Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. Messur Dómprófasturinn Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi sunnudag 29. maí 1988. Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11 ár- degis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma). Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Messa kl. 14. (Ath. breyttan tíma). Fermd verður Guörún Lilja Magnúsdóttir, Svíþjóð, Stigahlið 89, Rvk. Altarisgariga. Organisti Daniel Jón- asson. Aðalfundur Breiðholtssóknar verður haldinn að guðsþjónustu lokinni. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Sr. Ólafur Jó- hannsson messar. Sr. Ólafur Skúlason. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Orgelleikur í 20 mín. fyrir messuna. Dómkórinn syng- ur. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Presttm sr. Guðm. Karl Ágústssori. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Aöalsafnaðarfundur Hólabrekkusóknar verður haldinn að iokinni messu. Fríkirkjan í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Frikirkjukórinn syngur. Organisti Pavel Smid. Aðalsafnaðarfund- ur eftir messu. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Organisti Ámi Arinbjamarson. Sr. Halldór Grönd- al. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beöið fyrir sjúk- um. Landspítalinn: Messa kl. 10, Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Arngím- ur Jónsson. Organisti Orthulf Prunner. Hjallaprestakall í Kópavogi: Guðsþjón- usta kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar í Digranesskóla. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Langholtskirkja: kirkja Guðbrands biskups. Hin árlega guðsþjónusta hesta- manna verður á sunnudaginn kl. 11. Hestamenn koma ríðandi td kirkju og annast síöan flutning messunnar. í stól veröur Baldur Jónsson, fyrrverandi vall- arvöröur. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes og fleiri listamenn úr röð- um hestamanna lyfta hug okkar í hæðir með tónlist. Jón Sigurbjömsson og Gunnar Eyjólfsson flytja lestra dagsins. Jón Stefánsson verður við orgelið og Sig- urður Haukur annast prestsþjónustu við aítarið. Mönnum gefmn kostur á að kaupa sér kjötsúpu áður en stigið verður á gæðingana á ný. Tökum þátt í sér- stæðri athöfn, þar sem beðið er fyrir dýr- um, meira að segja gleymum við ekki páfagaukum vina okkar í Hallgríms- kirkju. Jón og Haukur. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Neskirkja: Laugardag: Suðurnesjaferð félagsstarfs aldraðra. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13.00 stundvíslega. Sunnu- dag: Messa kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ól- afsson. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmund- ur Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00 ár- degis. Dómprófastur sr. Ólafur Skúlason visiterar Seljasöfnuð og prédikar í guðs- þjónustunni. Altarisganga. Organisti Kjartan Sigutjónsson. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma). Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Hafnarfjarðarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunn- þór Ingason. Ferðalög Útivistarferðir Helgarferðir 27.-29. maí 1. Purkey - Breiðafjarðareyjar. Sann- kölluö náttúmparadis. Tjaldað í eyjunni. Gönguferðir. Sigling m.a. að Klakkseyj- um. Aðeins þessi eina ferð. 2. Þórsmörk. Góð gisting í Útivistarskál- unum Básum. Gönguferðir viö allra hæfl. Uppl. og farmiðar á skrifstofu, Grófmni 1, simar 14606 og 23732. Dagsferðir sunnudag 29. maí. Strandganga í landnámi Ingólfs. 14. ferð a og b. Kl. 10.30. Hunangshella - Hafnir - Stóra-Sandvík. Gengið með Ósabotnum um Hafnir, Hafnaberg og Skjótarsstaði. Örnefnaríkt land. Verð 800 kr. Kl. 13 Kalmanstjörn - Stóra-Sandvík. Gengið um Kirkjusand og Hafnaberg. Staðfróðir menn mæta í gönguna. Missið ekki af strandgöngunni. Verö 800 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Brottfór frá BSÍ, bensinsölu. Kl. 10.30. Fuglaskoðunarferð á Hafna- berg. Gengið verður frá Kalmanstjöm í rólegheitum um Hafnaberg. Fjölbreytt fuglalif. Leiðbeinandi Árni Waag. Hailð sjónauka meöferðis. Verð 800 kr. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. 10. göngudagur Feröafélags íslands Sunnudaginn 29. maí verður Ferðafélagið með göngudag 10. árið í röð. Gengið verð- ur í Kapelluhrauni sunnan Hafnarijaröar eftir Hrauntungustíg, sem liggur frá Krýsuvikurvegi aö Gjáseli, en þar verður áð og síðan haldið til baka. Brottfór kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinrú, austan- megin. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Ókeypis ferð. Þátttakendur á eigin bílum velkomnir í gönguna. Næg bílastæði vestan við Krýsuvíkurvegmn. <s ARKLAmafiD© GASGRILL m/kút og yfirbreiðslu Verð kr. 14.500,- Ath! Aðeins örfá grill eftir TIL SYNIS OG SOLU Dalshrauni 13, Hafnarfirði (Svansbakarí). Opið laugardaga frá kl. 10-16.00. i____ Sunnudaga frá kl. 10-16.00. miw/A) Sími 652575 Don Giovanni Síðasta sýning Nú fer hver að verða síðastur að sjá óperuna Don Giovanni eftir Wolf- gang Amadeus Mozart hjá íslensku óperunni. Ákveðið hefur verið að hafa eina aukasýningu á verkinu og verður hún í kvöld, fóstudaginn 27. maí. Þetta er síðasta tækifærið fyrir óperuunnendur að sjá þennan flutning verksins því það verður ekki tekið aftur upp að hausti. -gh Gallerí Gijót: Höggmyndasýning Páls frá Húsafelli Snorri Kristleifsson, DV, Borgarfirði: Páll Guðmundsson frá Húsafelli opnar höggmyndasýningu í Gallerí Grjóti í Reykjavík fóstudaginn 27. maí kl. 18. Myndefnið er blandað mannamyndum og alls konar kynjamyndum sóttum í fomsög- urnar. Þær hefur hann höggvið í rautt, blátt og gult grjót sem finnst á Húsafelli. Páll er fæddur árið 1959 og alinn upp á Húsafelli, sonur hjónanna Ástríðar Ágústsdóttur frá Húsafelli og Guðmundar Pálssonar frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann auk þess sem hann hefur dvahö í Þýskalandi viö nám. I Vesalingunum skiptist á Ijóðræn fegur Páll er heljarmenni að burðum og lætur sér ekki muna um að hand- fjatla hnullungana þótt þeir sigi svolítið í. DV-mynd Snorri Vesa sýninj Nú fer hver að verða síðastur að sjá söngleikinn Vesalingana eftir Victor Hugo því hann verður ekki á ijölunum næsta vetur. Sýningar verða á fostu- dags- og laugardagskvöld nú um þessa helgi en tvær síðustu sýningarnar verðá um næstu helgi. Söngleikurinn byggir á sívinsælli sögu Victors Hugo, sem verið hefur kveikja aö mörgum leikgerðum og kvikmynd- um. Höfundar söngleiksins eru Álain Boubhl og Claude-Michel Schönberg I Tónleikar Tónleikar í Heita pottinum Ellen Kristjánsdóttir heldur tónleika í Heita pottinum, Duus húsi, nk. sunnu- dagskvöld kl. 22. Með Ellen munu leika valinkunnir tónlistarmenn, þeir Messo- fortesveinar, Eyþór Gunnarsson, Friörik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson. Skólakór Kársness í tónleikaferð Skólakór Kársness fer í tónleikaferð norður í land um helgina. Kórinn mun halda tónleika í Akureyrarkirkju laugar- daginn 28. maí kl. 15, í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 29. maí kl. 14 og í Skjól- brekku, Mývatnssveit, sunnudagskvöld- ið kl. 20.30. í kómum eru 40 söngvarar á aldrinum 11-17 ára en stjómandi þeirra er Þórunn Bjömsdóttir. Vortónleikar samkórs Trésmiðafélags Reykjavíkur Nk. laugardag, 28. mai, kl. 14.30 heldur Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkiu' sína árlegu tónleika. Tónleikamir verða í Breiðholtskirkju í Mjódd. Sungin verða innlend og erlend lög undir stjóm Guð- jóns Böðvars Jónssonar við undirleik Lám Rafnsdóttur. Kórinn er nú að ljúka sínu 16. starfsári. FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA Í REVKJAVÍK SUMARFERÐIR 1988 í sumar eru áætlaðar 14 ferðir innanlands á vegum Félagsstarfs aldraðra hjá Reykjavíkurborg. Upplýs- ingar eru veittar í Fréttabréfi um málefni aldraðra, sem borið verður út til allra Reykjavíkinga, 67 ára og eldri, á næstunni, og í Hvassaleiti 56-58 í síma 689670 og 689671, þar sem tekið er á móti pöntun- um. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Ljósin í lagi - lundin góð Slík áhrif hafa rétt stillt Ijós í umferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.