagiö með Pétur Pétursson í broddi fylkingar sem hélt boltanum vel og átti inn á milli góðar sendingar. Lengi vel fram eftir hálfleiknum náði þó hvomgt hðið að skapa færi sem talandi er um. Stundarfjórðungi fyrir leikslok munaði htlu að Jósteinn Einarsson skoraði sjálfsmark fyrir KR er hann hreinsaði iha frá marki Keflvíkinga með þeim afleiðingum að boltinn skah í stöng. Keflvíkingar reyndu aht hvað af tók að jafna leikinn á kostnaö vam- arinnar. KR-ingar nýttu sér vel áhættu heimamanna og bættu við þriðja markinu. Pétur Pétursson lagði knöttinn upp fyrir Þorsteinn Hahdórsson sem skoraöi óveijandi fyrir Þorstein Bjamason, markvörð ÍBK, á lokamínútum leiksins. „Það er ahtaf erfltt að sækja ÍBK heim. Við vissum að þessi leikur yrði erfiður eins og raunin varð á. Seinni hálfleikur var mim skárri og við nýttum tækifærin fullkomlega í leiknum,“ sagði Ian Ross, þjálfari KR. „KR nýtti færin en við ekki. Við lékjum vel í fyrri hálfleik en ekki í þeim síðari. Ég vil nota tækifærið og þakka áhorfendum fyrir komuna," sagði Frank Upton, þjálfari ÍBK. Aðalfundur Iþróttafélagsins Fylkis verður haldinn í félagsheimil- inu við Fylkisveg fimmtudaginn 26. maí nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: LAUSAR STÖÐUR VIÐ GRUNNSKÓLA Reykjanesumdæmi: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Kópa- vogi, meðal kennslugreina heimilisfræði, mynd- og handmennt, sérkennsla, íþróttir stúlkna, tónmennt, danska og samfélagsfræði; Seltjgrnarnesi, meðal kennslugreina heimilisfræði, enska, raungreinar, smíði, leiðsögn á bókasafni og tölvufræði; Garðabæ, meðal kennslugreina íþróttir og tónmennt; Hafnar- firði, meðal kennslugreina erlend mál, sérkennsla, íslenska, saumar, heimilisfræði og íþróttir stúlkna; Bessastaðahreppi; Mosfellsbæ, meðal kennslugreina íslenska, mynd- og handmennt, erlend mál, sam- félagsfræði og verslunargreinar; Keflavík, meðal kennslugreina sérkennsla, myndmennt, heimilis- fræði, íþróttir, tónmennt og kennsla yngri barna; Njarðvík, meðal kennslugreina sérkennsla og raun- greinar; Grindavík, meðal kennslugreina kennsla for- skólabarna, íþróttir og saumar; Sandgerði, meðal kennslugreina smíðar, myndmennt og raungreinar; Garði, meðal kennslugreina kennsla yngri barna, er- lend mál, myndmennt, heimilisfræði og tónmennt; Stóru-Vogaskóla og Klébergsskóla, meðal kennslu- greina raungreinar, tónmennt og myndmennt. Stöður talkennara við grunnskólana í Reykjanesum- dæmi. Vestfjarðaumdæmi: Stöður skólastjóra við grunnskólana Hólmavík, Broddanesi og Firinbogastöðum. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana ísafirði, meðal kennslugreina íþróttir, sérkennsla, mynd- mennt, smíðar og heimilisfræði; Bolungarvík, meðal kennslugreina náttúrufræði, mynd- og handmennt og heimilisfræði; Barðaströnd; Patreksfirði, meðal kennslugreina íþróttir, smíðar og málakennsla á fram- haldsstigi; Tálknafirði, meðal kennslugreina tón- mennt; Bíldudal, meðal kennslugreina kennsla yngri barna og hannyrðir; Þingeyri; Flateyri, meðal kennslugreina danska, íþróttir og myndmennt; Suð- ureyri, meðal kennslugreina danska; Súðavík, meðal kennslugreina íslenska, erlend mál, íþróttir og hand- mennt; Reykjanesi; Hólmavík; Broddanesi og Reyk- hólaskóla, meðal kennslugreina enska, tónmennt, íþróttir og heimilisfræði. AUSTURLANDSUMDÆMI: Staða skólastjóra við Brúarásskóla. Stöður grunn- skólakennara við grunnskólana Seyðisfirði, meðal kennslugreina mynd- og handmennt, íþróttir og sér- kennsla; Eskifirði, meðal kennslugreina jnynd- og handmennt, íþróttir, danska í eldri deildum og líf- fræði; Bakkafirði; Vopnafirði, meðal kennslugreina íþróttir, raungreinar og tungumál; Eiðum, meðal kennslugreina sérkennsla; Reyðarfirði, meðal kennslugreina enska og kennsla yngri barna; Stöðv- arfirði; Breiðdalshreppi; Djúpavogi; Brúarásskóla; Fellaskóla; Hallormsstaðarskóla, meðal kennslu- greina danska, stærðfræði í eldri deildum, eðlis- fræði, samfélagsfræði og hannyrðir og við Nesja- skóla. SUÐURLANDSUMDÆMI: Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Vest- mannaeyjum, meðal kennslugreina líffræði, eðlis- fræði, danska í 7.-8. bekk, myndmennt og tón- mennt; Selfossi, meðal kennslugreina myndmennt, tónmennt og stærðfræði í 7.-9. bekk; Hvolsvelli, meðal kennslugreina íþróttir og smíðar; Hellu; Vest- ur-Landeyjahreppi; Djúpárhreppi; Stokkseyri, meðal kennslugreina handmennt, íþróttir og kennsla yngri barna; Eyrarbakka, meðal kennslugreina kennsla yngri barna; Villingaholtshreppi; Þorlákshöfn; Lauga- landsskóla; Reykholtsskóla og Ljósafossskóla. Sérkennarastaða við grunnskólana í Suðurlandsum- dæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.