Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. MAl 1988. 31 • ísland og ítalia eigast við á Laugardalsvelli á sunnudagskvöldið i undankeppni ólympíuleikanna í knatt- spyrnu. íslendingar léku gegn Portúgal í sömu keppni fyrr í vikunni og máttu þola ósigur. Á myndinni sjást íslendingar sækja að marki Portúgala. DV-mynd Brynjar Gauti w. » CUÍJ CAPIi | Stórstjömur ítala á Laugardalsvelli Stórviðburöur helgarinnar á íþróttasviðinu verður án efa lands- leikur íslands og ítala í knatt- spyrnu á Laugardalsvelli á sunnu- dagskvöldið kl. 20.00. Leikur þjóð- anna er liður í undankeppni ólympíuleikanna en leikurinn er sá síðasti í b-riðli keppninnar. ítölum nægir jafntefli í leiknum til að tryggja sér sæti á ólympíuleik- unum í Seoul. ítalir erujafnir Aust- ur-Þjóðverjum að stigum fyrir þennan leik, báðar þjóðir hafa hlot- iö 11 stig. ítalir leggja að vonum mikiö upp úr þessari viðureign og koma hing- að til lands með sitt allra sterkasta lið. Margir af bestu knattspyrnu- mönnum ítala eru í ólympíuliðinu og þeirra á meðal eru fjórir leik- menn í liði AC Milano sem tryggði sér ítalska meistaratitilinn fyrir skemmstu og má þar nefna Colombo, Tassotti, Ancelotti og Virdis. Einnig eru leikmenn úr hð- um eins og Juventus, Napoli og Sampdoria. Þjálfari liðsins er enginn annar en Dino Zoff sem er einn af bestu markvörðum sem uppi hafa verið. Tæknilegur ráðunautur liðsins er Enzo Bearzot sem er aðalþjálfari A-hðs ítala sem tekur þátt í úrshta- keppni Evrópukeppninnar sem fram fer í júní í Vestur-Þýskalandi. ítalskir íjölmiðlar sýna leiknum mikinn áhuga og koma hingað til lands um 30 ítalskir blaðamenn og að auki verður leiknum sjónvarpaö beint til Ítalíu. Ekkert leikið í 1. deild en alltáfullu í2. deild Ekkert verður leikið 1. dehd um helgina vegna landsleiks íslands og Itala en hins vegar verður leikið af fullum krafti í 2. deild en þá fer fram önnur umferð deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Á Selfossi leika heimamenn gegn Þrótti en bæði þessi lið töpuðu sín- um leikjum í fyrstu umferö. Á Kaplakrikavelli í Hafnarfiröi taka FH-ingar á móti KS frá Siglufirði. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. Á morgun verða þrír leikir, ÍR leikur gegn Breiðabliki í Laugar- dal, Tindastóh tekur á Víði frá Garði á Sauðárkróki og Fylkir og Vestmannaeyingar leika á Fylki- svelh. AUir leikirnir hefjast kl. 14.00. 3. deild í 3. dehd leika eftirtahn lið saman á laugardag kl. 14.00: Grótta-Vík- verji, Njarðvík-Reynir S, Stjarn- an-ÍK, Afturelding-Grindavík, Magni-Einherji, Dalvík-Huginn, Hvöt-Þróttur N, Sindri-Reynir Á. 4. deild í 4. dehd leika eftirtalin hö sam- an: Árvakur-Ernir kl. 17.00, Hauk- ar-Ægir kl. 14.00, Hveragerði- Ármann kl. 14.00, Víkingur ÓL- Hafnir kl. 14.00, Æskan-Vaskur kl. 14.00, UMSE b-Neisti kl. 14.00, HSÞ b-Kormákur kl. 14.00. Vormót Kópavogs í frjálsum íþróttum Vormót Kópavogs í frjálsum íþróttum verður haldiö á Kópa- vogsvehi á morgun og hefst kl. 14.00. í karláflokki verður keppt í 100 m og 1000 m hlaupi, kúluvarpi, spjótkasti og langstökki. I kvennaflokki verður keppt i 100 m og 600 m hlaupi, kúluvarpi, spjót- kasti og langstökki. Skráning keppenda fer fram á Kópavogsvelh kl. 13.00 á morg- un. Opna Dunlop-mótið í golfi fer fram í Leiru Opna Dunlop-mótið veröur hald- ið á Hólmsvelli í Leiru á morgun og á sunnudag. Byrjaö veröur að ræsa út kl. 9 í fyrramálið. Leikinn veröur 36 holu höggleikur með og án forgjafar. Verðlaun eru glæsileg eins og venjulega og gefandi er Austur- bakki h/f. Skráning fer fram í síma 92-14100 eða í golfskálanum í Leiru. -JKS SJÚKRAHÚS PATREKSFJARÐAR FRAMKVÆMDA- STJÓRI Staða framkvæmdastjóra við sjúkrahúsið á Patreks- firði er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist fyrir 30. júní nk. Nánari upplýsingar gefur formaður sjúkrahússtjórnar, Úlfar Thoroddsen, í síma 94-1221, vinnusími. Sjúkrahús Patreksfjarðar 24. maí 1988 KJÖTIÐNAÐARMENN - KJÖTIÐNAÐARMENN FÉLAGSFUNDIR verða haldnir í Reykjavík, á Hótel Loftleiðum, Kristal- sal, sunnudaginn 29. maí 1988 kl. 14.00 og á Akur- eyri í matsal kjötiðnaðarstöðvar KEA 28. maí 1988 kl. 10.00 fyrir hádegi. Dagskrá: Atkvæðagreiðsla um fyrirliggjandi kjarasamning. önnur mál. Fjölmennum á fundina Stjórn FÍK NISSAN PATROL TURBO DÍSIL ÁRG. 1987 High roof, lengri gerð, 6 cyl. Nissan vél, 5 gíra, ekinn 26 þ. km, útvarp og segulband, vökvastýri, breið dekk og spoke felgur, brettakantar, litur hvítur. Ath. skipti á nýlegum ódýrari bíl. ath. skuldabréf. Verð 1590 þús. „Þegar ég var í Samvinnu- skólanum var aldrei mein- ingin að fara til starfa hjá Sambandinu," segir Magn- ús Friðgeirsson, nýráðinn forstjóri lceland Seafood Corporation, í helgarviðtal- inu á morgun. Magnús er staddur um þessar mundir í Bandaríkjunum að kynna sér starfið áður en lagt verð- urafstað. Fjölskyldan fer utan í ágúst en áður þarf að finna húsnæði. Magnús segirað húsGuðjóns B. Ólafssonargæti komið til greina. Meira um Magnús á morgun. „Við munum ekki sætta okkurvið að missa hlustun. Okkar takmark er að vera á toppnum," segir Ólaf- ur Hauksson útvarps- stjóri íopnuviðtalivið helgarblaðiðámorg- un um uppgang Stjörnunnar. Hann segireinnig aðfram- tíðarstefnan sé sú að slá út fréttastofu ríkis- útvarpsins. Bjartsýnn maður, Ólafur, nú þegar vika er í að vinsælasta útvarpsstöðin verði árs- gömul. r^O't^uy\/ Það varð uppi fótur og fit í sundlaugunum í Laugardal erfegurðar- drottning Islands, Linda Pétursdóttir, mætti í bik- ini þar í vikunni. Sóldýrk- endur gteymdu sólinni eitt augnablik og karl- mennirnir fylgdust með hverri hreyfingu fegurð- ardísarinnar. Við sjáum myndir af uppákomunni í sundlaugunum í helgar- blaðinu á morgun, frásögn og viðtal. „Þetta var bara skemmti- legt," sagði hin nýkrýnda þegar ungir herramenn höfðu kastað henni upp í loftið nokkrum sinnum og gripið hana auðvitað jafnóðum aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.