Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Qupperneq 29
1 '■ýyny MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. 29 Lífsstíll A bamfóstnmámskeiði hjá Rauða krossinum: Ég nenni þessu ekki „Ég nenni þessu ekki,“ eru bann- orö á námskeiðum sem Rauði krossinn heldur um þessar mund- ir. Námskeiðin eru haldin fyrir barnfóstrur allt frá 11 ára aldri. „Mig langaði að læra að passa krakka. í sumar ætla ég að gæta tveggja stelpna, 114 árs og 6 ára. Önnur er systir mín og hin er frænka mín. Mér finnst gaman að passa. Það er svo gaman að leika við krakkana. Þau eru aldrei þreyt- andi,“ sagði Edda Dröfn Daníels- dóttir, 12 ára gömul, er DV hitti hana að máli á námskeiðinu. í síðustu viku voru tvö námskeið í gangi, annað í Gerðubergi og hitt í Rauða krosshúsinu við Rauðarár- stíg. En alls mun fyrirhugað að halda 8 slík námskeið á höfuð- borgarsvæðinu nú í vor. Viðurkenningarskjal Hvert námskeið stendur flögur kvöld frá klukkan 19.00-22.00 og er námskeiðsgjaldið 1.500 krónur. Námskeiðinu lýkur með því að krakkarnir fá áritað skjal sem við- urkenningarvott um að þau hafi tekið þátt í námskeiðinu. Fyrsta kvöldið er nemendunum kynntur tilgangur og markmið hverrar og einnar þar sem tekið væri fram hvenær ætti að mæta, hvenær starfsdeginum væri lokið, hve ráðningartíminn væri langur og svo framvegis. Athuga skyldi vel þær reglur sem foreldrarnir settu bömum sínum því að það væri mjög misjafnt. Sumir foreldrar vildu til dæmis að bömin færu á gæsluvöll á hverjum degi á meðan önnur ættu að gera eitthvað allt annað. Sum mættu borða sælgæti meðan öxmur mættu það alls ekki og svo framvegis. Svo væri þaö grundvallarregla að vita alltaf hvar væri hægt að ná í for- eldra barnsins eða aðstandendur þess. Síðan var fjallað um laun. Rauði krossinn gefur hvorki út launa- né viðmiöunartaxta fyrir bamfóstrur. María útskýrði að launin gætu verið afarmismun- andi, til að mynda hefði hún kann- ast við stelpu sem var að passa síð- astliðiö sumar. Hún hefði byrjaö að gæta barns fyrir konu sem borg- aði henni 80 krónur á tímann. Þeg- ar ráðningartímanum hjá konunni hefði verið lokið hefði hún farið að gæta barns hjá annarri konu og - eru bannorð hefði fengið 100 krónur á tímann hjá henni. Síðan sagðist María vita til þess að 12 ára stelpur, sem ynnu við að setja vörur í poka í stór- mörkuðunum, fengju 98 krónur á tímann. 14 ára krakkar fengju 110 krónur á tímann í unglingavinn- unni og krakkar fæddir 1974 fengju 131 krónu á tímann. Launin væm þess vegna mjög mismunandi og sjálfsagt væri að ganga úr skugga um í byijun upp á hvaða laun hver og ein væri ráðin. Meira fyrir að passa þrjá „Fær maður meira ef maður passar þrjá krakka?“ spurði ein í hópnum. „Já, ábyggilega," svaraði María. „En ég myndi hugsa mig vel um ef ég væri á ykkar aldri og ætlaði að gæta þriggja bama. Það er erfitt að passa svo marga krakka og ég held að ég myndi ekki ráð- leggja neinum að taka að sér svo mörg böm.“ Svo fór María með stelpunum yfir mikilvægi þess að vera stund- vís svo að foreldrarnir gætu treyst á bamfóstnma svo að þeir þyrftu ekki að hafa óþarfaáhyggjur. „Tfiitssemi og almenn kurteisi, hvað er það?“ spyr María. „Það er að geta sett sig í spor annarra,“ svaraöi ein í hópnum. Já, alveg rétt, en tillitssemi felur margt annað í sér. Síðan var farið í atriði eins og hreinlæti, hvemig ætti að láta barninu líða sem best. „Og munið þið, stelpur, maður getur aldrei sagt: Ég nenni þessu ekki. Það em bannorð. Það er margt sem fellur undir ábyrgðartilfinningu, þetta eru bara nokkur atriði tfi að koma ykkur af stað.“ Maður lærir margt Það var komið aö því að stelpurn- ar fengju að taka sér smáhvíld. „Ég ætla að gæta eins bams í sumar,“ sagði Lísa Anne Libungan. „Ég er ekki enn búin að fá krakka tfi að passa en það var auglýsing í DV í dag þar sem var óskað eftir stelpu til að gæta 3ja ára stelpu. Ég ætla að tala við mömmu stelpunnar sem var að auglýsa. Ég hef oft passað fyrir aðra áður en mig langaði að fara á svona námskeð til að verða betri barn- námskeiðsins, sömuleiðis starf- semi Rauða krossins, nemendurnir kynntir hverjir fyrir öðmm og fjallað um sumarvinnu og ábyrgð- ina sem felst í því að gæta barna. Hver nemandi fær möppu sem inniheldur ýmsar dýrmætar upp- lýsingar um starf bamfóstrunnar auk ýmissa gagna um börn. Þegar DV leit við á bamfóstmn- ámskeiöi í Gerðubergi nú fyrir skömmu vom 17 verðandi barn- fóstrur að læra um réttindi og skyldur barnfóstra. Ráðningarsamningur oglaun Farið var allítarlega í hluti eins og samningsgerð og leiðbeinand- inn, María Haraldsdóttir fóstra, útskýrði fyrir stelpunum að það væri nauðsynlegt að byrja á því aö gera samning annað hvort skrifleg- an eða munnlegan um verksvið Brosmildar stelpur á barnfóstrunámskeiði hjá Rauða krossinum. fóstra. Maður lærir alveg helling hérna,“ sagöi Lisa Anne. Þær Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Rósa Dögg Flosadóttir, 11 og 13 ára, sögðust báðar hafa passað krakka áður. „Ég hef passað fyrir frænku mína,“ sagði Rósa Dögg og ég var að passa 3ja ára stelpu fyrir skömmu sagði Guöbjörg. „Nú er ég að passa tveggja ára stelpu." Þær stöllur voru sammála um að það væri bæði fjölbreytt starf og skemmtilegt að vera bamfóstra. Hins vegar væri svolítið erfitt að fá krakka í pössun, það gengi ekk- ert allt of vel. Hreingerningar og tiltekt Svo var farið í atriði eins og hreingerningar og tiltekt á heimfi- um, hversu nauðsynlegt það væri • að hver og einn gengi úr skugga um hvert hans verksviö væri. Ef bamfóstran ætti að gera meira en að taka saman eftir sig og barniö, sem væri sjálfsagt, ætti að semja sérstaklega um það. Ef þið emð beðnar um að skúra, þurrka af, ryksuga eða þess háttar þá eigið þið að vega og meta það með sjálf- um ykkur hvort ykkur fmnst þið hafa tíma tfi að gera slíkt, ásamt því að gæta barnsis. Ef þið getið ekki talað um þetta við konuna sem ræður ykkur skulið þið tala um þessi atriði heima og athuga hvað foreldrar ykkar hafa til málanna að leggja." Vinur barnsins Tvö seinni kvöldin var svo rætt um atriði eins og framkomu gagn- vart börnum. Verið vinir bamsins, er eitt af boðorðunum. Ræðiö við þau og útskýrið boð og bönn. í síð- asta tímanum er svo farið yfir verksvið kvöldfóstra. Númer eitt er að vita hvar sé hægt að ná í for- eldra bamsins eða aðstandendur, um ferðir heim, samninga um laun, svefnfrið bama, hávaða, hvort leyfilegt sé að taka einþvem með sér, ábyrgðina sem hvfiir á bam- fóstrunni og svo framvegis. Það var auðséð að stelpurnar voru ánægöar á námskeiðinu, enda voru þær að ræða það í hléinu að sumir væru farnir að auglýsa 1DV að þeir vildu bara bamfóstmr sem hefðu farið á námskeið hjá Rauða krossinum. -J.Mar * '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.