Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. MAl 1988. 15 Ráðherrabifreiðir 70% af dánarbótum sjómanns? Tildrög þess að ég skrifa þessa grein eru ummæli formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Guð- mundar Hallvarðssonar, á baráttu- degi verkafólks, 1. maí, á Lækjart- orgi. Þar komu fram alvarleg tíð- indi varðandi stóraukna slysatíðni sjómanna. 1986 slösuðust rúmlega 500 sjómenn og nærri 600 1987 en starfandi sjómenn eru nú um 5000. Því mun láta nærri að 9. hver sjó- maður hafi slasast á sl. ári sem er 19% aukning frá árinu áður. í framhaldi af þessum orðum, sem eru^önn, hef ég velt því fyrir mér hve lítils menn meta sjómannslífið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands, sem hefur reikn- að slysatryggingabætur (dánar- bætur) skv. 172. gr. siglingalaga fyrir tímabilið 1.04. til 30.06 1988, voru ekknabætur 788.045,- kr. Þess- ar bætur miðast við að viðkomandi sé einhleypur. Sé viðkomandi hins vegar giftur bætast við þessa upp- hæð 306.462,- kr. Þetta sýnir þær smánarbætur sem eftirlifandi fjöl- skyldum eru greiddar þegar fyrir- vinnan hverfur í djúpið. Ekknabætur Ef menn setjast niður og hugsa svolítið um þessar ekknabætur þá held ég út frá minni sannfæringu að það sé aldrei hægt að meta líf eins sjómanns til fjár. Hins vegar vekur það furðu hjá manni að ef við tökum samanburð á skipi og farmi þá fær útgerðarmaður og útflytjandi tjón sitt bætt að fullu. Til skýringar: Tryggingarmat skips 100 milljónir, söluverðmæti (30 milljónir) + farmur 100 milijón- ir. Samtals 200 miUjónir sem þessir 2 aðilar fá í sinn hlut á meðan ís- lensk lög tryggja sjómannsfjöl- skyldunni smánarbætur, aðeins 788.045,- kr. sem er óþolandi í svona siðmenntuðu þjóðfélagi. Á meðan aka ráðherrar á doUarabUum sem. KjaUaiinn Jóhann Páll Símonarson sjómaður eru langt á aðra miUjón stykkiö. TU fróöleiks langar mig að upp- lýsa menn um hvað þetta kerfi er fáránlegt að mínu áUti. Tökum dæmi um börnin sem misst hafa einhieypan fóður sinn í sjávar- háska eða af slysfórum. Þau fá ekki nema hálfar bætur. Eiga þessi börn þá ekki nema hálfan fööur? Sé hins vegar um böm í vígðri sambúð að ræða fá þau fuUar bætur. Það er þjóðarskömm að mismuna börn- unum. Tökum hina hhðina varðandi ekknabætur. Dæmi: Kona sem er 37 ára fær ekknabætur í 3 ár. Sé ekkjan 45 ára eða eldri fær hún ekknabætur í 6 ár. Vita menn hvers vegna? Það er miðað við að hún sé lengur aö ganga út en ekkjan sem er 37 ára. Með þessu er verið að aldursgreina ekkjur sem eiga um sárt að binda. Hjá Ufeyrissjóði sjó- manna er um tvenns konar skilyrði að ræða: að ekkjan sé 35 ára og hafi verið gift í 5 ár en það eru aUt- af greiddir 12 mánuður. í ööm lagi feUur réttur til makaUfeyris niður ef maki gengur í hjónaband á ný en tekur aftur gjldi ef því er sUtiö, án réttar til lífeyris. Hjá lífeyris- sjóði sjómanna vom 202 makalíf- eyrisþegar 1. des. 1987 á móti 181 makaUfeyrisþega frá 1. des. 1986 sem er aukning um 21 ekkju á einu ári. Börn sem fengu greiddan líf- eyri frá 1. des. 1987 vom 192 á móti 193 1. des. 1986, sem sagt fækkun um 1 bam. Lífeyrisgreiðslur Nú er svo komið að ef ekkert verður aðhafst í þessum málefnum sjómanna stefnir þaö lífeyrissjóði sjómanna í hættu. Á máU þessu em tvær hliðar. í fyrsta lagi em greiðslur þessar ófuUnægjandi, í öðru lagi þrátt fyrir lágar upphæð- ir stefna þessar greiðslur lífeyris- sjóði sjómanna í hættu vegna þess að 511% af greiðslu sjóðsins á sl. ári fóm í örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri sem er í rauninni tvíþætt. í fyrsta lagi skertar lífeyr- isgreiðslur til sjómanna og í ööm lagi vaknar sú spurning hvort ekki eigi að kynna sér verð á slysatrygg- „Tökum dæmi um börnin sem misst hafa einhleypan föður sinn í sjávar- háska eða áf slysförum. Þau fá ekki nema hálfar bætur. Eiga þessi börn þá ekki nema hálfan föður?“ Slysatryggingabætur skv. 172. gr. sigHngalaga Hagstofan hefur reiknað slysatryggingabætur skv. 172. gr. siglingalaga fyrir tímabilið apríl til júní 1988, og eru þær sem hér segir: 1/1 1988- 1/4 1988- 31/3 1988 30/6 1988 krónur krónur Dánarbætur a. greiðsla við andlát 743.439 788.045 b. til viðbótar sreiðslu skv. a. lið 289.115 306.462 „Þetta sýnir þær smánarbætur sem eftirlifandi fjölskyldum eru greidd ar,“ segir m.a. í greininni. ingu á hinum frjálsa trygginga- markaði til þess að geta staðiö við þær skuldbindingar sem sjóðnum ber skylda til. En ríkisvaldiö hefur séð sér leik á borði og komið greiöslum þessum inn á lífeyrissjóð sjómanna. En það er kaldhæðnislegt aö vita til þess að ekki er hægt aö fá ná- kvæmar tölur út af slysaskrám sjó- manna hjá Tryggingastofnun ríkis- ins vegna innanhússvandamála hjá stofnuninni sem mér fmnst sjó- mannasamtökin í heild ættu að kreíjast skýringar á. Engin breyting En hver er niöurstaðan á hinu háa Alþingi varðandi siglingalög þar sem lög varðandi slysabætur sjómanna eru á bls. 29, grein 172. Það hefur engin breyting orðið á. Það kom fram í þætti á sunnudags- morguninn 8. maí á Bylgjunni hjá Sigurði G. Tómassyni þar sem mættir voru í viðtal Össur Skarp- héðinsson og Víglundur Þorsteins- son. í viðtalinu sagöi Össur Skarp- héðinsson aö verið væri aö semja um taxta sem enginn fengi borgað eftir en þessir taxtar eru hins vegar notaðir sem viðmiðun við útreikn- inga á lífeyri. Því er ég honum sam- mála. Þá vaknar sú spurning hvort veiklunda atvinnurekendur gætu ekki hækkaö grunnlaunin það mikið að viömiðunin við útreikn- inga á lífeyri yröi viðunandi. Eitt vil ég taka fram að ekki má gleyma þessmn þingmönnum, þá sérstak- lega Svavari Gestssyni og Geir Gunnarssyni fyrir tillögu til þings- ályktunar um réttindi farmanna sem tók ekki langan tíma að koma fram. Ennfremur kærar þakkir til Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Alþýðubandalagsins, ásamt hluta Kvennahstans og einum aðila Borgaraflokksins, Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, varðandi frum- varp til laga um almannatrygging- ar no. 67 1971 sem mætti laga en er samt gott mál. Sem sjómaður vil ég þakka sér- staklega þingmönnum Alþýðu- bandalagsins fyrir vel unnin störf í þágu sjómanna varðandi trygg- ingamál og atvinnuöryggi þó að ég sé ekki alþýöubandalagsmaður en mér er frjálst að kjósa þá aðila sem mér finnast hafa staðið sig best gagnvart sjómönnum sem ég mun gera í framtíðinni. Að lokum. Eitt er mér minnis- stætt í þessu þjóðfélagi að undan- fomu. Það er umræðan um aht tap- iö sem skiptir mihjörðum sem þjóð- in verður að borga úr sínum vasa. Ef tekin eru þrjú dænú: Útvegsbankinn 1000 milljónir Flugstöð 1000 milljónir Skreiðin 1000 milljónir Samtals 3000 milljónir Þetta er svipað og ef V% flotinn mundi farast. Á meðan eru sjó- mannsfjölskyldunni og afkomend- um hennar greiddar smánarbætur þegai fyrirvinnan hverfur í djúpið eða aðeins kr. 78.045,- Jóhann Páll Símonarson Grásleppuhrogn og gjaldeyrisskortur I umræðum undamarið um miklar birgðir grásleppuhrogna hefur aldrei komið fram hvers vegna þessar birgðir eru hér í landinu. Framleiðsla ársins 1986 seldist upp og að mestu leyti til útlendra kaup- enda. í byijun árs 1987 spruttu upp niöurlagningarverksmiðjur og menn frá þeim buðu veiðimönnum bindandi samninga, fríar tunnur, salt og hærra verö. Veiðimenn máttu ekki selja til annarra enda ekki áfjáðir í það. Þetta voru kosta- boð. Það er skemmst frá að segja að margir létu glepjast af þessum gylliboöum verksmiðjanna. Afhentu markaðinn á gullfati Útflytjendur, sem höfðu samið um fast verð til kaupenda erlendis, urðu að hækka verðið til að geta gert eins vel við sína karla eins og verksmiðjumar gerðu. Ekki nóg með það, þaö var hægt að selja meira út af hrognum 1987 en gert var. Þar afhentum við Kanada- mönnum markað á gullfati því auð- vitað sneru erlendir kaupendur sér þangað. Hrognin voru ekki fól héð- an, þau lágu í geymslum verk- ’smiðjanna og þar safna þau vöxt- um afurðalána, nú þegar ný grá- sleppuvertíð er hafm. Það virtust vera nógir peningar th þegar verið KjáUarirui Sigrún Bergþórsdóttir, húsmóðir og söiuaðili grásleppuhrogna var að bjóða körlunum fríar tunn- ur, salt og hærra verð. Til hvers eru vinnslustöðvar aö safna birgðum þegar vertíð er ár- viss? Allir vita að hráefni versnar við geymslu og við búum ekki til gómsætan kavíar úr þráum hrogn- um. Auðvitað viljum við fullvinna okkar vöru en það þýðir ekki að vera með neina óstjórn og það er min skoðun að stjórnvöld þurfl að fylgjast vel með öllum markaðs- málum og grípa inn í þegar óstjórn og vitleysa koma upp eins og gerð- ist í fyrra með sölu á grásleppu- hrognum. Það er vonlaust að ætla að demba á erlendan markað miklu magni af kavíar í einu, slíka mark- aði verður aö vinna upp á löngum tíma. Til þess að selja vöru verðum við að hafa kaupendur sem eru fll- búnir að kaupa. „Og hvað skyldi svo verða um þessar 9.000 tunnur sem eru til í landinu frá í fyrra og hver fær að borga fyrir þær þegar þeim verður hent?“ „Við höfðum áður 80% af heimsmarkaði i þessari grein, nu höfum við 40%,“ segir greinarhöfundur m.a. - Útbúnaður fyrir hrognavinnslu hef- ur sífellt aukist. Hrognaskilja er eitt þeirra tækja sem tekið var í notkun. Sprengdu upp verðið Nú á þessu ári, 1988, eru veiði- menn, sem hafa stundað grá- sleppuveiðar um áraraðir, hættir. Þeir hafa ekki markað, seldu verk- smiðjum í fyrra alla sína fram- leiðslu. Við höfðum áður 8o% af heimsmarkaði í þessari grein, nú höfum við 40%. Þessu höfum við tapað vegna óstjórnar og fíflagangs hér heima og erum á góðri leið með að gefa það allt frá okkur. Það voru stjórnendur verksmiðj- anna sem sprengdu upp verðið og eru ábyrgir fyrir öllum þeim birgð- um sem til eru í landinu af fram- leiðslu 1987. Það hefði verið æski- legra að snúa dæminu við og flytja út 15.000 tunnur og vinna úr 8.000 hér heima, þá hefði ef til vill verið hægt að búa til kavíar úr nýsöltuð- um hrognum árið 1988. Og hvað skyldi svo verða um þessar 9.000 tunnur sem eru til í landinu frá í fyrra og hver fær að borga fyrir þær þegar þeim verður hent? Viðskiptahalli og gjaldeyris- skortur orsakast að miklu leyti af svona vinnubrögöum í sölu á vöru frá landinu. Við skulum athuga það, aö um leið og við aukum við skuldirnar töpum við sjálfstæði okkar. Skuldugt fólk er ekki sjálf- stætt, það sama gildir um þjóðir. Sigrún Bergþórsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.