Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 32
s R T A F E Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í sima 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið ( hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ~-----;- FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988. Ingyi Hvafn skrifar bók: Arin mín hjá sjónvarpinu Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri sjónvarpsins, hefur ákveðiö að gefa út bók um störf sín á sjónvarpinu. Fijálst framtak hefur gert samning við Ingva Hrafn um útgáfu bókarinnar. Ingvi Hrafn mun greina frá við- burðaríkum og oft stormasömum tímum í fréttastjórastólnum á hisp- urslausan og opinskáan hátt. Bókin verður umfjöllun um menn og mál- efni en jafnframt skýring Ingva Hrafns á þeim atburðum sem leiddu til þess að hann var leystur frá störf- uip í apríllok. í samtali við DV í morgun sagði Steinar J. Lúðvíksson, ritstjóri hjá Fijálsu framtaki, að hugmyndin 'j^hefði komið upp fyrir nokkrum dög- um. „Hún kviknaði eiginlega af sjálfu sér nýlega. Ingvi Hrafn hefur frá mörgu skemmtilegu að segja en þetta er ekkert hefndaruppgjör af hendi hans,“ sagði Steinar. Stefnt er að því að bókin komi út fyrir jól. -StB Blaðburðardrengur: Rændur um - miðjan dag Blaðburðardrengur var rændur í Hafnarstræti um miðjan dag í gær. Tveir unglingsdrengir, 14 til 15 ára, rændu peningum af blaðburðar- drengnum. Eftir ránið lögðu þeir á flótta. Lögreglan náði þeim í Skugga- hverfi skömmu síðar. Drengirnir tveir hafa áður komið við sögu lögreglu vegna aíbrota. Tvær unglingsstúlkur, á svipuðum aldri og drengirnir, voru teknar fyrir að hnupla úr verslun á Laugavegi í gær. Svo heppilega vildi til að tveir menn úr rannsóknardeild lögregl- unnar voru nærri þegar stúlkurnar voru teknar fyrir þjófnað. -sme Eldur í Heiðmöik Slökkviliö var kallað út í gær vegna elds sem logaði í Heiðmörk. Slökkvi- starf gekk mjög vel. Fullvíst er að eldurinn hafi kviknað út frá sinu- LOKI Ólafí Þ. þykirgreinilega ríkis- stjórnin brugga vont öl. i burðarliðnum i n Það komst skriður á viðræður ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum í gærkvöldi. Toppfúndur krata ákvaö í gær- kvöldi að setja það sem skilyrði að ekki yrði hróflað við rauðu strik- unum í júlí. Ákvörðun um nóvemb- erstrikið yrði frestað. Þorsteinn Pálsson gekkst inn á þá kröfu. Jón Baldvin Hannibals- son og Þorsteinn reyndu síðan í nótt að stunda kaup við Steingrím en Framsókn hefur lagt þunga áherslu á afnám rauðu strikanna. Þessi kaup gætu oröið þeim dýr. Steingrímur gerir kröfu um afnám lánskjaravísitölu af skammtima- lánum og aihám vaxtafrelsis, ákvöröun um vexti og vaxtamun verði flutt í Seðlabankann. Það er ekki teljandi andstaða meðal forraannanna um að setja bráðabirgðalög á þá hópa launþega sem ósamið er við. Um miöja viku þrýsti verkfall í álverinu á slík lög. Þau skilaboð korau hins vegar inn á borð ríkisstjórnarinnar að slíkura lögum yrði ekki hlýtt. Formennim- ir ýttu því álverinu til hliðar. Sér- stök lög á starfsmenn þess verða ekki sett. Þeir mmiu liins vegar fá á sig lög eins og aðrir þeir sera era með lausa samninga. Meiri líkur eru á aö fóst krónutöluhækkun verði látin ganga upp stigann en að prósentuhækkanir Akureyrar- samninganna verði notaðar. Yfir- vofandi lagasetning varð til þess ogvexti aö ríkissáttasemjari frestaði flmdi í álversdeilunni í nótt en til stóð aö halda honum áfram í alla nótt og allan dag. Kröftir Steingríms um afnám vaxtafrelsis og lánskjaravísitölu mæta harðari andstöðu sjálfstæðis- manna en krata. Jón Baldvin hefur hins vegar verið tilbúimi að sam- þykkja afnám lánskjaravísitölu á styttri lán, allt aö 18 mánaða. Annað sem rætt hefur verið um veldur minni deilum; hækkmi bindiskyldu bankanna, skyldu- kaup verðbréfasjóðanna á ríkis- skuldabréfum, hert verðlagseftir- lit, hækkun tryggingabóta og fryst- ing annarra liða fjárlaga en launa- liða. Þá eru þrjár nefndir í burðar- hðnum; vegna hröðunar búhátta- breytinga, afnáms atvinnuskiptra fjárfestingarlánasjóða og Jöfnun- arsjóðs. Um önnur smærri atriði er ágreiningur. Frarasókn gerir kröfu um 80 milijónir í Framleiðnisjóö til þess að greiða niöur útflutning á kindakjöti. Kratar vilja 50 milljónir í Jöfnunarsjóð. Ekki er mikill ágreiningur uin 200 milljón króna aukið framlag í Byggðasjóð enda er Þorsteinn búinn að heimila slíkt Stjórnin þarf einungis að staðfesta það. Þá eru línur enn óskýrar varð- andi með hvaða hætti reynt verður að draga úr erlendum flárfesting- arlánum. -gse Olafur Þ. Þórðarson: 4 Hættur stuðningi við 4 stefnu stjórnarinnar - mætti ekki á þingflokksfund í gær „Eg er hættur stuðningi við stefnu þessarar ríkisstjórnar. Ég neita að taka þátt í þeirri stefnu sem leggur undirstöðuatvinnuvegina í rúst og stefnir að þjóðargjaldþroti. Ég til- kynnti flokksmönnum mínum það þegar stjórnin greiddi atkvæði um hversu há gengisfellingin ætti að verða án þess að hafa nokkur gögn í höndunum um hvaða áhrif hún hefði á helstu þjóðhagsstærðir. Ég mætti því ekki á þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær,“ sagði Ólafur Þ. Þórðarson. Þú segist vera hættur stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Hefurðu trú á að Eyjólfur hressist? „Þegar menn eru það blindir að þeir voru nær allir að hlaupa úr landi áður en þjóðin reif þá úr bólinu þá er erfitt að trúa því að þeir geti ráðið við vandann." Þorsteinn Páisson hefur sagt að líf ríkisstjórnarinnar ráðist í dag, ekki verði beðið lengur með aðgerðir? „Það væri vel ef Þorsteinn Pálsson væri vaknaður. Mér þætti hins vegar merkiiegt ef þeim tækist að sjóöa þennan pakka saman fyrir maflok miðaö við það verklag sem þessi stjórn hefur viðhaft," sagði Ólafur. -gse Hjá Hamrakjöri í Stigahlíð gerði maður nokkur sér lítið fyrir og hélt grill- veislu fyrir hvern sem vildi í gær. Þó hlýindin væru ekki þau sömu og fyrr í vikunni virtist matarlyst fólks vera í góðu lagi og handagangur í öskjunni við grillið. DV-mynd KAE Hvrtasunnuhelgin: Straumurinn liggur líklega í Þjórsárdal Flest tjaldstæði á landinu verða lokuð um hvítasunnuhelgina. Tjald- stæði verða þó opin við Skriðufell í Veðrið á morgun: Urkomulaust norðanlands A morgun verður sunnanátt um land allt, víða stinningskaldi sunnan- og suðvestanlands. Rign- ing verður um sunnanvert landið en að mestu úrkomulaust norð- anlands. Hiti verður á bilinu 3-8 stig. Þjórsárdal en lokuð á öðrum stærri stöðum. Þaö má því fastlega búast viö að straumurinn liggi í Þjórsárdal- inn. Öll tjaldstæði í Borgarfirði verða lokuð, þar á meðal í Húsafell og á Geirsárbökkum. Lögreglan í Borgar- firði gaf DV þær "pplýsingar að vel yrði fylgst með að engin tjöld yrðu á almenningstj aldstæöum. Á Þingvöllum og Laugarvatni eru tjaldstæði bönnuð um hvítasunnu- helgina. í Þórsmörk eru engin al- menn tjaldstæði opin og þurfa þeir sem ætla inn á svæðið að sýna skrif- legt leyfi fyrir gistingu í skála tfl að fá aðgang. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið fengin þjóðvegalögreglunni tfl aðstoðar við þjóðvegaeftirlit. Lög- regla verður í nánu samstarfi við Bifreiðaeftírlitiö. Þá leggur lögregla áherslu á að fylgjast með umferðinni á Suðurlands- og Vesturlandsvegi en þar er mikið umferðarstreymi. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.