Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. Spumingin Ertu hlynntur áframhald andi hundahaldi í borg- inni? Gunnar Jónsson: Já. Stefán Jökulsson: Já, með þeim tak- mörkunum sem í gildi eru. Heiða Axelsdóttir: Já, og það á að setja upp sérstakar ruslatunnur fyrir hunda eins og haft er í Svíþjóð. Birgir Jónsson: Já, ég er hlynntur því, eins og kerfið hefur verið. Trausti Finnbogason: Ég er dýravin- ur og þess vegna er ég á móti hunda- haldi í borginni. Hrönn Jóhannsdóttir: Já, mér finnst þaö alveg sjálfsagt aö leyfa hunda- hald. Lesendur Þingvallahríngur og heilsuspillandi hristingur: Hvað ræður forgangs- róð í vegamálum? ökumaður skrifar: Ég er einn hinna mörgu sem not- að hafa góðviðrisdagana undanfar- ið til að komast út í guðsgræna náttúruna og farið með fjölskyld- una „eitthvað út að keyra“ eins og maður segir. Það er mikill sómi að því að geta ekið til Þingvalla á bundnu slitlagi. - Nú þarf maður ekki lengur að aka í reyk og drullu til að komast á fegursta stað á jörð- inni og bíllinn er í góðu ásig- komulagi eftir bíltúrana. Öðruvísi mér áður brá. En... til að fara þann fræga hring sem heitir Þingvallahringur, þarf maður enn þann dag í dag að búa sig undir heilsuspillandi hristing og stórskotahríð grjóts í kæfandi ryki, öllum farþegum til ama og leiðinda. Á ég þá við leiðina frá Þingvöllum austur og suður gegn- um Þrastaskóg, Á sunnudaginn var óku hundruð bifreiða þessa leið í dásemdarveðri en upp til himna steig ljósbrúnn rykmökkurinn og fæstir sáu út úr augum. í fjarska var þetta á að líta sem víglína í stríði, hörkubardaga hins íslenska ökumanns við ís- lenska þjóðveginn. - Það þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við öku- menn urðum undir og sleikjum sárin, sem eru ónýtir demparar, brotnar rúður, rispur og brot í lakki og svekkelsi farþega og bíl- stjóra. Þjóðvegurinn er hins vegar þarna áfram, gijótharður sem fyrr. Svona í alvöru talað; Hvenær ætla menn að hafa manndóm í sér að loka þessum hring með bundnu slitlagi? Það er ekki eins og þetta sé fáfarin leið eða heiðarvegur hestamanna. Þessa leiö fara þúsundir bíla, jafn- vel tugir þúsunda, á ári hverju. Þessa leið fara velflestir ferðamenn sem hingað til lands koma og frá náttúrunnar hendi er ekkert sem bendir til annars en á þessum kaíla geti varanleg vegagerð orðið ódýr. Ég skal bíða til eilífðarnóns eftir því að Steingrímsfjarðarheiði eða Brattabrekka séu malbikaðar, en það er fyrir löngu kominn tími til þess, aö „hringnum'1 sé lokað, ein- hverri fjölfórnustu leið í dreifbýli hér á landi. Það vantar kannski þingmenn og góð atkvæöi á þessum slóðum til að hrinda þessu lítilræði í framkvæmd! En hvað ræður forgangsröð og framkvæmdum í vegamálum hér á landi, er manni oft hulin ráðgáta. Ég treysti DV til að kann þau mál vendilega og ganga á ráðamenn - nú þegar ferðatíminn fer í hönd. Bundið slitiag til Þingvalla. Frá Þingvöllum austur og suður gegnum Þrastaskóg lenda ökumenn hins vegar I bardaga við þjóðveginn, segir bréfritari. - Aðkeyrslan að Valhöli. Veski gripið á vinnustað Helga Kristinsdóttir skrifar: fyrra skiptið fékk hann símanúme- Ég varð fyrir því óhappi í hádeg- rið hjá mér. Þar sem ég var ekki inu sl. mánudag (16. maí) að pen- heima hringdi hann aftur í þau og ingaveski var stolið frá mér á sagðistvinnaáeinhverrikafTistofvi vinnustaö mínum við Sölvhóls- ogaðéghefðigleymtveskinuþar. götu. Það eina sem var i veskinu Auðvitaö hefur þjófurinn bara var ökuskírteini, sjúkrasamlags- skilið veskiö eftir þarna. En það skirteini og ýmsir minnismiðar og sem verra er aö sá sem svaraði í nótur - en engir peningar. símann í seinna skiptið náði alls Ástæðan fyrir því að ég skrifa ekki nafninu á kaitihúsinu sem þetta er sú að kvöldið eftir (þriðju- hann nefndi. - Þess vegna vil ég dagskvöld) hringdi eihver karl- biöja þann sem er með veskið að maður heim til foreldra minna þar hringja aftur í foreldra mína eða eð heimilisfang þeirra er á ökuskír- mig í sima 38452. - Með fyrirfram teininu. Hann hringdi tvisvar. - í þökk fyrir birtinguna. Oiyggisgrindur á dráttaivélan Standa ekki enn til boða Valur Guðmundsson hringdi: í auglýsingu frá Vinnueftirhtinu, t.d. í Frey segir: „Frá og með 15. apríl sl. var skylt samkvæmt reglugerö að hafa öryggishús eða öryggisgrind á dráttarvélum í venjulegri notkun." - „Nú er fresturinn útrunninn," segir einnig í auglýsingunni. Notkun er bönnuð frá 15. apríl, án þessara grinda - og kominn 20. maí, og það sem verra er að notendum dráttarvéla standa þessar grindur ekki til boða. Þær sem þó eru á mark- aðinum (hjá Sambandinu) eru svo óheppilegar að sætarými eða vinnu- aðstaða á vélunum veröur aðeins 62 cm breitt! - Þetta er alls ekki viðun- andi. Ég verð að lýsa undrun minni á því að í öllu því véla- og vöruflóði sem virðist flutt til landsins skuli ekki hafa verið hugað að því og þá af við- komandi aðilum (t.d. Vinnueftirht- inu) að bjóða mönnum hentug hús eða grindur á umræddar dráttarvél- ar. - Ekki væri nú úr vegi aö notend- ur dráttarvéla fengju frekari vitn- eskju um framvindu mála. Óskemmtileg lífsveynsla: Lögreglan ber fulla ábyrgð Guðrún Sveinsdóttir og Jónas Helgason skrifa: Eins og flestum mun vera kunn- ugt brotnaði og meiddist mikið Sveinn Jónasson, 20 ára gamah Eskfirðingur, á lögreglustöðinni við Hverfisgötu i Reykjavík að- faranótt 13. febrúar í vetur. - Síöan eru hönir meira en 3 mánuðir og enn er hann ekki útskrifaður, þótt vonir standi til að það geti gerst innan skamms tíma. Við foreldrar og aörir aðstand- endur höfum aldrei upplifað annan eins tíma eins og síðan þessi at- buröur átti sér stað. Hingað hefur verið hringt í tíma og ótíma af mönnum sem ekki hafa kynnt sig og hótað okkur öhu illu, meira að segja lífláti. - Við höfum veriö rukkuö um fargjald og annað vegna feröa á vegum sjónvarpsins, og okkur sagt að þetta skuldum við skattborgurum þessa lands! Á öhum þessum tíma hefur Sveinn fengið 7.800 kr. í sjúkradag- peninga og honum sagt að hann fái ekki meira, fyrr en hann útskrifist. - Hver skyldi bera ábyrgð á, að líf fólks skuh vera lagt svona í rúst af sjálfri lögreglunni? Skyldi þaö vera háttvirtur lögreglusfjóri, með því að hafa slíka menn í sinni þjón- ustu og hér komu viö sögu, eða æth hann og hans undirsátar vildu lifa á þessari fjárhæð til margra mánaða? Við viljum beina þeirri spum- ingu til lögreglustjóra. hvort menn séu ráðnir í lögregluna til að vera öðrum til fyrirmyndar eða hvort þeir séu ráðnir til aö leika hasar- leik og skeyta skapi sínu og kröft- um á saklausum borgurum. Eöa ætlar lögreglustjóri einu sinni enn að koma fram fyrir alþjóð og afsaka geröir sinna manna sem era búnir að svifta fólk bæði atvinnu og heilsu? Við vhjum benda á það að innan lögreglunnar starfar enn maöur sem stóð að aðgerðum með þeim sem vikið var úr starfi og hefur aldrei verið hróflaö við honum. Þeir vora tveir en ekki einn, sem börðu drenginn, og teljum við okk- ur hafa fullan rétt á aö upplýsa hvenær sem er hvaða maður þetta er, verði ekkert að gert. Það er von okkar að síðasta fóm- arlamb þessara manna, bæöi hann og hans aðstandendur, fari betur út úr þessu en við höfum gert. Þetta hefur verið óskemmtileg lífs- reynsla. - Að lokum þetta; við telj- um lögreglustjóra og varðstjóra hans á umræddri vakt, og hann hefur enn í sinni þjónustu, bera fulla ábyrgð á þessum óhugnanlega atburöi, bæði hvað varðar fjár- hagstjón og annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.