Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988.
7
_____Viðskipti
Ekki til umræðu að Jöfur
fái Cherokee og Willys
- segir Sveinbjöm Tryggvason, aðaleigandi Egils Vilhjálmssonar hf.
dv Viðtalið
Áhugamálin
eru þessi
klassísku
.........n ............................................... . 7
Nafn: Þórunn Guðmundsdóttir
Aldur: 30
Staða: Hæstaréttarlögmaður
„Tiltölulega fáar konur hafa
verið í lögmennsku gegnum tiö-
ina. Þeim er að fjölga og þá um
leið fjölgar konum sem verða
hæstaréttarlögmenn. En hvers
vegna svo fáar konur hafa farið
út í lögmennsku veit ég ekki,“
segir Þórunn Guðmundsdóttir,
nýbakaður hæstaréttarlögraað-
ur. Þórunn er önnur tveggja
kvenna sem þreyttu þriðju og síð-
ustu prófraun sina fyrir hæsta-
rétti í vikunni og stóðust þær
báðar. Aðeins flórar íslenskar
konur hafa öölast þessi réttindi
áður.
„Þetta var vinna“
Þórunn er fædd í Reykjavík 9.
júlí 1957. Hún er því þrítug en
hæstaréttarlögmenn verða að
hafa náð þeim aldri til að fá rétt-
indin.
„Þetta var vinna en mjög gam-
an. Það er gaman að vera búin
með þetta fyrst maður fór út á
þessa braut á annað borð,“ segir
Þórunn um prófraunina. En til
að geta orðið hæstaréttarlögmað-
ur þarf viðkomandi m.a. að
þreyta þrjú prófmál fyrir hæsta-
rétti.
Framhaldsnám
í Bandaríkjunum
Þórunn er stúdent fi*á Mennta-
skólanum við Hamrahhð en lauk
námi frá lagadeild Háskóla ís-
lands 1982. „Eftir að ég lauk námi
vann ég eitt sumar sem íúlltrúi
þjá sýslumanninum í Dalasýslu.
Það var mjög skemmtilegur timi.
Það er bæði skemmtilegt og gott
fólk í Búðardal.
Að dvölinni í Búðardal lokinni
fór hún til náms í Bandaríkjun-
um í einn vetur. Hún stúderaði í
Cornell University í New York
fylki þar sem hún tók próf kallaö
Masters oflaw. „Skólinn er í New
York fylki. Þar er stærsta safti
íslenskra bóka í Vesturheimi svo
hann hefur mikil tengsl við
landiö. Þegar ég var viö nára voru
um þrjátíu þúsund íslenskir
bókatitlar til í skólanum auk
flölda handrita sem geymd eru á
míkrófilmum.“
Þórunn er ógift og bamlaus en
foreldrar hennar eru Guömund-
ur Ingvi Sigurðsson hæstaréttar-
lögmaður og Kristín Þorbjarnar-
dóttir prófarkalesari. Þórunn er
yngst þriggja systkina. Bræður
hennar eru Sigurður Guömunds-
son læknir og Þórður Ingvi Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
hjá Lind hf.
Reglulega í sund
„Ahugamálin eru bara þessi
klassísku. Ég les mikið og tek þá
engar bókmenntir fram yfir aðr-
ar svo reyni ég að hreyla mig eitt-
hvaö. Ég fer reglulega í sund og
syndi þá alltaf fimmliundruö-
metrana. Auk þess fer maöur í
göngutúra og þess háttar."
-JBj
„Eg hef setið á fundum með full-
trúum Chryslerverksmiðjanna og
þeir segja þaö alveg óyggjandi að fyr-
irtækið mitt, Egill Vilhjálmsson hf.,
hafi umboð fyrir jeppana Cherokee,
Willys og aðra bíla frá American
Motors. Það er því ekki til umræðu
aö Jöfur fái umboðið þrátt fyrir að
þeir hafi gert ailt til að ná því,“ segir
Sveinbjörn Tryggvason, aðaleigandi
Egils Vilhjálmssonar hf.
Chrysler bílaverksmiöjurnar í
Bandaríkjunum keyptu bílafyrir-
tækið American Motors í fyrra en
Jöfur hf. hefur umboö fyrir Chrysler
á íslandi.
„Þó Chrysler hafi keypt American
Motors þá standa allir samningar
sem American Motors hefur gert.
Þess vegna verö ég með umboðið
áfram. Menn smella bara ekki fingr-
um og halda að hægt sé að rifta
samningum. Þetta verður þvi bara
að vera draumur áfram hjá Jöfurs-
mönnum að fá umboöiö," segir
Sveinbjöm Tryggvason. -JGH
Honda Accord Amex
til sölu
Sveinbjörn Tryggvason. „Það verður bara að vera draumur Jöfursmanna
að fá umboðið."
Árgerð 1987, 4 dyra, ekinn 16.000 km. Billinn er sérstaklega vel
með farinn, með sóllúgu, útvarpi m/segulbandi og grjótgrind.
Góðir greiðsluskilmálar
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, afml 681200. balnn
sfml 84060.