Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Page 6
30 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - BíóhöIIin Baby Boom Baby Boom hefur aö mörgu leyti sama þema og Þrír menn og bam. Báöar em gamanmyndir og fjalla um fólk sem fær barn óvart upp í hendurnar án þess að hafa nokkra reynslu af barnauppeldi. Hin ágæta leikkona, Diane Kea- ton, leikur J. C. Wiatt, metnaðar- gjarna konu sem hefur langskóla- nám að baki í viðskiptum, er í topp- Diane Keaton og Sam Shepard i hlutverkum sínum í Baby Boom. stöðu með himinhá laun. Hún býr með bankamanni sem ekki síður en hún er upptekinn af vinnunni. Lifnaðarhættir þeirra breytast snöggt þegar henni er tilkynnt að hún sé eini ættingi þrettán mánaða telpu. Algerlega reynslulaus í barnauppeldi tekur hún til við að ala telpuna upp... Eins og í Þrír menn og bam er litia telpan, Elizabeth Wiatt, leikin af tvíburum, Kristina og Michelle Kennedy. Voru þær valdar úr hópi þrjú hundmð tvíbura. Myndinni leikstýrir Charles Shyer og hand- ritshöfundur er Nancy Myers. Diane Keaton hefur ágætt lið leik- ara með sér í Baby Boom. Ber fyrst að nefna leikarann og leikskáldið Sam Shepard sem leikur lækninn Jeff Cooper. Annar leikari, sem einnig er þekktur fyrir ritstörf, er Harold Ramis. Leikur hann sam- býlismann J.C. Þá má nefna þekkta karakterleikara á borð við Sam Wannamaker og Pat Hingle. HK. Háskólabíó Sumarskólinn Sjálfsagt er varla hægt að ímynda sér sumarlegri kvikmynd en Sumarskólann (Summer Scho- ol) sem Háskólabíó hefur hafið sýn- ingar á. Fjallar myndin um leik- fimikennaraxm Freddy Shoop sem tekur aö sér í sumarfríi á Hawaii að hjálpa til við kennslu ungmenna sem hafa ekki staðið sig of vel í ensku. Shoop hefur takmarkaðan áhuga á kennslunni og er því Robin Bishop (Kirstie Alley), fallegur sögukennari, betri hjálp en eng- in... Aöalhlutverkin leika Mark Harmon og Kirstie Alley. Þau eru ekki mjög þekktir leikarar. Sjón- varpsáhorfendur ættu þó að kann- ast við þau. Stutt er síöan Kirstie Alley lék eitt aðalhlutverkið í sjón- varpsmyndaflokknum North and South og fyrir skömmu var sýnd The Deliberate Stranger, tveggja hluta sjónvarpsmynd þar sem Mark Harmon lék eftirminnilega fiöldamorðingjann Ted Bundy. Þekktari er leikstjórinn Carl Reiner. Hann hefur leikstýrt gam- anmyndum í fiölda ára. Má þar nefna Oh God, All of Me og The Jerk. Honum leist svo vel á hand- rit Jefís Franklins að hann hugsaði sig ekki tvisvar um að taka að sér verkið. HK. Mark Rarmon ásamt nemendum sínum i Sumarskólanum. J. C. Wiatt (Diane Keaton) farast uppeldisstörfin ekki vel i fyrstu. Laugarásbíó Aftur til LA. Laugarásbíó hefur nýhafið sýn- ingar á gamanmyndinni Aftur til L.A. (Bom in East L.A.). Leikstjóri og aðalleikari er Cheech Martin sem aðallega hefur getið sér frægð sem annar helmingur Cheech og Chong. Með félaga sínum Chong lék hann í fiórum kvikmyndum en Aftur til L.A. er sú fyrsta þar sem hann er einn á ferð. Aftur til L.A. fiallar um Mexíkó- mann sem Cheech Martin leikur. Hann býr í L.A. Fyrir misskilning er hann sendur til Mexíkó sem ólöglegur innflytjandi. Hann á í hinum mestu erfiðleikum að losna úr klandri þessu, þrátt fyrir að hann tali ekki stakt orð í spönsku. Myndin fiallar svo um kostulegar aðferðir sem Cheech notar til að sanna að hann er alvöru Banda- ríkjamaður og langar mest til að komast heim. Sýningar Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí. Opið þriðjudaga til föstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Nes, Nýjabæ v/Eiðistorg Opnaöur hefur verið nýr sýningarsalur, Gallerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja- bæjar við Eiðistorg, III. hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. .Gallerí Svart á hvítu Laugardaginn 28. maí verður opnuð sýn- ing á verkum Jóhanns Eyfells. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar 1988. Opið er alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og stendur sýningin tO 15. júní. Kjarvalsstaðir við Miklatún í vestursal stendur yfir sýning sem ber Jieitið „Böm hafa 100 mál“ sem kemur frá borginni Regio Emilia á Ítalíu. Em þar kynntar nýjar hugmyndir um list, menningu og kennslu ungra bama. I vesturforsal gefur að líta verk eftir böm frá bamaheimilinu Marbakka. í austur- sal er sýning á vatnslitamyndum hins heimsfræga listamanns Gunthers Uec- kers. Myndimar málaöi hann af Vatna- jökli í íslandsferð sinni 1985. í austurfor- sal er sýning í tengslum við Norrænt tækniár. Sýnd em verk bama úr sam- keppni er tengist norræna tækniárinu ásamt ritgerðum úr samkeppni grann- skólabama. Kjarvalsstaðir em opnir dag- lega frá kl. 14-22. Sýningamar standa yfir tO 29. mai. Listasaín Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið aOa laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar em tO sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaOega eftir yngri Ustamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Safhið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sérfræðingur veitir leiðsögn um sýningtma Aldarspegil á sunnudögum kl. 13.30-14.45. Mynd mánaöarins er kynnt aUa fimmtudaga kl. 13.30. Kafiistofa húss- ins er opin á sama tíma og safnið. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Nú stendur yfir á Mokkakafii sýning á um það 30 ljósmyndum eftir Davíð Þor- steinsson. Myndimar em allar teknar inni á Mokka af gestum kafiihússins og starfsfólki. Sýningin er haldin í tOefni af 30 ára afmæli Mokkakafíis. Sýningin stendur fram i júni. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Á morgun verður opnuð samsýning Text- ílfélagsins. Sýningin er fimmta samsýn- ing félaganna í ReykjavOt en einnig hafa þau haldið samsýningar úti á landi. Það em 14 félagsmenn sem eiga verk á sýn- ingunni og em þau unnin með margs konar tækni í mismunandi efni. Sýningin stendur til 12. júní og er opin daglega kl. 14-22. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Haukur Dór sýnir teikningar og málverk unnin á pappír og striga á sl. tveimur árum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helg- ar frá kl. 14-18. Hún stendur tO 1. júní. Nýlistasafnið Robin Van Harreveld sýnir ljósmyndir í Nýhstasafninu. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Sýningin stendur tO 29. maí. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tima í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögmn og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Nú stendur yfir sýning á teikningum skólabama í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Málverkasýning í anddyri Landspítalans Fánýtar stfiæfmgar misskOinnar lista- konu heitir málverkasýning sem Harpa Karlsdóttir heldur í anddyri Landspítal- ans (1. hæð gengið inn frá Kringlu) og stendur hún fram yfir mánaðamót. Þetta er fyrsta einkasýning Hörpu. Sýning í Gimli á Stokkseyri Elfar Guðni sýnir í Gimli á Stokkseyri. Þetta er þriðja sýning Elfars í þessu aldna samkomuhúsi þeirra Stokkseyringa. Myndirnar em víðsvegar af að landinu. Meginefni myndanna em hestar. AOar myndimar em málaðar með oliu á striga. Þetta er 16 einkasýning Elfars. Hún er opin um helgar kl. 14-22 og virka daga kl. 20-22. Henni lýkur 5. júní. Þrastarlundur í Þrastarlundi stendur yfir sýning á verk- um Ragnars Lár. Á sýningunni em 14 gvass- og vatnslitamyndir. Sýningin, sem hófst um hvítasunnuna, stendur í þijár vikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.