Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988.
Sandkom
Þaökomíliós
ísólinniog
góðaveðrinui
Reykjavíkí
gairniörgunað
lögin um Ijósa-
notkun biireiöa
' getaverið
nokkuð tvíeggja. Undirritaöur er lög-
hlýöinn með albrigðum og heftir alla
tíð veriö hlynntur almennri ljósa-
notkun. Nú er lögreglan líka farin að
hvetja menn til að kæra samborgara
sína ef þeir sjá umferöarlagabrot og
því heftur Sandkornsritari veriö aö
fylgjast með þ ví hvort vinir hans og
vandamenn noti ljósin í sóiinni. Því
var hann næstum lentur aftan á öðr-
um bíl í gærmorgun þegar hann var
aö reyna að sjá hvort bílar sem hann
mætti væru með ökuljósin kveikL
Sólarljósið var svo sterkt að það var
illgerlegt. Þaö var því erfitt að kæra
nokkum bílstjóra ogíramfylgja
þannig óskum lögreglunnar og auk
þess kostaði þessi viðleitni næstum
umferðaróhapp. Það er skaði að birt-
an ftá sólinni skuh deyfa svona lýs-
inguna frá ökufiósunum þannig að
hún skemmi fyrir manni Ijósaskoð-
unina!
Fórfyrir lítiö!
Ogtalandi
um nýju ljósa-
login.Viðaúin
heimihafavis-
indamonnog
hönnúöireytt
hundruðum
milljónakróna
í að búa til ökuljósabúnað sem hægt
er að leggja niöur ogloka þegar ljósin
eru ekki notuð. Shkurbúnaður þykir
mikilvægur til að auka straumlínu-
lag bifreiðanna og minnka þar með
loftmótstöðu og ekki síöur til að spara
stórfé sem fer í að bæta broiin Ijós-
ker. Þessi ljósabúnaður bætir tug-
þúsundum við kaupverð þeirra bfla
sem hann hafa og hafa kaupendumir
ekki tahö seðlana eftir sér. En eftir
að nýju lögin tóku gildi hefur ára-
langt hönnunar- og vísindastarf verið
lagt í rúst og glæsikerrumar aka hér
á landi um með ljósin eins og á stilk-
um. Ljósabúnaöurinn, sem kostaði
mikla vinnu að hanna og bíleigend-
urna stórfé, htur nú út eins og gap-
andi meinsemd á straumlinulaginu!
Eðaþannig!
Brástekki
Sjónvarpið
brást ekki von-
umáhorfenda
sinnafrekaren
vantermeð
hvítasunnu-
leikritinuGler-
broti. Þjóðin
bíður yfirleitt spennt eftir þeim sjald-
séðu menningarviðburðum sem
fmmflutningur sjónvarpsleikrita er.
En oftast nær verða menn svekktir
yfir afrakstrinum. Þótt enginn hafi
elskast í Glerbroti, líktogí kálinu á
eldhúsborðinu í áramótaleikriti Sjón-
varpsins um árið, varð almenningur
skelfing Utt hrifmn af leikritinu. Það
er eins og Sjónvarpið leiti vei og lengi
að handritum sem annað tveggja er
auðveit að skemma eða eru iéleg fyr-
ir. En að sjálfsögðu þarf aðsjástein-
hver mennmgarlegur neisti sem al-
menningur þessa lands fær ein-
hverra hluta vegna ekki notíð. Sjón-
varpsmenn þurfa að muna fyrir
hvetja þeir eru að búa tfl leikrit og
annað efiú. Það er almenningur sem
hvorki hefur tíma né vilja tíl að liggja
í einhverjum djúpum pælingum yfir
efni sem fæstir skilja. Ágætur kunn-
ingi Sandkoms dæmdi Glerbrot á
þennan óvægna hátt: Misheppnað
mennmgarlegt prump!
Góð söngkona
Ogaðeins
meiraumGler-
brot. Björk
Guðmunds-
dóttirerað
verðaeinsog
Jóhann Hjart-
arson,óska-
bam þjóðarinnar. Hún er nefhiiega
orðin heimsfræg bæði á íslandi og í
Englandiog vonandi víðaráður en
yfir lýkur. Hún iék aðalhlutverkið í
Glerbroti og var það, eftir því sem
best er vitað, frumraun hennar á ftöl-
unum. Eftir aö hafa horft á sjón-
varpsleikritið á hvítasunnudag sagði
hinn dómharði kunningi Sandkoms:
Jæja, hún er góö söngkona!
Umsjón: Axel Ammendrup
Fréttir
Bann á verðtvyggingu:
Alger óvissa um
hvað tekur við
Hætta á hækkandi vöxtum, þenslu og minnkandi trausti á bankakerfinu
„Það setur að manni ugg að vita
af ríkisstjórn sem tekur jafnafdrifa-
ríkar ákvarðanir án þess að hafa í
höndunum eitthvað sem gefur vís-
bendingu um afleiðingamar,“ sagði
einn bankamanna sem DV ræddi við
í gær.
Það ríkir mikið óvissuástand í íjár-
málaheiminum eftir ákvörðun ríkis-
stjómarinnar um að banna verð-
tryggingu nýrra íjárskuldbindinga
frá og með 1. júlí næstkomandi. Þeg-
ar DV ræddi við menn í viðskipta-
bönkunum, Seðlabankanum og verð-
bréfasjóðunum virtist enginn vita
með vissu hvert ríkisstjórnin hefði í
raun verið að fara með setningu
bráðabirðalaganna. Enginn virtist til
dæmis hafa hugmynd um hvort
bannið ætti við innlán bankanna eins
og útlánin. Þaðan af síður gerðu
menn sér fyllilega grein fyrir hvaða
afleiðingar þessi ákvöðrun hefði á
bankakerfið, verðbréfasjóðina, inn-
lendan sparnað og þensiu sem hún
þó hlýtur að hafa áhrif á.
Flestir þeirra bankamanna sem DV
ræddi við sögðust óttast að afnám
verðtrygginga á innlán yrði til þess
aö traust sparifjáreiganda á banka-
kerfinu færi fyrir bí. Það yrði meiri-
háttar áfall fyrir bankakerfið. Eins
og staða bankanna er í dag, eins og
til dæmis Landsbankans, gæti það
haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
bankana.
Samdráttur í innlánum myndi auk
þess leiða til minna framboðs á inn-
lendu lánsfé sem aftur leiddi til hærri
vaxta og aukinnar erlendrar lán-
töku.
Önnur afleiðing þess að almenn-
ingur treysti ekki bönkunum fyrir
sparifé sínu væri sú að þensla ykist.
Þegar ekki er hægt að verja peninga
fyrir verðbólgu Uggur næst við að
kaupa fyrir þá sem fyrst, eins og ís-
lendingar þekkja vel.
í Seðlabankanum er nú unnið að
því að útfæra lögin. Af ummælum
bankamanna að dæma Uggur mikið
við að vel takist með útfærslu á
ákvæði bráðabirðalaganna um af-
nám verðtryggingar.
Það lýsir hins vegar vel hversu ilia
undirbúin lögin eru að þar vissu
menn ekki hvort ríkisstjórnin heföi
ætlaði sér að afnema verðbindingu á
innlánum. í gær voru menn með all-
ar leiðir opnar; að banna í raun flest
alla sérkjarareikninga bankanna, að
heimila þeim sem hafa stofnað þá
fyrir 1. júlí að nota þá áfram eða að
túlka lögin þannig að þau ættu ekki
við innlánskjör.
-gse.
Steingrímur Hermannsson kom frá Danmörku með umfangsmiklar tillögur
um breytingar á peningamarkaðinum á fund rikisstjórnarinnar um næstsíð-
ustu helgi. Flestum þeirra var skotið í nefnd en að kröfu Framsóknarflokks-
ins bannaði ríkisstjórnin verðtryggingu nýrra fjárskuldbindinga til skemmri
tima en tveggja ára. Þessi ákvörðun hefur valdið miklum taugatitringi í
bankakerfinu þar sem menn gera sér illa grein fyrir hvaða afleiöingar hún
kann að hafa. DV-mynd KEA
Óverðbyggð innlán:
Rúmur milljarður
tapaðist í fyrra
A síðasta ári voru raunvextir á
almennum sparisjóösbókum nei-
kvæðir um 7 prósent, samkvæmt
bráðabirgðatölum frá Seölabankan-
um. Sé miðað við varðtryggingu
samkvæmt lánskjaravísitölu uröu
eigendur þessara bóka af um 1.100
milljónum króna á núvirði á síðasta
ári. Bankarnir fengu þessa upphæð
í veröbólgugróða.
Almennar bækur bera einungis
nafnvexti og kjör þeirra taka ekkert
mið af lánskjaravísitölu. Ef Utið er
til allra spariinnlána er útkoman
betri fyrir almenning. Raunvextir
þeirra voru þó neikvæðir um 0,8 pró-
sent. Þar vega sérkjarareikningar
bankanna upp slæm kjör á almenn-
um bókum. Vaxtatekjur eigenda sér-
kjarareikninganna á síðasta ári uröu
um 630 milljónir miöaö viö meðal-
talsinnlán bankanna. Bankarnir
höföu því um 470 milljónir í tekjur
af spariinnlánum í heild.
Tekjur bankanna af veltiinnlánum
urðu meiri eöa um 1.690 milljónir.
Kjör á ávísana- og hlaupareikningum
eru með þeim hætti að þessir reikn-
ingar ná ekki að halda verðgildi sínu.
Raunvextir á öllum innlánum bank-
anna voru í fyrra neikvæðir um 3
prósent. Heildartekjur bankanna af
öllum innlánum voru því í fyrra um
2.160 milljónir króna.
Raunvextir voru hins vegar já-
kvæöir á útlánum bankanna, á al-
mennum skuldabréfum um 4,7 pró-
sent og verðtryggðum bréfum um 7,5
prósent, samkvæmt bráðabirgða-
tölum Seðlabanka.
-gse
Lögin verða
sniðgengin
Ákvæði í bráðbirgðalögum ríkis-
stjómarinnar um peningamál mun
að öllum bkindum hafa lítil áhrif á
verðbréfasjóðina þó Framsóknar-
flokkurinn, sem knúði fram þessar
ákvarðanir, hafi einkum beint þeim
gegn hinum svokalla „gráa mark-
aöi“..Það er einfaldlega of einfalt aö
fara í kringum lögin að sögn þeirra
sem starfa í verðbréfasjóðunum.
Verðbréfasjóðunum verður gert
skylt að kaupa ríkisskuldabréf fyrir
20 prósent af öflu nýju fjármagni eft-
ir 1. júli næstkomandi. Þeir eiga fyr-
ir nokkuð af þessum bréfum. Það
verður því einfalt fyrir þá að selja
þau bréf fyrir 1. júlí og kaupa þau
síöan jafnt og þétt aftur fyrir 20 pró-
sent af nýju fé sem bætist í sjóðina.
Áhrifanna af þessari byndiskyldu
mun því vart fara að gæta fyrr en
eftir íjóra til sex mánuði. Á þeim tíma
munu verðbréfasjóðirnir fá tíma til
að aðlaga sig nýjum aðstæðum og
færa sig meira út í kröfukaup og
annað sem gefur góða ávöxtun til að
vega upp á móti ávöxtun ríkisskulda-
bréfanna.
Menn hafa líka komið auga á leið
til að verðtryggja stutt lán fram hjá
ákvæði laganna um bann þar um.
Það er einfalt að lána manni 100 þús-
und krónur í níu mánuði og bæta
síðan við einni 100 króna afborgun
eftir tvö ár. Þar með væri lánið orðiö
til lengri tíma enn tveggja ára og þvi
heimilt að verðtryggja það þó það
væri svo að segja greitt upp eftir níu
mánuði.
-gse
Hækkandi
vextir í aukinni
verðbólgu
í kjölfar gengisfellingarinnar eykst
veröbólga. Ef bankamir ætla aö
tryggja útistandandi lán sín á sama
hátt og nú er gert má því búast viö
umtalsverðum vaxtahækkunum.
Það á bæöi viö um óverötryggð lán
og eins lán sem nú eru verðtryggð
og eftir bann ríkisstjómarinnar
verða á óverötryggðum kjömm.
Búist er við að verðbólga á næstu
mánuðum fari í 40 prósent og þar
yfir miðað við tólf mánaða tímibil. Á
undanfórnum mánuðum hefur verð-
bólguhraðinn hins vegar verið um
16 prósent.
Forvextir á víxlum eru í dag um
30,7 prósent. Miðað viö sextíu daga
jafngildir það 35,6 prósent nafnvöxt-
tnn. Ef bankamir ætla að tryggja sér
sömu ávöxtun þegar verðbólgan
verður komin í rúm 40 prósent veröa
vextimir að jafngilda rúmlega 60
prósent nafnvöxtum.
Ríkisstjómin stefnir að því að ná
verðbólguhraðanum niður í 16-17
prósent á seinasta ársfjórðungi þessa
árs. Lán til sex mánaða, sem bank-
amir veita 1. júlí, þyrfti því að bera
um 22 prósent vexti ef bankarnir
ætluðu að tryggja sér sömu ávöxtun
og þeir fá nú af verðtryggðum lánum.
Þeir bankamenn sem DV ræddi
sögðu að bankarnir yrðu að búast
við hinu versta. Þeir gætu því ekki
ákveðið vextina út frá áætlunum rík-
isstjórnarinnar. Annaðhvort yrði að
ákvarða vexti vel umfram þær áætl-
anir eöa miöa viö breytilega vexti á
lengri lánum en til tveggja til þriggja
mánaða. Hagur lántakenda myndi
ekki vænkast hvor sem aðferöin yröi.
-gse