Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. 19 Dansstaðir BÍÓKJALLARINN Lækjargötu 2, simi 11340. Lifandi tónlist og diskótek um helg- ina. BROADWAY Álfabakka 8, Reykjavík, simi 77500. Broadway opnað í sumarskapi með dúndrandi diskóteki og frábærum uppákomum. Opið fóstudags- og laugardagskvöld. CASABLANCA Skúlagötu 30. Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. DUUS-HÚS Fichersundi, sími 14446. Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Tónleikar með Ellen Kristjáns og Messoforte á sunnudagskvöld. EVRÓPA v/Borgartún. Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. Stjörnustæling ’88 hefst í kvöld. Heiöursgestur: Rina „Tum- er“. GLÆSIBÆR Álfheimum. Hljómsveit Andra Bachmanns leikur gömlu og nýju dansana fóstudags- og laugardagskvöld. Opið kl. 22.00-03.00. HOLLYWOOD Ármúla 5, Reykjavík. Popphijómsveitin Náttúra leikur klassík og rokk um helgina ásamt hljómsveitunum Grand og Upplyft- ingu. HÓTELBORG Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440. Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, simi 82200. Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-01. HÓTEL ÍSLAND Ðe Lónlí Blú Bojs leika fyrir dansi íostudags- og laugardagskvöld. Stór- sýningin „Allt vitlaust" á laugar- dagskvöld. HQTELSAGA, SULNASALUR v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221. Lokað fóstudagskvöld. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi laugardagskvöld. Pálmi Gunn- arsson skemmtir. LEIKHÚSKJALLARINN Hverfisgötu. Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630. Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LÆKJARTUNGL Lækjargötu 2, simi 621625. Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. ÚTÓPÍA Suðurlandsbraut. Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. VETRARBRAUTIN Brautarholti 20, sími 29098. Guömundur Haukur leikur og syng- ur um helgina. ÞÓRSCAFÉ Brautarholti, s. 23333. Hljómsveitin Burgeisar leikur um helgina. Allra síðasta helgi fyrir sum- ardagskrá. ÖLVER • Álfheimum 74, s. 686220 Opið fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Markó Póló spilar frá kl. 21 fimmtudaga til sunnudaga. Kynning á tölyunámi Skýrslutæknifélag íslands gengst fyrir kynningu á tölvunámi sunnudaginn 29. maí klukkan 14-18. Kynningin er öllum opin og fer fram í Menntaskólanum viö Hamrahlíð. Kynningardagur sem þessi er orðinn árlegur viðburður í starfi félagsins og er tilgangurinn að gefa fólki kost á að afla sér upplýsinga á einum stað um flest það sem til boða stendur í tölvukennslu. Á undanfórnum ánun hefur fjöldi skólanema nýtt sér kynningu þessa við ákvarðanatöku um nám í há- skólum eða framhaldsskólum. En auk skólanema nær kynningin til fólks í starfi sem vill athuga hvaða námskeið bjóðast hjá þeim fjöl- mörgu aðilum sem veita ýms nám- skeið á þessu sviði. Að þessu sinni verður meðal annars kynnt nám- skeið sem starfsþjálfun fatlaðra stendur að. Skýrslutæknifélagið telur að í nútímaþjóðfélagi eigi einhvers konar tölvukennsla erindi til flestra. Æ fleiri störf krefjast ein- hverrar þekkingar eða þjálfunar á sviði tölva. Einnig eru mörg heim- ili búin ágætum tölvukosti sem notaður er til leikja og ýmissa við- fangsefna sem örugglega gætu orð- ið fjölbreytilegri ef þekkingin væri meiri. Kynnendur á kynningunni eru frá háskólum, framhaldsskólum og menntamálaráðuneytinu, svo og mörgum fyrirtækjum og stofnun- um sem halda styttri námskeið fyr- ir aimenning. Þeir munu svara spumingum varðandi tölvu- fræðslu og kynningarbæklingum verður dreift. -gh Það eru margir skólar og aðilar sem bjóða upp á námskeið í tölvunotk- un. Með kynningu sinni reynir Skýrslutæknifélagið að auðvelda mönnum leiðina til að finna námskeið við sitt hæfi. Göngudagur fyrir alla fjölskylduna Á sunnudaginn, 29. maí, verður Ferðafélag íslands með sérstakan göngudag. Er þetta 10. árið í röð sem félagið gengst fyrir þessum degi. Að venju er leitast við að velja gönguleið sem er við allra hæfi og um leið forvitnileg. Gangan hefst í brunanámu vestan við Krýsuvíkurveginn. Við suður- enda námunnar er gata sem hefur verið rudd í gegnum Kapelluhraun fyrir ævalöngu og kallast Hrauntungustígur. í gegnum úfið hraunið er gengið eftir þessum stíg og eftir um það bil tíu mínútur er komið út úr hrauninu og tekur þá svokallaður Almenningur við. Eftir rúmlega tutt- ugu mínútna göngu í viðbót er komið að Gjáseli sem er þarna undir brún Háaimennings. Smátúnkragi er í kringum tóftina sem enn er það greini- leg að vel sést húsaskipan. í Gjáseli veröur gert hlé á göngunni og tekið, upp nesti áður en haldið er til baka. Þetta er kjörin gönguferð fyrir alla fjölskylduna og ákjósanleg leið til þess að efla kynni hinna yngri við eigið land. Brottfór er kl. 13 frá Um- feröarmiðstöðinni og er fólk á einkabílum einnig velkomiö. Ekkert kostar að taka þátt í þessum 10. göngudegi Ferðafélags íslands. Þessir þekktu spilarar verða meðal þátttakenda á maimótinu en spila sinn í hverri sveitinni. Frá vinstri eru Valur Sigurðsson, Aðalsteinn Jörg- ensen, Jón Baldursson og Ragnar Magnússon. Bridge: Maímót Sparisjóðs Kópavogs og Bridge- félags Kópavogs Dagana 28.-29. maí verður haldin sveitakeppni í bridge í Fannborg 2, Félagsheimili Kópavogs, og verða óvenju glæsileg peninga- verðlaun í boöi. Keppnisformið er útsláttarkeppni með Sviss-fyrir- komulagi (danskur Monrad) fyrir þær sveitir sem tapa í útslættinum. Allar sveitimar byrja í útsláttar- keppni og þær sem tapa fara í Monrad-keppnina þar sem sveitir með svipaðan vinningsfjölda keppa saman. Þannig munu þær sveitir, sem tapa í útsláttarkeppninni, eiga möguleika á verðlaunum eftir sem áöur ef þær standa sig vel í Monrad-keppninni. í lokin verða aðeins tvær sveitir eftir taplausar, en þær munu keppa um fyrsta og þriðja sætiö. Efsta sveitin úr Sviss- keppninni hlýtur annað sætið. Verðlaunin fyrir fyrstu þrjú sæt- in eru óvenju glæsileg eins og áður sagði. Fyrir fyrsta sætið eru 120 þúsund krónur, 80 þúsund fyrir annað sætið og 40 þúsund fyrir það þriðja. Auk þess eru alls konar aukaverðlaun þannig að samtals nemur verðlaunaféð 300 þúsund krónum. Sparisjóður Kópavogs gefur fyrstu verðlaunin. Spilamennska hefst kl. 13 og spil- að verður til 19.30 bæði laugardag og sunnudag. Keppnisstjórar verða þeir Hermann og Olafur Lárussyn- ir. Aðstaða er mjög góð fyrir áhorf- endur sem ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð því allflestir af sterkustu spilurum Islands hafa skráð sig í þessa keppni. Þó var ekki fullskráö í þessa keppni þegar þessi grein var skrifuð. Eftirhennukeppm í Evrópu Nú um helgina veröur efdrhermukeppni haldin í veitingahúsinu Evr- ópu. Keppnin fer þannig fram að keppendur koma fram og reyna að líkja sem best eftir uppáhaldspoppsljörnu sinni i útliti og látbragði. Lög með viðkomandi poppstjömum verða leikin og keppendur spreyta sig á að stæla stjörnurnar. Undankeppnin verður á fóstudagskvöldið en úrslitin ráðast ekki fyrr en upp úr miðnætti aðfaranótt sunnudags. í tilefni keppninnar kemur bandaríski stjörnustælarinn Rina sérstak- lega til landsins til aö skemmta að hætti Tinu Tumer. Mun hún koma fram bæöi kvöld keppninnar. Dómnethd sker úr um hverjir standa sig best og munu þeir tveir sem vinna hljóta aö launum helgarferð til Holl- ands og aðgöngumiða á tónleika sem stórstjarnan Michael Jackson held- ur á Feyenoord knattspyrnuleikvanginum í Rotterdam þann 5. júní næst- komandi. Stjómandi keppninnar er Guðmundur Albertsson. Hljómsveit André Bachmann. Breytingar í Danshúsinu Glæsibæ Lúðrasveit Þorlákshafnar mun standa fyrir tónlistarhátíð í Þorlákshöfn á morgun, laugardaginn 28. maí, og kallast hátíðin Þorláksvaka. Ætlunin er að flytja lifandi tónlist stanslaust í um það bil tólf klukkustundir. Hátíðin hefst með skrúðgöngu og lúörablæstri kl. 13. Að því búnu hefst tónleikahaldiö og koma fram fimm lúðrasveitir, tveir kórar, einleikarar, trúbadorar og þijár popphljómsveitir. Ýmislegt annaö verður einnig til skemmtunar. Má þar nefna pílukast, stígvélakast, stangveiöikeppni auk þess sem ungviöinu gefst tækifæri til að bregða sér á hestbak. Hátíðin mun að mestu leyti fara fram í 240 fermetra tjaldi og er hún fyrst og fremst hugsuö sem fjölskylduhátið. Að undanfomu hafa átt sér stað miklar breytingar í Danshúsinu Glæsibæ. Búið er að stækka veitingasalinn og er nú hægt 'að taka þar við um 400 manns í matarveislur. Nýjar innréttingar hafa verið settar og nýlega var Hljómsveit André Bachmann fengin til að leika á staönum út júlímánuð. Ándré Bachmann, sem er trymbill og söngvari, er ef til vill einna þekkt- astur fyrir starf sitt með dúettinum á Mímisbar undanfarin fimm ár. Nú hefur hann fengið þá Carl Möller hljómborðsleikara og Gunnar Bernburg bassaleikara til liös við sig og munu þeir félagar ekki láta sitt eftir liggja við að kynda. undir dansinum í Danshúsinu Glæsibæ í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.