Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Side 8
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. 32 Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson V.....-........... Það eru ekki miklar breytingar á listanum að þessu sinni. Sóðalegi dansinn er öruggur í 1. sæti en næstu fjórar myndir skiptast á um að sækja að forystumyndinni. Um síðustu helgi var nokkuð mikil útleiga enda brást góða veð- rið. Lítið er um nýjar myndir á listan- um en þó skrönglast leigulöggan með Burt Reynolds og Lizu Minelb inn á listann. Framundan eru margar útgáfur að venju þannig að búast má við breytingum fljótlega. DV-LISTINN 1. (1) Dirty Dancing 2. (5) No Mercy 3. (2) Beverly Hills Cop II 4. (3) Roxanne 5. (8) Raising Arizona 6. (7) Ishtar 7. (4) Robocop 8. (-) Rent a Cop 9. (-) Critical Condition 10. (10) La Bamba © Kvensamur strákur THE WOO WOO KID Útgefandi: JB myndbönd Leikstjóri: Phil Alden Robinson. Aðal- hlutverk: Patrick Dempsey, Talia Bals- am og Beverly D’Angelo. Bandarísk 1987. 92 mín. öllum leyfð. Þaö verður að segjast eins og er að þessi hressa gamanmynd kemur verulega á óvart fyrir gamansamt handrit og snjalla útfærslu. Mynd- in á að byggja á sönnum atburðum sem urðu að miklu blaöamáh eftir stríð í Bandaríkjunum. í raun var tilefnið ekki mikið, aðeins þaö aö ungur strákur hafði tekið saman við sér htillega eldri konur og orðið frægur, hataður og dáður fyrir. Það er ansi háðsk kómedía sem hér er á ferð enda af nógu að taka þar sem er hið tvöfalda siðgæði Bandaríkjamanna. Strákurinn seg- ir söguna í fyrstu persónu og gerir óspart grín að sjálfumsér en í raun er það hræsni almennings sem fær einn á lúðurinn. Boðskapurinn verður þó aldrei yfirgnæfandi og líklega varasamt aö ætla myndinni of stórt hlutverk á því sviði. Hún er góð afþreying og Dempsey skemmthegur í aðal- hlutverki. -SMJ gti Saklaus maður drepinn SLYSASKOT. Útgefandl: Háskólabió. Lelkstjóri: Joe Manduke. Aóalleikarar: Moshes Gunn, Rosalind Cash og Bernie Casey. Bandarisk 1975-Sýningartfmi: 9S mín. Combread er ungur svertingja- strákur, snjall körfuboltamaður og uppáhald allra yngri pilta í hverf- inu. Kvöld eitt er hann skotinn til bana í misgripum fyrir morðingja. Lögreglan vill ekki viöurkenna að um mistök hafi verið að ræða og reynir að sanna að Combread hafi verið ónytjungur og lifað á þjófnuð- um. Foreldrar hans sætta sig ekki við þetta og fá lögfræðing til að sanna sakleysi sonar þeirra. Mörg vitni eru að ódæðinu, en þegar komið er í réttarsalinn neita þau hvert af öðm aö bera vitni, hafði greinilega veriö hótað öhu illu ef þau bæra vitni. Einn ungur drengur sem hafði dáð Combread lætur þó ekki hótanir hafa áhrif á sig... Slysaskot er dæmigerö mynd um fátækhnga sem mega sín htið gegn kerfinu. Hinn mannlegi þáttur sigrar þó að lokum. Atriðin í réttar- salnunm í lokin er áhrifamikh en aðdragandinn er of langur og efast ég ekki um aö margir eru búnir að missa áhugann á myndinni þegar að besta hluta hennar kemur. HK ★★!4 Hryllingsleikarar formi THE COMEDY OF TERROR. Útgefandi: Háskólabíó. Lelkstjóri: Jacques Tourneur. Aðalhlutverk: Vincent Prlce, Perter Lorre, Boris Karloff og Basll Rathboone. Bandarísk: 1964. - Sýningartiml: 82 mín. The Comedy Of Temor verður vafalaust helst höfð í minningu fyr- ir að þar koma fram fjórir frægir leikarar, Vincent Price, Boris Kar- loff, Peter Lorre og Bash 'Rath- boone sem ahir öðluðust frægð fyr- ir að leika í hryllingsmyndum. Þeir eru nú allir látnir nema Vincent Price sem enn kemur einstaka sinnum fram í kvikmyndum. Fyrir utan að bjóða upp á þessa ágætu leikara er The Comedy Of Terror smelhn gamanmynd með smáhrylhngsívafi. Vincent Price leikur forstjóra líkkistufyrirtækis sem einnig sér um að grafa við- skiptavinina. Fyrirtækið er skuld- um vafið og hefur hann tekið á það ráð ásamt aðstoðarmanni sínum Peter Lorre að auka viðskiptin með að útvega sjálfir viðskiptavinina. Eins og nærri má geta er það ein- göngu gert með þvi að drepa þá. Þá má geta þess að þeir kumpán- ar nota alltaf sömu líkkistuna. Þeg- ar syrgjandi ættingjar hverfa á brott gera þeir sér lítið fyrir og skutla líkinu úr kistunni ofan í gröfma. Vincent Price er giftur dóttur fyrrverandi eiganda sem Boris Karloff leikur. Hann hefur lítið áht á eiginkonunni sem heldur sig óperasöngvara og syngur hún dag- inn út og inn, öllum til leiðinda nema Peter Lorre sem tilbiður hana. Vandræði þeirra félaga byrja fyr- ir alvöru þegar þeir ætla að sjá fyr- ir lögreglustjóra bæjarins er Bash Rathboone leikur. Hann bókstaf- lega er ódrepandi og reyna þeir þó sitt af hveiju. Ahtaf skal karhnn vakna upp frá dauðum og það meira að segja þótt þeir séu búnir að koma honum í líkkistuna. Eins og nærri má geta er htí.11 gróði af lifandi manni... Handritið af The Comedy Of Terror er nokkuð velæ skrifað, en frekar slök leikstjóm og misgóðir taktar aðalleikaranna gera það að verkum að myndin nær aldrei al- mennhegu flugi, þótt hún taki mörgu fram sem þessir ágætu leik- ara létu frá sér fara á velmektarár- um sínum. Bash Rathboone á bestu sprettina, er oft kostulegur. í hehd er The Comedy Of Terror ágæt af- þreying þótt aldurinn segi nokkuð th sín. HK Lögga til leigu RENT ACOP Útgefandi: JB myndbönd Lelkstjóri: John London. Aóalhlutverk: Burt Reynolds og Liza Minelll. Bandarisk 1987. Bönnuð yngri en 16 ára. 94 min. Stundum gæti maður freistast th að halda að önnur hvor mynd sem frá Bandaríkjunum kemur sé um lögregluna. Það skapast sjálfsagt af því að vestramir, sem löngum hafa verið þjóðartákn, hafa horfið og söguþörfin sem þar mátti finna hefur því færst inn á malbikið. Ég er ekki viss um að þetta sé góð þró- un. Sem vestraaðdáandi þá fékk maöur vissa glýju í augun þegar vestrar vora á dagskrá. Sama du- lúðin hvhir ekki yfir lögregluvestr- unum enda þeir í flestum tilvikum ofbeldishneigðari og slakari fram- leiðsla. Upphaf myndarinnar er dáhtið skemmthegt og styður thgátu mína um vestrana. Myndavéhn hður yfir stórborgina að næturlagi og ljósa- ★★1 óbyggðirnar th að kynna sögusvið- ið? Hér segir frá þreyttum lögreglu- þjóni (Reynolds) sem lifir einn af mikið blóðbaö, þar sem glæpamað- urinn sleppur í burtu frá lögregl- unni. í átökunum kemst hann lítil- lega í kynni við lífsglaða hóra (Minehi). Kappinn missir starfið eftir hasarinn en hóran ræður hann th að vernda sig fyrir brjáluð- um morðingja. Saman vinna þau síðan að lausn málsins um leið og Amor skýtur örvum sínum. Þau Reynolds og Minelh mega svo sannarlega muna sinn fífil fegri sem er að mörgu leiti óskhjanlegt. Ég fæ ekki séð að þau séu neitt verri en margir þeirra leikara sem blómstra í dag. Reynolds er meira að segja alltaf ákaflega geðfelldur leikari. Myndin er ákaflega ófrum- leg í ahri gerð, með stöku spennu- punktum en skortir heildarmynd eöa tilgang til að skha einhverju. -SMJ dýrðin er ótrúlega falleg. Hve margir vestrar hafa ekki byrjað á því aö myndavélin líður yfir Spilling í Atlanta SHARKY’S MACHINE. Útgefandl: Steinar hf. Lelkstjóri: Burt Reynolds. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Vittorio Gassman, Brian Keith og Rachel Ward. Bandarisk, 1983 - Sýningartimi: 118 mln. Síðustu myndir Burt Reynolds hafa verið hálfmisheppnaðir þrhl- erar. Satt best að segja held ég að hann hafi ekki gert þokkalega mynd síðan Sharkys Machine, sem kom á markaðinn 1983. í Sharkys Machine leikur hann enn eina lögguna. í þetta skiptið Tom Sharky sem færður er úr morðdehdinni yfir í fíkniefnadeild- ina. Þykir það að fara niður á við. Hann fær það verkefni að komast á slóð glæpaforingja sem stjómar neðanjarðarveröld Atlanta. Sharky telur hepphegast að kom- ast á slóð hans með því að fylgjast með þúsund dollara mehunni Dominoe sem hann granar að sé hjákona hins dularfulla glæpafor- SMflNEn 8fh3! ingja. Það reynist rétt vera og það kemur einnig í ljós að Dominoe heldur einnig við thvonandi borg- arstjóra. Meö nákvæmum sjónauka og fuhkomnustu njósnatækjum getur hann fylgst vel meö öllu því sem gerist. Hann grunar, eftir aö hafa hlerað símtal, að Dominoe eigi að drepa sem fyrst. Sharky, sem nú er orðinn hrifinn af viðfangsefni sínu, er ákveðinn í að hjálpa henni en kemur upp um sjálfan sig í leið- inni... Sharky’s Machine er virkilega spennandi kvikmynd. Að vísu fer fullmikið fyrir ofbeldi. Fetar mynd- in þar í kjölfarið á Dirty Harry og annarra slíkra mynda. Burt Reyn- olds, sem einnig er leiksfjóri, hefur sjaldan verið í betra formi og Rach- el Ward er fógur leikkona og á maöur auðvelt með að afsaka byij- endavitleysur hjá henni. Nokkrir góðir karakterleikarar sjást í aukahlutverkum og komast Henry Shva og Brian Keith best frá sínum hlutverkum. Það er óhætt að mæla með Sharky’s Machine sem góðri afþreyingu þótt ekki risti hún djúpt. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.