Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1988, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1988. Tarðafarir Sigurlaug Friðjónsdóttir lést 13. maí. Hún fæddist á Hólum í Hvammssveit 14. apríl 1905. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Jónsdóttir og Friöjón Sæmundsson. Sigurlaug giftist Jóni Magnússyni en hann lést árið 1979. Þau eignuöust þijár dætur. Útfór Sig- urlaugar verður gerö frá Fossvogs- kapellu í dag kl. 15. Binna Berndsen Mann lést 16. maí. Hún fæddist á Blönduósi 5. desember 1918. Foreldrar hennar voru Elísabet K. Björnsdóttir og Fritz Hendrik Berndsen. Eftirlifandi eiginmaöur Binnu er Frederic S. Mann. Þau fluttu til Bandaríkjanna áriö 1947 og bjuggu þar síöan. Þau eignuðust tvo syni. Útfor Binnu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Guðfinna Skagfjörð, Snorrabraut 42, verður jarösungin frá Fossvogs- kirkju fostudaginn 27. maí kl. 15. Guðrún Ingvarsdóttir, Elliheimilinu Grund, áður Vitastíg 11, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni fimmtu- daginn 26. maí kl. 13.30. Jónína Jónsdóttir, Brávallagötu 10, sem lést 10. þessa mánaðar í Landa- kotsspítala, verður jarðsungin fimmtudaginn 26. maí kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Sigurður Jónsson, áður búsettur á Nýlendugötu 4, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. þ.m. Útfórin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 10.30. Pálína Tómasdóttir, Háteigsvegi 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fostudaginn 27. maí kl. 13.30. Margrét Gísladóttir, til heimilis á Skúlaskeiði 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fostudaginn 27. maí kl. 15. Kristinn Tryggvason, Kvisthaga 10, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag, miðvikudaginn 25. maí, kl. 16.30. Magnús Geirsson, Skúlagötu 56, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 13.30. Guðmundur Viðar Guðsteinsson, Efstasundi 67, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fóstudaginn 27. maí kl. 13.30. Andlát Herdís Hákonardóttir, Þinghóls- braut 12, Kópavogi, andaðist í Landa- kotsspítalanum aö morgni 23. maí. Sigríður Blöndal lést á hjúkrunar- deild Hrafnistu í Hafnarfirði 21. maí sl. Sigríður Kristmundsdóttir andaðist sunnudaginn 22. þ.m. á Hrafnistu í Reykjavík Guðmundur Guðjónsson, Garða- stræti 13, lést mánudaginn 23. maí í Landakotsspítala. Ingibergur Sveinsson, Efstasundi 66, andaðist 22. maí sl. Jón Oddsson, Hörðalandi 20, andað- ist í Borgarspítalanum 21. maí sl. Karl Jónsson, Kleppsvegi 6, lést 20. maí. Sigurður Stefánsson bóndi, Löngu- hhð, Vallahreppi, S-Múlasýslu, and- aðist á Vífilsstöðum 23. maí. Guðmundur Andrés Helgason frá Kirkjuhvammi andaðist á sjúkrahúsi Patreksfjarðar 23. maí. Laufey Stefánsdóttir, Fálkagötu 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum 22. maí. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Eftirtaldar stööur hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:- 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum, veitt frá 1. september 1988. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Kópavogi. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Asparfelii, Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. maí 1988 Merming______________pv Ágæt reynsla Þorsteinn Gauti Sigurðsson á tónleikum Styrktarfélags íslensku óperunnar f gærkvöldi. Styrktarfélag íslensku óperunn- ar er nokkuð duglegt að hcdda tón- leika og fær oft ágæta krafta til að troða upp hjá sér. í gærkvöldi var Þorsteinn Gauti Sigurðsson mætt- ur í kúlissunum í Gamla bíói og lék á lasburða Bösendorfer Tónlistar- félagsins verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Rakhmaninoff, Ravel og Liszt. Verk Gunnars var þrír kaflar úr fjölþættri svítu, Rondo, Vals Lentog og Habanera, sem hljómuðu býsna sannfærandi án þess að rista sérlega djúpt. Það var yfir þessu laglegur leikhúsblær sem Gauti hristi snoturlega fram úr erminni. Þá kom Rakhmaninoff, Elegía, en Gauta hefur oft tekist betur upp við þennan höfund og það í veigameiri verkum. Sömuleiðis var eins og vantaði herslumuninn í Jeyx d’eau Tónlist Leifur Þórarinsson Ravels, leikurinn var einkennilega haminn og jafnvel þreytulegur. En í Lisztverkunum eftir hlé, Vallée d’Oberman, Au bord d’une source en þó sérstaklega Dantesónötunni náði piltur sér vel á strik og skilaði oft sterkum og spennandi músíktil- þrifum. En stundum var þó eins og söguþráðurinn dytti úr „fókus" og rétt á mörkunum að leikurinn héldi athygli manns óskiptri. Hvað ber til? Þorsteinn Gauti er án efa einn af okkar fremstu píanistum. Hann hefur góða tækni og meiri snerpu í stílnum en venjulegt getur tahst. En að þessu sinni var dálítið eins og vantaði dramatíska yfirsýn í leik hans, tilfinningin væri ekki alveg í takt við tímann. Kannski má kenna um þreytu eftir þungan vetur, kannski vondum flygh en kannski var prógrammið ekki al- veg fullmótað í huga og hjarta lista- mannsins þó að fingumir væru vel reiðubúnir og klárir. En þetta var ágæt reynsla. LÞ Þórður Sigurðsson, Stigahlíð 22, and- aðist í Borgarspítalanum 21. maí. Friðleifur Guðmundsson, Ölduslóð 5, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum laugardaginn 21. maí. Guðrún Þorsteinsdóttir Imsland lést á EIli- og hjúkrunarheimilinu Grund á hvítasunnudag, 22. maí. Kristín Lilja Jóhannesdóttir, Bræðrabrekku, Óspakseyrarhreppi, lést á sjúkraskýhnu á Hólmavík þann 21. þ.m. Helga Ólafsdóttir, Höhustöðum, er látin. Tilkyimingar Besti vinur Ijóðsins heldur skáldakvöld á Hótel Borg í kvöld kl. 21. Þar verður fagnað tveggja ára af- mæli Besta vinarms og haldið upp á merk afmæli margra þeirra sem fram koma. Þá verður þess minnst að á árinu er öld liðin frá fæðingu Guðmundar Kamban og 80 ár frá fæðingu Steins Steinarr. Þá munu eftirtalin skáld lesa úr verkum sínum: Sigfús Daðason, Sig- urður A. Magnússon, Þorsteinn frá Hamri, Geirlaugur Magnússon, Jón úr Vör, Steinunn Asmundsdóttir, Kristján Hrafnsson, Ragnhildur Ófeigsdóttir, Stef- án Snævarr og Hrafn Jökulsson. Kynnir veröur Viðar Eggertsson. Gestum Besta vinar ljóðsins skal bent á að mæta tíman- lega enda er aðsókn jafnan mikil. Þá ber þess aö geta að veitingasala Hótel Borgar verður opin af þessu tilefni. Miðaverð er kr. 350. Jóhann Sigurðarson leikari hlýtur styrk Að lokinni frumsýningu á Lygaranum þann 21. apríl sl. veitti þjóðleikhússtjóri Jóhanni Sigurðarsyni leikara styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. Sjóður- irrn var stofnaður á vígsludegi Þjóðleik- hússins, 20. apríl 1950 af þáverandi leik- hússtjóra, Guðlaugi Rósinkranz, með framlögum 38 einstaklinga. Alls hafa nú 48 leikarar og aðrir starfsmenn Þjóðleik- hússins hlotið styrki úr sjóðnum, þar af 4 leikarar tvívegis. Jóhann hefur verið í eldlínunni á fjölum Þjóðleikhússins í vet- ur. Hann brautskráðist frá Leiklistar- skóla íslands árið 1981 og starfaði næstu funm árin hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Nemendur Húsmæðraskól- ans Staðarfelli 1967-68 Þar sem við veröum 20 ára nemendur í vor höfuð við ákveðið að hittast á Laug- um í Dalasýslu helgina 10.-12. júní '88. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband sem fyrst í eftirfarandi síma: Sigríður Krist- mundsdóttir s. 75976, Sigrún Guðjóns- dóttir s. 33705 og Aðalheiöur Sigurðar- dóttir s. 96-73120. Uppskeruhátíð og aðalfundur skíðadeildar Fram verður haldin 29. maí kl. 15 í félags- heimili Fram við Safamýri. Öllum vel- unnurum skíöadeildarinnar er boöið í kaffi og meðlæti og að vera þátttakendur í uppskeruhátíö félagsins eftir happa- drjúgan vetur. Að lokinni uppskeruhátíö verður hringt til aðalfundar deildarinnar með venjulegum aðalfundarstörfum og kosningu stjómar. Tapað fundið Dekk tapaðist af kerru Sérstakt hjól á legg tapaðist á Þingvalla- hringnum um hvítasunnuna. Skilvis fmnandi hringi í síma 12130. Hlaupahjól tapaðist úr Kópavogi 9 ára stelpa úr Kópavoginum tapaði skærbleiku hlaupahjóli sínu. Hjólið er vikugamált og hvarf frá Helgubraut í Kópavogi. Ef einhveijir geta gefið upplýs- ingar um hjólið vinsamlegast hringið í síma 43457. Kvikmyndir Háskólabíó/Metsölubók: Eitilharðir einstaklingar inn (Brian Dennehy) er haldinn svokallaöri höfundarstíflu og hefur varla samið orö frá útkomu met- sölubókarinnar. Þar spilar inn í að hann missti konu sína og hefur átt um sárt aö binda. Inn í hf hans kemur harðsviraður glæpamaður, Cleve að nafni, leikinn að James Woods, sem reynir að sannfæra hann um mikla spillingu og glæpa- starfsemi innan eins stærsta iðn- fyrirtækis Bandaríkjanna. Og vill fá hann til að opinbera það í bók hvað sem það kostar. Tilboðið freistar hans enda veit hann að slík bók verður metsölubók. Metsölubók er um tvo eitilharða einstaklinga sem eiga bakgrunn hvor sínum megin við lögin og hvernig með þeim þróast einstakt samband þó þeir séu alltaf sjálfum sér samkvæmir. Það fer óþarflega langur tími hjá Cleve að sannfæra Meechum sem þýðir að sjálfsögðu það sama fyrir áhorfandann. Það bitnar á skýring- um á til dæmis hvað iðnjöfurinn Kappa hafi verið að dundað sér við í gegnum tíðina. Það sem fyrir er vekur þó upp spennu enda sann- færandi leikur James Woods á fantinum Cleve með afbrigðum góður. Brian Dennehy skilar sínu einnig vel og tæknilega hliðin er með ágætum. -GKr „Best Seller“ Bandarisk frá 1987: Framleiðandi: Carter De Haven. Leikstjóri: John Flynn. Handrit: Larry Cohen. Kvikmyndataka: Fred Murphy. Tónlist: Jay Fergusson. Aðalhlutverk: James Woods, Brian Dennehy Victoria Tennant, Allison Bal- son og fleiri. Metsölubókin er heilmikil lesn- ing og spennandi bók sem hefst á Nixon-ráni, ekki að Nixon sjálfum sé rænt heldur ræna menn sem kenna sig við hann skjölum, fé og fleiru og drepa alla sem verða á vegi þeirra. Einn öryggisvarðanna sleppur við ljótan leik og semur metsölubók sem byggir á upplifun hans. 15 árum síöar má segja að myndin í raun byrji. í millitíðinni hefur mikið vatn runnið til sjávar. Rithöfundurinn og öryggisvörður- Þríhyrningurinn James Wodds, Brian Dennehy og Paul Shenar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.