Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 1
Hjólreiðadagur- inn endurvakinn Kvennadeild Styrktarfélags la- maöra og fatlaöra, íþróttafélag fatl- aðra ásamt verslunum og fyrir- tækjum í Kringlunni mun standa fyrir hjólreiðadegi á sunnudaginn 29. maí undir kjöroröinu „hjólað í þágu fatlaöra".. Hjólað veröur frá sex stööum í Reykjavík og einum í Kópavogi að Kringlunni í Reykja- vík. Hjólreiöafólkiö verður allt ræst á sama tima í gegnum út- varpsstööina Bylgjuna, klukkan 14.00. Öll fjölskyldan getur hjólað Ekki er um keppnisfyrirkomulag að ræöa og getur fjölskyldan sam- einast í aö hjóla í þágu fatlaðra. Þeir sem vilja þurfa ekki að hjóla alla leiö en geta hjólaö hvaöan sem er á móts viö hjólreiðafólk og vahö sér þannig vegalengd við hæfi. Fé- lagar úr Kvennadeild Styrktarfé- lags lamaöra og fatlaðra verða til staðar ásamt hjúkrunarfræöingum til aö aðstoða fólk ef þörf er á. Stað- irnir sem hjólað verður frá eru: Árbæjarskóli, Hólabrekkuskóli, Seljaskóli, Langholtsskóh, Mela- skóli, Austurbæjarskóli og Byko viö Nýbýlaveg í Kópavogi. Safnað til sundlaugar- byggingar Fyrirtækin í Kringlunni greiöa 76 krónur fyrir hvern þátttakanda sem hjólar í þágu fatlaðra en þátt- takendur greiða ekkert. Allt fé sem Öll fjölskyldan getur hjólað saman á sunnudaginn undir kjörorðinu „hjól- að i þágu fatlaðra." safnast rennur tii eflingar á íþróttastarfi fatlaöra og til sund- laugarbyggingar í Reykjadal í Mos- fellssveit þar sem rekiö er sum- ardvalarheimili fyrir fötluð börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Hjólreiðadagurinn endurvakinn Á árunum 1981-1985 efndi Kvenna- deild Styrktarfélags lamaöra og fatlaðra til árlegs hjólreiöadags þar sem hjólað var í þágu fatlaðra. Þá var algengt að fjögur til fimm þús- und manns tækju þátt í hjólreiða- deginum. Nú hefur verið ákveðið að endurvekja hjólreiöadaginn og stefnt er að því að hann verði árleg- ur viðburður á sem flestum stöðum á landinu í framtíöinni. Happdrætti og hressing Hver þátttakandi fær viðurkenn- ingu, barmmerki, fyrir þátttökuna og gildir það sem happdrættismiði. Að hjólreiðunum loknum fá þátt- takendurhressingu og dregið verð- ur um 10 vinninga. Mun þessi loka- þáttur hjólreiöadagsins fara fram á efra bílastæði Kringlunnar. Þeir sem ekki treysta sér til að hjóla til baka geta tekið sér far með Krfngl- urútunum en þær munu aka fólki til þeirra staða sem það lagði af stað frá. Allar nánari upplýsingar ásamt leiðarlýsingum liggja frammi í verslunum Kringlunnar. Að stæla stjöm- urnar - sjá bls. 19 Súrsætt svínakjöt - sjá bls. 18 Maímót í bridge - sjá bls. 19 Syningar helgar- innar - sjá bls. 30 Baby Boom í Bíó- j höllinni | - sjá bls. 30 jj — Lögreglu- kórar Norður- landa skemmta - sjá bls. 20 „Tíminn er mikilvægastur Jóhann Evfells á listahátíð 1988 Á morgun, laugardaginn 28. maí, verður opnuð í Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, sýning á verk- um Jóhanns Eyfells. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar 1988 sem hefst eftir viku. Þetta er fyrsta atriðið sem opnað er á þessari Listahátíð. Jóhann Eyfells er fæddur árið 1923. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum frá árinu 1946, að undanskildum árunum 1965-1969 er hann kenndi í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Jóhann nam arkitektúr og myndlist við háskóla í Bandaríkjunum og hefur síðan 1969 gegnt prófessorsstöðu við Uni- versity of Florida í Orlando. Jóhann hefur aðeins haldið eina einkasýningu á íslandi áður en það var árið 1961. Tvisvar sinnum sýndi hann hér ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Eyfells, í Lista- mannaskálanum. Þá var Jóhann einnig einn af tíu gestum Listahá- tíðar á Kjarvalsstöðum 1984. Hann hefur tekið þátt í samsýningum beggja vegna Atlantshafsins og „Weightlessness", ein af pappírssamfellum Jóhanns. haldið einkasýningar. Á sýningunni í Gallerí Svai’t á hvítu verða verk unnin úr pappír og einn skúlptúr. Pappírsverk sín kallar Jóhann „Paper Collaptions" eða pappírssamfellur. Þessi verk eru unnin þannig aö pappír er pressaður undir þungu fargi í móti úr ýmsum málmum. Mótið eða stimpillinn ummyndar pappírinn. Fargið, sem oft er sandur og blaut- ur jarðvegur, hefur einrúg áhrif á pappírinn. í viðtali við bandarískt listtímarit segir Jóhann meðal ann- ars um pappírsverk sín: „Tíminn hefur alltaf veriö mikilvægur þátt- ur í verkum mínum. Tímahugtakið hefur fyrir mér alltaf v?rið torræð- ara en rýmishugtakið eða orka. Tíminn er mikilvægastur. í papp- írsverkxmum virðist tíminn skreppa saman og verða að engu...“ Sýning Jóhanns Eyfells verður opin frá kl. 14-18 alla daga nema- mánudaga og stendur hún til 15. júní. -gh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.