Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988.
11
Útlönd
Málað í tilefni
komu Reagans
Sovéskir verkamenn eru nú önn-
um kafnir viö aö malbika götur,
gróðursetja tré og mála hús, allt
vegna komu Reagans Bandaríkja-
forseta og fylgdarliös hans til
Moskvu í lok mánaðarins.
Sérstaklega er snurfusað um-
hverfis heimih bandaríska sendi-
herrans þar sem bandarísku for-
setahjónin munu búa meðan á
heimsókninni stendur. Banda-
rískir málarar hafa verið að verki
innandyra og í garðinum umhverf-
is húsið hafa Sovétmenn unnið að
viðgerðarstörfum. „Það er jafnvel
hætta á að maður verði sjálfur
málaður ef maður stendur kyrr
lengur en fimm mínútur,“ sagði
eiginkona bresks sendiráðsstarfs-
manns í gamni á dögunum.
Nixontorgið
Nálægt Kreml, þar sem Reagan
forseti og Gorbatsjov Sovétleiðtogi
munu ræðast við, hafa verkamenn
verið að leggja síðustu hönd á end-
urlagningu vegar sem liggur að
Borovitsky hliðunum. Þegar Nix-
on, fyrrum Bandaríkjaforseti, var
þama á ferð 1974 til að hitta
Brésnev var einnig tekið til hend-
inni á þessum slóðum og
Moskvubúar köliuðu staðinn enn
þá Nixontorgið.
Búist er við þúsundum frétta-
manna til Moskvu í tilefni leið-
togafundarins og þar sem miðstöð
þeirra verður hefur nýlega verið
komið fyrir hægindastólum frá
Spáni og raftæknibúnaði frá Vest-
ur-Þýskalandi.
Segja má að allir væntanlegir við-
komustaðir Bandaríkjaforseta fái
einhvers konar andhtslyftingu. Þó
svo að viðgerðir geti takið óhugn-
anlega langan tíma í Sovétríkjun-
um er allt gert, sem mögulegt er,
til þess að öllu verði lokið í tæka
tíð. Nemendum í skóla nokkrum,
sem Nancy Reagan mun ef th vih
heimsækja, var gefið frí fyrir
tveimur vikum um óákveðinn tíma
svo þeir hafa líklega ástæðu th að
fagna komu forsetans.
Fornir meistarar
Sovétmenn eru fornir meistarar
í algjörum breytingum á svip-
stundu. Þegar Katarína mikla
sigldi niður Dnjeprána árið 1787 fór
hún fram hjá þorpi sem komið var
upp á mettíma. Það samanstóð hins
vegar allt úr fólskum húsgöflum.
Þegar Nixon var á ferð voru gamlar
byggingar á leiðinni frá flugvelhn-
um inn th borgarinnar jafnaðar við
jörðu og nýjar reistar nánast á
einni nóttu, aö því að sagt er.
Það er svo sem ekkert óvenjulegt
að viðgerðir utandyra fari fram á
vorin en þær hafa aldrei gengið
jafnhratt fyrir sig, sagði Moskvu-
búi nokkur. Það hefur nefnhega
aldrei verið neitt leyndarmál að
sovéskir verkamenn taka lífinu
með ró.
Eftir tíu ár
Reagan Bandaríkjaforseti er
sagður hafa gaman af brandaran-
um þar sem segir frá sovéskum
sölumanni sem tjáði viðskiptavin-
inum að bílhnn hans yrði tilbúinn
th afhendingar eftir tíu ár. „Um
morguninn eða kvöldið?“ er við-
skiptavinurinn sagður hafa spurt.
„Hvaða máli skiptir það úr því að
það er eftir tíu ár?“ spurði þá sölu-
maðurinn. „Pípulagningamaður-
inn kemur um morguninn," svar-
aði þá hinn um hæl.
Þetta þykir útskýra hvers vegna
íbúar þeirra gatna sem Reagan ek-
ur um eru litnir öfundaraugum.
Verkamaður i Moskvu athugar hvort öryggislinan sé ekki i lagi áður
en hann tekur til við að mála turna á kirkju sem liggur nálægt heimili
bandaríska sendiherrans. Reagan Bandarikjaforseti og Nancy kona
hans munu dvelja þar meðan á leiðtogafundinum í Moskvu stendur.
Símamynd Reuter
PRTOOM^
HJÓLHÝSI - FARANGURSVÁGNAR - BÁTAVAGNAR
SÝNING Á MORGUN, LAUGARDAG, KL. 10-16
Verð aðeins
kr. 199.000,- stgr.
/nanni 1fl ’flflX^
(gengi 18.5. ’88)
• Tveggja hellna eldavél • Svefnpláss ffyrir 3-4 •
Rafmagnsvatnsdæla og vaskur • Vatnstankur •
Gluggatjöld • 3 inniljós og rafkerfi • Fíberglass
yfirbygging • Galvaniseruð grind • Stór dekk •
Sjálfvirkar bremsur í beisli • Handbremsa, nefhjól
• Flexitorafjöðrun • Demparar • Léttbyggt og
hentar aftan í alla bíla • Þyngd 600 kg • Góðir
skápar
Fólksbílakerra með segli og
fullum Ijósabúnaði - Gott tæki til allra
flutninga - Burðargeta 400 kg. Verð
aðeins kr. 46.000,-
----------Bátavagnar með öllum búnaði fyrir mis-
Farangursvagnar með Ijósum - þyngd munandi stærðir af bátum. Verð kr.
aðeins 100 kg. Verð kr. 39.900,- 58.000,-
VELGAB0RG ÍÍ?J!HnÁLSI 2 SÍM183266-686655