Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988. Spumingin Ertu ánægö(ur) með ástand umferöarmála í Reykjavík? íris Ingimundardóttir: Nei, mér finnst að það eigi ekki aö vera skylda að vera í öryggisbelti. Pétur Ottesen: Regluiega, já. Ásta Ragnarsdóttir: Nei, alit of mikil umferð fyrir aUt of þröngar götur. Hulda Elvy: Engan veginn. Ég vil láta fjarlægja allar hraðahindranir og taka þess í stað upp gangbrautar- ljós. Sigrún Ingvadóttir: Nei, göturnar eru lélegar og of litiö af bílastæðum. Lesendur Bankaleynd í gjaldeyrissölu: Ráðherra á villigötum? Jóhann Ólafsson skrifar: Það má með sanni segja að ekki er ein báran stök í þessu þjóðfélagi okkar. Kjósendur kalla á éftirht og aðhaldssemi í öðru orðinu en í hinu ætlar aht vitlaust að verða þegar þá sjaldan það er að tekið er á málum eins og á að gera og í sam- ræmi við óskir aUs almennings. Eins og allir vita var mikið gjald- eyrisútstreymi úr bönkum í fyrri viku og varð af þeim sökum að loka bönkunum. Það vekur furðu allra að aUt í einu voru peningar tU reiðu tU að leysa út um fjórðung aUs gjaldeyrissjóðs landsmanna á ein- um degi. - Það þarf því engan að undra þótt fjármálaráðherra krefi- ist nú frekari upplýsinga um það hvaða aðUar það eru sem gátu höggvið svo stórt skarð í hinn er- lenda gjaldeyri okkar á einum degi. Það vekur hins vegar furðu fólks þegar fengnir eru tU aðUar í banka- kerfinu tU að koma fram í fiölmiöl- um og hálfpartinn víta fiármála- ráðherra fyrir að gerast svo djarfur að láta kanna máUð frekar. Síðan er þessari framtakssemi hans sleg- ið upp með fyrirsögnum á borð við: „Ráðherra á vilUgötum"! Sannleikurinn er sá að hér spUar svoköUuð bankaleynd ekkert inn í máUð og ráðherra er frjálst og raunar skylt að fá aUar upplýsing- ar um útstreymi gjaldeyris þegar svona alvarlegur hlutur gerist. Það fengnir til aö lýsa yfir t.d. að beiðni ráðherra hafi ekki borist „skrif- lega“ eða skUaboðin hafi veriö „loðin“. Stóra máUð er það að þjóð- in er gjaldeyrishungruð og gjald- miðiUinn er ónýtur og fyrr verður ekki lausn á gjaldeyrisvanda ís- lendinga, ásókn í hann og braski, en hann verður tengdur annarri erlendri mynt eins og fram kom t.d. í einu lesendabréfi í DV fyrir stuttu. En fiármálaráðherra er vel treystandi til aö vinna að því máh eins og öðrum því segja má um hann að fiármálaráðherra hefur staðið sig mjög vel í emhætti sínu frá því hann tók við því og er kannski sá ráðherra sem hvað mest er virtur af talsmönnum nú- verandi ríkisstjómar, ásamt for- sætisráðherra, sem virðisttraustur og ábyrgur stjómmálamaður í hví- vetna. - En eitt er víst, fiármálaráð- herra er ekki á viUigötum þótt hann krefiist upplýsinga um hið mikla útstreymi gjaldeyris á dög- unum. Meirihluti þjóðarinnar er áreiðanlega sammála honum í þeim efnum. Vonandi stendur hann fastur á sínu og gefur hvergi efdr. - Og ekki heldur í flugstööv- armáUnu þar sem reyna á að kúga ríkissjóð tU að greiða verktökum fyrir vinnu við þessa byggingu þótt ákveðið hafi verið að fresta frekari framkvæmdum þar. Fjármálaráðherra, sem er hvað virtastur af talsmönnum núverandi ríkis- stjórnar, ásamt forsætisráðherra, segir m.a. i bréfinu. - Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra. er einkennUegt ef bankamenn eða lausar upplýsingar hér að lútandi. einstakir bankastjórar geta þráast Fólk undrast er það heyrir og les við að gefa réttar og afdráttar- ummæU bankamanna sem eru Akraneskrakkar í banni? Sigríður Hallvarðsd. skrifar: Við höfum talað við eigendur og ViðerurahéráAkranesinokkrir spurt um ástæðu fyrir banninu, en krakkar, sem höfum verið sett i þeir gátu enga skýringu gefið aöra eins konar baxm hjá skyndibita- en þá að við þekktura krakkana staðnum Rauðu myUunni. Við er- sem ólátunum valda. - Virðist þó um afar óánægð með þetta, þar sem ástæðaneinnigveraútUtogfasein- orsök þessa banns er ekki hægt að stakUnga, en slikt er náttúrlega heimfæra á neinn sérstakan eða engmgildástæðatUaðútUokaeinn ákveðinn hóp krakka. eða annan frá viðskiptum. Að vísu skal viðurkennt að þama Við vonumst tíl að eigendur end- hefur stundum verið hávaðasamt urskoði afstöðu sína tU þessa máls af völdum krakka, en þetta er ekki og taki krakkana í sátt sem fyrst hægt að láta bitna á neinum ein- svoallirmegivelviöunaaðlokum. stökum aðUa eöa þröngum hópi. Kisa lætur Irfið í umferðinni: Sorg í Hugrún og dætur skrifa: Hvernig Uður þér, sem keyrðir yfir kisuna okkar viö bensínstöðina við NorðurfeU hinn 16. maí síðasthðinn? - Sástu ekki svartan kött á götunni? Fannstu ekki höggið, þegar vesalings dýrið skaU á bfinum þínum? Veistu, aö það var fólk sem elskaði þetta dýr, sem auk þess var kettlingafuUt? AUt þetta og miklu meira vUjum við segja þér, tU þess að þú gerir þér grein fyrir því hvað það er að valda sorg hjá saklausu fólki, hjá Utlum bömum, sem unnu kisunni sinni. ranni Finnst þér sárt að lesa þetta eða finn- ur þú tU? - Við fundum tíl er við sóttum Ukið til mannsins, sem sá þig gera þetta og keyra í burtu á ofsa- hraða. Við vUjum þakka honum fyrir að taka líkið með sér og konunni hans fyrir að láta okkur vita. Þessar Unur geta ekki lífgað hana Tinnu okkar við, en þær gætu fengið þig tU að hugsa. - Því biðjum við ykkur, öku- menn; drepið ekki gæludýrin okkar, hægiö frekar á ykkur. Hringiö í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. Af bjórþingi Gunnar Sverrisson skrifar: Þegar þetta greinarkom kemur þér fyrir sjónir, lesandi góður, er lang- tímamál og vandræðabarn háttvirts Alþingis, bjórskeiðið, á enda runniö. Lýðum er ljóst að bjórsala megi al- mennt hefiast hinn 1. mars að ári. Nú er það löngu þekkt staðreynd að á meðan nýjabrum er á einhveiju er langmest hreyfing á því og í kringum það, fyrst í stað. Það er skoðun min að eðlUega verði langmest sala á bjór fyrst í stað en jafnist svo út er tímar Uða og verði því svipuö sala á bjór þessum og öðr- um áfengum drykkjum. - Þrátt fyrir það hefði atkvæði mitt orðið nei- kvætt ef þjóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram því ég geri mér grein fyrir því, að þótt sumir kunni vel með að fara, er sá hópur í meirihluta sem fer Ula með áfenga drykki. Þess vegna hefði ég gengið glaðari frá kjörborði en ég kom, með þá vissu í huga að ég hefði ekki spUlt atkvæði mínu. Hvað um það. Enda þótt 1. mars nk. sé dagur daganna kem ég hér með þeirri hugmynd á framfæri, þar sem ekki er ráð nema í tíma sé tekið, að eitt eða tvö prósent af sölu við- komandi drykkjar verði látin renna tU einhverra þeirra mörgu mannúð- armála sem eru á döfinni hér. Það mætti þá segja að fátt sé svo með öllu Ult að ei boði nokkuð gott. Mér fyndist þetta dáUtið jákvæð lausn, ekki síst fyrir þá sem bjór- þingið hefur veriö þymir í augum. Hver framtíð þessa bjórþings verður svo á ókomnum tímum, svo og ann- arra áfengra drykkja, mun tíminn sjálfur leiða í ljós. En vera má að þar muni koma að það tilheyri sögunni að neyta bjórs eða slíkra drykkja. - Og hvers vegna ekki? Er ekki stund- um sagt að tímamir breytist og mennimir með? Það gæti einnig átt við hér. „Salan á bjór veróur langmest fyrst en jafnast svo út er tímar líða,“ segir bréfritari m.a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.