Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1988, Blaðsíða 4
36 Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 19. júm'1988. Árbœjarkirkja. Guðsþjónusta kl. 11 ár- degis. Organleikari Violeta Smid. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Bústaðakirkja. Guðsþjóqjista kl. 11. Organisti Jónas Þórir. Sr. Olafur Skúla- son. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Sr. Lárus Halldórsson prédikar. Sr. Hjalti Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Sr. Lárus boðinn velkominn til starfa i Dómkirkj- unni. Orgelleikur í 20. mín. fyrir messu. Mánudagur: Dómorganistinn leikur á orgelið frá kl. 11.30-12.00. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir guðfræð- ingur prédikar og Jón ísfeld þjónar fyrir altari. Félag fyrrverandi sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organ- isti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sókn- arprestar. Fríkirkjan í Reykjavík. Almenn guðs- þjónusta kl. 11. Organleikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja. Messa kl. 11. Organisti Ami Arinbjamarson. Sr. Halldór Grön- dal. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ragn- ar Ralar Lámsson. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Organisti Orthulf Prunner. Miðvikudagur: Fyrirbænir kl. 18.00 í kirkjunni. Hjallaprestakall í Kópavogi. Kirkjuleg Qölskyldusamvera kl. 20.30 í messuheim- Ui Hjallasóknar í Digranesskóla. Ath. breyttan tima. Fjölbreytt tónlist og söng- ur. Ritningarlestrar, bænir og hugleið- ing. Hugum að nýjum áherslum í safnað- arstarfmu. Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11.00 árdegis. Sr. Ámi Páls- son. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Heitt á könnunni eftir athöfn. Sóknamefndin. Laugarneskirkja. Laugardagur: Guðs- þjónusta í Hátúni 10 B, 9. hæð, kl. 11. Sunnudagur: Messa kl. 11. Altarisganga. Margrét Hróbjartsdóttir hjúkrunarfræð- ingur prédikar. Sóknarprestur. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjóm Reynir Jónasson. Guðmund- ur Óskar Ólafsson. Miðvikudagur: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Seljakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sóknar- prestur. Seltjamarneskirkja. Messa með altaris- göngu kl. 11. Organisti Jakob Hallgríms- son. Sr. Guðmundur Öm Ragnarsson. Frikirkjan í Hafnarfirði. Guösþjónusta kl. 14. Organisti Öm Falkner. Einar Eyj- ólfsson. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 11 sunnudaginn 19. júní. Aðalsafnaðarfund- ur í veitingahúsinu Gaflinum eftir messu. Sóknamefnd og sóknarprestur. Þingvallakirkja. Guðsþjónusta verður á sunnudaginn kl. 14. Séra Ingólfur Guð- mundsson, námsstjóri í kristnum fræð- um, messar. Organleikari Einar Sigtu-ðs- son. Sóknarprestur. Tilkyimingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur laugardaginn 18. júní. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Laugardagsgang- an er góö byijun á góðri helgi. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyf- ing. Skemmtilegur félagsskapur. Nýlagað molakaffi. Félag eldri borgara, Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag, fimmtudag. Kl. 14 frjáls spilamennska t.d. bridge eða lomber. Kl. 19.30 félagsvist, hálft kort. 17. júní hátíðarhöld í Hafnarfirði kl. 13.45 Helgistund í Hellisgerði. kl. 14.15 Skrúðganga frá HeUisgerði að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjaröar og Lommedalens skolekorps leika. Skátatívolí verður opnað kl. 10 á túninu bak viö Hafnarfjarðarbíó. Fjöldi skemmtilegra tækja. kl. 15 hátíðasamkoma á Thorsplani kl. 18 kvikmyndasýning fyrir bom í Bæjarbíói kl. 20 kvöldskemmtun á Thorsplani kl. 21 Gömlu dansamir í félagsmiðstöð- inni Vitanum. Hljómsveitin Grand leikur fyrir dansi. Veitingasala verður á hátíð- arsvæðinu, auk þess munu Þrastarkonur sjá um kaffi- og veitingasölu í félagsmið- stöðinni Vitanum frá kl. 14. Akstur strætisvagna 17. júní 17. júní aka vagnar SVR eftir tímaáætlun helgidaga, þ.e. á 30 mín. fresti (sbr. leiða- bók), þó þannig að aukavögnum verður bætt á leiöir eftir þörfum. Frá um kl. 13, þegar hátíðarhöldin hefjast í Lælyargötu, og til kvölds, er breytt frá venjulegri akst- Vladimir Ashkenazy er frumkvöðull Listahátíðar i Reykjavik. FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1988. listahátíð: Pí anótónleikar As Píanótónleikar Vladimirs Ash- kenazy verða í Háskólabíói laugar- daginn 18. júní kl. 19.00. Vladimir Ashkenazy er einn helsti frumkvöðull þeirrar Listahátíðar í Reykjavik sem nú er haldin í tíunda skipti. Hefur nafn hans verið nátengt hátíðinni alla tíð síðan. Hann settist að í Reykjavík haustið 1968 og hann hafði ekki verið hér lengi búsettur þegar hann bar fram tillögu um að hér yrði stofnað til al- þjóðlegrar tónlistarhátíöar. Hug- myndin féll í góðan jarðveg og fram- kvæmdir urðu skjótari en oft ella. Samtök sem nefnd voru Listahátíð í Reykjavík voru stofnuð 10. mars 1969 og í júní 1970 var efnt til hinnar fyrstu Listahátiöar með núverandi sniði. Alltaf síðan hefur Listahátíð átt hauk í homi þar sem Ashkenazy er. Enginn listamaður hefur komiö fram oftar en hann, ýmist sem hljómsveit- arstjóri, einleikari á píanó eða með- leikari með öðrum listamönnum. Fyrstu árin var hann auk þess titlað- ur sérstakur starfsaðili fram- listahátíð: Tónleikar kammer- sveitar í kvöld, fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30, verða tónleikar í íslensku óper- unni þar sem kammersveit leikur undir stjóm Hákonar Leifssonar. Einleikarar verða Guðni Franzson klarinettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari. Hákon Leifsson er fæddur árið 1958. Hann stundaði nám í hornleik og tónsmiðum hér á landi, sem og í Danmörku, Englandi og Austurríki. Hann stundar nú meistaranám í hljómsveitarstjóm við New England Conservatorie í Boston. Á efnisskránni á tónleikunum í kvöld era verk eftir Hauk Tómasson, Leif Þórarinsson og Amold Schön- berg. Guarneri strengjakvartett Hinn bandaríski Guameri Þrír af meölimum Guameri með fulltingi seUóleikarans Davids strengjakvartett verður með tón- strengjakvartettsins, þeir Arnold Soyer. leika i íslensku óperanni á sunnu- Steinhardt og John Dalley fiölu- Efnisskrá kvartettsins nær yfir daginn, 9. júní, kl. 15.00. Kvartett- leikarar og Michael Tree lágfiölu- þrjúhundraöárítónlistarsögunni, inn hélt sína fyrstu tónleika suma- leikari, byrjuðu aö spila saman allt frá Haydn til Lutoslawskis. riö 1964 og hetur síðan þá haldiö á þegar þeir vora við nám í The Curt- Þeir hafa þegar leikið um 150 verk þriðja þúsund tónleika víös vegar is Institute of Music en kvartettinn og sífellt bætast ný verk á efnis- um heiminn. varð ekki til fyrr en síðar og þá skrána. Guameri kvartettinn hef- Sópran-kóloratúr s - Gilbert Levine stjómar Sinfóníu] Debru Vanderlinde er spáð glæstum ferli á óperusviðinu í framtíðinni. Á sunnudag kl. 20.30 verða í Há- skólabíói tónleikar Debru Vander- linde bandarískrar sópran-kóloratúr söngkonu. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur einnig á tónleikunum undir stjórn Gilbert Levine. Hin unga Debra Vanderlinde býr í New York. Hún stundaði nám við Denison háskóla og Eastman tónlist- arskólann og kom fyst fram í óperu árið 1979. Síðan hefur hún sungið stór hlutverk í New York City ópe- runni og víða um Bandaríkin. Þessi unga söngkona hefur fengið frábær- ar viðtökur og lof gagnrýnenda og er henni spáð glæstum ferh á ópera- sviðinu. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Gilbert Levine er að góðu kunnur hér á landi, bæði sem stjómandi sin- fóniutónleika og ópera. Eftir glæsi- legan námsferil í heimalandi sínu við Yale og Princeton háskólana og Juill- iard tónlistarháskólann í New York, Ný Japis-verslun á Akureyri Laugardaginn 14. maí sl. opnaði Japis hf. nýja verslun á Akureyri, Japis, Akur- eyri. Verslunin er til húsa að Skipagötu 1 og er verslunarstjóri Ámi Þorvaldsson en hann var áður deildarstjóri hjá hljóm- deild KEA. í versluninni verða allar þær vörur sem Japis hefúr umboð fyrir. Má þar nefna vörur frá Technics, Panasonic, Sony, Denon, Samsung og Audio-Tec- hnica. Þá mun Japis, Akureyri, leggja mikla áherslu á geisladiska. Einnig verða þar til sölu ýmis heimilistæki frá Braun. Japis, Akureyri, er fjórða Japis-verslun- in, tvær eru í Reykjavík og ein í Kefla- vík. Á myndinni eru Birgir Skaptason, framkvæmdastjóri Japis hf., Ámi Þor- valdsson, verslunarsljóri Japis, Akur- eyri, og Vignir Jónasson frá Japis, Reykjavík, en hann hafði yfirumsjón með uppsetningu verslunarinnar. ursleiö vagnanna. Breytingin nær til niu leiða sem fara um Lækjargötuna. Vagnar á leið 2, 3, 4 og 5 á vesturleiö, munu aka Sætún og Tryggvagötu og hafa viðkomu í.Tryggvagötu við brúna upp á tollstöð. Á austurleið hafa þessir vagnar viðkomu í Hafnarstræti og þar verður endastöð leiðar 17. Vagnar á leiðum 6, 7, 13 og 14, sem venjulega hafa endastöð við lækjar- torg færa sig að Tollstöð við Tryggva- götu. Endastöð leiðar 15 verður óbreytt. Vagnamir munu aka þar til dagskrá lýk- ur og verða síðustu ferðir frá miðborg um kl. 2 efdr miðnætti. Sérstök athygli er vakin á að aukavögnum verður bætt á leiöir, þegar þörfin er sem mest. Árleg kaffisala K.S.F. Hin árlega kaffisala Kristilegs stúdenta- félags (K.S.F.) veröur haldin á afmælis- degi þess 17. júni frá kl. 14-18. Félagið er til húsa á Freyjugötu 27, 3. hæð og em aliir þjartanlega velkomnir að koma og líta inn í smá kaffisopa. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sumarferð Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður farin sunnudaginn 19. júrú. Allar upplýsingar og farpantanir í síma 681742 Þuríöur, 14617 Sigríður og 84280 Stein- unn. Konur em vinsamlegast beðnar að tilkynna þátttöku í dag. Black Ballet Jazz til Akureyrar Black Ballet Jazz danshópurinn frá Bandaríkjunum sýnir svertingjadansa í 200 ár í Þjóðleikhúsinu dagana 15.-19. júni en aö því loknu heldur hópurinn til Akureyrar og sýnir í íþróttaskemmunni mánudaginn 20. júní. Komu þeirra á Listahátíö hefur verið beöið með mikilli eftirvæntingu og er nú nær uppselt á sýningar þeirra í Þjóðleikhúsinu, en ósóttar pantanir verða seldar samdæg- urs. Forsala aögöngumiöa á sýninguna á Akureyri er nú hafin í bókabúð Jónasar í göngugötunni á Akureyri. Einnig er tek- ið við miðapöntunum í síma 22685 á Ak- ureyri. Sýning Black Ballet Jazz á Akur- eyri þann 20. júni verður sem fyrr segir í íþróttaskemmunni og hefst hún kl. 20. Félag eldri borgara í Reykja- vík Opið hús í Goðheimum Sigtúni 3, fóstu- daginn 17. júní frá kl. 20-24. Kórsöngur, listdanssýning, upplestur og dans. Mynd mánaðarins í Listasafni íslands í Listasafni íslands er vikulega kynnt mynd mánaðarins. Þar stendur nú yfir sýning á verkum Marcs Chagalls og fer hún fram á vegum Listahátíðar í Reykja- vik. Að þessu sinni hefur verið valin sem mynd mánaðarins eitt af verkum Cha- galls, Flegni uxinn, sem er ohumálverk frá árinu 1947. Hægt er aö skoða mynd mánaðarins í fylgd sérfræðings alla fimmtudaga meðan sýningin stendur, kl. 13.30-13.45, og er safnast saman í anddyri hússins. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga kl. 11-22 fram til loka Listahátíðar í Reykjavík þann 19. júni. Eftir að Listahátíð lýkur verður sýningin opin alla daga nema mánudaga kl. 11-17 fram til 14. ágúst. Aðgangur að sýning- unni er kr. 330. Veitingastofa hússins er opin á sama tíma og sýningamar. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 19. júní a. Kl. 10 Selvogsgatan (gömul þjóðleið). Gangan hefst á nýja Bláfjallaveginum neðan Grindaskarða, þar er gamla gatan nyög greinileg og vel vörðuð. Gengið verður síðan sem leið liggur til Selvogs og tekur gangan sjö klukkustundir með góðum hvíldum. Verð kr. 1.000. b. Kl. 13 Herdisarvík - hugað að göml- um verbúðum. Ekiö veröur um Krisuvík og til Herdísarvíkur. Verð kr. 800. Þriðjudaginn 21. júní kl. 20 verður farin hin hefðbundna sólstöðuferð Ferðafé- lagsins á Esju/Kerhólakamb. Fimmtu- daginn 23. júni kl. 20 verður Jónsmessu- ganga. Laugardaginn 25. júní verður gönguferð á Heklu og ferð út í Viðey. Brottför í ferðimar frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt f. böm í fylgd fullorðinna. Feröir á vegum starfs aldraðra í Hallgrímskirkju Undanfarin ár hafa verið famar nokk- urra daga feröir um landið á vegum starfs aldraðra í Hallgrímskirkju. Nú er fyrir- huguð 5 daga ferð til norðausturshoms landsins. Flogið verður til og frá Húsa- vík, þaðan ekinn hringur um Öxarfjörð, Vopnafjörð og Mývatnssveit. Lagt verður af staö 8. júlí og komið heim 12. júlí. Gist verður tvær nætur í Lundarskóla í Öxar- firði og tvær nætur í Vopnafirði. 3 vikna Noregsferð verður 27. júli til 16. ágúst. Flogið verður til Oslóar en þar bíður rúta sem keyrir það sem þarf. Dvalið verður 1.-14. ágúst í lýðháskólanum Sund sem stendur á Inderöy í Þrándheimsfirði. Vegna forfalla em þrjú sæti laus. Dags- ferð verður farin fimmtudaginn 9. júni. Ekið verður að Hellu, Tröllkonuhlaupi, í Galtalækjarskóg og komið við á heimleiö- inni á Skarði í Landsveit. Upplýsingar um þessar ferðir gefur Dómhildur Jóns- dóttir í síma 39965.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.